Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 11
Föstudagur 31. mars 1944. MORQ JNBLAÐIi) 11 Frank Vaughan. Nei, jeg hitti hann ekki“. Hann hristi ösk- una úr pípu sinni á hvítan postulínsöskubakka, sem stóð þar á borðinu. „Það er annars einkennilegt. Það virðist alls ekki vera hægt að ná í þann mánn. Einkaritari hans þykist ekkert vita um hann“. „Hún veit ekkert um hann“, sagði Barney þurlega. „Hann er horfinn". Það heyrðist dálítill smell- urj þegar pípuhausinn skall á postulínsöskubakkanum. „Horfinn?“ sagði Johnson. „Eftir því sem jeg best veit, hefir hann ekki sjest síðan við sáum hann fara fram hjá veit- ingahúsdyrunum síðastliðið föstudagskvöld, um niu-leyt- ið“. „En konan hans — eða fyr- verandi kona hans rjettara sagt — Stella-----“. „Hún sigldi til Frakklands á laugardaginn". „Ja, hvert þó í logandi!“ Johnson stóð upp og sneri baki í arininn. „Þetta er svei mjer undarlegt. Jeg þurfti að hitta hann, út af dálitlu, sem hann hafði með að gera fyrir mig. En þegar jeg sá hann hverfa inn í íbúð Stellu, kimni jeg ekki við að elta hann, en ætl- aði að sitja um hann, þegar hann kæmi þaðan aftur. En hann kom bara aldrei“. „Hvað áttu við? Kom hann ekki aftur?“ „Nei, hann kom ekki aftur. Jeg sat hjer í stólnum við glúggann og hafði auga með húsinu. Jeg var að lesa, en tók samt vel eftir því, enda var svo hljótt þessa nótt, að það hefði heyrst, ef dyr hefðu verið opn- aðar hinu megin við göt- una“. Heyrst, ef dyr hefðu verið opnaðar, hugsaði Barney með sjer. Þá hlýtur hann einnig að hafa heyrt skotin. En hann sagði ekkert. „Annars“, hjelt Johnson á- frám, „heyrði jeg að dyrnar voru opnaðar eftir dálitla stúnd. En það var dyravörður- inft, sem var að fara inn, og kom hann út aftur eftir fáein- ar mínútur". „Ertu viss um, að það hafi verið dyravörðurinn?“ spurði Barney. „Já, alveg viss. Jeg kannast vel við manninn, því að hann gsétir fjögurra af húsunum hinu megin við götuna. En fimtán til tuttugu mínútum eft ir að hann var farinn, kom Stella út úr húsinu“. „Var hún ein?“ Johnson kinkaði kolli. ÚHún gekk yfir að Waverly Place og stansaði þar við horn- ið. Og þá gerði hún dálítið skrítið. Hún gekk út á götuna og stakk hendinni niður í snjó- inn“. „Ef til vill hefir hún verið að henda einhverju“, sagði Barney. „Já, ef til vill. Síðan sneri hún við og fór aftur heim“. Barney stóð á fætur og gekk út að glugganum. Hann stóð dálitla stund og starði út á göt- una, síðan sneri hann sjer við og gekk aftur að sæti sínu. „Og hvað gerðist svo?“ spurði hann. „Ekkert“, svaraði Johnson, „nema að dálítilli stundu lið- inni kom Giles Redfern". „Giles Redfern?“ endurtók Barney. „Þú átt við rithöfund- inn?“ Johnson brosti hinu illgjarna brosi þeirra, sem hafa yndi af að bera slúðursögur um náung- ann. „Jeg skal fúslega viður- kenna, að jeg hefi mikinn á- huga á breyskleikum nágranna minna“, sagði hann. „Og þeg- ar ung og fögur kona býr ein, þá hefi jeg gaman af að sjá, hverjir heimsækja hana“. „Frú Vaughan fær margar heimsóknir?“ „Auðvitað. Jeg hefi heimsótt hana sjálfur. Það er mjög að- laðandi, kona, og íbúð hennar afar smekkleg. Það er sagt, að verslun hennar hafi gengið mjög vel, síðan hún skildi við Vaughan“. „Verslun hennar?“ „Já, hún hefir verslim í East Forties, í fjelagi með Nancy Gibbs. Þær versla með skraut- muni, og fæst oft margt fallegt hjá þeim“. Barney kinkaði kolli. „Svo Redfern heimsótti hana á föstudagskvöldið? Jeg get ekki sjeð, að það skýri málið neitt. Hún hefir þá bára verið að skemta fyrverandi manni sínum og unnusta í einu“. Johnson hló innilega. „Jeg hefði svei mjer haft gaman af að vera þar, því að Vaughan er vitlaus í Stellu. Það er rjett hægt að ímynda sjer, hversu vingjarnlega hann hafi tekið á móti Redfern“. Barney horfði dálitla stund í, eldinn. Síðan sagði hann: „Jeg ætla ekki að tefja þig lengur. Jeg býst við, að þetta sje alt?