Morgunblaðið - 05.03.1944, Page 11
Suxinudagur 5, mars 1944.
MORGUNBLAÐIÐ
11
vítKf mm
veg að gluggunum. Flaut bif-
reiða, fyrst einnar, síðan ann-
arar. Síðan hljóð, sem minti
hann á heimaland sitt — smell
ir í japönskum trjeskóm úti á
strætinu. Hann heyrði einnig
skot. Eða ef til vill var það að-
eins bifreiðahjólbarði, sem
sprakk. Næst flauta lögregl-
unnar. Eimpípur, eimpípur aft-
ur. Skömmu síðar fór að rigna,
og hann sofnaði við, að regnið
buldi á þakinu.
Hr. Endó vakti hann sjálfur
og færði honum te. „Happasæll
sje þessi dagur, háttvirtum
gestinum", sagði hann glaðlega
og kurteislegar en venja hans
var. Yoshio áttaði sig ekki í
fyrstu á, hvar hann var.
„Jeg mæli með skjótri brott-
för“, sagði hr. Endó. „Það get-
ur orðið erfitt fyrir yður að
komast um borð seinna í dag“.
„Er jeg í rauninni að fara?
Hafið þjer fengið klefa handa
mjer?“ spurði Yoshio og glað-
vaknaði. Hr. Endó brosti
kumpánlega. — „Sannarlega",
sagði hann. „Öll skip voru að
vísu full, en einn ágætur landi
okkar, hr. Watanabe, sem ætl-
aði að senda dóttur sína og
konu til Hong Kong með Soera-
baya, til þess að þær væru ó-
hultar fyrir stríðinu, var fús
til að láta yður eftir klefa sinn.
Jeg vona, að þjer hafið sofið
vel í nótt. Mjer þykir fyrir því,
að baðherbergið hjerna er jafn
frumstætt og bólið yðar“.
„Heyrði jeg skot í nótt, eða
var mig að dreyma?“ spurði
Yoshio.
„Ekki er skýrt frá því“, svar
aði hr. Endó með varfærni.
Yoshio hjelt til hins svokall-
aða baðherbergis til þess að
þvo sjer. Hann var í betra skapi
en hann hafði verið langa
langi. Nætursvefninn í ókunnu
rúmfleti hafði komið honum út
úr daglegum venjum, og æv-
intýrið stóð fyrir dyrum. Starf
hans virtist skemtilegt og ofur
auðvelt í birtu morgunsins.
Hann vissi ekki, að það var hið
fyrirhugaða ferðalag með Jel-
enu, sem gladdi hann. í því að
hann hnepti axlaböndunum
'sínum, hristust dyr, gluggar og
húsgögn og glamraði í teboll-
unum á borðinu. Byssur, hugs-
aði hann, það er þegar farið að
skjóta. Fjarlægar skotdrunur
úr Manschúríustríðinu rifjuð-
ust upp fyrir honum. Hr. Endó
kom inn, andlit hans var sem
brosandi gríma, „Hjerna er
’háttvirtur farseðill yðar“, sagði
hann, án þess að minnast einu
orði á skotin. „Gleymið ekki að
leita uppi ferðamannaskrif-
^stofuna, er þjer komið til Hong
Kong. Jeg hefi skrifað nafn
mannsins hjerna: hr. Yonosuke
Yamadó. Hann rjettir yður
hjálparhönd, ef þess gerist
þörf. Bifreiðin bíður fyrir ut-
an. Það er alllöngdeið niður á
hafnarbakkann. Og maður verð
ur að reikna með ófyrirsjáan-
legum hindrunum. Góða ferð,
og gangi yður vel. Það var mjer
mikill heiður að hafa yður und,
ir lítilmótlegu þaki mínu. Fyrst
þjer verðið að fara núna —
komið aftur seinna . . . .“
Kurteisi hans \íar svo kæru-
leysisleg og fljótfærnisleg, að
hr. Endó hefði alveg eins get-
að sagt:Hypjaðu þig í burtu,
það eru mikilvægari störf
framundan — og hættulegri.
