Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 12
Miðvikudag-ur 8. mars 1944 12 Bússneski sendiherrann kominn SENDIHERRA Sovjetrikj- anna, Alexei ' Nicolaywitch Kassilnikov og starfslið hans er nýkomið til landsins. Með sendiherranum er kona hans og þriggja ára sonur þeirra. — Sendiherrann er fæddur árið 1909 í borginni Kazan, sem er höfuðborg Tatar-lýðveldisins, og stendur á bökkum Volgu. Faðir hans var lyfjafræðingur þar í borg. Árið 1929 útskriíaðist sendi- herrann frá fjárhagsverkfræði- háskóla í Leningrad. Árið 1940 hóf hann starf við utanrikis- þjónustu Sovjetrikjanna. Sendiherrann gekk í gær á fund utanríkismálaráðherra Vilhjálms Þórs. Skipulagsskrá vöggusfofusjéðs sfaðfesf SKIPULAGSSKRÁ nefir ver ið gerð, og staðfest af ríkis- stjóra, um Vöggustofusjóð Ragnheiðar Sigurbjargar ís- aksdóttur, sem stofnaður var í des. s.l. í tilefni af opnun nýja bamaheimilisins í Suðurborg. — Stofnfje sjóðsins var 5 þús. krónur. Ákveðinn hluti af ársrentum sjóðsins rennur til styrktar munaðarlausum börnum í vöggustofum Sumargjafar. Gert er ráð fyrir, að sjóður- inn aukist með minningargjöf- um. I tilefni af því hafa verið gefin út minningarspjöld og keypt minningargjafabók, sem nöfn þeirra. er minst er, ásamt rafni gefenda, verða færð i. Minningarspjöld sjóðsins fást hjá forstöðukonum barnaheim- ila Sumargjafar og hjá for- manni fjelagsins. Fyrsta minningargjöf til vöggustofusjóðsins er frá Sum- argjöf. Stjórn fjelagsins ákvað að gefa kr. 1000.00 — eitt þús- uncl krónur — í sjóðinn til minningar um ungfrú Ingi- björgu Þorsteinsdóttur, for- stöðukonu í Vesturborg, sem ljest 23. febr. s.l. og verður jarðsungin í dag. Vitað er um nokkra vini, sem einnig hafa í hyggju að gefa minningargjöf í vöggustofusjóðinn í tilefni af fráfalli forstöðukonunnar. Edik fyrir romm. LONDON í gærkvöldi. Skotsk- ur hermaður ætlaði að kaupa sjer rommflösku í Aberdeen og ræddi um það, við fjelaga sína, Iivar slíkt myndi vera að fá, er maður gekk fram og bauðst tii að útvega# hermanninum hnossið. Fór hann síðan á brott og kom að vörmu spon aftur með flösku vafða innan í blað og greiddi hermaðurinn 1 pund sterling fyrir þfjjta í þeirri trú j að romm væri á flöskunni. En það var þá edik. Svikarinn hefir náðst og verið dæmdur í sekt. —Reuter. LANDSMÓT í innanhús- handknattleik hófst í gær- kveldi og voru eftirfarandi leikir háðir: í kvenflokki keptu Ármann og í. R. og vann Ármann með 16:6. í II. fl. karla keptu F. H. og í. R. Vann F. H. með 12:11. og er í. R. þar með úr leik. í meistaraflokki Valur og Víkingur. Vann Valur með 22:18 og er Víkingur úr leik. I kvöld fara fram eftirtaldir leikir: I kvenflokki keppa Hauk ar og K. R., dómari Þráinn Sig urðsson. í I. fi. karla keppa F. H. og Víkingur, dómari Skúli Nordahl, og í meistaraflokki K. R. og Ármann, dómari Þrá- jgn Sigurðsson. Fjársöfnun til danskra flóttamanna EFTIRTALDAR gjafir hafa til þessa borist beint til skrif- ‘»tofu minnar: L. Kampmann kr. 5000.00. Hjalti Jónsson