Morgunblaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagtir 13. apnl. 1944 — Innrásarlygar — Listsýningin Framh. a£ bls. 7. í nánd við landamærin ,og igegja þeir frá því, að þegar hæðimar verði sprengdar í ijoft upp, muni hersveitirn- 'ar í nánd við þær verða kramdar til banda af mörg- um smálestum af mold og grjóti. Notaðar eru nýjar tegundir af sprengjum, sem ekki er hægt að finna“. Eftir þvi, sem lengra líð- ur á stríðið, mun áróðurinn komast á æ hærra stig. — Dreift mun yfir heiminn aragrúa af sögum um það, að loftárásir bandamanna eyðileggi kirkjur og sjúkra- hús og drepi miljónir óbreyttra borgara. Vitnað mun verða í um- mæli hlutlausra fjármála- manna og iðjuhölda, þar sem þeir segja, að hinar ægilegu loftárásir sjeu að eyðileggja viðskiftalífið í heiminum. — Munu þeir heita á breska og ameríska starfsbræður sína að stöðva þessa tilgangs- lausu eyðileggingu. — Þá munu þeir Hitler og Göbb-- els reyna nýja aðferð — að- ferð hinnar innri upplausn- ar í Þýskalandi. — Það er mannlecrt eðli að draga úr höggunum, þegar þess sjást merki, að andstæðingurinn sje að gefast upp, og hlut- lausu löndin munu því verða fyllt af flugufregnum um yfirvofandi uppreisn í Þýskalandi. Búist við sögu sem þess- ari, ef til vill frá Tyrklandi, þar sem hinn slægi og slyngi áróðursmaður von Papen er aðalforsorakki áróðursins: „Ólgan í Þýskalandi er komin á það hátt stig, að hún getur brotist út í algerri bvltingu. Fregnir, sem hing- að hafa barist, gefa til kynna, að Hitler sje við því búinn að láta af völdum og afhenda herforingjaráðinu alla stjórn. Gert er ráð fyrir að von Papen, sendiherra, fari hjeðan innan skamms til þess að taka sæti í hinni nýju íhaldssömu stjórn“. Einskis verður svifist í hin- um slynga áróðri. ÞETTA MUN verða upp- hafið að þessum sjerstæða þætti áróðursherferðarinn- ar. Henni mun síðan haldið áfram eitthvað á þessa leið: „Lissabon — Þýskur út- anríkisfulltrúi, sem hingað kom í einkaflugvjel í dag, skýrir frá því, að foringjar í þýska herforingjaráðinu hafi rætt' „nótu“, er send skyldi hinum sameinuðu þjóðum. Þeir hafa tekið Hitl er í gæslu og munu bjóðast til að framselja hann, ef þeir fá vopnahlje“. Á hæla þessari fregn mun koma önnur þess efnis, að Hitler sje dauður. Útvarps- stöðvar í hlutlausum lönd- um munu dreifa þeim fregn um, að Hitler „hafi andast af sárum, sem hann fjekk, þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum“. — Án efa sálast Hitjer ein- hvern tíma, en jeg fyrir mitt leyti mun ekki leggja trún- að á slíkan orðróm, fyrr en jeg hefi öruggar sannanir fyrir því, að vopnuð átök hafi átt sjer stað milli einka herja Görings og Himmlers, en í her hins síðarnefnda eru um 700,000 vel útbúnir hermenn. Þá eru áróðursmenn Þjóð verja undir það búnir að hagnýta sjer hvern þann ágreining, sem kann að verðá milli bandamanna og Rússa. Er ástæða til þess að halda, að þeir eigi sök á miklu af þeim misskilningi, sem þegar hefir átt sjer stað milli þessara aðilja. Búist við bví að heyra fregnir sem þessar: „Ritter, leyndarráð frá þýska utanríkisráðuneytinu, er kominn til Lissabon. — Hann hefir sjest leggja leið sína til Somethingo kastala, þar sem vitað er, að herra X frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Sir J Z frá London, hafa dvalist í nokkrar vikur. Dr. Ritter er einn af leiknustu samninga- mönnum Þjóðverja og nýt- ur bæði trausts nasista og í- haldssamra afla í Þýska- landi. Álitið er, að honum hafi verið veitt heimild til að