Morgunblaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. mars 1944. M 0 R G U N B L A Ð I Ð 7 Þingið. FUNDUM Alþíngis verður frestað eftir nokkra daga. Það hlýtur að koma saman aftur nokkru fyrir miðjan júní, þeg- ar þjóðaratkvæði er lokið, til þess að ganga frá skilnaðar- málinu og gildistöku lýðveldis- stjórnarskrárinnar 17. júní. Nefnd sú, sem á að undir- búa hátíðahöld þann dag, hlýt- ur nú að taka til starfa. Hafa ýmsar uppástungur komio fram um það, með hvaða svip sú hátíð ætti að vera. íburður ætti þar ekki að eiga sjer stað, eða neitt sem mint gæti á yf- irlæti. En virðuleg stund og eft irminnileg þarf það að vera, þegar íslenskt lýðveldi er stofn að að nýju. Fjárhagsafkoman. Fjármálaráðherra hefir á Al- þingi gefið yfirlit yfir fjárhags- afkomu ársins 1943 fyrir rík- issjóðs og horfunum framund - an. Það er eitt og annað í skýrslu ráðherrans, sem verðskuldar frekari íhugun. Tekjur ársins 1943 fóru 43.7 milj. kr fram úr áætlun fjár- laganna. Á hinn bóginn fóru gjöldin þá einnig, eftir skýrslu ráðherrans, 31.9 milj. kr. fram úr áætlun. Jafnframt þessu lagði ráð- herrann mikla 'áherslu á, að ekki væri annað sýnna, en tekj - ur yfirstandandi árs myndu hins vegar hvergi nærri reyn- ast jafn miklar og nú væri ráo- gert í fjárlögum ársins 1944. En hvernig verðum við staddir, þegar tekjurnar bregðast, en ekkert bendir til þess, að gjöld- in minki? Þá verður ekki hægt að horfa aðgerðalaust upp á gjöldin fara þrjá tugi miljóna fram úr áætlun. Þá er komið að því, að því verður ekki frest ao lengur að spyrna við fótum. Fjármálaráðherra telur rekst urshagnað ársins 1943 16.4 milj. kr. Þá hefir hann viðhaft þá reikningsaðferð að telja 16.7 milj. kr. verðuppbætur á út- fluttar landbúnaðarvörur, er komu til greiðslu á árinu 1943, til reiknings á árinu 1942, af því að uppbæturnar eru á fram leiðslu þessa árs. Þessi reikn- ingsaðferð er aðeins sjónhverf- ing, því að þá ætti að koma fram á uppgjöri ársins 1943 verðuppbætur vegna afurða þess árs, sem enn er ekki vit- að um, og því ekki færðar til gjalda á yfirlitínu. í raun og veru er þvi rekstrarafgangur enginn á árinu 1943, ef þessar 16.7 milj. kr. væru þar taldar, svo sem rjettast virðist vera. Það er augljóst, að hafa verð ur önnur handbrögð en verið hefir undanfarin ár á meðferð hinna opinberu fjármála, ef að því kemur á þessu ári, að við þurfum að mæta því nýja við- horfi, að áætlaðar tekjur rík- issjóðs bregðist. Kann þá einnig svo að fara, að fleiri þurfi að blaða betur í bókum sínum, en þeir, sem fara með ríkisfjár- málin. Norrænafjclagið. KOMIN er fram á Alþingi tillaga frá stjórnarskrárnefnd- inni um þátttöku íslands í nor- rænni samvinnu. Fer vel á því, að hún skuli einmitt köma fram um sÁmji leyti og Norrænafje- lagið heldur hátíðlegt 25 ára REYKJAVÍKURBRJEF afmæli sitt, í þeim Norður- landanna, sem hátíðahöldum verður við komið. Norrænafjelagið var stofnao rjett eftir heimsstyrjöldina fyrri, sprottíð af þeirri sam- vinnu, sem norrænu þjóðirnar hjeldu uppi í þeirri styrjöld um hlutleysi sítt. Markvíst var að því unnið fyrir núverandi heimsstyrjöld, að efla gagn- kvæm kynni milli þjóðanna og mun þessi fjelagsskapur oft hafa orðið til þess, að minstu þjóðinni var ekki gleymt við ýms hátíðleg