Morgunblaðið - 08.03.1944, Side 4

Morgunblaðið - 08.03.1944, Side 4
4 M 0 R G U N B L A Ð I Ð MiSvikudagur 8. mars 1944 AF SJÚNARHÓLI SVEITAMANNS Brjef: Húsnæðismdlin SVO hefir löngum verið tai- ið, að þorradægrin þættu löng undir vissum kringumstæðum, sem ekki má gera að umtals- efni meðan ,,ástandið“ varir. Þess vegna er best að stytta sjer stundirnar við að skrifa eitthvað um daginn og veginn frá sjónarhóli sveitamanns. ★ SÍÐAN hætt var að birta veðurfregnir í útvarpinu, og frjettir af tíðarfari og árferði í blöðunum, er manni næsta ó- kunnugt um slíkt í öðrum landshlutum. Þykir mörgum hjer um slóðir það býsna leitt, að geta ekki fylgst með því, hvernig tíðarfarið er yfirleitt í landinu. Af því má draga ályktanir um fjenaðarhöld og afkomu, því engu er bóndinn jafnháður og veðurlaginu á öll um timum árs. ★ í því sem öðru er hagur og aðstaða sveitafólksins ólík lífi kaupstaðabúanna a. m. k. í hinum stærri bæjum. — Þeir verða helst ekki varir við hvernig veðrið er, nema þeg- ar þeir þurfa að skjótast milli húsa, frá heimilinu að vinnu- staðnum, ef þeir þá ekki fara það í einkabílum eða strætis- vögnum. ★ JEG BÝST ekki við, að hægt sjé að hugsa sje? ólíkari lífs- aðstöðu heldur en þá, sem skapast í stórborg annarsveg- ar og strjálbýlli og fámennri sveit hinsvegar. Hvrottveggja er nú til hjá okkur Islending- um. Á okkar mælikvarða er Reykjavík nú orðin stórborg og strjálbýlið hefir altaf verið til. Þó talsvert hafi verið reynt til að draga úr mótsetningnum milli þessa, er það vonlaust verk. Aðstaðan er svo gerólík, að fátt er sameiginlegt. Það er eins og djúp sje staðfest á milli, enda gætir mikils misskiln- ings í hvort annars garð. ★ SIÐAN bæirnir tóku að vaxa hefir alist þar upp kynslóð, sem er lítið kunnugri íslensku sveitalífi heldur en fjarlægum löndum í annari heimsálfu, og gerir sjer rangar hugmyndir um starf og kjör okkar sveita- fólksins. Og því að ílestir hyggja auð í annars garði, heldur þetta fólk, að við sveita menn búum við nægtir þeirra gæða, sem það verður að fara varhluta af. ★ ÞAÐ HELDUR t. d. að við höfum alltaf nóg af skyri og rjóma, smjöri, hangikjöti og annari kjarngóðri kostafæðu, meðan það sjálft verður að búa við mjólkurleysi, eða þá a. m. k. óhófsverð á þessum vörum, sjeu þær fáanlégar. Það heldur líka að við höfum gæðinga til útreiða þegar okkur sýnist, á- gæta aostöðu til vetraríþrótta, getum farið í sólboð á sumrin o. s. frv. o. s. frv. Jeg skal ekki fullyrða, að þetta sje mjög al- menn skoðun kaupstaðabúa á sveitalífinu, en jeg hef nokkuð víða orðið var við hana, og jeg held, að hún sje yfirleift áð þnarðast-4út^« uiAuL ■nf '4/:., í ; i .