Morgunblaðið - 23.03.1944, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur, 23. mars 1944,
YFIRLIT UM AFLA VERSTÖÐVANNA
Ciiður afli í Faxaflóa og í Vcstmannaeyjum
Stóraukning á hraðfrystingu fiskjar
Sandg*r«5i.: ,
ÞEGAR þessi fregn er skráð,
21. mars, hafa verið farnir
færri róðrar en á sama tíma í
fyrra. — Þó er kominn þar um
20—30% meiri afli á bát að
mfeðaltali en á sama tíma í
fyrra. Aflinn er misjafn og bát-
arnir misstórir og nokkrir bát-
ar voru síðbúnir á vertíð. Afl-
inn er frá 250 skpd. upp í 750
skjxi. á bát og eru þrír hæstu
báfearnir með þá veiði hver, er
hfrarmagn hvers þessara báta
um 29000 lítrar. Róðrafjöldi
■þessara báta er 37—40 róðrar
hvers. í gær var aflasælasti
dagur vertíðarinnar og eftir
upplýsingum frá Karli Jóns-
syni, framkvæmdarstjóra í
Sandgerði, var 29 skpd að með
altali á bát í róðrinum á þeirri
stöð, er hann veitir forstöðu.
En þar eru 17 bátar. Lægsti
báturinn hafði 10 skpd. en sá
bæsti 40 skpd., 1 þessum róðri.
í Sandgerði hafa verið söltuð
aLs iim 400 skpd. af um 30 bát-
um eða með öðrum orðum sem
næst eins dags veiði bátnna.
Síafnes, Hvalsnes, Miðnes.
Heita má að þar hafi öll út-
gerð á opnum skipum lagst nið-
ur undanfarin ár. — Var aðeins
•róið einu skipi frá Stafnesi s.
♦ , vertíð. Var það skip Methúsa
lems Jónssonar, Stafnesi. Virð-
■ist þessi gamh öldungur og vík-
ingur vera seigur við útgerð-
ina og er skip hans eina skip-
ið sem nú er haldið þar úti.
Hafnir.
Þaðan efu gerð út þessa ver-
tíð 2 þilfarsbátar og 6 trillur.
Reitmgsafli hefir verið þar og
er vertíð heldur ljeleg sem af
er — Hraðfrystihús er þar í
byggingu. Aflinr, hefir verið
seldur til Keflavíkur og Hafn-
arfjarðar.
Grindavík.
Grindvíkingar hafa aukið
talsvert útgerð sína frá því s. 1.
ár Ganga þar nú 10 opin vjel-
skip og 9 eða 10 þilfarsbátar.
Afli hefir verið þar ágætur í
vetur og óvenju margir róðrar
vérið farnir I þessari brima-
sömu verstöð. Byrjað var að róa
með línu og aflaðist vel á hana,
er langt síðan að lögð voru þar
þorskanet sem aflast ágætlega
f Fengu Grindvíkingar 9 eða
10 röðrardaga í röð, sem er
mjög sialdgæft svo snemma á
vertíð. Hæsti bátur hefir 15000
Jítra lifrar og mun það sam-
svara um 400 skippund afla.
A.líur afli hefir verið seldur nýr
í frystihús eða ekið á bíhim yf-
ír Reykjanesskaga og látinn í
útflutningsskip jafnóðum.
Tvo síðustu daga hefir verið
þar talsvert brim og eiga menn
net sín í sjó og komast ekki að
þeim, svo fiskurinn er orðinn
skemdur. En mest kvíða menn
þó því, ef veiðarfærin tapast,
því erfitt er að fá í skarðið aft-
ur.
KefEavík.
Það sem af er hefir verið góð
ur afli í Keflavík, og er hann
tabvert hærri á bát að meðal-
tali en á sama tíma'%.1. vertíð.
Haestu bátar eru þar , m.b.
HiLmir með um 860 skpd. og
m.b. Guðfinnur með um 980
skpd., í 40 róðrum og er lifra-
magn hans 37800 lítrar. Mun
það vera hæsti afli á mótorbát
við Faxaflóa nú á þessum tíma.
Loðnu hefir orðið dálítið beitt
og er afli á hana svipaður og
á frosnu síldina. Verðið á loðnu
er hærra en á frosinni síld eða
frá 125—150 krónur mældur
strokkur.