“ „Alt? Þetta er aðeins byrj- unin. Eftir dálitla stund fór Redfern út, og kom aftur með pakka undir hendinni. Hann virðist hafa farið út til þess að kaupa mat. Þ4 gafst jeg alveg upp og ætlaði að fara að sofa. Jeg gekk því út að glugganum til þess að draga gluggatjöldin fyrir. Þá sá jeg dálítið skrítið". „Nú?“ „Það hefir sjálfsagt ekki ver ið neitt merkilegt. Það var ein- hver maður, sem elti Redfern inn í húsið“. „Hvaða maður?“ „Jeg veit það ekki. Það var einn þessara tötrum klæddu flækinga, sem maður rekst oft á í skúmaskotum, eins og Bank Street er. Hann kom gangandi eftir götunni á eftir Redfern, hikaði andartak fyrir framan húsið, en fór síðan inn á eftir. Jeg sá hann ekki koma út aft- ur. Ef frú Vaughan hefði ver- ið ein heima, hefði jeg hringt til lögreglunnar. En þar eð Redfern var þarna, skifti jeg mjer ekkert af því og fór að hátta“. „Og þú ert viss um, að Vaug- han hafi ekki verið búinn að yfirgefa húsið þá?“ „Já, alveg viss“. „Ef til vill hefir hann ekki farið fyr en kl. 1, 2 eða jafn- vel 3“. Barney stóð á fætur. „Mál eins og þetta eru mjög erfið viðureignar. Það er svo erfitt að ná í sannanir. En frú Vaughan veit nú ef til vill eitt- hvað, þegar 1 hana næst?“ Johnson kipraði saman aug- un og virtist hugsa djúpt. „Það er annars undarlegt“, sagði hann, „að hún skyldi fara svona snögglega. Síðast, þegar jeg hitti hana, sagðist hún fara í apríl. Jeg sá, að það var ljós í glugganum hennar alla laug- ardagsnóttina. Jeg á bágt með svefn, og er því oft á stjái mik- inn hluta nætur. Jeg var það einnig þessa nótt. Jeg leit út um gluggann í síðasta sinn rjett ’fyrir dögun, og þá var enn ljós“. „Hún hefir sjálfsagt verið að ganga frá farangri sínum“, sagði Barney. Hann starði dá- litla stund á efsta hnappinn á jsloppnum, sem Johnson var 1. Síðan sagði hann: „Ertu viss um, að þú hafir ekki vikið úr sæti þínu við gluggann alt kvöldið?“ „Já, jeg er alveg viss um það“. „Það er undarlegt“, sagði Barney blíðlega, „að þú skyldir þá ekki heyra skotin“. Andlit Johnsons yirtist alt í einu ellilegt. ,,Skotin?“ endurtók hann heimskulega. Barney horfði stöðugt á hann. „Dyravörðurinn segist hafa heyrt skot, þegar hann var að fara út“. „Guð minn góður! Barney. Hvað er þetta eiginlega?“ sagði Johnson skjálfraddaður. „Jeg veit það ekki. Veist þú það?“ sagði Barney. „Það var ekki eitt skot, held ur tvö. Jeg hjelt, að það væru einhverjir bófar að skjóta <55ff Kolagerðarmaðurinn Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 4. gölturinn tekinn og honum slátrað, og hringurinn fannst í honum, rjett var nú það. Svo fjekk kolagerðarmaðurinn prestsembætti og kon- ungurinn var svo glaður, að hann gaf honum bújörð og hest og 100 dali í viðbót. Kolagerðarmaourinn var ekki lengi að flytja sig í embættið, og fyrsta sunnudaginn, sem hann var í prestakallinu, átti hann að lesa upp skipunar- brjefið, en áður en hann fór til kirkjunnar, fjekk hann sjer matarbita og lagði í ógáti frá sjer skipunarbrjefið of- an á flatköku og tók það svo í misgripum fvrir flatkök- una og dýfði því í feiti, en þegar hann fann að það var ólseigt undir tönn, þá gaf hann hundinum það, og hann gleypti það með sama. Nú vissi karl varla hvernig hann átti að fara að. En til kirkju varð hann að fara, því söfnuðurinn beið, og þegar þangað kom, þaut nýji presturinn beint upp í prje- dikunarstólinn, og gerði sig svo breiðan þar, að fólkið tók að halda að þetta væri víst einhver afbragðs