Morgunblaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 6
r> MORGUNBLAÐTÐ Fimtudagur 13. apríl . 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Trjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Aiiglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Rödd úr fjarlægð FORINGI Frjálsra Dana, Christmas Möller, hefir enn látið til sín heyra um sjálfstæðismál okkar íslendinga. Hann skrifaði grein í blaðið „Frit Danmark“ 18. febrúar síðastliðinn og getur þar meðal annars ágreinings þess, sem risið hafði hjer heima um sambandsmálið. Grein- in er skrifuð áður en samkomulagið náðist á Alþingi. Þessi víðsýni danski stjórnmálaforingi gengur hreint til verks, eins og hans er venja. Hann telur með öllu ástæðulaust að vera með heilabrot út af því, hvort sambandinu verði slitið nú á þessu ári (1944), eða eigi fyr en Danmörk er aftur orðin frjáls. Síðan segir Chr. Möller: „Hjá mjer er ekki minsti vafi um, að sambandslög- unum hefði verið sagt upp, ef ekki hefði verið styrjöld, að samningar samkvæmt þeim hefðu farið fram og að niðurstaða þeirra hefði orðið á einn veg eða þann, að sambandinu milli landanna hefði verið slitið. Álykt- anir, sem voru gerðar löngu áður en stríðið hófst, sýna þetta eins skýrt og verða má. Þegar þetta er ritað, verður ekki endanlega sagt, hvaða lausn málið fær hjá íslenskum stjórnarvöldum. Málið getur verið endanlega útkljáð, þegar Danmörk verður frjáls. Verði það niðurstaðan, þá álit jeg, að Dan- ir eigi að skilja það, að íslendingar hafi gert þetta vegna þess, að þeir hafi talið sjer það svo mikilvægt, að öðl- ast fullkomið sjálfstæði stráx og þeir áttu þess kost. Við, sem virðum frelsið svo mikils, verðum að skilja afstöðu annara þjóða. Verði hinsvegar niðurstaðan sú, að um eitthvað þurfi að semja, þá þarf ekki mörg orð til að taka það fram, að afstaða Dana getur ekki orðið nema á eina leið. — Reynsla Dana og íslendinga, reynsla Norðmanna og Svía ætti að hafa kent okkur, að bönd geta ekki hnýtt þjóðir saman. Fyrst þegar búið er að skera böndin í burtu, verða bönd gagnkvæms skilnings og samstárfs hnýtt“. Okkur íslendingum er það mikið gleðiefni, að þessi rödd skuli koma frá mikilhæfasta stjórnmálamanni Dana. Hún bendir ótvírætt til þess, að sambandsslitin, sem nú eru ráðin, verði ekki þess valdandi, að fjarlægja þessar tværþjóðir, heldur munu þau einmitt hnýta bönd „gagnkvæms skilnings og samstarfs“, eins og Christmas Möller orðar það. Er það án efa einlæg ósk allra íslend- inga, að þannig verði það í reyndinni. Fyrir annálsritara EFTIR rúman mánuð fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslitin og lýðveldisstofnunina. Verið er sem óðast að vinna að sameiningu þjóðarinnar í því stóra átaki. Benda allar líkur til þess, að þjóðin verði einhuga og samtaka á hinni örlagaríku úrslitastund. Ef svo giftu- samlega skyldi til takast, þá er ástand íslensku þjóðar- innar vissulega betra en ýmsir bölsýnismenn hafa viljað vera láta. Þessa dagana er verið að senda út nýtt hefti af tíma- ritinu Helgafelli. Mikið af efni heftisins er helgað skiln- aðarmálinu og stingur það mjög í stúf við sameiningar- starfið, sem nú er unnið um gervalt landið. Þetta kemur mönnum mjög á óvart, ekki síst þar sem ritstjórar Helga fells hafa í einkasamtölum við menn, eftir að samkomu- lagið náðist á Alþingi um lausn skilnaðarmálsins, látið ótvírætt í ljós þá skoðun, að nú verði öll þjóðin að standa saman; nú megi enginn skerast úr leik; það væri iandráð. En hvernig má það vera, að þessir menn skuli einmitt nú á þessum örlagaríku tímamótum senda frá sjer þetta síðasta hefti tímaritsins Helgafell? Sjálfir hafa þeir fundið, að hjer var ósamræmi milli orða og athafna, sem þurfti skýringar. Og skýringin kom: Það var búið að prenta efni tímaritsins og þeir kunnp ekki við að kasta letrinu! (Tímaritsheftið er dagsett sept.—des. 1943). 