Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 4
MOR'GUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. mars 1944 Morskn æfiittýrin, 1. hefti • er Asbjörnsen og Eíoe skrásettu og birst hafa hjer í blaðinu, eru níi komin í bandi í allar bókaverslanir. Þjóðsagnasafn Asbjörnsens og Moe ;i í Noregi og víðar eins miklum vinsældum að fagna og Þjóðsögur Jóns Arnasonar hjer á landi. Æfintýrin eru jafn skemtileg fyrir unga sem gamla. 2. hefti æfintýra þessara kemur íit innan skamms. Ferðasögur frá iilliiin löndum T 1. hefti, kom út rjett fyrir jólin. Eru þetta sjerkenni- legar ferðasögur frá ýmsum tímuin. Bráðskemtileg og fróðleg ]>ók, er Hersrteinn Pálsson, ritstjóri, þýddi. Lesið þessar bækur, þær fást hjá öllum bóksölum. Bókaútgáfan Heimdallur Pósthólf 41. <&<i><$><M><$«M><$><$><$>4><$><§>^^ <$><M><S><&$><$><Í><$><$><i><$<^^ TILKYIMIMING til innflytjenda Viðskiftaráðið mun innan fárra daga,út- hluta gjaldeyris- og innflutningsleyfum fyrir steypustýrktarjárni, þakjárni, smíðajárni, gaddavír, sljettum vír og járnpípum. Leyfin verða bundin við innflutning frá Ameríku og miðuð við fob-verð varanna. Umsóknir Um gjaldeyris og innflutnings- leyfi fyrir þessum vörum, er miðist við fyrri helming þessa árs, þurfa að sendast ráðinu fyrir 15. þ. m. Reykjavík, 6. mars 1944 VIÐSKIFTARÁÐIÐ., •<!*$><$><§>Q^>&$><$><&&$><§><^^ <$<$<&<S><3><$><&§>®><$<$<§<$><$^><$^^ Aðvörun tii bifreiðaeigenda Hjer með er stranglega brýnt fyrir bif- reiðaeigendum að flytja tafarlaust á brott þær bifreiðar, sem vegna notkunarleysis, bil- unar eða eyðileggingar, hafa ólöglega stöðu á götum og gangstjettum bæjarins. Fari flutn ingurinn eigi fram innan 14 daga frá birt- ingu þessarar auglýsingar, geta hlutaðeig- endur búist við að verða látnir sæta ábyrgð samkvæmt lögum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 6. mars 1944 AGNAR KOFOED-HANSEN. ¦wxSx^ ^$-<&$><M>-4»<$><$><$><i><Mi><^^ <&&M><$<$«i><$*&$><$><S><$><$^<$^^ Kvenkápur! Kjarakaup! JFjármálaumræður ú Mlþinai Utdráttur úr ræðu Jóns Pálmasonar 3. þ.m. . Athugasemdir við ræðu fjármálaráðherra Seljum næstu daga kvenkápur með ótrúlega lágu verði. — Birgðir mjög takmarkaðar. LÍFSTYKKJABÚÐIN. ¦•¦¦¦> ¦¦¦>> < ¦ ' Hafnarstræti 11. I / ÞAÐ HEFIR verið föst venja að undaníörnu, þegar fjárlög eru lögð fyrir Alþingi, að fjár- málaráðherrann gæfi yfirlit um tekjur og gjöld ríkisins liðið -ár og gerði grein fyrir fjárhag þess Og fjárhagshorfum. Frá þessu hefir nú verið vikið í skjóli þess, að eigi er ætlað að taka fjárlögin til afgreiðslu fyr en á framhaldsþingi næsta haust. Um það er eigi nema gott að segja að hæstvirtur fjár- málaráðherra skuli nú bæta fyrir þetta með því að gefa Al- þingi þær upplýsingar sem hann nú hefir'flutt um tekjur og gjöld s. 1. ár og fjárhaginn eins og nú er. Jeg mun nú eigi að þessu sinni gera neina tilraun til að ræða þá ' skýrslu sem hæstv. ráðherra hefir gefið, enda ekk- ert tækifæri til undirbúnings í því skyni. En það voru nokk- ur atriði í ræðu ráðherrans sem gefa mjer tilefni til að segja fáein orð, og það sem fulltrúar hinna fiokkanna hafa sagt, gef- ur að vissu leyti tilefni til