Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 5
Sunnudag'ur, 27. febrúar 1944 MOBGUNBLAÐIÐ 5 Ferja d Hvalfirði er framtíðarleiðin ÞAÐ ER ekki ólíklegt að margir hugsi um lausn þess stórmáls sem samgöngurnar landleiðina norður er. Þ. e. sú leið, sem að vísu að nokkru leyti til þessa hefir verið fárin sjóveg, um Akranes eða Borg- arnes. Við annan enda þessar- ar leiðar er Reykjavík með um þriðja hluta allra landsmanna, og alla viðskifta- og menning- arþræði í hendi sjer. En að hin- um standa ekki minna en þrír landsfjórðungar með mörgum stærstu bæjum og þorpum iandsins. Mjer fynst merkilega hljótt um þetta merkilega mál. Nokkr ir menn hafa þó látið til sín heyra, ■ og hafa einmitt skrif þeirra komið mjer til að leggja orð í belg um málið. Að vísu hef jeg ekkí lesið öll þessi skrif, því jeg næ ekki í blöð nema af hendingu, en í því sem jeg hef lesið, minnist enginn á þá leið- ina, sem jeg tel tvímælalaust sjálfsagðasta. Hún er laus við allar torfærur á Hvalfjarðar- leiðinni, (og þær eru a. m. k. oft margar), styttir landleið- ina um ca. 60 km., og sjóleið- ina úr nær 4 klst. í 10 mínútur. Þessi leið er að minni hyggju fær alla daga ársins. Ódýrust í stofnkostnaði og ódýrust í rekstri, og gæti tekið að ein- hverju leyti til starfa á vori komanda, ef nú þegar væri tek ið til starfa og nokkur áhugi væri hjer að Verki, og ef hern- aðaraðgerðir, eða hernaðaryf- irvöldin kæmu þar ekki í veg fyrir. Þessi leið er ferja yfir Hvalfjörð. Ef til vill mun ein- hver segja að hjer sje gamall draugur á ferð. Víst er að um þetta hefir verið rætt áður, en hvað um rannsókn og endan- legan frágang málsins? Þó mun þessi ferjuhugmynd mín eflaust vera í einhvers huga enn. tk * JEG GET hugsað að fyrir einhverjum hafi í þessu máli farið eins og mjer. Að þarna þyrfti að koma eitthvert „lúx- us“-skip“, 200 tonn eða svo og sem tæki heil ósköp að bílum og fólki. Áður hafði jeg em- mitt þessa skoðun á málinu, og var þá gersamlega á móti henni. Eftir það hinsvegar að hafa nú unnið í Hvalfirði á bát í samfleytt 8 mánuði, hefir skoðun mín á málinu gersam- lega breyst. Og einmitt af þess- um sökum legg jeg nú í það stórræði að skrifa um þetta nauðsynjamál. Þó jeg hafi ekki mikið til brunns að bera að því er viðkemur ýmsum atriðum þessa máls, gætu bendingar mínar og athuganir, sem styðj- ast við náin kynni, veitt þeim, sem færari eru í hinum tekn- isku efnurn, emhvern stuðning um það raunverulega sem mestu máli skiftir í þessu sam- bandi. Þar sem við stöndum nú á vegamótum um lausn þessa máls, er einmitt nauðsynlegt að gera rækilega upp við sig hverja af þrem húgsuðum leið- um eigi að fara, þegar mál þetta er endanlega leyst. Því víxlspor í svo stóru máli mega helst ekki henda. ★ MUN JEG nú h'tillega minn- ast á hvora þessa leið, og þá Eftir Odd Hallbjarnarson byrja á sjóleiðinni. — Eins ogjinn, og skal jeg fúslega viður- kunnugir vita, er nú síðan Lax- foss strandaði ekkert sæmilegt skip til að taka að sjer þessar ferðir, og ekki líklegt að tii þess fáist boðlegt skip, fyr' en þá eftir nokkur ár, og sem þá