Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. mars 1944 M 0 R G V X B L A Ð I Ð Kvenfrelsishetjan Susan B. Anthony DAG NOKKURN árið 1854 var hópur svipillra karlmanna og fáeinar konur saman komið í skuggalegum sal í Chigago ti'l þess að hlusta á unga konu flytja ræðu um furðulega hug- mynd — lausn kvennanna. Með ró og tíguleik hóf hún mál sitt á þessa leið: „Herrar mínir og frúr. Jeg er Susan B. Anthony. og jeg er hingað komin til þess að mæla með auknu frelsi handa kynsystrum mínum". Karlmannsrödd greip fram í: „Eiga konur að ganga í síðbuxum?" Hláturskviða fór um salinn. Óróaseggur hrópaði: „Hvers vegna gift- istu ekki?" og kastaði um leið tómat, sem lenti á brjósti Susan. Þetta var merkið, sem beðið var eftir. Hvarvetna úr salnum rigndi eggjum og rotnum ávöxtum yfir einmana og varnarlausa konuna. Susan Anthony þurkaði mesta óþverrann framan úr sjer og af fötum sínum. Hjelt hún síðan áfram ræðu sinni eins og ekkert hefði í skorist. Með alvöruþrung- inni röddu grátbað hún á- heyrendurna að hlusta með sanngirni á mál sitt. Kyrð komst á í salnum. Margir áheyrendanna læddust burtu, en fáeinir urðu eftir til þess að tala við hana eft- ir ræðuna. Hún misti ekki kjarkinn. „ÞAÐ VAR góður fundur. Myrkrið er að víkja fyrir ljósinu", sagði Susan síðar, er hún skýrði samherjum sínum frá fundinum. Það kom henni ekki á óvart, þótt varpað væri að henni græn- meti og eggjum. Það hafði komið áður fyrir á því sex ára tímabili. sem hún hafði barist fyrir auknu frelsi handa kvenfólkinu. Hvar- vetna — frá ritstjórunr ráð- herrum og stjórnmálamönn- um — mætti henni straum- ur skops og skamma. Þegar Susan Anthony var við kenslu í Hardscrabble í New York árið 1848, hafði hún lesið um fund, er hald- inn var til þess að krefjast lögfullra og stjórnmálalegra rjettinda konUm til handa. Elizabeth Stanton og Lu- cretia Mott voru leiðtogarn- ir. Fundur þessi var nokk- urskonar herkvaðning fyrir Susan. í fimtíu og átta ár frá þessum tíma helgaði hún líf sitt þessari krossferð. Þetta varð langvinnasta og um leið einbeittasta barátta, sem nokkur einstaklingur hefir nokkru sinni háð fyrir þjóðfjelagslegar framfarir. Sjerhver forseti, alt frá Lin- coln til Theodore Roosevelt, tók í hönd þessa eldmóðs- krossfara. Hún flutti fleiri ræður á opinberum vett- vangi en nokkur önnur kona sögunnar. í þann mund, er hún hóf baráttu sína, var heimilis- íaðirinn að lögum raunveru lega herra og drotnari heim^ Eftir Ö. K. Armstrong Grein þessi fjallar um amerísku kvenfrelsishetjuna Susan B. Anthony, sem um fimtíu og átta ára skeið barðist af miklu harðfylgi fyrir auknum rjettindum kyn- systrum sínum til handa. Greinin er þýdd úr ameríska mánaðarritinu „Reader's Digest". ilisins. Hann átti allar eign- irnar, jafnvel fje og klæði konu sinnar. Móðirin gat ekki komið fram sem vernd- ari barna sinna. Eiginmaður inn gat eftir geðþótta skilið konu sína eftir f jelausa. Kon um var bannað að hafa af- skifti af opinberum málum eða jafnvel tala á opinber- um vettvangi. Þær voru úti- lokaðar frá öllum stöðum nema tónlist og kenslu. Þær voru einnig útilokaðar í'rá allri æðri mentun. Kvekarar bljesu kven- rjetíindunum í Susan. FRELSISÁST Susen átti rætur sínar að rekja til kvekara, en kvekarar veittu mæðrunum jafnan rjett og feðrunum á heimilinu. Hún var fædd í Adams í Massa- chusetts árið 1820. Faðir hennar, Daniel Anthony, var talinn róttækur í hópi kvekara, því að hann hvatti dætur sínar til þess að syngja við rokkinn og leyfði þeim jafnvel að dansa. „Þú skalt fara eftir eigin höfði", sagði Daniel við Susen, og varð sú ráðlegging mjög til þess að móta skapgerð henn ar. Eftir að Susen Anthony komst í kynni við frú Stant- on, hætti hún allri kenslu, og varði tíma sínum til þess að skrifa greinar og skipu- leggja fundi. Susan