Morgunblaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagar 8. mars 1944 Hálf miljón til Krfsuvíkur- vegarins Á FUNDI í sameinuðu þingi í gær var samþykt með 38:7 atkv. tillaga fjárveitinganefnd ar um 500 þús. króna viðbótar- fjárveitingu til Krýsuvikur- vegar á þessu ári. ,,enda telj- ist viðbótarfjárveiting þessi til gjalda ríkissjóðs á árinu 1945“, eins og segir í tillÖgu nefndar- innar. Gísli Jónsson .flutti brtt. um að þessi viðbótarklausa yrði feld burtu; taldi að með þessu væri verið að fela stjórninni að falsa ríkisréikningana. Brtt. Gisia var feld með 22:12 atkv. Bjarni Benediktsson bað fjárveitinganefnd að upplýsa, hvort nokkuð fordæmi væri fyrir slíkum fyrirmælum í sam bandi við fjárgreiðslur úr rík- issjóði. Þvi var ekki sint. Krafð ist þá Bjarni úrskurðar forseta um þetta atriði, það er með þessu væri brotið gegn skýlaus um fyrirmælum stjórnarskrár- ionar og viðurkend regla um reikningsfærslu þverbrotin. Forseti (G- Sv.) kvað hjer um að ræða heimild til ríkis- síjórnarinnar, svo að hún hefði á valdi sínu að gera við tillöguna hvað sem henni sýnd 4st. Stjórnin hefði hinsvegar ekkert látið frá sjer heyra um J’etta atriði. Taldi forseti sjer þvi ekki fært að vísa tillögunni frá. Andstaða danskra klerka gegn naz- isfum magnasf WASHINGTON: — Síra Jam- es S. Montgomery, þingprest- tr fulltrúadeildar BandaTíkja- þings, hefir látið svo um mælt í sambandi við afstöðu kirkj- unnar i Danmörku til nazista: „Sú frjett, að níu ’biskupar í Danmörku hafa gefið út hirð- iábrjef, þar sem nazistar eru víttir, er merki um að mótstaða prestastjettarinnar í Danmörku fer harðnandi. „Hirðisbrjefið var lesið í öll- um dönskum kirkjum. — Þar segir: „Vjer vitum, að rjett- lætishugsjónir þær, sem krist- indómurinn hefir alið i brjóst- um fólks vor, Sn að engu hafð- ur af nazistum. Við komum saman hryggir í huga, vegna þess að mætir danskir menn, þar á meðal vort mikla skáld og ótrauðí þjónn kirkjunnar, Kaj Munk, hefir orðið píslar- vottur þeirra illu afla, er leika nú lausum hala vor á meðal'*. „Hin danska kirkjustjett \ ann sjer ódauðlegt lof, með því að styðja á allan hátt dönsku þjóðina í baráttu henn- ar gegn hinum þýsku niðurrifs mönnum kristindómsins og mannkærleikans. Hin trausta andstaða dönsku klerkastjett- arinnar gegn óvininum skipar henni á bekk með hinum hug- rökku kennimönnum allra her numdra landa“. Norskur kafbáfur Þetta er norski kafbáturinn ULA í breskri höfn. Sjóliðar eru að flytja vistir um borð í kafbátinn áður en hann leggur upp í nýja sjóferð. Frá Islendingum í Danmörku Frjettir frá sendiráði Is- lands í Kaupmannahöfn: EFTIRTALDIR íslendingar hafa lokið fullnaðarprófi í námsgreinum sínum: Ingvar Ingvarsson í raf- magnsfræði, Gunnar Tómasson í verkfræði, Þorvarður J. Júl- íusson 1 hagfræði, Gunnlaugur Pálsson, húsameistarapróf frá Listaháskólanum. Páll Pálsson í dýralæknisfræði (á þá eflir hálfs árs varðstofustarf). Jón Eiríksson læknir tekur nú þátt í námsskeiði fyrir em- bættislækna og mun ekki hafa nein læknisstörf á hendi fyrst um sinn. í októbermánuði s. 1. var Jon Helgason prófessor kosinn deildarstjóri heimspekideildar Hafnarháskóla. Jón Stefánsson málari hefir haldið sýningu á málverkum sínum. Seldi hann nokkur mál- verk, eitt þeirra kenslumála- ráðuneytinu. Bresk herskip gera árás við Hollands- strendur London í gærkveldi. Flotamálaráðuneytið til- kynnir, að smáherskip hafi í dag farið til árása á skip Þjóðver.ja við llollandsstrend- ur og siglt uppundir Ymuid- en höfða í Hollandi. Þar gerðu herskipin árás á strandvarna- skip, 8 eða 9 tundurskeyta- báta og fjóra vopnaða togara. J stuttri, en harðri viðureign, kom up]> eldur í þýskum tog- ara og eintun tundurskeyta- báti. Togarinn var að því komimi að sökkva er síðast' sást til hans. Er bresku her- skipin hjeldu á brott, var skot ið á þau tir strandvirkjum, en það sakaði ekki bresku herskipin. Síðar gerðu hresk herskip árás á lítil ]>ýsk hirgðaskip, sem ý> tundurskeytahátar vorn í fvlgd - -,ð. Einu hirgðaskipi var sökt með tundurskeyti. 011 hresku herskipin komusfc' til hafnar, en manntjón varð. — Iíeuter. mótið Handknattleiksmótið hjelt áfram í gærkveldi. Leikar í'óru sem hjei' segir: Meistaraflokkur, karla: K.K. vann Ármann 24 : 2'i (Ármann úr leik). 