Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 8
8 MOEGDNBDAÐIÐ Sunnudagur, 27. febrúar 1944 Guðjón Björnsson Minning frá foreldrum eg systkinum. Þungt er sorgarbyrði að bera brautin lífs er völt og hál. öll er framtíð okkar hulin einatt vonin reyndist tál. Sólin þegar hæst í heiði hefir ljóínað morgunstund nauðajelið nístings kalda næðir yfir sæ og grund. Okkar Svíður sorgarundin, sem að engin lækna kann, er þín, son og elsku bróðir æfisól í djúpið rann. Margs við höfum hjer að sakna heimsins dvöl þá liðin er,, vonir bjartar burtu hverfa í bárudjúpið nú með þjer. Athugull í öllu varstu, ávanst hylli sjerhvers manns, æfistörfin unnin voru öll í nafni kærleikans, drenglyndi þú sífellt sýndir sjerhverjum er með þjer var, viðmót þýtt, og vinarþelið vakti hrifning alstaðar. Engin veit, sem ekki reynir ofurþung, hve sorgin er, efnismenn þá ungir falla orku og dáð, sem geymdu í sjer. Astvinir, sem eftir lifa auða skarðið litið fá, þar sem áður æskumaður öruggan þeim styrk nam ljá. Aldrei gleymist elsku sonur, okkur'þó að hvíli fjær. Aldrei gleymist blíður bróðir burt er tók hinn kaldi sær. Aldrei gleymist okkur heldur ösrlögin, hvað reyndust hörð. Aldrei gleymist, er þú kvaddir okkur síðast hjer á jörð. Heimsins vegferð er á enda, ástarþölck fyrir liðna stund. Guðs í hendi öll við erum, engin veit um síðsta blund. En þó harmur hjartað nísti, huggun, trú sú veita má, að við sjáum ástvin horfin aftur síðar guði hjá. Ágúst Jónsson. — Ferja á Hvalfirði Framh. af bls. fimm. Ferjunni hefir ekkert verið reiknað fyrir flutning bíla og bílstjóra, pósts o. fl., enginn ríkisstyrkur ásamt fleiru. Það sýnist hægt að reka ferjuna með góðum árangri fyrir sóun fjár í tíma og verðmætum. Með þessu þykist jeg hafa leitt rök að því að ferja sje framtíðarleiðin. Akranesi, 12. febr. 1944. Oddur Hallbjarnarson. fmnnimimumntiimsiinmiiitiiuiiiiiiiiiniiiimiiit^ B. P. Kalman s hæstarjettarmálafl.m. = || Hamarshúsinu 5. hæð, vest {§ = ur-dyr. — Simi 1695. s uiHmiiinQiiianmiiiiiiiiiiiinnfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Ef Loftur sretur bað ekki — bá hver? SW» PAUTCC Wp Eggert Claessen Einar Ásmundsson hæsiarjettarmálaflutningsmenii, — Allskonar lögf ræðistörf — Oddfeilowhúsið. — Sími 1J71. „e.s. JOKOIT Tekið á móti flutningi til Vest- manneyja til hádegis á morgun Krisuvíkurvequr 2.250.000 kr. í MORGUNBL. 1. þ. m. hefi jeg lýst áliti mínu á Hellisheið arveginum, hvernig hann er nú og hvernig hann þarf að verða, þessi langfjölfarnasti, flutningamesti og nauðsynleg- asti vegur landsins. Og vikið að því líka, með hverju móti væri hægt að gera þessa bráð- nauðsynlegu endurbót á einu eða tveimur árum. Tel það lika eina úrræðið, sem framkvæm- mlegt er nú um sinn, til ör- 'ggis í vetrarófærð. Og auk bess mjög mikinn flýtir í ferð- im á sumrum jafnt og vetrum, neð miljóna kr. sparnaði ár- lega í bensíni, bílasliti, broti og aðgerðum. I Vísi væntanl. hefi jeg lika lýst nokkuð