mundi kosta miljónir króna. Nú er það sjálfsagt hugmynd margra að til þessa nægi eitt skip fyrir báða staði, Akranes og Borgarnes, en það er hinn mesti misskilningur; er jeg al- veg á móti því. Eru til þess ýmsar ástæður. Borgarnes er t. d. bundið við sjávarföll um ferðalög þangað, og burtfarar- tími skipar.na því frá hverjum stað mjög mismunandi, og er það mikill galli. Þá eru hafn- arskilyrði á Akranesi enn svo slæm, að þar getur skipið ekki komið altaf við. Er ekki gam- an fyrir fólk, sem þangað ætl- ar, að fara í þess stað til Borg- arness og ef til vill suður aft- ur. Þá er það landleiðin. Jeg er sammála Haraldi Böðvarssyni og fleirum, áð taka beri bílinn sem aðal fólks- og vöruflutn- ingatæki, enda mun hann af flestum talinn ódýrastur og hentugast farartæki er við nú höfum yfir að ráða, þar sem honum verður við komið. Hvað viðkemur veginum kringum Hvalfjörð, liggur mjer við að kalla það kaldhæðni, að tala um hann sem trvggan vetrar- veg á sama tíma sem hann er búinn að vera ófær mánuðum saman. Mjer er það vel kunn- ugt, að þeir sem hafa nú bila á 10 hjólum með drifi á öllum hjólum, hefir í lengri tima ekki komist sunnan frá lengra en að Hvítanesi og stundum ekki nema að Hvammi, og enn stund um veríð ófær einhversstaðar við Laxvog’. Þá hefir orðið að senda bíla til að taka þar við hlassinu. Hvað halda menn að okkar bílar hafi gert þarna miklar ,,fígúrur“, fæstir nema á 4 hjólum, með drif á aðeins tveimur. Að leggja í að hlaða, upp 60 km. langan veg, sem víða liggur í, eða undir snar- bröttum hlíðum, sem alstaðar spx-ettur vatn undan, og jafn- vel skriður renna á; leggja að meiru eða minna rörum með honum á allri leiðinni, til að taka vatn af honum, brúa ár o. fl. Það hjelt jeg að tæki tíma og kostaði mikið fje, og eru þá ótaldar nokkrar snjóýtur. Nei, þessum vegi á aðeins að halda við sem sumarfærum vegi, svo þeir, sem ekki vilja fara á ferju, komist hann eða ef ferj- an hefir ekki við, en jeg er ekki hræddur um að ferjan missi neitt af því sem hún getur ann- að. 'k ÞÁ ER nú komið að fei'ju- leiðinni, og er þá um tvær leið- ir að ræða. 1. að ferja aðeins fólk og venjulegan farangur þess. 2. að ferja allskonar bíla fulla af fólki og vörum. Jeg býst nú við að það þyki ekki gott að taka fólkið úr bílunum á öði'um staðnum og skila því i fjörunni hinumegin við fjörð- kenna það, enda er ekki mín hugmynd að það jmði til lengd- ar. Aðeins meðan verið væri að koraa upp fullkominni bílfei'ju. Eagranes og Laxfoss voru raun- verulega ekkert annað en slík- ar ferjur. Munurinn aðeins sá, að Reykjavík var endastöð. Sje jeg ekki mikið því til fvrirstöðu að hafðar yrðu reglubundnar fei'ðir með fólk frá Reykjavík að ferjustaðnum sunnan Hval- fjarðar og tæki þar aftur norðanfólk, en norðanbílar sunnanfólk. Þetta er svo aug- ljóst mál, að ekki virðist þurfa að ræða það frekar. Þá eru það lendingarstaðirn- ir. Það getur varla orkað tví- mælis, að annar síaðurinn yrði niðui'undan Klafastöðum. Þar er bæði hreint og aðdjúpt. Þar yrði að koma lokuð höfn, en ekki þyrfti hún að vera stór. Ef til vill