Morgunblaðið - 25.03.1944, Page 6
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagnr 25. mars 1944.
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Frainkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ámi Óla
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
ÁskriftargjaM: kr. 7.00 á mánuði innanland*.
kr 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 60 aura með Leabók.
Dýrtíðarplata Tímans
HANN er ekki hugmyndafrjór, ritstjóri Tímans. En
hann er furðanlega iðinn við að nudda á því, sem hann
hefir einu sinni lært. Þetta sanna best skrif hans um
dýrtíðarmálin. Svo oft er hann búinn að „spila“ þá plötu,
sem honum var fengin í hendur fyrir tveim árum, að
menn kunna hana orðið utan að.
,,Ef Framsókn hefði fengið að ráða, þá hefði engin
dýrtíð verið á íslandi“. Þannig byrjar platan. „En Sjálf-
stæðismenn brugðustýog ekki einu sinni, heldur þrisvar
í baráttunni gegn dýrtíðinni“. Svona er framhaldið og
svo kemur öll romsan, sern við þekkjum svo vel.
Þegar Tímaliðið var að biðla til reykvískra kjósenda
fyrír bæjarstjórnarkosningarnar síðustu, var eitt helsta
meðmælið það, að ef Framsókn fengi að ráða,
myndu bæjarbúar geta fengið kjöt, rnjólk og aðrar land-
búnaðarvörur fyrir sama verð og þessar vörur kostuðu
fyrir síríð. Þetta var kostaboð fyrir Reykvíkinga. En ekki
kunnu þeir nú samt að meta boðið; þeir vildu engan úr
liði Tímamanna í bæjarstjórn.
En hvernig horfir svo þetta mál við frá sjónarmiði
bænda? Hefðu þeir getað staðið sig við að selja búsaf-
urðir sínar alt fram á þenna dag fyrir hið sama verð og
þeir fengu fyrir afurðirnar fyrir stríð, jafnvel þótt kaup-
gjaldinu hefði verið haldið niðri á pappírnum?
Allir vita að verðið, sem bændur fengu fyrir afurðir
sínar fyrir stríð, var langt undir framleiðslukostnaði.
Búin gátu ekki borið sig með því lága verði, sem var á
afurðunum. Þau söfnuðu skuldum. Var svo komið hjá
mörgum bóndanum, að hann sá enga möguleika til þess
að halda búrekstrinum áfram.
En hvernig er ástandið nú alment hjá bændum? Þann-
ig, í stuttu máli, að mikill hluti bænda hefir greitt allar
skuldir sínar og margir eiga inni talsvert fje hjá versl-
unum eða í sparisjóð. Þetta fje geta þeir notað síðar,
þegar hægara verður um vik til ýmiskonar framkvæmda
á búunum.
Þessa breytingu kallar Tíminn höfuðógæfu fyrir
bændastjettina. Eru bændur alment sömu skoðunar? Eru
bændur sammála Tímanum um það, að efnahagur þeirra
og afkoma væri betri nú, ef fyrirstríðsverð væri á af-
urðum þeirra, jafnvel þótt kaupgjald væri „skráð“ hjer
hið sama og þá var?
Bændur ættu einnig að muna það, að þegar gerðar-
dómslögin voru í gildi, þar sem fyrirskipað var að kaup-
gjald mætti ekki hækka, var þetta aðeins á pappírnum.
Kaupgjaldið í sveitum tvö- og þrefaldaðist á þeim tínaa,
sem gerðardómslögin fyrirskipuðu að það skyldi stanaa
í stað. Það var vitanlega hægt að hafa slikt ákvæði áfram
í lögum, á pappírnum. En hitt var ógerningur, að ætla
að telja bændum trú um, að kaupið stæði í stað, þegar
það tvö- og þrefaldaðist.
★
Nei, Tími sæll. Dýrtíðarplata þín er löngu útshtin.