kom fylgismönnum sínum í skiln ing um það ,að kosninga- rjetturinn væri aðeins hluti af allsherjar lausn kvenn- anna úr þeim viðjum, sem á þær hefðu verið lagðar. Djarflega setti hún fram skoðun sína: Konur báru all- ar borgaralegar skyldur. Þær urðu að hlýða lögum og greiða skatta. Þess vegna áttu þær einnig að njóta allra borgaralegra rjettinda. Hún gekk hús úr húsi til þess að vekja áhuga fólks á þessu stefnumáli henn- ar, en oft svöruðu jafnvel konurnar sjálfar henni eitt- hvað á þessa leið: „Mjer þykir vænt um það, að jeg á eiginmann, sem lítur eftir mjer". Árið 1853 lagði Susan fyr ir þing New York ríkis fyrstu beiðnina um rjettindi kvenna, sem nokkru sinni hafði verið lögð fyrir lög- gjafarráðstefnu. Gramur þingmaður fór óblíðum orð- um um hana sem þjóðfje- lagsspilli og lýsti yfir því, að konur hefðu ekki skyn- semi til þess að 'skilja borg- araleg mál. Gordon Bennett rjeðist í blaði sínu, ! New York Herald, með mikilli hörku á það, sem hann kall- aði „Kynblendingsverur dul búnar sem konur". Án þess að láta skjóta sjer skelk í bringu, hjelt Susan áf'ram stöðugum íerðalögum og talaði fyrir áheyrendum, sem oft hrópuðu hana nið- ur. Árið 1854 hafði þessi krinolin-klæddi hvirfilbylur heimsótt 54 af 60 umdæm- um New York ríkis, stofnað kvenrjettindaklúbba í flest- um þeirra o- flutt ræður í tuttugu öðrum ríkjum. Hún ritaði: „Við tölum í hlöðum og bjálkakofum með fjala- sætum og við lugtarljós, en fólk kemur þó tuttugu míl- ur vegar til þess að hlusta á okkur". Henni hefir verið boðin gifting. SUSAN HAFÐI bylgjað ljóst hár, sem hún skifti í miðju, og hafði ákveðna drætti kringum munninn, sem skyndilega gat leikið bros um. Klæðnaður henn- ar var mjög.aðlaðandi. And- lit hennar virtist Ijóma, þeg- ar hún talaði, og brún augu hennar leiftruðu, er hún flutti boðskap sinn. Margir, sem komu til þess að gera gys að henni, sátu þögulir undir klukkutíma langri ræðu hennar og hlustuðu með eftirtekt á skemtilega og máttuga rödd hennar. Hópar karlmanna buðu henni hönd sína, flestir til þess að geta þannig vakið opinbera eftirtekt. Susan þráði að eignast heimili, en hugsjón hennar varð að sitja fyrir öllu öðru. Vetur nokk- 'urn bauð auðugur pipar- sveinn henni þjónustu sína með sleða sinn í nokkrar vik ur, en þegar ákafi hans megnaði ekki að fá hána til þess að heita honum eigin- orði, skildi hann hana dag nokkurn cftir í hríðarveðri við þjóðveginn. Árið 1857 gengu þær frú Stanton og ungfrú Anthony fyrir New Ydrk þing. Hafði þeim verið skýrt frá því, að ítarlega myndi þar rætt um kvenrjettindamálið, og þær komu því þangað vongóðar með þykkan stafla af bæn- arskjölum. En löggjafarnir gerðu þarna hrottalega og skrípalega ályktun, þar sem þeir lýstu yfir því, að kon- urnar hefðu þegar fengið rjettindi sín, „þar sem þær veldu hvoru megin í rúm- inu þær svæfu, fengju bestu matarbitana, og vegna pHs* anna sinha, væri þeim leyft að hafa meira'-' svigrúm' en karlmönnum". Rjóð í kinn- um hlustaði Susan á hlátra- skelli löggjafanna. Margir vina hennar hvöttu hana til þess að hætta bar- áttunni, þvi að hún væri von laus. Hún svaraði með því að efna til fundar í Troy þar sem hún sagði: „Ekkert það er vonlaust, sem er rétt". Þremur árum síðar sat hún á áheyrendapöllum New York þings og hlustaði á lög samþykkt, sem mæltu svo fyrir, að giftar konur mættu ráða eignum sinum. Þetta var fyrsti sigur hennar á lög gjafarsviðinu. Fjöldafundinum var hleypt upp.. SUSAN EFNDI nú til fyrsta fjöldafundarins í New York borg. Hún þurfti að fá. marga áheyrendur til þess að geta stað'ið straum af kostnaðinum. Það skorti ekki, að fundurinn væri aug lýstur — þótt fæstar auglýs- ingar væru vinsamlega fram settar — og salurinn var full skipaður. En þegar fundur- inn skyldi hef jast, tók hópur óróaseggja að áreita