tækifæri. Norðurlandaþjóðirnar hafa ekki borið gæfu til þess, að geta haldist í hendur í þessari styrjöld. Viðburðanna rás hef- ir á hinn gleggsta og hörmuleg asta hátt leitt í ljós, að þegar til styrjaldarátaka kom, fór að heita má hver þjóð sína leið. En allt fyrir það og engu síður, hlýtur það að vera takmark Norðurlandaþjóðanna, eftir sem áður að viðhalda og efla samhug og sambönnd sín á milli á sviði menningarmál- anna. Af fregnum, sem hingað hafa borist á síðustu árum um það, hvernig ýms blöð á Norður- löndum hafa skrifað um ís- landsmál, virðist sú skoðun hafa skotið upp kollinum þar, að við Islendingar værum á vesturleið og myndum fram- vegis lítt hugsa tii þess, að vera virkir þátttakendur í norrænni menningarsamvinnu. En eins og allir vita hjer, er þetta hinn mesti misskilningur. — Þegar samgöngur hefjast að nýju milli íslands og annara Norð- urlanda, mun það koma í ljós, að hjer hefir aldrei verið meiri vilji en nú til þess að Islend- ingar megi bera gæfu til, að efla menningarsamband sitt við frændþjóðirnar á Norðurlönd- um. Er mjög vel til fallið, að Al- þingi skuli með samþvkki þeirrar tillögu sem fram cr komin, marka þá stefnu þjóð- arinnar skýrt og greinilega. Danskir flóttamer.n. í LESBÓK Morgunblaðsins birtist nýlega kafli úr brjefi frá sænskum manni er á heima suður við ;Eyrarsund, þar sem hann skýrir frá flóttamanna- straumnum frá Danmörku til. Svíþjóðar. í þúsundatali hafa Danir flúið land á þessum vetri og komið slyppir og snauðir til Svíþjóðar. Nokkrir íslendingar sem dvalið hafa í Danmörku, hafa verið meðal þessara flótta manna. Það er mjög vel til fundið, að hjer skuli hafin fjársöfnun til hjálpar þessum flóttamönn- um. Fjenu sem safnast verður að sjálfsögðu komið til Sví- þjóoar hið fyrsta. Skerfur okk- ar hjeðan verður kannske ekki mikill, samanborið við þann fjölda hjálpai-þurfa manna, sem þarna er um að ræða. En allt kemur það að gagni. Og verðugur vináttuvottur ætti það að geta orðið frá okkar hendi í garð hins bágstadda fólks og dönsku þjóðarinnar, sem vissulega á ,um sárt að binda. Tekið er á móti samskotafje m. a. a blaðsins. 4. mars. afgreiðslu Morgun- Njálu-lestur Einars. Dr. Einar Ólafur Sveinsson lauk í síðustu viku útvarps- lestri sínum úr Njálu-sögu. Þessi liður útvarpsdagskrárinn- ar er tvimælalaust með því besta og vinsælasta, sem út- varpið hefir boðið upp á. Ráða þar um ekki bara vinsældir Njálu hjá almenningi, því að það mun nú sannast, að ís- lendingasögur eru minna lesn- ar en áður, einkum meðal þeirra yngri. Einmitt þess vegna er hins vegar rjett og tímabært að örfa athygli manna á þess- um merku bókmentum okkar. En það er ekki sama, með hverj um hætti kynning sagnanna fer fram. Dr. Einar Ólafur Sveins- son náði meistaralegu taki á upplestrinum úr Njálu og þvi aukna gildi, sem hann gaf hin- um ágæta lestri með skýring- um sínum, er honum tókst með afbrigðum vel að koma að við lesturinn, án þess að trufla sam hengið eða hinn skáldlega blæ og ,,stemningu‘‘ frásagnanna. Verðúi*' þess fastlega að vænta, að áframhald verði á þessum þætti útvarpsdagskrárinnar með lestri annara sagna af hálfu dr. Einars. Rafmagnið. Á SÍÐASTA bæjarstjórnar- fundi á fimtudaginn var, urðu talsverðar umræður um raf- magnsmál bæjarins, sem