ræðu- skörungur. En þegar til átti að taka, varð ekki eins mikið úr þessu og leit út fyrir, því harrn sagði: „Þau orð, sem þið, tilheyrendur mínir áttuð að heyra á þessum degi, fóru í hundana, en komið aftur einhvern sunnudag seinna, mín kæru sóknarbörn, þá skuluð þið fá mergjaða ræðu. Og hjer með er þessari prjedikun lokið“. Þetta fanst fólkinu undarlegur prestur, því svona stól- ræðu hafði það aldrei heyrt, en svo hjelt það að hann myndi batna, og batnaði hann ekki, þá væri kannske hægt að losna við hann. Næsta sunnudag, þegar aftur var messað, var svo margt fólk, sem vildi hlusta á nýja prestinn, að kirkjan var troð- full. Prestur kom og steig í stólinn, þar stóð hann um stund og sagði ekki orð, en svo tók hann allt í einu til og kallaði: „Heyrðu þú þarna, Hrúta-Begga, hversvegna sit- urðu svona langt fram í kirkju?“ „Æ, jeg hefi svo ljóta skó“, sagði gamla konan. „O, þú gætir fengið þjer hrútsskinn og gert þjer nýja skó, svo þú þyrftir ekki að sitja frammi í kórbekk, held- ur gætir setið innar í kirkjunni, eins og aðrar dándis- konur. — En annars verðið þið að athuga vel á hvaða vegi þið gangið, því jeg sje, að þegar þið komið til kirkju, þá koma sumir ykkar að norðan, en aðrir að sunnan, og' eins er það, þegar þið farið, en einhvern tíma nemið þið Jón smali: — Altaf kemur vatn í munninn á mjer, þegar jeg heyri lesið í Bjarnabænum. — Alt það, sem vjer þörfnumst til líknar, skjóls og svölunar vorum sálum. Húsmóðirin: — Hversvegna, Jón minn? Jón: — Mjer dettur þá æfin- lega í hug kaffið og brenni- vínið. ★ Hugvitsmaðurinn byggir brú yfir torfæruna, afreksmaður- inn stekkur yfir hana og ang- urgapinn tekst á loft, en dett- ur ofan í hana. Máltækið segir: Viljir þú komast hátt í heiminum, þá skríddu. ★ Helgi og Bör. Kvöldvaka bænda- og hús- mæðraviku Búnaðarfjelagsins s.l. laugardag þótti takajt mjög vel. Að loknum atriðum þeim, er fram fóru, bauð Vilhj.~Þ. Gíslason þeim, er unnu við út- varpsdagskrána þetta kvöld, heim til sín til kaffidrykkju. — Nokkur bið var á því, að Helgi Hjörvar kæmi, vegna anna sinna í útvarpinu. Þá varð Bjarna Ásgeirssyni alþm. að orði vísa sú, er hjer fer á eftir og vakti mikla gleði: Ekki kemur Helgi Hjör, hafi hann glatast er það skaði. Kanske hann sitji sætt með Bör og sje að drekka lemmonaði. Ingersoll og Beecher. Á fundi lærðra manna í Am- eríku hittust eitt sinn Beecher prestur og Ingersoll. Með hinni vanalegu mælsku hjelt Inger- soll fram sinni alþektu guðs- afneitun, en aðrir svöruðu ekki. ^ Spurði þá einn viðstaddur jBeecher, hvort hann ætlaði (ekki að verja kenningar sínar. ' „Ónei“, svaraði Beecher, „jeg tók lítið eftir því, sem hann sagði. Jeg var að hugsa um það, sem jeg sá á leiðinni hing- að“. „Hvað var það?“ spurði Ing- ersoll. „Þegar jeg gekk hingað eft- ir N-götu“, svaraði Beecher, „sem ekki er steinlögð og þar af leiðandi ákaflega forug, þá sá jeg aumingja mann, sem studdist við tvær hækjur. Hann ætlaði að fara þvert yfir göt- una, en fesi.ist í forinni og datt. Þegar hann ætlaði að staulast á fætur aftur, kom þar að mað- ur, sem tók báðar hækjurnar frá honum og fór burtu með þær, en maðurinn lá ósjálf- bjarga eftir í forinni“. „Það var illa gert“, sagði Ingersoll. „Sama gerið þjer“, sagði Beecher. „Þjer takið daglega frá mörgum, sem haltra í trúnni, trúarstafinn, sem þeir ætluðu að styðja sig við, en liggja nú eftir í for synda og örvæntingar. Engir aðrir en meistarar geta reist prýðilega höll, en að kveikja í þeirri höll og brenna hana til ösku, þarf ekki að vanda meira en svo, að hægt er að fá til þess óbótamann eða aumasta vesalmenni".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.