at- hugasemda. En þeim mun jeg að íhestu sleppa. Hæstvirtur ráðherra gat þess í ræðu sinni, að verðbætur á útfluttar landbúnaðarvörur, framleiddar 1942, hefðu orðið 16 miljónir og 764 þús. krónur og að sú upphæð sje færð á reikning ársins 1942. Á eftir tel ur hann svo reksturshagnað ríkisins 1942 röskar 2 miljónir króna en reksturshagnað árs- ins 1943 rúmar 16 miljónir króna. Jeg tel þessa reiknings- færslu mjög athugaverða. Þess ar uppbætur voru ekki greidd- ar fyr en seint á árinu 1943 óg eiga auðvitað heima á reikningi þess árs. Vilji einhver færa það til aísökunar, að til þessara gjalda hafi verið stofnað með samþykt Alþingis á árinu 1942, þá hefir það ekkert að segja í þessu sambandi, því þannig er ástatt með nálega öll gjöld rík- isins að þau eru afleiðing af samþyktum fyrra árs eða fyrri ára. Þess er og að geta, að ef sú færsla væri rjett hjá ráð- herranum að færa þessar upp- bætur á reikning ársins 1942, þá ætti á sama hátt að færa þær útflutningsuppbætur, sem enn eru ógreiddar á vörur ársins 1943, á reikning þess árs. Nú eru þær uppbætur áætlaðar 10 miljónir króna og yrði því sú upphæð eða hver sú er þarf að greiða, að dragast frá þeim rekstrarhagnaði ársins 1943 sem ráðherrann hefir nú upplýst að sje rúmar 16 miijónir króna. Hæstvirtur ráðherra gat þess að sumir háttvirtir þingmenn hefðu lýst undrun sinni yfir því, að hann skyldi taka við fjárlögunum fyrir árið 1944 sem samþykt voru rjett fyrir jólin. Af því jeg er einn þeirra þingmanna sem hefi opinber- lega látið í ijósi þessa undrun, þá finn jeg ástæðu til að svara hæstvirtum ráðherra að þessu léýii. Og mitt svar er það, að mjer , virtist a.ð .íjárlögunurc vera breytt það mikið frá því sem ráðherrann virtist vilja, að jeg hygg að enginn þingræð- is ráðherra, sem studdur væri á eðlilegan hátt á þingi, hefði sætt sig við það og tekið við fjárlögunum eins og ekkert hefði í skorist. Jeg varð heldur ekki var við að hann reyndi nein samtök við þingmenn á þessu sviði, enda þó hann tal- aði eitthvað gegn breytingun- um. Nú er ráðherrann líka sjálfur að sanna það í þeirri ræðu, sem hann flutti áðan, að hann er 'ekkert ánægður yfir því að hafa tekið við þessum fjárlög- um. Hann talaði um að tekjur mundu ekki hrökkva fyrir gjöldum og sumir tekjuliðir jafnvel bregðast. Jeg er ekkert hissa á þó þetta geti komið fram þó enn sje engin vissa fyrir því. Hæstvirtur ráðherra lýsti því að illa liti út með það að verðtollurinn næði áætlunar- upphæð á þessu ári. Þetta er ekki svo óeðlilegt. En þó er þess að gæta, að tekjur ríkisins fyrstu tvo mánuði ársins eru ekki rjettur mælikvarði á það, hvað þær endanlega verða. Vöruinnflutningur er svo mis- jafn og getur vel orðið meiri síðari hluta árs eins og oft áð- ur. Satt að segja þótti mjer öllu ískyggilegar horfa með gjöld ríkisins þegar við töldum hjá ríkisfjehirði um miðjan febrúar. Þá voru þau orðin frá nýári fyllilega 21 miljón króna og hallinn á 1V2 mánuði orðinn verulegur. Hæstv. ráðherra ljet orð falla um það að ríkisstjórnin teldi sig hafa heimild til að meta, hvaða útgjöld yrðu látin mæta afgangi, ef ekki yrðu tekjur til að mæta þeim öllum. Þetta get ur nú orðið ærið athugavert. Að minsta kosti gæti það ekki gengið út yfir lögboðin gjöld og ef að það væri tekið til greina, þá er á hitt að líta, að um það er verulegur ágreining- ur, hvað eru lögboðin gjöld..