1. fl. karla: F.II. vann l’íking 20 : 17 (Víkingu.r úr leik), Kvennaflokkur: líaukar unnu K.R. 17 : 12. Mótið heldur át'ram í kvöld. Þá keppa: Kvennaf'Iokkur: Ármann, F.II., dómari, Sigur- páll Jónsson. — Meistaraflokk ur: Í.R.. Ilaukar, dómari. Hig- urjón Jóusson. — 2. flokkur: Yahu', Ármann, dómari, Big- ui'])áll -lónsson. Skáfafjelagið Ein- herjar á ísafirði • 16 ára 29, FEBRÚAR s.I. hjelt skáta fjelagið Einherjar á ísafirði hátíðlegt fjórða afmæli sitt, en var þá 16 ára; stofnað 29. febr. 1928. Gamlir Einherjar, sem staddir og búsettir eru hjer í Reykjavík, mintust afmælisins með glaðri skátastund og sendu fjelaginu silkifána að gjöf. Á afmælinu ákváðu Ein- herjar að herða fjársöfnun til húsbyggingar fyrir starfsemi sína. Stjórnarskráin: Atökin um forsetn- valdið LÝÐVELDISSTJÓRNAR- SKRÁIN er á dagskrá neðri deildar í dag — ein umræða. Fram eru komnar tvær brtt. við 26. gr. (synjunarvald for- seta), en um þá grein er risinn ágreiningur milli deildanna. Onnur brtt. er frá forsætisráð- herra’, samhljóða og hann flutti áður og deildin þá samþykti. j Hina brtt. flytja þeir Jón 1 Pálmason og Jóh. Jós., þess efnis, að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli ekki viðhöfð, er forseti synjar lagafrv, staðfestingar, ! heldur skuli í þess stað málið j lagt fyrir sameinað þing. Nái í það þá samþykki 2/3 atkvæða | allra þingmanna, öðldst það lagagildi, án staðfestingar. j/\rsfundur Landsbanka- nefndar LANDSBANKANEFNDIN hjelt ársfund sinn í gær. Fyrsti varaforseti nefndarinnar, Gísli Sveinsson stjórnaði fundinum í forföllum forseta, Einars Árnasonar fyrv. alþm. Reikningar Landsbankans fyrir s.l. ár voru lagðir fyrir Landsbankanefndina og sam- þyktir. Úr bankaráði skyldu ganga þeir Ólafur Thors og Jónas Jónsson, en voru báðir endur- kosnir. Varamenn þeirra voru kosnir Jakob Möller og Stein- grímur Steinþórsson. Endur- skoðendur voru einnig endur- kosnir, þeir Guðbrandur Magnússon og Jón Kjartans- son. Sömuleiðis varamenn, þeir Magnús Björnsson og Páll Steingrímsson. Giraud leiddur sem vitni. Senda bæjarráði áskorun ÍBÚAR í Rauðarárholti hafa skrifað undir skjal, er þeir munu senda bæjarráði. I skjali þessu fara íbúarnir þess á leit við bæjarráð, að það komi upp reglulegum ferðum strætis- vagna þangað, að götulýsing- unni verði komið í lag, en þar munu Ijósker vera teljandi fá. Loks að göturnar verði lag- færðar. ALGIERS í gær: — Henri Giraud hershöfðingi og yfir- maður franska hersins, sem berst með bandamönnum, var í dag leiddur sem vitni í máli Pierre Pucheu, fyrverandi inn- anríkisráðherra. Giraud lýsti því yfir, „að hann teldi þá menn ærulausa, sem hefðu ekki gefið franska hernum skipun um að verjast 10. nóv- ember 1942, en ábyrgðina á-því bæri Vichy-stjórnin“. (10. nóv. 1942 rjeðust Þjóðverjar inn í óhernumda hluta Frakklands). — Reuter. Hjörvarður Árnason flylur háskóla- fyrirleslra um málara. VESTUR ÍSLENDINGURINN Hjörvarður Árnason listfræð- ingur mun á næstunni flytja nokkra háskólafyrirlestra um mál- aralist. Hann ætlar um leið að sýna skuggamyndir í eðlilegum litum til skýringar. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn næst- komandi föstudag, annar þriðjudaginn 14. þessa mánaðar og sá þriðji fimtudaginn 16. mars. Fyrirlestrarnir verða allir fluttir á íslensku. í fyrirlestrum sínum mun Hjörvarður ræða um listastefn ur í Evrópu og Ameríku frá 14. öld til vorra daga og skifta efn- inu niður á þessi þrjú fyrir- lestrakvöld. — Til mála hefir komið að hann hjeldi einn fyrir lestur um nútímalist, en ekki er það að fullu afráðið ennþá. Þegar fyrsta listsnýingin var haldin í Listamannaskálanum í fyrra ljet Hjörvarður taka litmyndir af nokkrum listaverk um.. Nú er hann að reyna að útvega skuggamyndir af þess- um litmyndum og ef það tekst, hefir hann í hyggju að flytja einn fyrirlestur um íslenska list. Hjörvarður flutti þrjá fyrir- lestra í haskólanum í marsmán- uði í fyrra. Var mikil aðsókn að þeim fyrirlestrum. í fyrstu var ákveðið að hann hjeldi fyr irlestrana í einni kenslustofu háskólans, en aðsókn var svo Hjörvarður Árnason. mikil að þeim, að þeir voru J íluttir í hátíðasalnum. — Að þessu sinni flytur Hjörvarður einnig fyrirlestra sína í’hátíða- salnum. Þeir hefjast allir kl. 8,30 að kvöldi og hafa allir að- gang að þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.