Morgunblaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. mars 1944, Talsímaþjónusta í verstöðv- m vegna slysavarna JOHANN JOSEFSSON og Eysteinn Jónsson flytja svo- hljóðandi þingsályktunartil- lögu í Sþ.: ,,Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að koma á fót í sambandi við starfrækslu lands simans sjerstakri slysavarna- þjónustu í verstöðvum landsins ó aðalvertíðum utan hins á- kveðna talsímaþjónustutíma, sem er á bverjum stað fyrir sig, Jpannig að þar, sem því verður við komið, sje hlustað á tal- stöðvar fiskibátanna á öllum tímum sólarhringsins, og að sjeð verði fyrir því, ef þörf krefur vegna slysavarna, að imt sje að ná í símasamband við Reykjavík hvaða tima dags ■eða nætur, sem er“. I greinargerð segir: Það liggur í augum uppi, að svo mikilsverð ráðstöfun til öryggis, sem talstöðvar bát- anna eru kemur því aðeins að notum, að trygt sje, að á þær sje hlustað úr landi, og er hjer gert ráð fyrir, að það sje gert í sambandi við starfrækslu landssímans, eftir þeim regl- um, er um það kunna að vera settar, meðan hver talsimastöð fyrir sig er opin hvern dag. Reynslan hefir svo leitt hitt I ljós, að utan hins reglulega starfstíma stöðvanna er engu minni þörf á því, að hlustað sje eftir bátatalstöðvum, og hefir þetta leitt til þess í stærstu verstöð landsins, Vestmanna- eyjum, að á fót hefir verið kom ið þjónustu utan stöðvartím- ans, sams konar og í þessari þá.l.tillögu er farið fram á að gert verði yfirleitt í verstöðv- unum. Var þetta fyrst gert frá miðj um febrúarmán. 1943 og til loka maímánaðar s. á. Hefir kostnaðurinn verið borinn uppi að nokkru leyti af Landssím- anum og að nokkru leyti af V estmannaey ingum sjálfum. Er hinn sjerstaki símavörður að starfi á þeim stað frá kl. 9 að kvöldi til kl. 8 að morgni. Eftir því hefir verið leitað, að Landssíminn kostaði einn þessa vörslu, en hann hefir færst undan því og telur að vísu á- litamál, hvort kostnaðurinn eigi að berast upp af símafje eða slysavarnafje, og þó sje hið síðara ekki ósanngjamt, þar eð tekjur þær, er síminn hefir af slíkum störfum, eru sem engar. Landssíminn heldur þvi fram og með rjettu, að hjer sje nær eingöngu um slysavarnarráð- stöfun að ræða og rjett sje, að Alþingi og ríkisstjórn taki á- kvörðun um tilhögun hennar og um það, hvort síminn sjálf- ur beri kostnaðinn eða hann sje veittur með sjerstakri fjár- veitingu til slysavarna eða á annah hátt. Hjer er um mikilvæga örygg isráðstöfun að ræða, sem er nauðsynleg í sambandi við tal- stöðvar bátanna í hvaða veiði- stöð, sem er. Hún hefir reynst mjög vel í Vestmannaeyjum, og mundi það líka vei'ða annars staðar, þar sem líkt er ástatt. Hjer er því farið fram á það, að þessari sjqrstöku símaþjón- ustu vegna slysavarna verði komið á í verstöðvum landsins yfirleitt og henni haldið uppi þá tíma árs, sem brýnust er nauðsynin, en hana teljum við vera á þeim tímum, sem sjór er mest sóttur, eða á aðalver- tíðum hvarvetna. Þá er enn fremur fram á það farið í tillögu þessari, að allar verstöðvar eigi aðgang að því að ná símasambandi við Rvík, þegar þörf krefur veg'na slysa- varna. Það er vitanlegt, að nú um hríð hefir það verið og verð ur víst framvegis einnig siður að leita aðstoðar Slysavarna- fjelags íslands til hjálpar bát- um í neyð, einkum frá þeim stöðum, þar sem ekki er neitt björgunarskip við höndina, og að aðalstöðvar Slysavarnafje- lagsins eru í Reykjavík, er líka fullkunnugt. Þess vegna er það einkum á- ríðandi, að unt sje að ná til Reykjavíkur tafarlaust frá hvaða verstöð, sem er, þegar leita þarf aðstoðar handa bát- unum. I stærstu verstöðvunum, t. d. Vestmannaeyjum, Akranesi og Keflavík, hefir