Yoshio gekk hneigjandi sig og
beygjandi út úr húsinu. Hann
var hættur að gera nokkuð —
alt skeði af sjálfu sjer. Smá-
vaxinn Filippseyjabúi beið fyr-
ir utan með stóra einkabifreið.
Yoshio steig upp í hana; það
var ekki laust við, að hann væri
ringlaður á rás viðburðanna.
Hann hafði ekkert með sjer
nema svarta regnhlíf og hon-
um gramdist,, að fötin hans
voru illa útleikin eftir rigning-
una kvöldið áður. Hann Ijafði
rakað sig með rakhníf hr.
Endós, og hann lyktaði af maí-
blóma sápu hans.
Það var löng leið, eins og hr.
Endó hafði sagt, og bifreiðar-
stjórinn ók gegnum stræti, sem
Yoshio kannaðist ekkert við;
hann virtist hafa fengið ná-
kvæmar skipanir um að forð-
ast allar aðalgötur. Yoshio
fanst hann aftur finna þrýst-
ing á hljóðhimnuna, eins og af
fjarlægum sprengingum. Fil-
ippseyjabúinn sneri sjer við og
benti alvarlegur á svip upp í
loftið. Yoshio gat nú greint
flugvjeladrunur, en hann gat
ekki sjeð þær, því að skýja-
bakki lá lágt yfir borginni. Að
langri stund liðinni, og þó ó-
vænt, breiddist fljótið út fyrir
augum hans, með skipafjölda
sínum. Stór, grá herskip lágu
hreyfingarlaus, eins og vísund-
ar, sem hvílast í vatnsleðju,
svartir vöruflutningaprammar,
rauðar snekkjur og hvítir mót-
orbátar. Dökk ský grúfðu yfir
og breyttu gulum lit fljótsins
í gráan.
Soerabaya var lítið, hvítt
gufuskip. Gamaldags land-
göngubrú lá í land frá hlið
þess, og röð farþega klifraði
upp þrepin, sem svignuðu við
hvert spor. Bláklæddir verka-
menn spígsporuðu á hafnar-
bakkanum og biðu þolinmóðir
og áhugalausir eftir að vera
teknir um borð og fluttir til
Austur-Indlandseyja. Sjerhver
þeirra hjelt á nýrri, skraut-
legri ábreiðu, sem var hluti af
launum þeirra. Yoshio klifrað-
ist upp stigann á eftir gamalli
konu, og gríðarstór hollenskur
þjónn tók á móti honum, er
hann kom um borð. Yoshio lit-
aðist um á þilfarinu, áður en
hann fór niður í klefa sinn.
Jelena var hvergi sjáanleg. —
Klefi hans var lítill og tvö flet'
voru í honum. En þar varð
Yoshio fyrir óvæntri ánægju.
Ferðatöskur hans lágu á blá-
tíglóttri rúmábreiðunni. Yoshio
flýtti sjer að opna þær, því að
hann langaði til að hafa fata-
skifti áður en hann hitti Jel-
enu. Þegar hann opnaði seinni
töskuna, blöstu bækurnar, sem
ungfrú Anderson hafði lánað
honum á leiðinni til Shanghai,
við augum hans. Hann tók þær
upp og stóð um stund sem lam-
aður með þær í höndunum.
Heit blóðbylgja streymdi hon-
um til höfuðs, hann fann, að
hann roðnaði; í taugaæsingi og
hugsýki sinni síðustu dagana
hafði hann gleymt að skila
Ruth Anderson bókum hennar.
