Morgunblaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 2
z MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. mars 1944, MÁLVERKASÝNING Jóns Þorleifssonar Biskup heimsækir Los Angeles Eftir Jóhann Briem "5 o O Jón Þorleifsson: „Bátar um kvöld“. <« ) © Jón Þorleifsson: Búðarhraun og Snæfellsjökull. JÓN ÞORLEIFSSON er af- kastamikill listamaður, sem ekki lætur staðar numið. Þróun listar hans hefir verið hæg og markviss, laus við út- úrdúra og fálm. Þegar litið er yfir heildarstarf hans, kemur það í ljós, að þar hefir verið um stöðuga framför að ræða, iitirnir orðið fágaðri eftir því, sem lengur leið, og meiri festa komið fram i meðferð flatarins. Um stökkbrejdingar hefir ekki verið að ræða. En á þessari sýningu virðist svo, sem nýr þáttur sje að hefjast í list Jóns. I nýjustu myndunum koma fram ýms einkenni, sem áður hafa verið óþekkt í verkum hans. Stærsta mynd sýningarinnar, Siglufjörður (nr. 34), er gott dæmi um eldri myndir Jóris Þorleifssonar. Flötur myndar- innar er heilsteyptur, þótt ekki sje gengið á snið við fjarvídd- ina, hver litblær og hvert form er hnitmiðaður þáttur úr heild inni, og allir hlutar flatarins virðast hafa jafnamikla þýð- ingu. I forgrunni myndarinnar er hópur fólks, en augað festir sig ekki við neina ákveðna per- sónu, sjer aðeins hópinn í heild, og þessi hópur er held- ur ekkert aðalatriði frekar en sjórinn, bærinn eða fjöllfn í baksýn. I allri myndinn em engin aðalatriði og engin auka- atriði. Jafnstórum formum er dreiít um hana alla og þau eru máluð með sömu nákvæmni um miðbik myndarinnar og út til hornanna. Þó verða litirnir Ijettari og kaldari eftir því, sem ofar dregur (og fjær), en það gefur myndinn dýpt, hún ..leysist í sundur“. En yfir öllu verkinu hvílir hreinn og heið- ur blær, litirnir tærir og kald- ir eins og íslenskur sumardag- ur. Myndin frá Akureyri (nr. 39), er mjög svipuð að gerð. Aftur á móti er myndin af Snæ fellsjökli, sem hjer er prentuð, nokkuð með öðru sniði, þótt hún heyri sömuleiðis til „eldri“ verkanna á sýníngunni. — Þar virðist miðhluti myndarinnar vera aðalatriðið, en formin leysast í sundur því meir, sem nær dregur hornúnum. Útlína jökulsins og línur i hrauninu fyrir neðan hann mynda tígul, er lykur um miðbik myndarinn ar og inniheldur öll aðalatrið- in. Hornin fyrir utan hana eru aukaatriði. I öllúm þeim myndum, sem hjer hefir verið talað um, koma fram greinileg áhrif frá impressionistunum frönsku: Náttúrustemning og raunsæ form, túlkun á skynjun aug- ans, sem sjer alla heildina án þess að greina hin einstöku at- riði. En hjer er ekki um neina stælingu að ræða, heldur hefir listamaðurinn aðeins að nokkru leyti tileinkað sjer það í'orm, sem áður var fundið, til að túlka sína eigin skynjun, sína eígin reynslu. Um slíkt er allt gqtt að segja, enda eru allir góðir listamenn fúsir til að íæra af öðrum. Þetta á ekkert skylt við það, er menn revna að eftirlíkja verk annara og þá jafnframt skynjun og revnslu annara. — í landlagsmyndum Jóns Þorleifssonar er Island sjeð með augum Islendings, og áhorfandinn er sannfærður um að listamaðurinn hafi raun- verulega sjeð það, sem hann málar á ljereftið. Á sýningunni eru nokkrar nýjar myndir, sem stinga mjög í stúf við eldri list Jóns