Hafnarfjörður.
Þaðan ganga 5 heimabátar á
línu í vetur. Afli þeirra hefir
verið góður, eftir því sem þar
er venja. Mun meðalafli losa
rúm 600 skpd. Einn heimabát-
ur gengur þar á tog og annar
togbátur frá Grindavík hefir
þar viðlegu. Afli þessara báta
er enn rýr.
Reykjavík.
Eins og jeg skýrði frá i afla-
frjettum 9. janúar í „Morgun-
blaðinu“, var dálítil óvissa þá
um hvað mikil bátaútgerð yrði
hjeðan. Það hafa gengið hjeðan
í vetur 3 vjelbátar á linu og
hafa þeir aflað vel. Síðar bætist i
linuveiðarinn Sigríður í hóp-
inn. Stundaði hún útilegu og
saltfiskveiðar á tímabili, en
hætti því aftur, vegna ýmissa
örðugleika með saltfisk. Skip-
ið heldur enn áfram línuveið-
um og siglir með eigin afla. —
Nokkrir togbátar eru nýbyrj-
aðir og hefir afli þeirra verið
misjafn. —; Nokkrir smábátar
hjeðan eru að útbúa sig á
þorskanet, dragnót og handfæri.
5—6 stórir aðkomubátar eru
komnir hingað utanaf landi og
láta þeir aflann í hraðfrystihús
hjer og skip í Hafnarfirði.
Breiðafjörður.
I verstöðvum við Breiðafjörð
er komin góð vertíð. Róðrar
byrjuðu um miðjan janúar í Ól-
afsvík og voru þá slæmar gæft-
ir, en afli hefir verið ágætur og
hefir aldrei verið kominn jafn-
mikill afli á land þar eins og
nú, á þessum tíma. Sama gildir
um Sand, Grundarfjörð og
Stykkishólm. Allur fiskur á
þessum verstöðvum hefir verið
frystur.
Akranes.
Flestir bátar voru tilbúnir til
róðra um nýár, og hafa Akur-
nesingar fengið góða og afla-
sæla vertíð. Er kominn þar mik
ill afli á land, og talsvert meiri
en í fyrra á sama tíma og var
þó fyrri helmingur þeirrar ver-
tíðar góður. Hæsti bátur er þar
m.b. Egill Skallagrímsson og er
afli hans um 800—850 skip-
pund og 30 þús. lítrar af lifur.
Fiskurinn hefir verið óvenju
vel lifraður þessa vertíð og lifr-
in bræðst vel.
Patreksfjörður.
Fyrsti róðurinn á þessari ver
tíð var farinn 22. febrúar.
Slæmar gæftir hafa vorið og
heflr sá bátur, sem er hæstur_
og farið hefir flesta róðra, afl-
að 170 skpd. í 12 róðrum. Trillu
bátar eru ekki byrjaðir vertíð
ennþá.
Vestfirðir,
Fyrstu dagana eftir nýár var
þár mokafli, en dró úr honum
fljótlega. Umhleypingasöm tíð
hefir verið við Vesturland í vet
ur og fáir -róðrar, en aflinn
sæmilegúr annað veifið. I fyrra
dag var afli þar 3—7 smálest-
ir á bát í róðri. Stóru útilegu-
bátarnir urðu seint tilbúnir.
Voru þeir í viðgerð og verið
að skifta um vjelar. Hafa þeir
stundað útilegu aðallega í
Breiðafirði og Faxaflóa og lagt
upp aflann á Patreksfirði, við
Breiðafjörð og í Hafnarfirði.
Norðurland.
Frá Siglufirði , hafa verið
stundaðir róðrar í mestallan
vetur. Nú síðustu daga hefir
verið dágóður afli þar, eftir
því, sem venja er um þetta leyti
árs. Hafa þilfarsbátar fengið 2
—7 smálestir í róðri. Frá ver-
istöðvum við Eyjafjörð eru að
byrja róðrar og er sæmilega
góður afli. Allur fiskur er hrað-
frystur á Norðurlandi.
Ilornafjörður.