íi>j cJÞl 6u ÞEIR, i SQrn-k*núgiœ' -era'Í9- >000000000000000 Eftir Gáin >000000000000000 lensku sveitalífi, vita að slík- ar hugmyndir um það eru mjög rangar. í fjársveitunum, þar sem fáar kýr eru á flestum bæjum, er meira og minna mjólkurskortur einhvern tíma árs, helst á haustin, því flestar kýrnar bera fyrri hl. vetrar, og þar fara allir mjög sparlega með sjólkina til þess að hafa mjör til heimilisþarfa. Og þau gæði, sem kaupstaðarbúar halda að gnótt sje af í garði sveitamanna, eru þar flest af mjög skornum skamti. Þau eru yfirleitt svo dýr, að almenn- ingur í sveitum hefir ekki frek ar ráð á að veita sjer þau en alþýða í kaupstöðum, ★ AFTUR á móti hefir sveita- lifið að bjóða margt það, sem flestir vilja losna við. Það eru erfiðar og þreytandi gegningar sem aldrei er frí frá allan vet- urinn, ekki einu sinni á hátíð- um og sunnudögum; þar er fjósalykt og heyryk, sem veik- ir lungun, hálfgerður þræl- dómur allan sláttinn, misjafn- lega verkað saltkjöt og vond soðning, en sjaldan nýmeti, strjálar póstferðir og erfiðar samgöngur, fábreyttar skemt- anir, lándabrugg o. fl., o. fl., að jeg nú ekki tali um læknis- leysið, Tímalyginga og fjár- pestirnar og aðrar plágur, sem maður vonar að sjeu aðeins stundarfyrirbrigði. ★ OG ÞAÐ er þetta, sem fólk- ið er að flýja. Undan þessum erfiðleikum og óþægindum liggur straumurinn frá sveit- um til kaupstaðanna, og það er ekkert útlit fyrir, að sú elfur verði stöðvuð í nánustu fram- tíð. Eftir því, sem fólkinu fækk ar í sveitinni, verður starf þess erfiðara, lífið fábreyttara og einmanalegra. Jafnframt auk- ast lífsþægindin í bæjunum hröðum skrefum með bættum húsakynnum, hitaveitu, raf- magni o. s. frv., vinnuttíminn styttist, kaupið hækkar og alls konar tryggingar auka fjelags legt öryggi. ÞAÐ VÆRI ósanngjarnt og einhliða frásögn, ef jeg ein- ungis teldi fram ágalla sveita- lífsins og kosti bæjanna, en slepti því, sem í kaupstöðunum þykir miður fara. Jeg veit þess nokkur dæmi, að ekki hafa all ir breytt um til batnaðar, sem straumurinn hefir riíið með sjer af mörkinni og út á möl- ina. Afkoma verkalýðsins var ærið bágborin og áhyggjurnar miklar um framtíðina á árum „stjórnar hinna vinnandi stjetta“ og margir eru nú þeg- ar farnir að kvíða atvinnuleys- inu eftir stríoið. 'ír ENDA ÞÓTT jeg sje ekki mjög kunnugur í Reykjavík, veit jeg áð „þdð er margt, sem amar að í okkar kærá' höfúð^ Sjtaór, Þar eru. rafmagnsbilan- ir, pgjbifreiðáElysytrtnbrbt;,ujig- í linga og þjófnaðir, ungir menn fara í hundana vegna drykkju- skapar og annarar óreglu, og ,,ástandið“ fer svo illa með ungu stúlkurnar, að Vilmund- ur landlæknir vill taka þær allar með tölu og flytja þær langt upp í sveit (sbr. brjef hans til stjórnarvaldanna, birt í seinustu heilbrigðisskýrslum) Minnir það einna mest á það, þegar til mála kom í Móðu- harðindunum að flytja alla Is- lendinga af landi brott, suður á Jótlandsheiðar. Svona grátt getur borgarlífið leikið nútím- ans „unglinga fjöld“, svona stórar áhyggjur hafa „Islands fullorðnu synir“ út af Reykja- víkuræskunni á hinni 20. öld. — Hvort mundi Matthías nú kveða: Borgarlíf er brunnur dáða, borgir kveikja líf og sál, leysa fólk úr deyfðardróma, dumbum gefa heyrn og mál? Vígtundur Helgason, bóndi að Höfða, Biskups- íungum. M i n n i n g Váfregn berst um veröld alla, vígi hrynja sterk og traust. Ungir jafnt og aldnir falla, ymur dauðans þrumuraust. Þegar Helja heyrist kalla hlýða allir tafarlaust. Mörgum verða óblíð árin, æfin setur mark