Bændur vita, að það er fyrst nú síðustu árin, sem þeim
er trygt sannvirði fyrir afurðir sínar. Þeir vita
einnig hitt, að ef þeir hefðu átt að búa áfram við sama
afurðaverð og var fyrir stríð, væru þeir nú allir gjald- j
þrota og búskaþurinn í kaldakoli. Fyrir þá gat það aldrei j
neitt bjargráð verið, að hafa lögfest kaupgjald, sem aðeins
var til á pappírnum.
Það kann að verða einhver hnekkir fyrir Framsóknar-
flokkinn, að bændur losni af skuldaklafanum. En það er
sama að segja um þetta mál og kjördæmamálið, að ekki
fara saman hagsrnunir bænda alment og pólitískir hags-
munir Framsóknarflokksins.
En þetta getur Tínainn ekki skilið og er því best að láta
útrætt um þaö mál.
í Morgunblaðinu
amm
Þrumuveður með eldingum
gerir usla hjer í bæ. Einkum
varð loftskeytastöðin grátt
leikin. Um það segir:
16. mars.
,,K1. tæpl. 8 í gærmorgun
kom hjer hið allra mesta þrumu
veður, sem menn muna eftir.
Var ein skruggan svo mikil og
gekk svo nærri, að likast var
því sem alt ætlaði' ofan að ríða.
í sumum húsum, sem hafa raf-
ljós, kviknaði sem snöggvast á
þeim og brak og brestir heyrð-
ust í öllum leiðsluþráðum. Á
Vesturgötu hafoi eldingu sleg-
ið niður í götuljós, og víðar
mátti sjá vegsummerki þess, að
eldingin hafi farið bísna nærri.
Hvergi gerði þrumuveðrið
jafn tilfinnanlega vart við sig
eins og í loftskeytastöðinni.
Laust eldingu niður í loftnet
stöðvarinnar og brendi sundur
tvo þræðina af fjórum. En eigi
var þar með búið. Eftir tengsl-
unum milli loftnetsins og jarð-
leiðslunnar fór sraumurinn
gegnum sveiflubreytirinn (os-
cillatorinn) með svo miklum
krafti, að hann sprakk í smá-
mola. Þeyttust þeir eins og
byssuhögl víðsvegar um vjela-
herbergið, mölvuðu rúður og
skemdu ýmislegt, sem inni var.
Hrökk vírbútur í gegnum hurð
ina á stofunni og var kringlótt
gat eftir, líkast því sem kúlu
hefði veriö skotið á hurðina.
Ampére-mælir á jarðleiðslunni
evðilagðist algjörlega og leiðsl-
ur kubbuðust í sundur. Var
víða sót að sjá á veggjunum,
sem leiðslurnar lágu um. Yfir-
leitt hefði maður getað ímynd
að sjer að líil sprengikúla hefði
sprungið inri! í herberginu. Rit
síma- og talsímasambandið við
landsímastöðina slitnaði og raf~
ljósalamparnir brunnu í surid-
ur.
Vjer áttum í gær tal við
stöðvarstjórann, hr. Frb. Aðal-
steinsson. Kvað hann undir-
ganginn hafa verið ferlegan, er
eldingunni laust niður, og taldi
hann líkastan því, sem að loft-
ske.ytamastrið væri að falla yf-
ir húsið. Dyravörðurinn var al-
veg nýfarinn út úr vjelaklef-
anum, er atburðurinn varð, og
skall þar hurð nærri hælum,
því að engum mundi hafa orð-
ið lífs auðið þar inni“.
Stúlka ferst í snjóflóði á
Austurlandi. Auk þess urðu
miklar skemdir og tjón.
17. mars.
„Eskifirði í gær: Snjóflóð j
eyðilagði í nótt íbúðarhús (
Kristjáns Eyjólfssonar á Strönd
í Reyðarfirði. Dóttir Kristjáns
fórst, hitt fólkið bjargaðist
naumlega. Á Eskifirði tók snjó-
flóð hlöðu og fjós Friðgeirs Hall
grímssonar. 2 kýr, 1 kálfur og
2 kindur drápust, en hey bjarg
aðist að mestu. Ennfremur
hljóp flóðið á íbúðarhús Vil-
helms Jensen, er skemdist í
nokkuð. Á Svínaskálastekk |
eyðilagði snjóflóð sjóhús m§ð:
ýmsum áhöldum og drap hest.
