Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 6
« MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. mars 1344. _ Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritatjórar: - Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanl&nds, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Löðrungurinn ) Á SÍÐASTA HAUSTI skipaði bæjarstjórn Hafnar- fjarðar þriggja manna nefnd til þess að athuga og gera tillögur um atvinnumál kaupstaðarins, einkum með tilliti til vandamálanna eftir stríðið. Nefndin var skipuð tveim Alþýðuflokksmönnum, þeim Ásgeiri G. Stefánssyni og Bimi Jóhannessyni, og einum Sjálfstæðismanni, Lofti Bjarnasyni. Nefnd þessi hefir fyrir nokkru ritað skipu- lagsnefnd atvinnumála (sem er þingkjörin) um atvinnu- ástand Hafnarfjarðarkaupstaðar og framtíðarlausn at- vinnumálanna þar. Þann 15. þ. m. birti Alþýðublaðið aðalefni þessa brjefs. Þar segir m. a.: „Það er vitað, að Hafnarfjarðarbær er fyrst og fremst útgerðarbær, hefir verið og mun verða í náinni framtíð; þessvegna mun nefndin leggja aðaláhersluna á aukningu útgerðarstarfserhinnar. Telur hún, að nauðsyn beri til, að framlög til nýbyggingasjóða sjeu efld mjög frá því, sem nú er, því það myndi flýta mjög fyrir eflingu og endur- nýjun, meðal annars togaraflotans hjer í bæ. Hinsvegar eru skattar allir til ríkissjóðs svo gífurlegir, að á engan hátt getur aukning og endurnýjun togaraflotans fram farið. — Stærstu og stórvirkustu tækin í þjónustu at- vinnurekstrar landsmanna eru einmitt togaramir. Þeir hafa fært mest björg í bú frá upphafi landsbygðar, og verður því að búa alveg sjerstaklega traust og vel að þessum fengsælu atvinnutækjum“. Þetta voru orð tveggja leiðtoga Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði. ★ Finnur Jónsson hefir undanfarnar vikur birt hverja greinina af annari í Alþýðublaðinu, þar sem hann þykist mjög bera fyrir brjósti velferð sjómannanna. Mest af skrifum Finns hafa verið dylgjur í garð núverandi dóms- málaráðherra, þar sem gefið er í skyn, að ráðherrann hafi vanrækt opinberar aðgerðir (sakamálshöfðun?) gegn vissum mönnum, vegna sjóslysa, sem hjer hafa orð- ið. Einnig segir Finnur, að Morgunblaðið vilji hafa slæ- legt skipaeftirlit, vegna þess að skipin okkar sjeu gömul! Fleira álíka gáfulegt hefir komið úr penna þessa bullu- stamps. Hinsvegar hefir Finnur ekki fundið ástæðu til að minn- ast einu orði á kröfu leiðtoga Alþýðuflokksins í Hafnar- firði, um ný og betri skip handa sjómönnunum. Hvers- vegna reynir Finnur að þegja þessa kröfu í hel? Er það vegna þess, að hún stingur mjög í stúf við aðgerðir hans sjálfs og flokksbræðra hans á Alþingi í sambandi við þessi mál? ★ Morgunblaðið hefir þráfaldlega haldið fram sömu kröf- unni, sem leiðtogar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði eru með. En svar Finns og annara ritsnáka Alþýðublaðsins hefir jafnan verið eitt og hið sama, sem sje: Morgun- blaðið heimtar meiri gróða í hendur stríðsgróðamanna! Eftir þessu boðorði Finns hafa þingmenn Alþýðuflokks- ins starfað. Þeir hafa aldrei fengist til að hlusta á þá menn, sem höfðu sömu skoðun á þessum málum og leið- togar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Á síðustu þingum hafa þingmenn Alþýðuflokksins, ásamt öðrum úr liði rauðu flokkanna, gert ítrekaða tilraun til þess að þyngja stórlega skattana á togaraútgerðinni, og takmarka mjög framlög í nýbyggingasjóðina. Þingmenn Alþýðuflokks- ins hafa m. ö. o. unnið þveröfugt við það, sem leiðtogar flokksins í Hafnarfirði leggja til málannaa. Hafnfirsku borgararnir, sem áttu sæti í atvinnumála- nefnd bæjarins eru allir dugmiklir athafnamenn. Þeir þekkja gjörla hvað bjargað getur slíku bæjarfjelagi, sem Hafnarfirði, þegar erfiðleikarnir koma eftir stríð. Þeir benda á úrræði til bjargar: Ný og betri skip. Og þeir benda á leiðina: ;Meira fje í nýbyggingasjóðina, en minna í skattahítina og löðrunga um leið Finn Jónsson og aðra blekbullara Alþýðublaðsíns. Smjörframleiðsla og smjörverð GREIN Einars Ólafssonar bónda í Lækjarhvammi í 19; tbl. „Bóndans“ um smjörmálið, er mjög