Vertíð byrjaði þar um mán-
aðamótin janúar og febrúar og
eru róðrar þar fáir, en góður
afli er á loðnu nú undanfarna
daga og í gær, 20. mars, kom
á land um 250 smálestir af
slægðum fiski með haus. Var
það veiði 25 báta, í byrjun mars
var vond tíð og gaf ekki á sjó
9 daga í röð. Talsvert meiri
afli er kominn þar á land nú,
en á sama tíma í fyrra. Allur
fiskur er þar látinn í útflutn-
ingsskip. Ekkert salt er þar til
á staðnum og ekki kvað vera
hægt að salta þar fisk vegna
húsplássleysis í landi.
Stokkseyri og Eyrarbakki.
Frá Stokkseyri ganga 6 bát-
ar með línu. Vertíð byrjaði þar
um s. 1. mánaðamót og hafa 8
róðrar verið farnir. Afli hefir
verið góður, eða um 10—11
skpd. í róðri á bát. — Fiskur-
inn hefir verið seldur í hrað-
frystihús og nýr til sveita-
manna. — Frá Eyrarbakka geng
ur aðeins einn dragnótabátur og
hefir hann aflað vel í þau skifti
sem hann hefir komist á sjó.
í Þorlákshöfn rær aðeins eitt
tveggja manna far og hefir það
aflað vel.
Vestmannaeyjar.
Afli á línubáta hefir verið
mjög mikill í vetur, eftir venju
þar, kanske aldrei aðra vertíð
betri Hæsti bátur þar hefir á
línu 350 smálestir af fiski inn-
anúrteknum með haus, sam-
svarar það 700 skpd. — Veiði
togbáta er misjöfn og veðrátta
hefir verið erfið fyrir þá, bestu
togbátar hafa um 300 skippund
á landi, en þeirra besti tími er
nú eftir og var mjög góð veiði
á tvo togbáta í gær. Segja sjó-
menn togfisk enn mjög mishitt
an. — Dragnótabátar eru að
byrja veiðar, en engir bátar
hafa enn lagt þorskanet. — Afli
er mun meiri nú en á sama
tíma í fyrra. Heildarmagn lifr-
ar er nú 1.100.000 kg., en var
um sama leyti í fyrra 700.000
kíló. — Loðna hefir lítilshátt-
ar gengið yfir fiskimiðin tvis-
vár sinnum, en lítið hefir verið
aflað af henni, þar sem eins
vel hefir veiðst á frosna síld.
Allur fiskur hefir verið lát-
inn nýr í skip og frystihús, en
ekkert saltað.
Saltfiskur hreiddur í
næturvinnu og tekinn
saman í eftirvinnu.
Utgerðarmenn og sjómenn
hafa forðast að framleiða salt-
fisk. — Búist var við hækkun
á saltfiskverði, en óvissa er enn
þá um endanlegt verðlag hans.
Sjómenn á útilegubátum hafa
verið tregir til að taka þátt í
kostnaði ög vinnu við losun
fiskjarins úr skipi, akstri,
sahi, stöflun, úmstöflun, húsa-
leigu og annari umönnun. Þeim
þykir bílar og landvinnan dýr.
— Þess má geta, að s.L ár var
sólþurkað lítilsháttar af fiski
hjer í nágrenninu og þegar fisk
verkunarmaðurinn kom með
reikninginn til eiganda fiskj-
arins, skýrði hann svo fra, að
fiskurinn hefði verið breiddur
fyrir kl. 8 að morgni og ekki
tekinn saman fyr en eftir kl. 5
á kvöldin, svo að hann gæti
notið sólarinnar sem lengst. En
venjulegir dagvinnutímar væru
frá kl. 8 að morgni til kl. 5 síð-
degis. Með öðrum orðum, hann
hafði breitt fiskinn í nætur-
vinnu (fyrir kl. 8 að morgni)
og tekið hann saman í eftir-
vinnu. — Fiskverkun mun
kostna nú um 100 krónur á
skippund, en kostaði um 20 kr.
fyrir stríð. Það virðist erfitt
eins og nú standa sakir að
framleiða saltfisk, nema hluta-
sjómenn vinni sjálfir að því og
kaupi litla vinnu að við hann.
Vciðarfæri.
Miliið veiðarfæratjón hefir
orðið í vetur, aðallega vegna
áhlaupaveðra, þegar allur al-
menningur hefir verið á sjó og
bátar þurft að fara frá línunni.
