Morgunblaðið - 08.03.1944, Page 5
Miðvikudagiir 8. mars 1944
MORGUNBLAÐIÐ
0>
Á V ARP
Fyrstu lög lýðveldisins
Samband ’ ungra Sjálfstæðismanna hefir áður haft til
umráða síður í þessu blaði, er birst hafa' öðru
hverju. Þessi siður verður nú á ný tekinn upp.
Sambandsstjórninni er það ljóst, að sá háttur, að fje-
lagssamtök ungra Sjálfstæðismanna eigi þess kost að
túlka málefni sín á sjerstökum vettvangi, þar sem ábyrgð-
in hvílir á þeirra herðum einum, getur haft veigamikið
gildi. Þar skapast einnig sjerstakt tækifæri til túlkunar
áhugamálum hinna vngri, er ella kynnu að liggja í þagn-
argildi.
Sambandsstjórnin mun annast þessa sjerstöku síðu, en
væntir þess, auk þess sem allir meðlimir fjelaga ungra
Sjálfstæðismanna eiga þar frjálsan aðgang, að hin ein-
stöku fjelög geti einnig átt þess kost við og við, að helga
síðuna sjerstaklega sínum einstöku fjelagsmálum og
hugðarefnum.
í stjórn S. U. S.
Jóhann Hafstein, formaður.
Sig. Bjarnason frá Vigur, varaformaður, Magnús Jónsson frá
Mel, ritári, Einar Ingimundarson, Einar Thoroddsen frá Vatns-
dal, Guðmundur Guðmundsson, Ragnar Jónsson frá Hellu, Bald-
ur Jónsson, Magnús Helgason.
IVútíð og framtíð yngri kynslóðar
HVER kynslóð, er bíður þess
að verða kvödd til að taka við
starfi fyrri kyntlóðar, skyldi
gjarna gefa sjer nokkurt tóm
til þess að hugleiða, hvert hlut-
verk muni bíða hennar. Er þá
líklegt, að hún myndi í senn
verða hæfari til þess að sinna
meginhlutverki sinu, er röðin
kemur að henni, og þá jafn-
framt uppfylla betur ætlunar-
verk sitt á biðtímanum eða
undirbúningsárunum.
Gerir hin upprennandi ís-
lenska kynslóð sjer í dag grein
fyrir því hlutverki, er hennar
bíður, og sinnir hún ætlunar-
verki sínu á líðandi stund?
íslenska þjóðin hefir háð
langa og harða baráttu fyrir
endurheimtu frelsis og full-
veldis er þessi litla þjóð glataði
á löngu liðnum öldum. Nú er
svo komið, að þjóðin er aðeins
fótmál frá markinu, að endur-
reisa þjóðveldi eða lýðveldi í
landinu og losa um síðustu
formlegu tengslin við gamla
yfirráðaþjóð.
þess, sem er þjóðlegt og holt
í fari þjóðarinnar og verji það
spjöllum annarlegra áhrifa.
Það, sem á morgun verður
að krefjast af hinum yngri, er,i
að þeir láti sjer skiljast að lýð-
veldið íslenska verður að færa'
þjóðinni betri tíma, betra þjóð-
fjelag, mikla framþróun.
Baráttan er margþætt fyrir
höndum, til þess að búa þjóð
okkar betra líf í framtíðinni.
Það er hlutverk unga fólksins
að ná sigursælu marki i þéirri
baráttu.
Það nægir ekki að nema stað
ar í því spori, sem feðurnir
mörkuðu. Þar á að ná við-
spyrnu til nýs áfanga fram á
veginn.
Fánamál íslendinga er sjer-
stakur þáttur í sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar. Er sú saga al-
kunn, enda verið rifjuð upp við
og við á opinberum vettvangi,
einkum í seinni tíð. Skal því
ekki frekar að þeirri hlið máls-
ins vikið.
Það er hinsvegar eftir veru-
legur þáttur fánamálsins, sem
nú á að koma til framkvæmda.
Það hafa í seinni tíð verið
uppi tímabærar raddir um það,
að eflast þyrfti og aukast virð-
ing þjóðarinnar fyrir notkun og
meðferð íslenska fánans, hins
þjóðlega tákns sjálfstæðis og
fullveldis. Almenn fjeíágssam-
tök í landinu hafa gert álykt-
anir þár að lútandi, og má þar
sjerstaklega vitna til nýlega
framkominnar áskorunar í-
þróttasambands íslands til allra
fjelaga sinna og annara 'íslend-
ingá varðandi notkún ög með-
ferð fánans. En þegar þetta tal
ber á góma, er augljóst, að van-
rækt hefir verið það, sem miklu
getur orkað hjer til árjettingar
og það sem fáninn á skilið, en
það er, að sett sje sjerstök lög-
gjöf um íslenska fánann.