30 ára starhafmæii 55 ára aldursafmæli HELGI GUÐMUNDSSON /erkstjóri Laufásveg 58, er 51 \ra í dag. Jafnframt á hanr þennan sama dag 30 ára starfs afmæli hjá firmanum Magnús Th.'S. Blöndahl h.f. Hann er fæddur 13. apríl 1889 í Garði, Gerðahreppi. Foreldrar hans eru Guðmundur Árnason, út- vegsbóndi og kona hans, Mál- fríður Árnadóttir, sem bæði eru dáin. Helgi fluttist kornungur til Reykjavíkur og gerðist starfs- maður hjá H. Th. A. Thomsen. Þar lærði hann ión sína, brjóst- sykurs- og sælgætisgerð hja dönskum manni að nafni Glich mann, sem þar starfaði og stóð fyrir brjóstsykursvérksmiðju ThomsenS. Snemma á árinu 1914 kaup- ir Magnús heit. Blöndahl brjóst sykursverksmiðjuna af Thom- sen, og er Helgi þá ráðinn um leið sem forstöðumaður verk- smiðjunnar. Atvikaðist það svo að hann á afmælisdegi sínum fyrir 30 árum síðan, byrjar starf sitt hjá Blöndahl, og hef- ir æ síðan starfað þar. Helgi er maður yfirlætislaus og rólyndur. Hann er ungur í anda, svo sem best má verða, og alltaf glaður og reifur. Starf sitt hefir hann unnið samviskusamlega og sleitulaust og er ósjerhlífinn verkamaður. Slíkir menn sem Helgi Guð- mundsson berast ekki á og þeirra gætir minna í þjóðfje- laginu en hinna. En þeir eru menn farsælir, því þeim gefst tækifæri til þess að finna hið varanlega, holla og góða, sem lifir og dafnar innan vjebanda góðra heimila. Helgi er giftur Sigríði Ást- rósu Sigurðardóttur, hjeðan úr Reykjavík. Háfa þau eignast 10 börn; eru 6 þeirra á lífi. Hefir hún verið manni sínum stoð og stytta í lífinu, enda gædd ríku kærleikseðli og fórn arlund, sem sýnt hefir sig fag- urlega í starfi hennar á heim- ilinu. Þau hjón eiga á þessu ári 30 ára hjúskaparafmæli (17. okt.). Um leið og jeg óska Helga Guðmundssyni og hans góða heimili hjartanlega til ham- ingju með daginn í dag, vil jeg þakka honum fyrir öll hans vel unnu störf, og óska þess að heill fylgi framvegis sem hingað til starfi hans og heim- ili. G. Jóhannesson. \JibverjL óLrifa ar: Ujr daalecj,a. Íí^inu Japanar hörfa á Nýja-BreHandi London: — Japönsku her- sveitirnar á Nýja-Bretlandi eru nú á hröðu undanhaldi fyrir Bandaríkjamönnum. Hafa Jap- anar yfirgefið hina miklu bæki- stöð sína, Gasmata og hörfa sem hraðast í átt til Rabaul. Ekki er búist við að Japanar geti fengið neinn liðsauka þang- að nje birgðir, því bandamenn gæta vel sjóleiðanna. — Um- hverfis Rabaul hafa þegar orð- ið allharðir bardagar og mistu Japanar þar margt manna. Þjóðhátíðin. HLJÓTT ER um undirbúning- inn að lýðveldishátíðinni 17. júní, en menn gera ráð fyrir sem sjálfsögðu, að nefnd sú, sem á að sjá um hátíðahöldin, vinni af. kappi^ Það er mikilsvert, að há- | tíðahöldin takist vel, en það er ef til vill ekki minna um vert, að þau verði svo úr garði gerð, að þau verði þjóðinni minnisstæð og að alt sje gert til að þessi fyrsti lýðveldishátíðardagur okk . ar íslendinga geymist í meðvit- j und þjóðarinnar um aldur og æfi. Nútíminn hefir upp á svo mikla tækni að bjóða í þessum efnum, að vandræðalaust ætti að vera, að alt það helsta, sem sagt verð- ur og gert, geymist ísl. þjóðinni i kvikmyndum, ljósmyndum og á hljómplötum, eða hljómfilm um, auk þess, sem ritað verður í blöð og tímarit. En til þess að vel takist til í þessum efnum þarf nokkra framsýni og undir- búning. Það er langt frá, að mjer detti í hug að mistreysta að nokkru leyti þjóðhátíðarnefnd- inni og síst að óreyndu. En hún hefir í mörgu að snúast og vænti jeg, að þeir menn, sem í nefnd- inni eiga sæti, taki því vel, að tillögur sjeu gerðar, sem að gagni mættu koma. • Kvikmyndun hátíða- haldanna. ALLIR harma nú, að ekki skuli vera til góð kvikmynd af Alþing ishátíðinni 1930. Þar voru hins- vegar teknar ljósmyndir í þús- undatali, en svo brá við, að ein- um 13 árum eftir að hátíðahöld- in fóru fram og farið var að taka saman í eina bók sögu hátíðar- innar, kom í ljós, að margar.ljös- myndir af merkum atburðum vantaði algjörlega. Þær höfðu glatast á þessum fáu árum vegna þess, að ekki var í tíma hugsað um að halda þeim saman og koma til geymslu á öruggan stað. Kvikmyrdatæknin er komin á það