eftirektarverð. Upp- lýsir greinarhöfundur með töl- um hvernig ástatt er með sölu mjólkur og rjóma i Reykjavík árin 1942 og 1944. Telur hann meðalsölu mjólkur á dág 5000 lítrum meiri nú en ú sama tíma 1942 og rjómasöluna um 500 lítrum meiri 1944 á dag en var 1942. Þá sýnir hann fram á til dæmis um tílkosthað við fram- leiðsluna. að það muni kosta 30 aura að mjólka hvern mjólk urlítra og kr. 7,50 að mjölká þá mjólk. sem fer í 1 kg. af smjöri. Mætti þá nærri geta hversu Vel borgar síg fram- leiðsla smjörsins miðað við nú- verandi verð. Til viðbótar við grein Ein- ars, sem í alla staði er rökrjett, þykir mjer ásæða til að víkja nokkuð að þessu máli. Neytendurnir kvarta um smjörskort og ekki að ástæðu- lausu. Bændurnir kvarta yf- ir þeim höftum, sem á smjör- söluna hafa verið sett. Þarna fylgir afleiðíng orsökinni eins og venjulega. Má segja að flest fari á eina leið í þessum mál- um síðan ríkisstjórnin fór að blanda sjer í þau. Nú er smjörverðið þannig, að heildsöluverð á kgr. á að vera kr. 11,70 og uppbætur úr rik- issjóði kr. 7.65 kg. á rjóma- bússmjör, en kr. 5.30 á kgr. af öðru smjöri. Mismunur til neytenda er því enginn á verði eítir því, hvort um rjómabússmjör eða annuö smjör er að ræða. Það sem skiftir þó mestu í þessu sambandi er það, að verð ið á smjörinu er hlutfallslega miklu lægra en á nýmjólk eða rjóma. Dæmið lítur þannig út' 100 lítrar af nýmjólk, sem hefir meðal fitumagn, gefa 4,25 kgr. af smjöri, eða 13 lítra af rjóma. Nýmjólkin að viðbættum uppbótum, kostar kr. 170.00. Smjörið (rjómabússmjör) að viðbættum uppbótum, kostar kr. 82,23. Smjörið (annað smjör), að viðbættum uppbótum, kostar kr. 72,25. Rjóminn kostar 119.60. Hvað menn reikna undan- rennuna, er atriði, sem fer eft- ir ásæðum, en mörgum er hún frekar lítils virði. Það er því augljóst mál, að engan þarf að j undra, þó skortur sje á smjöri. I Þeir, sem hafa aðstöðu til að l selja nymjolk eða rjóma, gera það auðvitað og vinna ekkert smjör úr mjólkinni. Aðferðin verkar því á þá leið, í fyrsta lagi að auka vöntun á þessari eftirsóttu vöru og í öðru lagi til að gera þeim bændum harða kosti, sem eru svo illa settir, að geta ekki selt nýmjólk eða rjóma. — Það má nærri geta, hvort að framleiðsla þeirra get ur borgað sig borið saman við hina, sem betur eru settir. Telja þeir sig þó eigi ofhaldna af sinni framleiðslu. Það kann vél að vera rjett, <xö einhverjix þeirra bænda áem Framh. á 8. síðu. \Jllverji ihrifar: daaíeaa Ílfínu Verkhygni. FYRIR NOKRRU var sýnd aukamynd hjer í einu kvikmynda húsi bæjarins. Hún var af amer- ískum landbúnaði. Þeir, sem kunnugir eru vinnubrögðum við landbúnað hjer á landi hljóta að hafa undrast þau vinnubrögð, er þessi kvikmynd sýndi. Alt var urinið með vjelum. Hlutverk mannsins var það eitt að stjórna hinum haganlegu verkfærum, sem snilli mannsandans hafði lagt þeim upp i hendurnar. — Nokkru síðar var sýnd önnur aukamýnd í saifla kvikmynda- húsi og var hún af vinnu við mestu olíuleiðslu 4 heimi, sem nýlokið er í Ameríku. Þessi olíuleiðsla yar að mörgu leyti ekki ósvipuð leiðslu hitaveitu- lagnanna hjer hjá okkur. En það var eitt, sem skildi á milli —- það voru vinnubrögðin. Vestur í Ameríku og raunar í öðrum löndum, þar sem menningin er komin á hátt stig, hefir maður- inn tekið vjelarnar i sína þjón- ustu. Risaskurðgröfur . grófu skurðinn, sem leiðslurnar lágu eftir, og sama vjelin, sem málaði stálrörin, vafði þau einangrun- arefni og síðan tók önnur vjel við, sem mokaði yfir skurðinn á ný. • Þetta er framtíðin. PILTAR, sem sátu við hliðina á mjer í kvikmyndahúsinu, er þessi mynd var sýnd,; voru að tala saman í hálfum hljóðum um þessi vjelavinnubrögð og annar sagði: „Það er einhver munur eða á vinnubrögðunum við hitaveit- una“. Menn, sem ganga hjer niður að höfninni, geta á hverjum ein- asta degi sjeð þær miklu breyt- ingar, sem orðið hafa á vinnu við uppskipun og útskípun frá því sem var fyrir 3—4 árum. Vjelarnar eru framtíðin á öll- um sviðum. Þeir tímar koma, að við íslendingar tökum tæknina í okkar þjónustu. En hversvegna að bíða? Því ekki að taka tækn- ina í okkar þjónustu að öllu leyti strax og byrja á þeim miklu verkefnum, sem fyflr okkur liggja hjer á þessu landi? • Djúpi skurðurinn. ÞAÐ KUNNA að vera til menn, sem segja sem svo, að við höfum ekki ráð á að eignast þær miklu og dýru vjelar, sem þarf til að koma vinnubrögðum hjer á landi í það horf, sem þau eru hjá siðmentuðum þjóðum. En þetta er herfilegur misskilning- ur. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að við höfum ekki ráð á að neita okkur um að eignast ! nýtísku verkfæri. j Eitt dæmi um það, hve langt við erum á eftir öðrum þjóðum í verkhygni og notkun vjela, er skurðgröfturinn mikli, sem stað- ið hefír yfir í allan vetur við suðurenda Sólvallakirkjugarðs- ins. Víst er skurðurinn djúpur og mikið verk að grefa hann og leggja þar leiðslur, er þar eiga að vera. En að það skuli taka heilan vetur að grafa 100—200 metra langan skolpræsisskurð, er meira en ætlast mætti til á því herrans ári 1944. Það er sennilega öruggara að taka það fram strax, að hjer er ekki átt við afköst verkamanna þeirra, sem að skurðgreftinum hafa unnið, heldur er verið að ræða um vinnubrögðin, aðferðina við skurðgröftinn. Þarna hafa nokkrir menn unnið með hökum og skóflum í allan vetur, verk, sem hefði verið hægt að afkasta á nokkrum vikum, ef rjett verk- færi og vinnuaðferðir hefði ver- ið notaðar. • Misnotkun mann- aflsins. ÞEGAR skurðuririn ér orðinn það djúpur, að verkamenn geta ekki kastað upp úr honum- með rekum sínum, er viðhöfð sú að- ferð, að verkamenn moka í járn- ílát, sem að vísu er allstórt, en tekur þó minna í einú én meðal- stór kránaskúffa. Gálgi úr trje eða „þrífótur“ er settur yfir skurðinn og í honum er talía. 4—r-5 menn hanga 4 tauginni, sem dregur upp ílátið, en 3—4 moka í ílátið í skurðinum. Það tekur sennilega 20—30 minútur að fylla- eitt slíkt ílát,. sem þarna er notað, hefja það upp og helía úr því. Ein meðalstór skurðgrafa, sem 1 maður stjórnar, myndi af- kasta jafnmiklu á 2—3 mínútum. Þetta kalla jeg og fleiri, sem 'á þessi vinnubrögð hafa horft, misnotkun á mannafli, að ekki sje nú minst á kostnaðarhliðina. Hverjir eru á móti? > SENNILEGT er, að ástæðan til þess, að við íslendingar höf- um ekki tileinkað okkur nýtísku tækni í ríkari mæli en við höf- um þegar gert, sje hið gamla ís- lenska tómlæti. Láta alt danka eins og það var. Jeg get ekki skilið, að nokkur sje á móti því, að starf verkamannsins sje gert ljettara og þriflegra. Það hlýtur að vera af sú öld- in, er verkamenn voru hræddir um, að vjelarnar tækju frá þeim vinnuna og brauðið frá bcmum þeirra. Það dytti varla nokkr- um í hug nú að amast við því, að kolakrani yrði settur við höfn ina. Verkamönnum myhdi ekki detta í hug að hóta því að felía kolakrana, sem settur yrði upp til að auðvelda þeim starfið, eins og sagt var að hefði átt sjer stað, er Kol & Salt setti upp sinn krana hjer um árið. Framfarir á hvaða sviði sem er, eru þjóðfjelaginu öllu til hagsbóta. —■ Vegavinnuvjelar myndu ekki taka vinnu frá vegagerðarmönnum. Það j-rðu aðeins lagðir betri og fleiri veg- ir hjer á landi og starf vega- vinnumannsins yrði Ijettara og betra. Ótal dæmi mætti segja úr iðn- og atvinnusögu þjóðarinnar á síðari árum, sem sanna, að vjel- arnar hafa orðið okkur til göðs, aukið framkvæmdir og þægindi. Um matjurtagarða. „GARÐEIGANDI“ skrifar mjer brjef og er harðorður í garð bæjarstjórnarinnar fyrir að hún hafi ekki sjeð um, að salerni sjeu við matjurtagarða bæjarins. Vel má vera, að slíkt væri rjett- mæt þrifnaðarráðstöfun, en mjer finst nú ekki svo vel um suma þessa garða gengið af leigjend- um, að þeir geti heimtað mikið af öðrum, áður en þeir gera nauð synlegar þrifnaðarráðstafanir sjálfir. Jeg fór að gamni mínu að skoða nokkra garða, sem bærinn leigir bæjarbúum og það var alt annað en‘þrifa^egt í þeim sum- um. f ei-ium var blikkdósa- og brjefaruslhaugar. Gömul járn- og trjeílát voru á víð og dreif í öðrum. Pokadruslur, fúnar og rifnar, hje->ru á veggjum og girð ingum mi'li garða, eða lágu á við og dreif í görðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.