Hjer á landi eru ákvæðin um
gerð. þjóðfánans og notkun
hans í þrem konungsúrskurð-
um: Nr. 41 frá 30. nóvember
1918, nr. 1 frá 12. febrúar 1919
og nr. 30 frá 13. janúar 1938.
Eru úrskurðimir aðallega um
almenna gerð þjóðfánans og um
gerð klofna fánans. Akvæðin
úm notkunina eru takmörkuð
og ófullkomin.
Árið 1940 var samþykt á Al-
þingi þingsályktunartilaga, fl.
af Jónasi Jónssyni, um notkun
þjóðfánans og fólst í henni á-
skorun frá Alþingi til ríkis-
stjórnarinnar að safna heimild-
um frá þeim þjóðum, sem eru
J. H.
Kvöldvaka Heimdallar
var með ágætum
2600 kr. samskot til landflótta Dana
Þegar dagur lýðveldisins er
runninn, verður það hlutverk
hinnar komandi kynslóðar að
gæta þess ávaxtar, er sjálfstæð
isbarátta þjóðarinnar fæddi af
sjer.
Þess er ekki að dylja, að þeg-
ar hin þráðu tímamót bera nú
að höndum, er þjóðin af öðr-
um orsökum í mésta vanda
stödd. Öldur hins mikla styrj-
aldaróveðurs hefir bórið hjer
að landi.
Unga fólkið verður að leggja
fram sinn skerf, til þess að
verja þjóðina ágjöf þessa óveð-
urs og mæta þannig kröfum
líðandi stundar, um leið og það
verður að horfa með víðsýni og
djörfung fram á veginn.
Það, sem fyrst og fremst
verður að ætlast til af unga
fólkinu í dag, er, að það standi
ötulan vörð um varðveislu alls
KVÖLDVAKA Heimdallar, fjelags ungra Sjálfstæðismanna,
er fram fór í gærkvöldi að Hótel Borg, var hin glæsilegasta
samkoma og fjelaginu til mikils sóma.
Salakynni voru þjett setin
og rikti mikil ánægja og fögn-
uður meðal fjelaganna og gesta
þeirra.
Lúdvig Hjálmtýsson, form.
Heimdallar, setti kvöldvökuna
með ræðu. Kynnir á kvöldvök-
unni var Ólafur Sveinsson.
Ágæt skemtiatriði voru á
dagskránni. Frú Soffía Guð-
laúgsdóttir las upp kvæði, og
vakti upplestur frúarinnar
mikla hrifningu og aðdáun. —
Gunnar Kristinsson söng ein-
söng með undirleik Gunnars
Sigurgeirssonar, og hlaut söng-
urinn hinar bestu undirtektlr.
Þá ljek Skúii Halldórsson á
píanó og vakti sjerstaka at-
hygli hið frumsamda lag hans,
„Draugadansinn“. en píanó-
leikúrinn allur var ágætur.
Stuttar ræður fluttu: Geir
Hallgrímsson, Baldur Jónsson,
Jóhann G. Möller, Sigurður
Bjarnason og Jóhann Háfstein.
Voru ræður þeirra örfandi
hvatningar til fjelagsmanna að
j vinna ötullega að málefnum
■ fjelagsins og styrkja það í bar-
áttunni fyrir sjálfstæðisstefn-
unni og varðveislu frelsis og
fullveldis.
Uppástunga hafði komið
fram um samskot til landflótta'
Dana og söfnuðu nokkrar kon-
iu- 2600 kr. meðal þátttakenda
kvöldvökunnar, áður en dans-
- = Pramh. & 8. síðu.
Eftir Jóhann Hafstein
skyldastar íslendingum og lengi
hafa notið fullkomins sjálfstæð-
is, um löggjöf og venjur þess-
ara landa um rjetta notkun þjóð
fánans og að leggja siðan fyrir
næsta Alþingi niðurstöðúr þess-
ara rannsókna í frumvarps-
formi. Á Alþingi 1941 lagði
svo þáverandi ríkisstjórn fram
frumvarp til laga um þjóðfána
íslendinga. Þetta frumvarp dag
aði uppi, sem undarlegt má
virðist, og síðan var ekki að-
háfst í inálinu.
Það kom fram í sambandi við
athugun máls á Alþingi 1941,
að til dæmis. bæði Norðmenn
og Svíar hafa fánalög og einnig
ákvæði í stjórnarskrám sínum
varðandi fánann, þó sjerstak-
lega gerð hans. Þegar á það er
litið, að mönnum hjer hefir
virtst á það skorta, að nægileg
virðing og háttví.si væri viðhöfð
í meðferð og notkun þjóðfán-
ans, er ekki sennilegt, að ann-
að yrði frekar til að bæta úr
í þessum eínum en sjerstök
löggjöf, er mælti fyrir um
grundvallarreglurnar, en síðan
mætti út frá henni leiða önnur
fyrirmæli og reglugerðará-
kvæði, eftir því sem þurfa
þætti.