á brá, margra blæða sviðasárin síðstu þessum tímum á. Margra renna tregatárin tíminn einn sem þerra má. Hjer er autt og hljótt með sanni, harmur gistir þennan rann. Burtu flytur góður granni gagn er öllum sýna vann. Sveitin einnig sæmdarmanni sjer á bak, og tregar hann. Konan hans með hrygð í gleði hjartans sendir þökk í dag, saman bæði í sorg og gleði sínum jafnan undu hag, sátt við alt, sem lífið ljeði lán og sorg og gleðibrag. Þar sem titra tár á hvörmum trúar gefðu styrk og þor, Ijósið þitt í lífsins hörmum láttu skína, faðir vor. Börn þín kærleiks berðu á örmum blessa þeirra sjerhvert spor. Þórður Kárason. r Utflufningur Svía mlnkar stöSug! STOKKHÓLMI: — Útflutn- ingur Svía í nóvembermán- uði s.l. nam að verðmæti tæp- um 85 milj. króna og ’sýnir það, að enn heíir hann minkað um 4 milj. króna frá næsta mán- uði á úndan. Einnig minkaði innflutt verðmæti um hálfa fjórtándu miljóna króna. niður í 153 milj. Minkunin skiftist jafnt niður á vörutegundir, hvao útflutnfngoujn ;VÍ<jk«mur, en jnnflútningur- hefir aðallega geaag-iðr samáxi á.jnáimiun og vörútá-úk d^ra-Vpg'júrtaríkinu. 1 Herra ritstjóri! UM FÁTT er meira rætt í þessum bæ en húsnæðisvand- ræðin, og er það að vonum, þar sem flestu er hægara að vinna bug á, er heyrir undir hið dag- lega stríð fyrir lífinu. Hiti er á við hálfa gjöf, segir máltæk- ið, og víst er um það, að sá bóndi, sem ekki á nokkurnveg- inn hús yfir fjenað sinn, þykir og er kallaður kvalari. En hvað má okkur finnast um það þjóð- fjelag, sem ekki á og ekki ger- ir hispurslaust þá kröfu, að meðan nokkur hönd getur unn- ið, og til er fje til kaupa á út- lendu efni til húsagerðar, skuli ekki hver maður hafa viðun- anlegt húsaskjól, en lætur alt dankast eins og verkast vill, þótt læknar landsins geti oft rakið orsakir heilsu- og líftjóns til ljelegs og ónógs húsnæðis. Má það vera hverjum manni ljóst, sem sjón og vit hefir, að slíkt er óhæfa, og þarf ekki frekari ummæla. Fyrir stríðið var fátækt svo almenn og erfitt um lánsfje, að það var nokkur afsökun í þessu máli, 'enda þótt betur hefði mátt halda á þeim málum þá, ef samstiltur vilji hefði verið fyrir hendi. En nú er ekki hægt að segja, að okkur skorti fje til þess, að fá okkur sæmilegt þak yfir höfuðið. Og er þá ekki einmitt nú rjetti tíminn til þess að hefjast handa og bæta úr þessu vandræðaástandi? Til eru menn, sem hugga ,sig við það, að alt muni lagast eft- ir stríðið, þá lækki alt í verði, og þá geti menn gert þetta og hitt, sem nú er erfitt að koma í framkvæmd. Vonandi rætist eitthvað af þeim draumum. En getum við beðið eftir því? En þó svo færi, er þá rjett að bíða eftir bót á þessu böli, ef hægt er að bæta það strax? Reykjavíkurbær, undir for- ustu hins duglega * og merka borgarstjóra hr. Bjarna Bene- diktssonar, hefir sýnt góðan vilja til þess að láta ekki ó- freistað að ráða nokkra bót á þessu, og eru húsbyggingar bæjarins á Melunum virðing- arvert spor í þá átt. En nánar aðgætt virðist þessi viðleitni ekki gefa öruggar vonir um, að verið sje á rjettri leið. íbúð í þessum byggingum, sem er 3 