Þor- leifssonar. „Sjeð í vestur“ (nr. 19), er gott dæmi um þessa stefnubreytingu. Hjer er það ekki tilgangur listamannsins að túlka neina raunverulega skynjun, heldur byggir hann sjálfur upp myndflötinn. — Tveim konum er stillt upp við glugga. Það er engin uppgerð tilviljun í stellingunum, held- ur er hverri línu í líkömum þeirra og gluggatjöldunum á bak við þær, vitandi vits, þann ig fyrir komið, að þær myndi sem besta uppiylling hver við aðra. Litirnir eru þyngri og heitari en í landlagsmyndunum og hafa ekki á sjer sama raun- sæisblæ. Með slíkar myndir skiftir það litlu máli áf hverju þær eru. Aðaltilgangurinn er að skipa formum og litum þann ig niður, að þau mynda áhrifa- mikla heild. Samt má ekki skilja það svo, að verkefnið sjálft hafi alls enga þýðingu. ,,Við vatnspóstinri11 (nr. 10) og „Gengið til mjalta“ (nr. 23), sýna stemningar fir íslensku þjóðlífi, þótt aðalatriðið virð- ist vera niðurröðun ljóss og skugga, sem hjer er þannig fyr ir komið, að lína myndast milli andstæðra horna (díagónall), „Skipalest um sólarlag" (nr. 27), er skemtileg náttúrustemn ing í heitum og þungum litum og gjörólík eldri landslags- myndum J. Þ. „Kona við vinnu“ (nr. 20) er einkennileg mynd og sker isig mjög úr öðrum verkum sýningarinnar. Sjálf konu- myndin er þó í engu frábrúgðin því, sem J. Þ. hefir oft málað áður, en það, sem orsakar hinn sjerstæða svip er það, að hjer notar málarinn bakgrunn, sem er öllu þyngri í lit en sjálf per- sónan og kemur því jafnnærri auga áhorfandans. — M. ö. o. myndin er sljettur flötur, hefir enga dýpt. Þetta er eina mynd- in á sýningunni þar sem fjar- víddinní er sleppt með öllú. Að lokum get jeg ekki stilt mig um að nefna blómaupp- stillingu (nr. 31). — Myndin lætur lítið yfir sjer, er einföld og fögur, en hrífur auga áhorf- ans e. t. v. mest allra verk- anna. Allmargar vatnslitamyndir eru á sýningunni, sumar nýjar. Um þær gefnir sama máli og oliumálverkin, að litirnir eru mýkri og heitari en áður var. Lagarfljót (nr. 74) og Hekla (nr. 89) eru sýnd í drunga- Framh. á bls. 5. Los Angeles, 23. mars „BISKUP ÍSLANDS hefir áorkað meira íslandi í hag í Suður-Kaliforníu á þremur dögum en nokkur annar sein- ustu 40 árin“. Þessi orð eru höfð eftir Pjetri Felsted, forseta íslendingafje- lagsins í Suður-Kaliforínu, í dag, skömmu eftir að biskup- inn fór þaðan í járnbráutarlest til Chicago, sem er í um 3,200 km fjarlægð þaðan. Þessum árangri náði hann, með því að nota vel hjera stund sem hann dvaldist hjer. En ná- kvæm dagskrá hafði verið sam in fyrir fram yfir dvöl hans i Suður-Kaliforínu. Hann hefir heimsótt stjórnarembættjs- menn, íslensk amerísk fjelög, átt viðtöl við blaðamenn, haft fundi með veraldlegum og and- legum leiðtogum, heimsótt kvik myndastofur í Hollywood og haldið ræðu á ensku, sem út- varpað var gegnum fjölda út- varpsstöðva á Kyrrahafsströnd. Biskupinn kom síðari hluta mánudags. Á járnbrautarstöð- inni var honum fagnað af opin berum embætiismönnum borg- arinnar, stórum hóp af íslend- ingum og blaðamönnum. — Á gistihúsi sínu, meðan hann erin var að taka upp farangur sinn, átti hann sitt fyrsta viðtal við blaðamenn. Hann lýsti íslandi á svo skemtilegan hátt, að jsaul reyndir blaðamenn undruðust og hrósuðu honum. Á mánudagskvöld