hátt stig nú, að hægt er að taka myndir í eðlilegum litum og'með eðlilegu tali og hljóm. Það er hægt að geyma þannig atburði nákvæmlega eins og þeir gerðust ókomnum kynslóðum. Hjer á landi eru hinsvegar fá- ir menn, sem hafa gert kvik- myndatöku að aðalstarfi, en þeir eru þó til, sem kunna og geta tekið góðar myndir og hafa til þess tæki. Flestir hafa mjófilmu- tæki. En ekki er um það að vill- ast, að við tækifæri eins og hjer um ræðir, er sjálfsagt að taka kvikmynd í fullri stærð. Slíkar myndir verða skýrari og inn á slíkar filmur er auðveldara að setja hljóðræmu síðar. Kvik- myndir í fullri stærð er hægt að minka í mjófilmur með góðum árangri, en hinsvegar er erfitt að stækka mjófilmur upp í fulla stærð. Það er því ekki nægjanlegt, að fengnir sjeu menn til að taka mjófilmur af lýðveldishátíða- höldunum í vor, þó slíkar kvik- myndir geti verið góðar með. Sönglagákepni útvarpsins. J. L. SKRIFAR um sönglaga- kepni útvarpsins, sem margir hafa áhuga fyrir: „Fyrir skömmu kom Páll Is- ólfsson mönnum á óvart með þá nýung, að útvarpið hafi ákveð- ið að halda sönglagakepni. Yfir- leitt held jeg, að menn sjeu þess- ari nýung hlyntir og kepninní verði vel tekið. Páll virðist vera mjög frumlegur, og margt af þvi, sem hann finnur upp á, fellur í frjóan jarðveg. Ein hugmynd hans var Þjóðkórinn og hefir hann öðlast almennar vinsældir fyrir og það síður en svo óverð- skuldað. I Utvarpstiðindúm kemst Páll svo að orði: „Öll lög, innlend og erlend koma til greina (í samkepninni). En þess er krafist, að menn kunni a. m. k. eitt erindi við hvert lag“. Nú fýsir mig að vita, hvort telja má fram t. d. danslög og er- lenda slagara, ef menn kunnd er- indin við þau? Jeg geng út frá sem vísu, að sálmalög og þvílíkt komi til greina. Það orkar ekki tvímælis, að gaman væri að hljóta nafri- bótina: „Sá Islendingur, sem flest lög kann“. Það kæmi eng- um> á óvart, þó þátttaka yrði al- menn, enda til mikils að vinna". • 30 vísur um Helga og Bör. ÞAÐ VAR nú meiri flóðgáttin, sem opnaðist, er Morgunblaðið hóf að birta nokkrar vísur um Helga Hjörvar og Bör hans Bör- son. Síðan hafa mjer borist ekki færri en 30 vísur um þetta efni. Sumar þeirra eru smellnar og vel ortar, en flestar hafa þær það sameiginlegt, að „Hjör“ er not- að til að ríma við Bör. Það eru ekki tök á að birta allar þær vís- ur, sem borist hafa. Allar vísurnar eru hól um Helga Hjörvar og söguna um Bör, nema ein, en hún er, svona: Æ, gleymið þessum Flelga Hjör, hann er ekki meira virði. Um „fröken“ Láru og fíflið Bör, fæstir trúi jeg mik-ið hirði. Öðruvísi er hún þessi visa og gætir þar meiri velvilja en í hinni fyrri: Fer af vörum Helga Hjör, hratt sem ör í geiminn. Sagan fjörugt sögð af Bör, sigurför um heiminn. Úr öllum áttum. VÍSUR um Helga og Bör hafa borist víða að- Maður austan úr Skaffafellssýslu, sem staadur er hjer í bænum, sagði þá sögu, er hann kvað sanna vera, um á- huga íólksins á „Hjör og Bör“, að í þorpi þar hafi tvær litlar telpur undir skólaaldri, þégár lestur útvarpssögunnar fj'ell riið- ur á föstudaginn langa, farið til konu einnar, er þær hugðu lesa skáldsögur, og spurt hana, hvern ig þejm Öldurstaðahjúum myndi vegna fram í næstu viku. Þótti þéim minnilegt, að Bör sat síð- ast einn úti á steini við bruná- rústir staðarins, en frk. Isaksen var eigi við getið. — Er af þessu sem öðru nokkuð greinilegt, að hjer virðist hafa fundist saga fyrir bæði „fullorðna og börn“, þ. e. a. s. meðan H. Hj, les. En „bragð eru að þá barnið finnur“, I skáldahrynunni hjer í Rvík út af þessum sögulestri var kveð ið austur þar: Hjá er lipur Hjör vör. Hátt gólar í rör Bör. Hún Isaksen er ör-snör. Öll þau hreppa kjör-för. Flokksþing Framsóknarmanna hófst hjer í bænum í gær. Er ráð- gert að flokksþingið standi yfir vikutíma. Fundirnir eru haldnir að Hótel Borg. Upplýsingastöð Þingstúkunnar um bindindismál er opin í Templ arahöllinni, Fríkirkjuvegi 11, í dag frá kl. 6—7 e. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.