konsúll kr. 5.000.00. B. G. W. kr. 500.00. Hjer í blaðinu birtist fyrir. skömmu fregu þess efnis, að nýlega hefði verið kveikt á götuljósum öllum í London um hábjartan dag, vegua mikillar þoku, sem skall yfir borg- ina. Myndin hjer að ofan er tekin við svipað tækifæri, að vísu fyrr, en gefur góða hugmynd um hina illræmdu Lund- únaþoku, sem svo miklar sögur. hafa farið af. Heimdallur heldur glæsilega kvöldvöku fyrir meðlimi sína og gesti þeirra í kvöld FJELAG ungra Sjálfstæðismanna efnir í kvöld til kvöldvöku fyrir meðlimi sína og gesti þeirra að Hótel Borg. — Hefir verið hið besta vandað til undirbúnings kvöldvökunni og dagskrá mjög fjölbreytt. Með þessari kvöldvöku vill fjelagið vinna að aukinni kynningu meðlima sinna og útbreiðslu fjelagsins. Hefir meðlimum verið boðið á kvöld- vökuna og heimilað að taka gest með sjer. Góður alli á Stokkseyrarbála Egill Árnason kr. 500.00. Jón Jóhannsson kr. 200.00. Laura og Magnús Scheving Thor- steinsson kr. 10.000.00. X kr. 100.00. Hallur Hallsson tann- læknir kr. 1000.00. J. Á. kr. 100.00. A. J. kr. 100.00. Guðr. kr 25.00. Geirlaug kr. 10.00. Sigurjón Jónsson og fjölsk. kr. 200.00. Sigr. Magnúsd. kr. 10.00. Fjársöfnunarnefndin hefir unnið að undirbúningi fjársöfn unar víðsvegar um land nú að undanförnu og hefir málaleit- un hennar alstaðar verið vel tekið. Gögn varðandi fjársöfn- unina verða send út þessa dag- ana. Dagþlöðin öll hjer í bænum taka á móti framlögum vegna söfnunarinnar, og ættu menn, sem hafa í huga að láta gjaf- ir af hendi rakna, að koma þeim sem fyrst á framfæri, með því að fyrsta hjálpin er besta hjálp in og fjeð verður sent nokkurn veginn jafnóðum og eftir því sem kostur er á. Þakka jeg fyrir nefndarinn- ar hönd gjafir þær, sem borist hafa. Boðsbrjefum til fjelaganna fylgir eyðublað undir inntöku- beiðni, sem stjórn, fjelagsins væntir, að hver fjelagi skili út- fyltu, annað hvort á kvöldvök- unni eða á skrifstofu Sjálfstæð isflokksins í Thorvaldsens- stræti 2. I Heimdalli er mikil fjelags- starfsemi og vakandi áhugi unga fólksins. Til skemtunar verður, að frú Soffía Guðlaugsdóttir leikkona les upp kvæði, Skúli Halldórs- son leikur á píanó, þ.á.m. frum samin lög, Gunnar Kristinsson syngur með undirleik Gunnars Sigurgeirssonar og Lárus Ing- ólfsson leikari syngur gaman- vísur. Á milli skemtiatriðanna verða fluttár stuttar ræður. — Salirnir verða sjerstaklega skreyttir. í G-ÆR bárust blaðinu afla- frjettir frá Stokkseyri. Eins og frá fyrstu tíð róa flestir bátar frá Stokkseyri, í veiðistöðvum austan fjalls, og ganga nú þaðan þessa vertíð 6 vjelbátar að stærð 12—16 smál. Vertíð byrjaði þar laugar- daginn 26. f. m. og var róið alla s.l. viku. Afli á bát hefir verið 8—1500 stk. af vænum þorski, auk ýsu o. fl. — Aflinn var á línu og nýja beitu, er bátarnir öfluðu s.l. haust, og var hún fryst í hraðfrystihúsinu þar á staðnum. Nokkuð af aflanum var selt í frystihúsið og nokk- uð upp um sveitir. Síðan hraðfrystihúsið tók til starfa hafa orðið