komu nokkfir Vestur-íslendingai saman á heimili Mr. og Mrs. E. L. Judd (en hún var áður Jóhanna Thorgrímsson), til þess að fagna biskupnum. — Meðal gestanna voru Mr. og Mrs. Feldsted; Mr. Stanley T. Óláfsson of the Los Angeles Chamber of Commerce; Mr. og Mrs. Fred Fridgeirsson; Mr. og Mrs. Stanley T. Johnson, Mr. og Mrs. Gunnar Matthíasson; Mr. og Mrs. Skúli Bjarnason, Mr. og Mrs. E. J. Shield, og enn fremur Halldór Thorsteinsson, Jónas Jakobsson, Hlynur Sig- tryggson og nemendur frá Kali forníu háskóla. Á þriðjudagsmorguninn tók borgarstjórinn í Los Angeles, Fletcher W. Owron, á móti bisk upnum. Frjettarltarar voru við staddir. Síðar ávarpaði biskup inn presta Los Angeles presta- fjelagsins, í Fyrstu Lúthersku kirkju borgarinnar. — Að því loknu var hann gestur 50 lút- herskra presta í borginni við miðdagsverð. Síðan voru bisk- upnum sýndar kvikmyndastof ur Warner Bros. Um 300 Vest- ur-íslendingar voru meðal þeirra, sem sátu veislu fyrir biskupinn á miðvikudags- kvöldið í einum samkomusal borgarinnar, og komu surr.ir þeirra allt að 160 km til þess að vera þar viðstaddir. Voru þar m. a. umboðsmenn bæði bæjar- og ríkisstjórna. Meðal þeirra, sem skemtu voru Guð- mundur Jónsson söngvari og Einar M'arkússon píanóleikari. Biskupinn flutti ræður bæði á ensku og íslensku. Á miðviku dagsmorguninn var biskupinn í boði hjá Los Angeles Break- fast Club, en í þeim fjelagsskap eru flestir áhrifamenn borgar- innar á sviði menta og íðnaðar- mála. Var erindinu útvarpað. Biskupinn sagði m. a.: „ísland er, samkvæmt ákvörðun Al- þingis, hlutlaust ríki, en Is- lendingum er engu að síður ljóst, hvað í húfi er í núver- andi styrjöld, að hún var bar- átta lýðveldisþjóðanna fyrir frelsi, og að hermenn yðar berjast fyrir hinni göfugustu hugsjón mannkynsins — lýð- ræðishugsjóninni“. Var mælt fyrir minni biskupsins og ís-1 lensku þjóðarinnar. Síðdegis var honum sýnd hin fræga Hollywood Bowl — úti- samkomustaður hjeraðsins — en þar eru sæti fyrir 25 þús- und manns. Hann kom við í Griffith Park, til þess að sjá styttu af Leifi Eiríkssyni, eftir Nínu Sæmundsson og síðar heimsótti hann listakonnuna á heimili hennar. Herl á refsingum í Palesfínu London í gærkveldi, STJÓRNARVÖLDIN í Pnle'- stínu hafa hert mjög á rei's- ingum, þannig að það varðar nú dauðarefsingu að hafa í fórum skotvopn og sprengi- efni, en hefir ekki varðað iiema fangelsi síðan 1940. Þá varðar það dauðahegningu að skemma samgöngutæki, rafmagnsleiðslur og sfma- þræði. Við þessu var einnig lögð dauðahegning í júní 1936 og stóð það til 1940. áÁ fangelsi var lagt við slíkiun afbrotum. —Reuter. Til Strandarkirkju: Lotus 50 50 kr. N. N. 10 kr. M. V. 5 kr. E. Þ. S. 15 kr. J. B. L. 40 kr. A M, 10 kr. J. S. 10 kr. Þ. E. 30 kr. L. K. 150 kr. X. X. 6 C (gamalt á- heit) 70 kr. S. S. 10 kr. G. H. E, 20 kr. S. J. 10 kr. G. Ó. 5 kr. Tvær ónefndar konur á Hólma- vík 20 kr. S. S. 2 kr. N. N. (afh, af sr. Bjarna Jónssyni) 10 kr. A, P. 10 kr. P. M. 7 kr. Ódýr leikföng Blöðrur kr. 0.50 Hringlur — 2.00 Flugvjelar — 3.00 Rellur — 1.00 Púslespil — 4.00 Barnaspil — 2.00 Orðaspil — 1.50 Asnaspil — 1.00 Myndabækur — 1.00 Lúðrar — 4.50 0SC — u-ioqmiJina 00C — rnspuequijv K. Einarsson & Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.