Á þingi Sambands ungra
Sjálfstæðismanna, sem haldið
var á Þingvöllum á síðastliðnu
sumri, var fánamálið tekið til
sjerstakrar meðferðar. Var þá
samþykt eftirfarandi ályktun
varðandi fánann:
„Sambandsþing ungra Sjálf-
stæðismanna, haldið á Þingvöll-
um og Reykjavík 18. til 20. júní
1943, ályktar að skora á Alþingi
að setja þegar á næsta þingi lög-
gjöf til verndar íslenska fánan-
um, sem meðal annars mæii fyrir
um alla meðferð og notkun fán-
ans í samræmi við þá virðingu
og helgi, sem samboðin er hinu
þjóðlega tákni sjálfstæðis og freis
is ísiensku þjóðarinnar. Jafn-
framt lýsir þingið þeim ein-
dregna vilja ungra Sjáifstæðis-
manna, að ákveð'in gerð og lög-
un íslenska fánans eins og hún
er nú, verði löghelguð í stjórnar-
skránni þannig, að aldrei geti orð
ið breytingar þar á, án þess að
þjóðin í heild geti tekið afstöðu
til þess við almennar kosningar.
Skorar þingið á þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins og fulltrúa í milli
þinganefnd í stjórnarskrármálinu
að beita sjer fyrir l’ramkvæmd
þessa, þegar hin víðtækari end-
urskoðun stjórnarskrárinnar, sem
nú er ráðgerð eftir stol'nun lýð-
veldisins, kemur til fram-
kvæmda".
I þessari ályktun felst tvent,
að sett sje sjerstök fánalöggjöf
um meðferð og notkun fánans
og einnig að. núverandi gerð
fánans sje löghelguð og fyrir
mæli þar um einnig sett í
stjórnarskrána, er tækifæri til
þess gefst.
Sambandsstjómin ritaði þing
flokki Sjáífstæðisflokksins ný-
lega.brjef, þar sem hún mælt-
ist til við hann, að flutt yrði á
yfirstandandi þingi þingsálykt-
unartillaga, er feli sjerstakri
þingnefnd, eða ríkisstjórninni í
samráði við þingflokkanna að
hafa undirbúið fyrir væntan-
legt sumarþing, fánalöggjöf, er
sett yrði samtímis því, er gild-
istaka lýðveldisstjórnarskrár-
innar fer fram.
Nú hafa þeir alþingismenn-
irnir Gunnar Thoroddsen, pró-
fessor, og Sigurður Bjarnason
frá Vigur, flutt á yfirstandandi
þingi tillögu til þingsályktun-
ar um notkun islenska fánans.
Samkvæmt tillögunni ályktar
Alþingi að lýsa yfir þeirri ósk
og áskorun til allra lands-
manna, að efld sje og aukin
notkun íslenska fánans og virð
ing fyrir honum, sem tákni hins
íslenska þjóðemis og fullveldis.
Jafnframt er rikisstjóminni
falið að gera ýmsar ráðstafan-
ir, er miða að því, að senf flestir
geti eignast fána og notað þá
með þeim hætti, sem viðeigandi
er, gefnar út tilkynningar um
fánadaga o. s. frv. Þá er ríkis-
stjórninni falið, samkvæmt
þingsályktuninni, að vinna að
undirbúningi löggjafar um ís-
lenska fánann.
Fánamálið er alþjóðarmál og
allir eiga hjer að leggjast á
eina sveif. Það er að vísu svo,
að því hefir aðeins verið fleygt,
að ástæða væri til að breyta um
gerð fánans og taka upp aftur
bláhvíta fánann. Úr því sem nú
er komið, virðist það hvorki
heppilegt nje viðeigandi og
væri rjettara að láta allan á-
greining um gerð fánans eins
og hún nú er, sem mótuð er
orðin í hugskoti þjóðarinnar og
kynt iiefir fuilveldi hennar frá
1918, niður falla.
Þegar íslenska lýðveldið verð
ur endurreist á Þingvöllum á
vori komandi, á að fylgja þeirri
athöfn ný hvatning til þess að
hefja frelsistákn þjóðarinnar til
vegs. Fyrir væntanlegt sumar-
þing, í sambandi við stofnun
lýðveldisins, ætti að vera búið
að semja frumvarp að fánalög-
gjöf, sem trygt sje, að engurn
ágreiningi valdi.
Þegar lýðveldið hefir verið
stofnað á fyrsta íöggjöf þess að
vera fánalög.
Það eru miklar vonir við það
tengjandi, er sjálfstæðismálið
hefir náð því marki, að búið er
að stofna á ný islenskt lýðveldi,
að þá verði þau merku tímamót
til þess að skapa nýjan anda
méð þjóðinni, anda meiri sam-
einingar og þjóðlegrar hvatn-
ingar. Islenski fáninn er okkar
sameiningartákn, þjóðartákn,
frelsistákn.
Aukin fæktarsemi og virðing
við þetta tákn er efling þess
anda, sem að beki því býr.