ræðu- rriennina. Menn úr hópi á- heyrendanna reyndu að stöðva þá. Barist var með hnefunum, konur féllu í ó- megin, þegar karlmennirnir kjaftshógguöu hverir aðra, og mestallur áheyrendaskar inn flyði. Daginn efíir var Susan svo févana, að hún gat ekki einu sinni greitt hótelreikn- inginn sinn. Klæddist hún þá í sinn besta skrúða — eins og hún ætíð gerði, þeg- ar alvarlega bljes á móti — og settist í herbergi sitt í gistihúsinu við að lesa biblí- una. Alt í einu var drepið á dyr. Var þar kominn Wen- dell Phillips. „Vinur minn hefir nýlega afhent mjer 1500 dollara iil yðar notaT og lofað 3500 til viðbótar", sagði hann. Þegar svertingjum voru veitt borgararjettindi og kosningarjettur eftir boi-g- arastyrjöldina, reyndi Susan árangurslaust að fá sömu rjettindi samþykt konum til handa. Sumner, þingmaður Massachusetts, sagði blátt áfram: „Við vitum hvernig svertingjarnir munu kjósa, en við erum ekki vissir um konurnar". Susan ritaði fylgismönn- um sínum brjef, sem var mjög einkennandi fyrir hana. Þar sagði hún: „Það virðist ekki vera um annað að ræða fyrir okkur en berj- ast áfram". Og þær börðust áfram. Eftir að Susan hafði komið kvenrjettindasambandinu á laggirnar, lagði hún beiðni um kosningarjett kvenna fyrir hvert einasta ríkisþing sem saman kom þau ár, sem eftir voru æfi hennar, Konur fá kosningarjett.' : UNDRAVERÐAR frjettir bárust árið 1869. Fyrsta löggjafarþing Wyomingrík- is hafði veitt konum kosn- ingarjett. Susan hafði flutt ræðu í Cheyenne og nokkr- ir þingmannanna, sem mint ust ræðu hennar, fjellust á að veita konum þessi rjett- indi, en aðrir greiddu atkv. með málinu i gamni, því að þeir treystu því, að lands- stjórinn myndi ekki stað- festa það. En landsstjórinn staðfesti lögin, og óskaði þinginu til hamingju með það að hafa gert Wyoming að fyrsta ríki heimsins, sem veitti konum kosningarjett. Á kjördegi árið 1872 kom kvenfreisishetjan á kjör- stað og reyndi að greiða at- kvæði. Er hún var handtek- in og varpað í fangelsi, vöktu tíðindin mikla athygli eins og hún hafði vænst. — Þegar hún var dæmd í 100 dollara (650.00) sekt, svar- aði hún með fyrirlitninu: „Jeg mun aldrei greiða eyri af þessari ranglátu sekt". Þar sem dómarinn var hræddur við að gera hana að meiri píslarvætti en hún þegar var orðin, ljet hann hana lausa. Smám saman snerist straumurinn Susan í vil, og kröfur þær, sem hún hafði sett fram, voru samþyktar ein eftir aðra. Uppfinning ritvjelarinnar stuðlaði að því að koma konum inn í skrifstofur og iðnaðinn.,.— Samskólamentunin, semSu- san hafði barist fyrir, þrátt fyrir ásakanir um það, að hún væri að „glæða ósið- semina", breiddist mjög út, eftir að háskólarnir komu í stað hinna sjerstöku ,kvenna-háskóla". Löggjaf- arnir tóku að veita konum eignarjettindi og árið 1887, veitti Kansasríki konum kosningarjett i sveita- stjórnarmálum. Nokkrum árum síðar veittu Colorado, Utah og Idaho konum full- kominn kosningarjett. Hár Susan var nú orðið snjóhvítt, en hún stóð þó enn hnarreist og talaði með hinum gamla eldmóði. Efnt var til mikillar hátíðar í Washington í tilefni af 70 ára afmælisdegi hennar. — Susan kom klukkutíma of seint í veisluna. „Jeg var að ræða við nokkra þing- menn", sagði hún hinum fagnandi aðdáendum sínum til skýringar. Árið-1900 hafði hún farið krossferð sína til hvers ein- asta ríkis í Bandaríkjunum og til nokkurra annara landa. í Englandi hafði hún talað fvrir miklu fjöl- menni, og Viktoría drotning hafði boðið henni til te- drykkju: Árið 1904 var hún —.. alheimskvenhetjan — viðstödd fyrsta alþjóðaþing kvenna í Berlín. — Síðan skundaði hún til Bandaríkj- anna og talaði Theodore Roosevelt á að staðfesta kosningarjett kvénna. — Á síðustu samkomu henhar í Ðaltimbre áfið 1906, hyltu FramF. a 'H'. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.