Á Fáskrúðsfirði urðu minni
háttar skemdir“.
* 'UíbuerjL ókripar:
% ~
U daaie
acýiecjci
tnu
Göturnar.
Um gatnagerð skrifar Jón Ol-
afsson, Laugaveg 126, og virðist
vera málum kunnugur af eigin
reynd, enda er hann starfsmaður
bæjarins:
Kæri Víkverji!
Mikið og margt er skrifað í
dagblöð bæjarins um göturnar í
bænum. Og er það ekki nema
eðlilegt, þó borgararnir geri sann
gjarnar kröfur um lagningu
þeirra og viðhald. En nú langar
mig til að leggja orð í belg. Sjer-
staklega nú, eftir lestur smá-
pistils í Visi þann 22. þ. m.
Það er ekki rjettiátt að ásaka
bæjarvcrkfræðing, verkstjóra
bæjarins, eða gatnagerðarmenn,
þó ekki sje hægt að helluleggja
gangstjettir, eða rr.albika í holur
eða skurði, sem allstaðar eru i
götum eftir hitaveitu-gröft. Allir
jjessir menn hafa fullan vilja á
að framkvæma þessi verk. En
blaðamenn og borgarar verða að
muna, að þó snjó taki af götum
dag og dag, þá ríkir vetur enn,
og klaki er fleiri þumlunga þykk
ur í götum og gangstjettum. En
bæði fyrnefnd verk er tilgangs-
laust að láta vinna, fyr en klaki
er farinn úr jörðu, og frosta er
ekki von á hverri nóttu.
Þetta Vitum við best, sem fleiri
ár höfum starfað að þessum verk-
um, og jafnvel brent okkur á því
áð vera of fljótfærir í þessum
efnum.
Og að endingu þetta:
Okkur finst víst öllum nægi-
lega há útgjöld bæjarfjelagsins,
þö peningurri sje ekki hent í þau
verk nú, sem fyrirsjáanlega yrði
að láta vinna aftur eftir 1—2
mánuði.
Aldur íslenskra blaða.
Á LAUGARDAGINN var birt-
ist grein í Tímanum um vestur-
íslensku blöðin, vinsamleg og
rjettmæt grein í þeirra garð, þar
sem m. a. er sagt frá því, að
Björn Guðmundssori, Reynimel
52 hjer í bæ, taki á móti nýjum
áskrifendum þessara blaða. Væri
vel að sem flestir sýndu mál-
efnum Vestur-íslendinga rækt-
arsemi, með því að kaupa blöð
þeirra, Lögberg og Heimskringlu.
En þegar höf. Tímagreinarinn-
ar snýr máli sínu að nokkru
leyti til íslensku blaðanna, þá fer
hann ekki rjett með, þar sem
hann segir, að vestur-íslensku
blöðin sjeu elst allra íslenskra
blaða, sem nú koma út, en Heims
kringla byrjaði að koma út 1886
og Lögberg 1888. Enn segir grein
arhöf, að Þjóðólfur hafi orðið
elstur allra íslenskra blaða, og
telur aldur hans hafa orðið 66
ár.
En út kemur blað hjer á landi
nú, sem verður 70 ára á þessu
ári. Og það er okkar gamla og
góða ísafold, er Björn Jónsson
stofnaði þjóðhátíðarsumarið 1874.
Það kann að vera að höfundur
Tírnagreinarinnar vildi helst að
Isafold væri ekki lengur við lýði.
En slíkt breytir ekki sögulegum
staðreyndum. Kenna má honum
það í leiðinni, að ísafold var
stofnuð á sínum tíma fyrir áeggj
an og að undirlagi Jóns Sigurðs-
sonar forseta, enda voru þeir
forsetinn og stofnandinn alda-
vinir, þó aldursmunur væri mik-
ill milli þeirra.
Einkennileg tímaroð.