afgreiðslu- verið lengdur frá því, sem upp haflega var ákveðið, og er þar afgreitt sums staðar til kl. 10 að kvöldi og sums staðar til miðnættis. En þetta mun ekki gilda fyrir hinar smærri stöðv- ar, og yfirleitt er það ófullnægj Frti Ingibjörg Sigurðardóttir frá Búðardal sjötug á morgun Á MORGUN verður sjötíu ára frú Ingibjörg Sigurðardótt- ir frá Búðardal, ekkja Boga heitins Sigurðssonar kaup- manns, einhver fremsta kona við Breiðafjörð á þeim árum, er hún dvaldi þar. Ingibjörg er fædd á Kjalar- landi á Skagaströnd 6. mars 1874 og ólst upp heima hjá foreldrum sínum. Ung stund- aði hún nám við Kvennaskól- ann á Ytriey; síðar var hún á vetrum við barnakenslu (heim iliskennari) í Húnavatnssýslu og í Borgarfirði, en vann að heyskap á sumrum og annari sveitavinnu. Um skeið var hún kenslukona við Kvennaskól- ann á Blönduósi. Árið 1913 giftist hún frænda sínum Boga kaupmanni í Búð- ardal. Hjónaband þeirra -var barnlaust, en dótturson Boga tóku þau kornungan til fóst- urs og hefir frú Ingibjörg geng ið honum í móðurstað. Bogi andaðist 1930. Tók hún þá við stöi'fum þeim, er hann hafði áður gegnt, póstafgreiðslu og forstöðu símastöðvarinnar í Búðardal, en slepti þeim störf- um 1. júlí 1942, og fluttist þá um haustið til Reykjavíkur og dvelur nú á Frakkastíg 6 A. Það þótti ekki lítið í fang færst, er frú Ingibjörg tók að sjer húsfreyjustörfin á kaup- mannsheimilinu í Búðardal. Hún var lítt kunnug umhverf- inu og hjeraðsháttum. Heimili Boga hafði verið hið mesta rausnar- og myndarheimili og gestagangur eins og á veitinga stað, en það sást brátt, er hús- freyjan nýkomna tók til starfa, að þar mundi engu aftur þoka um heimilisbrag. Stjúpbörnum sínum var hún hin nákvæmasta og varð mjög ástsæl af þeim. Þau hjón voru mjög samhent um að líkna þeim, sem erfitt 'áttu, og gleðja fátæka. Það var venja Boga, meðan hann verslaði, að taka frá snemma vetrar eitthvað af þeim vör- um,.t. d. kaffi og sykur, sem mest hætta var á að þrytu fyr- ir jól, ekki handa auðugustu viðskiftamönnunum, — sem oft Framh. á 8. síðu. •S—I So zi—01 T4 T00S ‘Z0Z2 ‘S098 ’l ijæajsjnisny •uossi[,bíio4 anSn'Bigng •uosspunmgnf) s JBuia BJOJSJUÍJS -SSUIUjnjJBlBJ\[ Eggert Claessen Cinar Ásmundsson hæstarjettarmálafhitningsmenr., — Allskonar lögfrœðistörf — Oddfellowhúsið. — Sími 1)71. <miimiminiiflnnnimnniiimnnuiiiiiiimnmiiiimn = E2 B. P. Kalman § hæstarjettarmálafl.m. jl = Hamarshúsinu 5. hæð, vest s |j ur-dyr. — Sími 1695. j| uiuniiiiiiiiiiiiiiuniimiiiiiiininmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 4u0hh Jeg hvili me8 fleruuKam frá Týlihl Rýmingarsala í Kápubúðinni Laugaveg 35. verður næstu daga á Samkvæmiskjólum, Eftirmiðdagskjólum, Kventöskum. Hönsk- um og Kvenkápum. Einnig seljum við nokkra PELSA með miklum afslætti. Sigurður Guðmundsson. <»3>'$>@K£<JxSxS>3>^<$xSxSx$x$x8x$>3x$xe*$>^>^KSx^<íx$x^<íxíx^a*$*$Kex$>^KexSK3xíxSxSxe>3xS> MYNDIR Heimskringla Snorra Sturlusonar. hið sígilda forníslenska listaverk, er að koma út. — Skreytt 300 teikningum eftir 6 frægustu listamenn Noregs. Myndirnar gefa verkinu margfalt menningarlegt gikli — ekki síst fyrir börn og unglinga. — Alt verkið kemur út í 2 bindum, 700—800 síður að stærð, og mjög vandað að öllum frágangi. Gerist áskrifendur að Heimskringlu. — Útfyllið þenna miða — og skrifið nafn yð- ar og heimilisfang greinilega — og merkið Box 2000 — Reykjavík. — Má sendast ófrí- merkt. Látið ekki þetta einstaka tækifæri renna yður úr greipum. Gerist áskrifendur að Heimskringlu strax í dag. Jeg undirrit.....gerist hjer með áskrif- andi að Heimskringlu .................. Box 2000 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.