herbergi og eldhús, kostar ca. 80 þúsund krónur. Það er hærra verð en einstaklingar, sem bygðu á sama tíma í ágóða skyni, hafa selt sambærilegar ibúðir. Samt sem áður er þessi viðleitni þakkarverð, og mikils virði sú reynsla, sem fengist hefir þar á því, hvað hlutirnir kosta, þegar alt er skrifað og borgað af bæjarfjelagi eða ríki. Það er ékki meining mín að fara frekar út í þá sálma með þessum línum, heldur að vekja máls á því, að reynd verði önn- ur leið eða aðrar leiðir en gert hefir verið til þessa, til þess að ráða bót á mestu húsnæðis- randrtKðunúm.’-og þáhelstUyr-1 ir þá- einsfakliriga^'Sem noyðin þjakar. mest.. isxav so ðmúq . Min ujjpástunga. jjn$i,iikfaurí til umbóta í þessu efni er á þessa leið: 1. Reykjavíkurbær láti af hendi hentugar byggingarlóðir, ásamt húsgrunni tilbúnum og fullgerðum til þess, að á honum verði reist íbúðarhús, hentugt fyrir menn, sem gætu notað frí stundir sínar eða annan sjer hagstæðan tíma til þesS að byggja húsin að mestu sjálfir'. 2. Reykjavíkurbær gengist fyrir lánsútboði til slíkra húsa- bygginga, og verði lánin trj'gð með 1. veðrjetti í húsunum og ábyrgð bæjarins, og greiðist á næstu 40 árum, með 5% á ári, og nemi lánsupphæðin 70% af áætluðu virðingarverði hús- anna. 3. Reykjavíkurbær komi á þegnskylduvinnu, sem hafi það hl-utverk fyrst og fremst að byggja áðurgreinda húsgrunna, sem síðan verði seldir þeim, sem þess óska, á efnisverði. 4. Reykjavíkurbær láti í tje nauðsynlega ráðunauta, sem jafnframt sjeu faglærðir eftir- litsmenn við húsabyggingarn- ar. 5. Reykjavíkurbær hlutist t.il um, að nauðsynlegt byggingar- efni fáist á hagkvæmu verði á hverjum tíma, og sje það látið sitja fyrir öðrum innflutningi. 6. Leyft sje, að hús þessi verði bygð úr vikursteini. Jeg tel ekki ástæðu til að skýra þessa uppástungu frek- ar, en geri ráð fyrir, að hún standist samkepni við „brakka“ leiðina í öllum atriðum. Og von mín er sú, að hlutaðeig- andi ráðamenn bæjarins telji það nokkurs virði, að kalla æskulýð höfuðstaðarins til starfs fyrir þetta mál, svo að reyndur verði vilji hans til þess að hjálpa þeim, sem vill hjálpa sjer sjálfur, þegar á- stæður leyfa. Æskilegt væri, að skyldar framkvæmdir gætu bráðlega hafist í öðrum hjeruðum lands- ins, t. d. við hverasvæði og fiskivötn og ár landsins, en samgöngumál þjóðarinnar eru tæplega í því lagi, að það sje fímabært strax í stórum stíl. G. Þ. Brol á verðlags- ákvæðum NÝLEGA hafa eftirgreind verslunarfyrii'tæki verið sekt- uð sem hjer segir, fyrir brot á verðlagsákvæðum: Kaupfjelag Hellissand. Sekt og ólöglegur hagnaður krónur 300,00, fyrir of hátt verð á skó fatnaði o. fl. Kaupfjelag Stykkishólms. ■— Sekt og ólöglegur Jhagnaður kr. 1.360.91, fyrir of hátt verð á salti o. fl. Verslunin Rafvirkinn, Rvík. — Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 294.00, fyrir of hátt verð á rafmagnsvörum. Rvík, 6. mars 1944. Skrifstofa verðlagsstjóra. 1' Ti 1 Hallgrímskirkju' í Sánrbaí: v. g. 10 kr. f; h., >sígrurwSf':S5 ti&K wííiav'feEv-’ nus 5aöv aalvia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.