EN ÚR ÞVÍ jeg mintist á þjóð-
hátíðarárið, dettur mjer í hug
að minnast um leið á einkennij
lega tímaröð í ís.lenskum stjórri-
málum og frelsismálum næst-
liðna öld.
Árið 1844, fyrir rjettum 100
árum, fóru fram fyrstu kosn-
ingar til hins endurreista Al-
þingis. 10 árum síðar, 1854, var
verslunin gefin frjáls. 20 árum
siðar, 1874, fengum við stjórn-
arskrána og aðskilinn fjárhag. 30
árum síðar, 1904, innlenda þing-
ræðisstjórn og 40 árum síðar,
1944, verður lýðveldi stofnað.
Einkennileg regla á árabilum
milli helstu viðburðanna. Ef hún
heldur áfram, ætti næsta tíma-
bilið að verða 50 ár. Hvað'skyldi
gerast árið ' 1994? Hvað segja
spámennirnir?
©
Vatnsskorturinn
við Langaveginn.
Bjarni Tómasson skrifar m. a.
um vatnsskortinn við Laugaveg-
inn:
Hr. Víkverji!
Eins og fleiri, sem eiga við ein-
hver vandræði að búa, sný jeg
mjer til yðar, ekki vegna þess
að jeg geri ráð fyrir að þjer get-
ið leyst vandræði mín, enda ekki
í yðar verkahring, heldur til að
grenslast um nokkur atriði
í sambandi við þau, sem jeg
gjarnan vildi fá upplýst og þar
sem að þetta snertir marga fleiri
íbúa þessa bæjar, vonast jeg til
að þjer, Víkverji, útVegið þessar
upplýsingar og birtið í dálkum
yðar.
Vandræði þau, sem jeg á við,
er vatnsleysið, sem við hjer við
Laugaveginn (og víðar) verðum
að búa við. Það stendur nú svo
á, að jeg rek atvinnu, i húsa-
kynnum við Laugaveginn, sem
útheimtir mikla vatnsnotkun og
síðastliðin 3 ár hefir næstum
hvern einasta virkan dag verið
vatnslaust frá hádegi til kvelds
í kjallara hússins, þar sem vinnu
stofurnar eru. Af þessu leiðir að
nokkur hluti starfsfólks hefir
verið verklaus meiri og mirrni
hluta dags þenna tíma. Uppi í
húsinu hefir oft verið vatnslaust
allan daginn og ætla jeg ekki
að minnast á öll óþægindin í sam
bandi við það. Eins og þjer vit-
ið, er þetta ekkert einsdæmi um
þetta eina hús, því það sama á
sjer stað um flest hús hjer um
kring og mörg fleiri hverfi í
bænum.
En tvo til þrjú hundruð metra
hjeðan stendur fjögra hæða hús,
sem að vísu fær vatn úr annari
æð, þar þrýtur vatn ekki á efstu
hæðinni allan daginn. Hvernig
stendur á því að sum hús, sem
þó standa meira áð segja hærra
en hjer, eru aldrei vatnslaus, ekki
einu sinni á efstu hæð?
Það hefir mikið verið skrifað
um vatnsleysið í blöðin og aðal-
ástæðan fyrir því talin aukin
notkun (vegna hersins o. fl.) En
ef fólk sparaði vatn, þá myndi
þetta lagast, sjerstaklega eftir að
Hitaveitan kæmist í notkun. Nú
er Hitaveitan komin, en samt er
vatnsskorturinn engu minni en
áður. Hvernig stendur á þessu?
Eins finst mjer vera korninn
tími til að skýra bæjarbúum frá
því, hvað gert hefir verið til að
lagfæra þetta, því að svona get-
ur þetta ekki gengið lengur.
•
Hvað veldur?
Jeg er sammála brjefritaran-
um um það, að bæta þarf úr hin-
um tilíinnanlega vatnsskorti, sem
menn hafa haft við að búa í
ýrrisum hverfum bæjarins.
Marga hefir furðað á því, eins
og brjefritarann, að vatnsskortJ
Framhald á 8. síðu.-