aðeins eins og stór pakkhúsgrunnur, með vegg- þykt svo sem á kjallara. Þar yrði vitanlega að hreinsa alt grjót úr botni svo hann yrði sljettur, síðan steyptur vel breiður bílvegur frá efsta flóð- borði til stæi’stu fjöru. Það sterkur að hann væri öruggur stærstu bílum og það djúpt nið ur, að hann væri alstaðar sljett ur við botn. Hinn lendingastaðinn hef jeg hugsað mjer utast við Laxvog. Þar mun aðdjúpt og skilyrði yfirleitt góð. Þar gæti jeg hugs- að að ekki þyrfti nema tvo veggi Sem mynduou vinkil, en að öði'u leyti eins og hin höfn- in. Nú vill svo illa til að girð- ing er þarna yfir fjörðinn og er það einasta, sem hamlað get- ur framkvæmd þessari eins og er. Báðir þessir staðir eru sem næst 9—10 sjómílur frá fjarð- ai’mynni, eða litlu utar en mið- fjarðar. í fjarðai'mynni eru boðar til beggja handa, sem draga úr sjógangi inn á fjörð- inn, ennfremur er skerjagarð- ur fram frá suðui'landinu um miðja vegu frá fjarðarmynni að girðingu er nær fram i miðj- an fjörð. Ætti þetta alt að bæta aðstöðina er inn kemur. ★ SJÓLEIÐIN á þessum stað yrði þá innan við 2% sjómílu. Eða álíka og frá hafnarmynni Reykjavíkur og út á móts við Engey. Ekki nærri út að bauju. Myndu því okkar elstu og aum ustu fiskibátar fara þenna spotta á innan við 10 mínútum. En ef við fengjum lánaðann 16 mílna hraðann hjá Vigfúsi — sem Haraldi þykir þó of lítill, — myndi ferðin taka innan við 5 mínútur, og hver getur orðið sjóveikur á þeirri leið innan fjarðar. Er nú ekki hægt að þessu athúguðu, að fá menn til að endurskoða þessa leið áður en farið er að krækja inn í ó- bygðir. En hvað hinu yiðkem- ur, að ekki sje hægt að byggja ferju sem ‘ hægt sje að nota ílesta daga ársins miðfjarðar, það get jeg ekki hugsað, og er jeg þó búinn að vera á sætrjám á fimta tug ára. Þá kem jeg að skipinu. Því er fljótsvarað. Það á að vera innrásarprammi, eða í'jettara sagt svipað skip. með svipuðum útbúnaði. Af hei'naðarástæðum get jeg ekki lýst þessu nánar, enda mun þetta mörgum kunn- ugt m. a. frá Laxfossstrandinu. Ferjan á að vera 20 m. löng, 4%—5 m. breið, og mun það láta nærri og málið á 50 tonna fiskibát að ofan, en tonnatal mikið meira, þar sem ferjan er jafnbi'eið ofan og neðan, aftan og framan. í henni eiga að vera tvær 132 hk. Kelvinvjelar, eða jafnvel þrjár, og framgaflinn vitanlega á hjöcum. Nú mundi jeg hólfa af 3 m. fyrir vjel- arnar, þar yfir kæmu vistar- verur skipsítafefir, og enn- fremur stjóánp&llur. Þar f.yrir framan yrðufl 5 trx., sem á mætti hafa fjórar '30; sæta bifreiðar, eða fjórar íyeggja tonna vöru- bifreiðar, sem þó ekki nota nærri 14 m. l£ðá þá sex 5 manna . bilar, sem nöta 15 m. Þá er þc> 1 m. eftir Jyrir hjólhesta og mótorhjól, Stórgripi o. fl. Þá er það áætliöxin: Byrja skal kl. 8 að moi'gnij og vera ferjað ó- slitið til klj 2 að nóttu, eða 18 klst. Fei'j'án á að fara 1 ferð á hverjum hálftíma, og þannig ætla jeg heríni að flytja: í 4 ferðurn 16 30 sæta vagna 480 manns í 20 — 120 5 — — 600 — í 12 — 48 2. tonna vagna 96 tonn Skipshöfnin skal vei’a 8 menn, sem skifta verkum þann ig, að þeir hafi 6 tíma vaktir