Löngu fyrir vertíð, eða í nóv-
ember, var komin veiðarfæra-
ekla, og bátar, sem seint var á-
kveðið að gera skyldi út, urðu
nokkrir að kaupa veiðarfæri á
„svörtum markaði“, eða fyrir
yfirverð, og var skýrt frá þessu
hjer í blaðinu 9. janúar s.l.
Eftir því sem jeg hefi feng-
ið upplýst í verstöðvunum, hef
ir hvergi stöðvast veiði ennþá
vegna veiðarfæraleysis, en það
mun láta nærri á nokkrum
stöðum. — Fyrir 3—4 vikum
kom til landsins til Veiðar-
færagerðarinnar 700 dúsin
fiskilínur, og var þeim skift á
milli viðskiftamanna hennar.
Heildsalar hafa fengið lítils-
háttar af veiðarfærum, sem
aðallega hafa komið frá Eng-
landi, en það litla, sem komið
hefir frá Ameríku af línum,
er miklu dýrara.
Veiðarfæragerðin, ríkisstjórn
og aðrir, sem vinna að útveg-
un veiðarfæra, geta ekki gefið
neinar vonir um útvegun veið-
arfæi'a.
Fyrir þá, sem eru ókunnug-
ir þessu máli, skal það upplýst,
að það er viss skamtur árlega,
eða magn, sem um er samið í
verslunarsamningum, sem til
landsins má flytja. Er það mið-
að við innflutning nokkurra
fyrri ára. En gallinn er, að þau
línuveiðarfæri, sem til landsins
flytjast, eru mjög endingarlítil,
svo sem sisallína. Þetta er
stríðsvara, sem aðeins er hægt
að nota í um 30—35 sjóferðir,
þá er hún ónýt, en góðar fiski-
línur úr hampi má nota um 50
—60 -• sinnum. Þessvegna þarf
helmingi meira innflutnings-
magn af ónýtu línunni, en með
an við höfðum góðu línuna. •—•
Einnig er nú notuð lengri
lína en áður og bátarnir yfir-
leitt stærri og fara fleiri sjó-
ferðir.
Á önglum og taumum hefir
ekki verið ekla. Lítið er af
dragnótatógi, köðliim og tog-
tvinna. Það sem vantar tilfinn
anlegast er línan í ás og nið-
urstöður.
Hraðfrystur fiskur.
Frá því s.l. ár hefir mjög'
aukist hraðfrysting fiskjar. Öll
útflutt ársframleiðsla árið
1943 á hraðfrystum fiski og
hrognum var um 14—15 þús-
und smálestir og andvirði þess-
ara afurða var um 31 miljón
króna, en nú, 21. mars, er bú-
ið að frysta síðan á nýári um
12 þúsund smálestir og mun
andvirði þess fiskjar vera um
25 milj. kr. Þess má geta til
samanburðar, að söluverð allra
síldarafurða s.l. ár, lýsis, mjöls
og saltsíldar var um 38 milj.
króna. Má reikna með, að hrað
frysti fiskurinn fari nú fram
úr þessari upphæð og verði
næst stærsti útflutningsliður-
inn á eftir nýfiskinum, sem
siglt er með til Englands, en
hann nam á s.l. ári um 100 milj.
krónum.
Frystiskip.
Til vandræða horfir með
skip til þess að flytja út hrað-
frystan fisk, en verið er að
vinna að því að greiða úr því.
Fari svo, að skip fáist ekki og
útflutningurinn teppist, verða
nokkuð mörg frystihús að
hætta móttöku fiskjar nú um
næstu mánaðamót vegna þess,
að þau eru full af fiski og öll
geymslupláss full.
Þegar öll hraðfrystihús eru
starfandi og afli er, mun fryst-
ing vera um 80 þúsund kassar
á viku eða 2000 smálestir. Má
til samanburðar geta þess, að
Brúarfoss hleður um i 1100
smálestir.
Saltbirgðir
eru litlar í verstöðvunum,
Þar sem best er mun vera til
salt í um 150 skpd. á bát í ver-
stöð. Annarsstaðar er lítið salt;
og nokkrar verstöðvar eiga ekki
saltkorn.
Framhald á 8. síðu.