Hvað skyldi ungfrú Ander-
son hugsa um hann? hugsaði
hann með sjer og komst í mestu
geðshræringu, því að hin jap-
anska sóma- og ábyrgðartil-
finning og hin óskrifuðu lög
Bushido voru svo rótgróin í
japanska brjóstinu undir amer-
isku fötunum, að hann var í
sjálfs sín augum engu betri en
þjófur. Saman við þessa til-
finningu blandaðist svo aðdá
un á hvíta kynþættinum og ó-
slökkvandi löngun til að öðlast
viðurkenningu hans; tilfinn-
ing, sem er einnig ráðandi í
skap’gerð Japana. Yoshio Mur
ata taldi því sjálfum sjer trú
um, að hann hefði enn tíma til
að færa ungfrú Anderson hinar
háttvirtu bækur á Shanghai-
hótelið og komast aftur um
borð áður én skipið legði ai
stað. Hann kom auga á Filipps-
eyinginn," sem hafði ekið hon-
um þangað; hann stóð enn á
hafnarbakkanum. Yoshio tók
það sem bendingu frá æðri
máttarvöldum um að fyrirætl-
un hans væri á rökum bygð og
framkvæmanleg.
Og því var það, að hann ók
aftur skömmu síðar sömu leið
og hann hafði komið, enn hrað-
ar og óþreyjufyllri en áður;
aftur inn í borgina, sem kín-
verskar flugvjelar flugu yfir
eins og svartir fuglar, aftur til
Nanking-strætis, þar sem
fyrstu sprengjurnar voru að
falla, með það eitt fyrir augum
að skila amerískri, ungri
stúlku, sem hafði sýnt honum
vinsemd, fjórum bókum, sem
voru samtals tveggja dollara
og áttatíu centa virði ....
XXIII.
„Og hvernig hafið þjer í
hyggju að skýra, að seðlaveski,
peningar og hringir hr. Russ-
ells fundust í fórum yðar?“
Pjetur og Bergljót
\
Eftir Christopher Janson
19.
tala um hringjarann, svo leit hann ut yfir fjörðinn, en
sagði ekki neitt. Honum fanst líka hringjarinn vera nokk-
uð lengi í burtu. En þarna kom hann, þreyttur og úttaug-
aður, þráhneygði sig fyrir prestinum í hliðinu og labbaði
svo á eftir honum. í sama bili leit hann upp, þá sá hann,
hvar Pjetur sat á garðinum og dinglaði fótunum. Hringj-
arinn sótroðnaði, hann vissi ekki hvort hann ætti að
hlægja eða gráta af reiði, en ógnaði bara Pjetri með krept-
um hnefa. „Hvað er að hringjaranum í dag?“, spurði fólk-
ið og menn litu hverjir á aðra, „skelfing er hann skrítinn“.
Nú var gengið í kirkju. Pjetur sat eftir á garðinum, en
hló ekki. Hann varð eitthvað svo undarlegur, þegar hann
sá hringjarann lafmóðan og óútsofinn, því það þurfti ekki
skarpa sjón, til þess að sjá það, að hann hafði unnið erfið-
isvinnu um nóttina. Pjetur lagði að lokum af stað á eftir
hinu fólkinu, en það var einhvernveginn eins og hann
hefði ekki kjark til þess að fara inn. Svo þegar hann kom
að dyrunum, þá var byrjað að syngja. Pjetur tók ofan,
en stóð kyr um stund, svo sneri hann við og labbaði aftur
frá. Söngurinn hafði snert hann svo undarlega, það var
rjett eins og hann hefði gert eitthvað ljótt af sjer, og
hugsanir hans voru máske ekki eins og þær áttu að vera
um sunnudagsmorgun, því hann var að hugsa um Berg-
ljótu og hvernig allt hefði gengið þar til, þegar hringj-
arinn kom í heimsókn. Hvorki Bergljót eða foreldrar
hennar voru við kirkju í dag, svo eitthvað hafði sjálfsagt
komið fyrir. — Bara að þú hafir nú ekki komið einhverri
ólukkunni af stað, hugsaði Pjetur með sjer, þegar hann
labbaði niður eftir götunni, — en ekki meinti jeg neitt
illt með þessu. Jeg verð að tala við hana Bergljótu. —
Bara að Árni hafi ekki verið of harðhentur, en hringj-
arinn þolir nú sitt af hverju.