Krísuvíkurleiðinni eftir áliti gagnkynnugra manna þar með talið það argasta ráð- leysi, að ætla nú að kasta 2VÍ miljón kr. (líklega meira fje en nýr vegúr þyrfti að kosta, milli Kamba og Reykjavíkur) í vegarspotta, sem að engum notum getur komið til sam- göngubóta aústur um sýslur, fyr en eftir nokkur ár. Hver veit, hve mörg ár? Þegar rík- issjóðinn þrýtur fje, og það munu allir heilvita menn sjá, að hlýtur að verða á næstu árum, með núverandi ráðlagi. I síðar nefndri grein hefi jeg líka atyrt tillögumennina um nýtt tveggja milj. kr. framlag í þessa vitleysu. Og líka talið álit 6 mætra manna óþingleg- asta plagg, sem jeg hefi sjeð. Mjer er því skylt að gera þar við fáorðar athugas. og skýr- ingar. 1. Alþingi, ríkisstjórn og þjóðinni er misboðið með því, að krefjast miljóna kr. fram- lags úr ríkissjóði, rjett eftir nýstaðfest fjárlög, hin glæfra- legustu, er sjest hafa. 2. Hverjum eiga Reykvík- ingar að þakka það, að búið er að eyðileggja stærsta og besta mjólkurbú landsins og mörg smærri bú í nágrenni? Og að þess vegna þarf nú „daglega að flytja 16—-20 þús. lítra aust- an að“ — marg-gutlað og gam- alt glundur, í staðinn fyrir bestu nýmjólk? 3. „Reykjavíkurhöfn er eina innflutningshöfnin fyrir alt Suðurlandsundirlendið frá Reykjanesi að Skeiðarársandi“, segir greinargerðin (Sþ. 33. Tillaga til þingsál.). Um þúsund ár hafa þó ver- ið fluttar vörur beint frá út- löndum á höfn og hafnir við Eyrarbakka — þó slæmar sjeu. Og kringum síðustu aldamót komu þar árlega alt að 10—12 skip, bæði seglskip og gufu- skip, flestöll inn á höfn á Eyr- arbakka, með Stokkseyri. Hafn ir þessar og Þorlákshöfn eru enn til og síst lakari en áður, þó hætt sje nú um sinn að nota þær, af alt öðrum ástæðum. 4. „Fy-rir þrem árum var um 1/3 leiðarinnar fullger . . . . einnig mikinn hluta meðfram Kleifarvatni“. Þar eru þó tald- ir 470-j-400 metrar eftir, og víst ekki á fljótlega lagðri leið eða kostnaðarlítilli, þar sem ryðja þarf móbergshnúkum úr vegi — að sögn kunnugra. 5. Otrúlega lítinn snjó eða bylgusur þarf til þess að gera ófærar leiðir um Mosfellsheiði og eigi síður um Hellisheiði. En það er ekki af því, að veg- ur sá liggi of hátt, heldur af því, að hann liggur of lágt. Vegna þess skeflir víða yfir hann, í stað þess að blása mætti af honum, ef hann væri á hærri stöðunum. Þeir einir, sem eru gæddir ofurtrú á Krísuvíkurleiðina, munu samt geta trúað þeim sannleika(?), að „athuganir hafi leitt í ljós, að snjólaust, eða svo að segja, hafi jafnan verið á þeirri leið“ — þegar „illfært eða ófært“ var á heið- unum. Svo og, að vegarspott- inn, sem kominn er hjeðan að Kleifarvatni, hafi „ávalt reynst með öllu snjólaus“ .... enda þótt þetta sje sá kafli vegarins, sem ekki liggur þvert fyrir miklum byljum, hvorki af landnorðri nje* útsuðri, og mun því fremur blása af en fenna yfir í smágusum. En eftir land- nyrðings bylji kynni þó að verða, með góðri aðgæslu, vart við ofurlítið föl á veginum við hæðirnar í nánd