í því sambandi má nefna verð- uppbæturnar á útfluttar land- búnaðarvörur, framleiddar árið 1943, sem mest hefir verið deilt um og sem þeir vjeku að í ræð- um sínum nú, háttv. 3. land- kjörinn, Haraldur Guðmunds- son og háttv. 2. þm. Reykvík- inga, Einar Olgeirsson. Jeg staðhæfi að þetta sjeu lögboðin útgjöld samkvæmt dýrtíðarlög- unum frá 4. apríl s. 1. En það hefir aldrei komið fram hvern ig hæstv. stjórn lítur á það mál. Háttv. 2. þm. Reykvíkinga gat þess að 28 menn hjer á þingi bæru ábyrgð á þessari greiðslu og stjórnin ætti að heimta af þeim peningana, þær 10 milj- ónir króna, sem um er áð ræða. Af því jeg.er einn7af;þ'essum 28 mönnum, þá vil jeg segja það, að jeg tel þessa upphæð fylli- lega eins rjettmæta eins og hverja aðra í fjárlögunum og jeg mótmæli því alveg að hún verði á nokkurn hátt látin mæta afgangi. Eftir færslu ráðherr- ans á samskonar gjöldum áður, ætti hún náttúrlega að sitja fyr ir og takast af tekjuafgangi fyrra árs. Komi hinsvegar til þess að ríkisstjórnin ætli sjer upp á eindæmi að skera niður gjöld vegna fyrirsjáanlegs halla, þá hlýtur það að ganga að mestu yfir framkvæmdir og þá verður það að ganga jafnt yfir. Að lokum vil jeg aðeins minnast á það sem hæstv. ráð- herra sagði um dýrtíðarráðstaf- anir. Hann vjek að kauphækk- un í því sambandi og gat þess að öllum dýrtíðarráðstöfunum mundi hætt, ef kaup hækkaði mikið. Eins og kunnugt er, hef- ir nýlega verið sætt kaupdeila með mikilli hækkun, sem hlýt- ur að hafa í för með sjer hækk- un á öðru kaupi og hækkaða dýrtíð. Mjer er nú sagt að hæstv. ríkisstjórn hafi sam- þykt það, að afleiðingar hækk- aðs kaups mundu verða teknar til greina með hækkuðu verði. Hún hefir því greitt fyrir því að samið væri um hækkað kaup, og henni hlýtur að vera Ijóst, að það leiðir til hækkandi dýrtíðar. í þessu sambandi þyk- ir mjer rjett að geta þess, að jeg tel það mjög óheppilegt að ekki skuli hafa verið teknar fastár ákvarðanir um það, hvaða dýrtíðarráðstafanir stjórnin eigi að framkvæma og hvað ekki. Hún hefir þetta mik ið í sinni hendi. Það tel jeg óheppilegt og vera eitt ákveðn- asta merkið um þann slæma losarabrag, sem nú er á sam- starfi þings og stjórnar. 500 krónur til Slysavarnafje- lagsins frá kvenfjelaginu „Keðj- unna". Þær frú Elín Guðmunds- son, varaform. „Keðjunnar" og frú Þórunn Jónsdóttir gjaldkeri færðu í dag fjelagi voru kr. 500.00 að gjöf frá kvenfjelaginu „Keðjunni". Fjelag þetta,. sem stofnað var árið 1928, innan Vjel stjórafjelags íslands, af eigin- konum vjelstjóra, hefir jafnan látið sjer mjög ant um að styðja ekkjur innan fjelagsins, og nú hafa 'þær sýnt sinn hlýja hug til slysavarnamálefnanna með því að senda fjelagi voru áðurriefnda gjöf, sem jeg leyfi mjer hjer með að þakka kærlega fyrir. Reykjavík þ. 6. mars 1944. f. h. Slysavarnafjel. íslands ¦ Guðbjartur Ólafsson p.t. forseti. AUGLYSING 'ER GULLS IGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.