og sjeu 4 uppi í einu. Tveir sofa, einn matsveinn og einn maður hafi fri dag hvern með fullum launum. Innheimtu far gjalds annast bílstjóri hver af sínum bil. ★ ÞETTA er þá mynd af af- köstum fei'junnar frá mínu sjónarmiði. Þætti mjer gaman að sjá framan í þann, sem sann aði mjer að Fagranesið og Lax- foss bæði til samans gætu af- kastað því sem hjer hefir ver- ið talið af vörum og fólki alla daga vikunnar. Þá má geta þess að samkv. lögum, má Laxfoss ekki flytja nema 200 menn í ferð milli Reykjavíkur og Box’garness (eða svo hefir mjer verið sagt). Þá býst jeg við að margan muni langa til að heyra kostn- aðaráætlun. Skal jeg ófeiminn slá upp þeirri ínvnd: 1. Tvær hafnir á 100 þús. hvor................ 200 þús. 2. Skipið sjálft .........................'. .. . 500 — 3. Tvær vjelar með tilheyrandi. hvor á 100 þús. 200 — 4. Vegagerð að lendingarstöðum ................ 100 — Eða samtals krónur 1 miljón. Ótrúlegt ao nokkrum ægi þessi stofnkostnaður nú, þegar ennfremur er tekið tillit til byggingar tveggja skipa hins- vegar, uppbyggingar Hvalfjarð ar vegarins með viðhaldi og snjómokstri. Þá er reksíurskostnaðurinn: Kaup 8 manna 2400 kr. á mán. (þeir fæði sig sjálfir) kr. 19200,00 Olía öll ........................................... — 9600,00 Slysatrygging og- vátrygging skips ................. — 1200,00 Það er samtals á mánuði kr. 30.000.00 — Þrjátíu þúsund krónur. — Þá ætti að gera tilraun til að áætla tekjurnar. Nú borga Ak- urnesingar 20 kr. fyrir sætið fyrir Hvalfjöi'ð, og þar sem ferjan styttir leiðina um verri helminginn, ætti ekki að vera ósanngjarht að fei'jan tæki 10 kr. fyrir manninn. Ef svo er tekið meðaltal af vöruflutnings taxtanum milli Akraness og Reykjavíkur og til viðbótaiT út- og uppskipun á sömu stöð- um mun það vera um 100 kr. á tonn, Ef miða ætti við sama og áður, ætti þar að taka helm- ing þess, en i þesSu tilfelli ætla jeg ekki að í’eikna nema kr. 30 á tonn og verða þá tekjurnar a mánuði ....................................... kr. 86.400,00 Fólksflutningur á dag 1080 menn á 10 kr., pr. mán. — 324.000,00 Eða samtals á mánuði kr. 410.400,00 LOKS er eftir sú hliðin, sem snýr að viðskiftavinum íei'j- unnar. Mjer hefir verið kent, ,,að tíminn sparaði peninga". Ef nú þessir 1080 menn, sem ferjan styttir leiðina um 2 klst., reikn uðu sjer kr. 5.00 pr. tíma, sem ekki sýnist ósanngjarnt, þax'eð með myndi fljóta all-verulegt af fólki, sem þætti verkamanna laun lá, fyrir utan að nefna helgidaga og næturvinnu, yrðu þetta þá kr. 10.00 pr. mann. — Ennfremur eftir gildandi taxta vörubíla á yfir )0 km. langri leið, myndi vörubíll kosta innan ferjustaða fullar 140 kr. Nú ætla jeg ekki að reikna það þannig, heldur slit á vagni og vjel pr. 10.00, slit í gúmí cg ! bensíneyðslu 10.00, kaup bíl- jstjóra í 2 tíma 10.00, þetta er 1 meðaltal á alla bíla. Sparnaðurinn yrði þá þannig: Fluttir 184 bílar á dag 30 kr. pr. bíl pr. mán. 165.600.00 1080 mcnn á dag pr. 10.00 ...... — — 324.000.00 eða samtals á mánuði kr. 489.600.00 Framh. á. 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.