við Krísuvík og í slökkunum á öðrum stöð- um. 6. „Þótt leiðin um Krisuvlk sje nokkúð lengri, skiptir það engu máli móts við það að ætla að halda áfram hinni vonlausu, erfiðu og kostnaðarsömu bar- áttu við sjóinn á háfjallaleið- um þeim, sem nú eru fyrir hendi“. Það er rjett, að þessari vonlausu baráttu á ekki að halda áfram. Þess í stað ætti nú þegar á þessu ári að leggja þann veg um Hellisheiði, Svína hraun og þaðan beina leið til Reykjavíkur, sem jeg efast ekk ert um, að oft gæti verið fær, meðan Krisuvíkurleiðin væri ó- fær. Allra helst í mesta snjón- um og byljum. En þessi „nokkuð lengri leið, sem skiptir engu máli“. . . Hún er þó að mun meira en helmingi lengri, en Hellisheiðarleiðin þarf að vera. Held jeg þó, að í misjafnri færð og ófærðar- teppu, kunni nokkru máli að skipta og eitthvað muna um 40—50 km. viðbót við skemstu leiðina. 7. Fyrir áðurnefndar 2(4 milj. kr. er ætlast til að lagður verði á þessu ári „helmingur vegarins, sem ófullger er“. Hve nær kemur svo hinn helming- urinn? Verður ríkið fært um það að snara út andvirði hans á næstu árum? 8. Eigi hefir þótst taka því, að nefna brúna hjá Vogsósum. Er búið að áætla hana, nógu háa, langa og sterka til að þola vatnsköst ofanað og ofsaflóð með brimi neðanað? Hvað kostar hún? Og stap- inn og hryggurinn við Kleifar- vatn? 9. „Auðvitað" á þetta að vera „aðeins vetrarleið til öryggis“. En það verður nú nokkuð dýrt öryggi. Verra þó, að það öryggi bregðist alveg, þegar mest á reynir. Og svo á líka að bæta Hellisheiðarveginn ög halda honum við. En til þess þarf enga kr. að veita sjerstaklega. Er því hægt að humma það fram af sjer. V. G. Oxford vann Cambridge London í gærkveldi —: Hinn árlegi kappróður háskóla- manna í Oxford og Cambridge fór fram í dag og fóru leikar svo, að Oxfordmenn unnu, urðu % úr bátslengd á undan keppi- nautum sínum. — Cambridge hefir oftar unnið að undan- förnu. — í dag keptu háskól- arnir einnig í knattspyrnu, og vann Cambridge þar með 2:0. J"j Eflir Robert Storm ■aúoooooooopooooooooooooooool X-9 SPEAKIN&ALEX THE 6REAT IS GTILL AT LAR&E ,.ME HAS 3EEN INJURED /N AN AUTO ACC/DENT AND CARRlED OFP BY THE PRNER, .,, HAVE SQUAD CARS BE oS ALERT FOR SREEN SEOAN.. WITH LETTER "X" /N UCENSE.. HAVE RADIO STATlON /SSuf WARNIN6 TO ALL HOEPí. AND CITY POCTORSt,,, Lögregluþjónninn: — Jeg hefi náð sambandi við lögreglustöðina, X-9. , X-9: — Gefðu mjer samband, jeg skal tala þangað. Lögregluþjónninn tilkynti stöðinni gegnum sendi- tækið, að X-9 væri í bíl hans og ætli að gefa áríð- andi upplýsingar um strokufangann, Alexander mikla. Lögregluforinginn: — Láttu mig tala við hann. X-9: — Það er X-9, sem talar. Alexander mikli gengur ennþá laus . . . Hann lenti í bílslysi og ekillinn — ung stúlka — tók hann í bíl sinn. .. . Látið nokkra bíla hafa gætur á grænni „drossíu", sem hefir x í númerinu . . . og látið útvarpsstöðina aðvara öll sjúkrahús og lækna bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.