gífurlegar at- vinnubreytingar á Stokkseyri og miklir möguieikar fyrir auk inni útgerð. Rv. 6. mars 1944. Kristján Guðlaugsson. Rifist fyrir rjefti Algiers í gærkvöldi. RJETTARHÖLD hjeldu áfrm hjer í dag yfir hinum fyrver- andi franska ráðherra Pucheu, og var leiddur sem vitni kom- múnistaþingmaður fyrverandi frá París. Bar hann Puchdú Ijótum sökum, og kvað hann hafa afhent Þjóðverjum franska gisla til lífláts. Svar- aði Pucheu fullum hálsi og varð af mikill hávaðL Kölluðu þeir hver annan lygara og morðingja og var erfitt að halda reglu í rjettinum. Á morgun verður Giraud leiddur sem vitni 1 máli Pucheu —Rsutar, Lýðveldisstjórn- arskráin af- greidd í Ed. LÝÐ VELDISST J ÓRN AR - SKRÁIN var í gær samþykt við 3. umræðu í efri deild með 17 samhljóða atkvæðum, þ. e. öllum deildarmönnum. En þar sem Ed. gerðí brevt- ingu á frumvarþinu við 2. um- ræðu (varðandi synjunarvald forseta), verður málið að fara aftur til Nd. Virðist svo, sem ágreiningur sje risinn milli deilda þingsins um synjunarvald forsetans (26. gr. frv.). Nd. samþykti á dög- unum með 19:11 atkv. þá breytingartillögu frá forsætis- ráðherra, að lagafrv., sem for- séti synjar staðfestingar, skuli fyrst öðlast gildi, er þjóðin hef ir goldið því jákvæði. Hefir Mbl. áður látið þá skoðun í ljós, að þetta fyrirkomulag væri það eðlilegasta. En Ed. vildi ekki á þetta fall ast. Breytti deildin (með 9:8 atkv.) 26. gr. og setti hana eins og milliþinganefndin gekk frá henni. Samkv. því öðlast lagafrv., er forseti synjar stað- festingar, strax lagagildi, en lögin falla úr gildi, ef þjóðin legst á móti þeim við atkvæða- greiðslu. Fari svo, að Nd. breyti á ný 26. gr., fer lýðveldisstjórnar- skráin aftur til Ed. Og ef Ed. breytir greininrii, fer stjórnar- skráin í sameinað þing. Þjóðaratkvæða- greiðslan. Frv. um tilhögun þjóðarat- kvæðagreiðslu um niðurfelling sambandslaganna og lýðveldis- stjórnarskrána var samþ. við 3. umr. í Nd. í gær. Deildin gerði lítilsháttar breytingar á frv. og fer það því aftur til Ed. Bridgekeppnin Þriðja umferð ÞRIÐJA UMFERÐ meist- araflokkskepni Bridgefjelags- ins var spiluð á Hótel Borg s.l. sunnudag. Eftir þessa umferð stendur kepnin þannig, að fyrst er sveit Harðar Þórðar- sonar með 930 stig, önnur sveit Gunnars Guðmundssonar 919 stig, þriðja sveit Axels Böðvarssonar 891 stig, fjórða sveit Lárusar Fjeldsted 873 stig, fimta sveit Stefáns Þ. Guð mundssonar 851 stig, sjötta sveit Gunngeirs Pjeturssonar 850 stig, sjöunda sveit Brands Brynjólfssonar 807 stig, og átt- unda sveit ÁrsælS Júlíussonar. Næsta umferð, fjórða, verður spiluð í kvöld í húsi V. R. og hefst kepnin kl. 8. — Sakir þrengsla verður aðeins hægt að veita fjelagsmönnum að- gang. Barist hjá Hollandsströndum. LODON í gærkvöldi: — í nótt sem leið, varð nokkur við- ureign milli breskra smáher- skipa og þýskra, og varð vopn- aður togari þýskur fyrir þrem tundurskeytum og sprakk í loft upp. Bresku skipin sluppu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.