Pjetur labbaði fyrst niður að sjónum, en þegar hann
var þangað kominn, skildi hann ekki, hvað hann hafði þar
að gera, svo hann labbaði aftur til baka sömu leið og
hann kom, honum fanst hann enga ró hafa í sínum bein-
um. Hálft í hvoru óskaði þiann sjer inn í kirkjuna. — En
ef Pjetur langaði inn, þá var jafn víst, að hringjarann
langaði út, því aldrei hafði söngurinn gengið ver en í dag.
Stundum hljóp hringjarinn úr byrjuninni á öðru versinu
og aftur í mitt þriðja versið, stundum tók hann lagið
helmingi hærra, en hann var vanur, stundum helmingi
lægra, og stundum blátt áfram steinþagði hann. „Jeg held
að draugur hljóti að hafa hrætt hringjarann“, hugsaði
margt af kirkjufólkinu með sjer.
Það eru mörg ár síðan G. T.
sat á þingi og sagði við H. C.,
sem sat við hlið hans:
„Það er skrítið að sjá hann
N. N. (þingm., sem var að
tala), „hann hefir hvítt vara-
skégg og svart hár, því nær
ekkert hært“.
„Það er vel skiljanlegt",
svaraði H. C., „hann hefir all-
an sinn aldur brúkað kjaftinn,
en aldrci höfuðið“.
★
Gömul kenning:
Þó að þú verðir öreigi, ertu
jafngóður eftir. Missirðu kjark
inn, ertu ekki nema hálfur
maður eftir. En missirðu mann
orðið, er alt glatað.
★
Skólakennarinn: „Hvað sagði
Abraham, þegar guð kom til
hans?“
Óli litli þagði og gat ekki
svarað.
Kennarinn: „Hvað segir
pabbi þinn vanalega, þegar
gestir koma til hans?“
Óli litli: „Farðu, Gunna, og
sæktu nokkra bjóra“.
Anna litla og Ólöf eru að
leika sjer, og þykjast vera gift-
ar konur.
Anna: — Eigið þjer nokkur
börn?
Ólöf: — Jú, jeg eignaðist 5
fyrsta árið. — En eigið þjer
sjálfar börn?
Anna: — Já, jeg á þrjú.
Ólöf: — Hafið þjer þau á
brjósti?
Anna: — Maðurinn minn
heldur, að það sje óholt, svo
hann lætur mig bara hafa eitt
á brjósti, en hefir hin tvö gjálf-
ur. 4
*
Hann: — Jeg elska yður,
kæra ungfrú. Má jeg leyfa
mjer að vona, að þjer viljið
verða konan mín?
Hún: — Jeg veit ekki . . . .
það getur verið. Kunnið þjer
að búa til mat, gera hreint og
þvo upp ílát? Við þau verk vil
jeg ekki fást, þó jeg verði hús-
móðir.
★
Kvenrjettindakona heldur
ræðu. Hún sagði m. a.:
„Hvar stæðu karlmennirnir
nú, ef kvenmaðurinn hefði ekki
verið til? Já, hvar væru þá
karlmennirnir nú?“
Rödd frá áheyrendum: „I
Paradís".
★
Óli: — Hvernig stendur á
því, að blóðið stígur til höfuðs-
ins, þegar jeg stend á höfði, en
ekki til fótanna, þegar jeg
stend á þeim?
Stúdentinn: — Það er vegna
þess, að höfuðið er tómt, en
fæturnir ekki.
★
Hreppstjóri skrifaði á skjöl
skipstjóra, sem hafði siglt skipi
sínu í strand: „Við dagbókina
er ekkert' að athuga, skipið er
löglega strandað".
★
Betra er að vera húsbóndi í
helvíti, en þjónn á himnum. —•
Enskur málsháttur.
★
Kennarinn: „Hvað er ekkja?“
Páll litli: „Kona, sem lang-
ar til þess að giftast".