eðli- legt var, því þegar fundurinn hófst var bærinn rafmagnslaus, en komið undir rökkur. Það stóðst á endum, að rjett um það bil, sem ekki var lengur lesbjart á fundarsalnum kvikn aði á rafmagnsljósunum. Þetta kom vel heim við það» sem fór fram á fundinum, því málshefjandi var Sigfús Sig- urhjartarson, og varð villu- gjarnt í myrkrinu í fundar- byrjun. En málin upplýstust mjög, er leið á fundinn, við greinargerð borgarstjóra og ræður annara Sjálfstæðis- manna. Málshefjandi hafði að vísu rjett fyrir sjer í því meginat- rioi, að Reykvíkingar og aðr- ir, sem fá rafmagn frá Ljósa- fossi, hafa á þessum vetri orð- ið fyrir miklu tjóni, vegna verktafa, vjelaslits og allskon- ar truflana í atvinnurekstri og við heimilisstörf. Og ályktun hans út frá þvi var líka rjett, að mikið er fyrir það gefandi, að komið verði í veg fyrir það tjón, truflanir og óþægindi í framtiðinni. Um þetta eru all- ir sammála. hver einasti einn. Myrkrið. ÞEGAR málsvari kommún- ista á bæjarstjórnarfundum leitar að orsökum þess, hve raf- magnsframleiðslan er hjer orð- in ófullnægjandi, þá veður hann aftur á móti reyk. Hann vill telja orsakirnar stafa frá van- þekking, forsjárleysi og vitlaus um útreikningum verkfræð- inganna. Hann segir þetta ekki af því, að hann vlti ekki bet- ur. Hann heldur þessu fram, af því að hann heldur að hann geti með því móti vakið tor- trygni almennings í garð pólit- ískra andstæðinga. Fólk, sem ekki hefir haft tækifæri til að fylgjast eins vel með málinu, eins og bæjarráðsmaðurinn Sig fús Sigurhjartarson, getur tek- ið undir þetta með honum, á meðan því er ekki sagt greini- lega hvernig þróun þessara mála hefir verið hjer í bænum og við hvaða erfiðleika hefir verið að stríða. Ásakanir Sigfúsar um skakka útreikninga eru fólgni- ar í þessu: Hann heimtar nú, að rafmagnsstjóri og bæjar- stjórn hafi fyrir 9—10 árum sjeð fyrir fram og sagt fyrir um alla helstu viðburði hjer- lendis og erlendis. Að fólks- straumurinn hjeldi áfram til Reykjavíkur, að iðnaðurinn margfaldaðist hjer á fáum ár- um, svo nú eru hjer margfalt fleiri sem stunda iðnað en sjó, að heimsstyrjöld skylli yfir, landið hernumið með öllum landið hernumið, svo hjer hefði átt að þrefalda rafstöðv- ar á við umframþörfina, sem þá var hjer í bænum. En hvorki þessi málsvari kommúnista nje nokkur annar maður, getur íal ið nokkrum manni trú um að íil hafi verið fyrir 10 árum rrjenn, sem hefðu þá spádómsgáfu, að sjá það fyrir, sem menn nú hafa hjer fyrir augum. Það er auð- velt að vera klókur eftir á. Stutt saga. ÞEGAR Reykjavíkurbær rjeð- ist í að reisa rafstöðina við Ljósafoss, þótti fyrirtæki það vera svo dýrt, að andstæðingar Sjálfstæðismanna töldu fjár- hag landsins voða búinn, með því að ríkið gengi í ábyrgð fyr- ir virkjunarláninu. Þessi um- talaoi yfirvofandi fjárhagsvoði var t. d. notaður sem ein átylla fyrir skyndi-þingrofinu 1931 Undir slíkum kringumstæð- um braust bæjarstjórn Revkja víkur í því, að reisa mannvirki þetta. er hefði verið ófram- kvæmanlegt með öllu, ef ekki hefði áður verið hjer Elliðaár- rafveitan. Þrátt fyrir hinn þrönga fjár- hag ríkis og bæjar á þeim ár- um ákváðu forráðamenn bæjar ins, að setja upp tvær vjela- samstæður við Ljósafoss, þó önnur þeirra gæti þá, með Ell- iðaárstöðinni, fullnægt þörfum bæjarbúa. Með því móti var m. a. á hinn öruggasta hátt sjeð fyrir því, að stöðvun á rekstrinum, eins og sú, sem varð í tvo daga í síöastliðinni viku, gæti ekki komið fyrir, eins og þá stóð á, því þá gat önnur vjelsamstæð- an gengið. meðan vcrið var að hreinsa ískrystaila og krap úr hinni vjelinni. Síðan ólagið á rafmagnið varð svo mikið. að báðar vjelasamstæður stöðvar- innar þurfa alltaf að vera í gangi, hefir krap í lóninu við Ljósafoss tvisvar stöðvað rekst urinn, í annað sinn í 8V2 klst., en nú í hið síöara sinn í 28 klst. samtals. Kröfur. KRÖFUR kommúnista, sem þeir láta uppi við fylgismenn sína í rafmágnsmálunum, eru þessar í stuttu máli: Fullkomið öryggi í rekstrinum, þ. e. vara- vjelar við Sogið, nýtt orkuver, síðan Ljósafoss er fullvirkjaður að kalla, jarðstreng yfir Mos- fellsheiði, alla leið til Reykja- víkur, sem aldrei kemst neinn raki að. svo óveour geti engin áhrif haft á leiðsluna o. s .frv. En þegar að útgjaldahlið málsins kemur, er þetta uppi á teningnum — og hefir alltaf verið. Reykvíkingar þurfa að geta haft ódýrt rafmagn til iðnaðar og heimilisnotkunar. Alt á að vera sem örugast og fullkomn- ast. Sje það ekki svo, er það vitlausum útreikningum að kenna. — En aldrei hefir það heyrst frá þeim, hvorki í ræðu nje riti, að aukinn vjelakostur, stærri stöðvar, fullkomnar jarð leiðslur þurfi að kosta nokkuð verulegt. eða hafa áhrif á raf- magnsverðið i bænum. Slíkir ,,útreikningar“ eru þeim fjarri skapi, í trausti þess,'' að fólk, sem á þá hlustar, láti sjer aldrei neitt slíkt til hugar koma. Nú hefir bæjarstjórn brotist í því, að stækka Ljósafossstöð- ina. — Sú framkvæmd hefir reynst tafsamari, en menn höfðu gert sjer von um og verð ur engum starfsmanni bæjarins kent um, nema ef menn vilja kenna bæjarstjórn Reykjavíkur um heimsstyrjöldina. — Þessar framkvæmdir kosta á annan tug miljóna og fer Vz af þeim kostnaði í endurbætur á raf- taugakerfi bæjarins. Samt hefir það tekist fram á þenna vetur,' að hafa verð- hækkun á rafmagni minni en á nokkrum öðrum lífsnuaðsvnj- um bæjarmanna. Þrjár fyrrspurnir á Alþingi ÞRJÁR fyrirspurnir eru fram komnar á Alþingi. Flugferðir milli landa. Bjarni Benediktsson og Gísli Jónsson spyrja: Hver árangur hefir orðið af áskorun Alþingis 9. febrúar '42 til ríkisstjórnarinnar um, að hún ljeti athuga, hvort tiltæki- legt væri að kaupa þá þegar hingað til lands millilandaflug- vjel, eina eða fleiri, þannig að unt yrði að koma á flugferð- um fyrir landsmenn til Eng- lands og Bandaríkja Norður- Ameríku, og ef slík flugvjela- kaup reyndust eigi gerleg, þá yrði leitað samninga við full- trúá fyrgreindra rikja um, að meöan á ófriðnum stæði, yrði af þeirra hálfu haldið uppi föstum ferðum hingað til lands frá þessum löndum, með þeim hætti, að landsmenn hefðu not af til ferðalaga og póstsend- inga? Bændaskóíi Suðurlands. Eiríkur Einarsson spýr: Hvað líður ákvörðun urn bændaskólasetur á Suðurlands undirlendinu, er landbúnaðar- ráðuneytið skal velja sam- kvæmt lögum nr. 39, frá 1942? Rafveitumál. Eiríkur Einarsson spyr: Hvert er viðhorfið um kaup og útflutningsleyfi fyrir efni til hinnar fyrirhuguðu rafveitu frá Sogsvirkjuninni til kaup- túnanna í Árnessýslu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.