bjóða Bretum og Banda- ríkjamönnum víðtækar til- slakanir“. Mun Stalin trúa þessari sögu? Munu blöð hans láta hana sem vind um eyrun þjóta? Hin nýbirta fregn í Pravda (um friðarsamninga umleitanir milli Þjóðverja og bandamanna) sýnir, að Rússar treysta ekki fylli- lega bandamönnum sínum. Leyndardómsfulla konan. EN TIL ÞESS að gera svo Breta og Bandaríkjamenn tortryggna í garð Rússa, munu Þjóðverjar dreifa út þessum flugufregnum, ef til vill í Konstantinópel, ef Tyrkir verða þá hlutlaus- ir: „Hver er leyndardóms- fulla konan á Hótel X? — Sendiherra Þjóðverja hefir heimsótt hana. Ekki er vit- að hver hún er, en sagt er, að hún líkist mjög rúss- neska sendifulltrúanum frú Kollontay. — Áreiðanlegar heimildir gefa til kynna, að sendiherra Hitlers sje að reyna að komast að sam- komulagi við fulltrúa rúss- nesku stjórnarinnar. Býðst hann til að þýski herinn hörfi til landamæranna frá 1939, afhenda Rússum Nar- vik og aðstoða þá við að fá höfn við Miðjarðarhaf“. Hvernig sem þýska áróðr inum annars kann að vera hagað, og hvað sem Hitler og Gobbels kunna að taka sjer fvrir hendur, þá er tak- markið það eitt að reyna að skapa glundroða hjá okkur úrslitavikurnar, sem gera munu út um örlög heimsins í framtíðinni og fá okkur til að semja, áður en herir okk ar geta þurkað út nasista- ógnunina. Minnist þess. Framh. af bls. 2. ar hjer í salnum og raunar enn fleiri, sem ekki hafa fengið rúm á veggjunum hjer. Jeg hefi þann heiður að færa þessar þakkir fyrir Þjóðminjasafnsins hönd, jeg geri það af alhuga og jeg finn til þess, að jeg geri það þá fyrir hönd eiganda safnsins, fyrir þjóð vora, fyrir hönd okk- ar allra, Islendinga, sem erum hjer, og raunar allra, sem safns ins njóta á komandi tímum, njóta þeirrar fræðslu, sem safn ið veitir öldum og óbornum í framtíðinni, eða veitt verður í þess nafni, í sögu myndlistar- innar. Jeg sný máli mínu sjerstak- lega til þín, kæri vinur, Hjör- varður Árnason, og til yðar, herra Mc Keever, sem hafið af- hent þessa gjöf, og jeg leyfi mjer að biðja ykkur skýra frá þakklæti okkar fyrir hana. Jeg þykist vita, að á ykkur hafi hvílt það að mestu leyti að koma þessu í framkvæmd og raunar allri þeirri ágætu sýn- ingu, sem hjer er nú opnuð. Jeg leyfi mjer einnig að bera fram þakkir fyrir hana og bestu heillaóskir, láta í ljós samfögn- uð minn yfir því, hversu ágæt- lega hún hefir tekist, þrátt fyr- ir hinar örðugustu kringum- stæður að mörgu leyti. Hún fræðir okkur um það og sannfærir, að myndlist- in er, á þeim sviðum, sem hjer er um að ræða, komin á hátt stig í Norður-Ameríku, og sömuleiðis prentun litmynda eftir málverkum. Jeg ætla að flestir okkar, sem hjer eigum heima, kannist best við þess- konar litmyndir frá nágranna- löndunum hjer í álfu, en við sjá um nú, að engu skemmra er sú list komin í Vesturálfu. Jeg endurtek þakkir mínar og heillaóskir. Jeg minnist þess,. að þetta er í annað skipti, sem söfnum vorum er gefin vegleg gjöf frá Bandaríkjunum, jeg minnist hinnar ágætu bóka- gjafar þeirra til Landsbóka- safnsins fyrir fám árum. Er þjóðminjavörður hafði lokið máli sínu, risu gestirnir úr sætum og tóku að skoða sýn- ingarmyndirnar, er þeim fjell mjög vel í geð. - Kesselring Framh. af bls. fimm. um. Var hann sá 15. er þann heiður hlaut. Kesselring stjórnaði þýsku flugherjunum í Afríku á hinu erfiða undanhaldi frá Alamain til Tunis. Var þá sagt að oft hefði slegið í brýnu milii hans og Rommel, en eftir að Romm- el vjek frá herstjórn í Afríku, halda flestir að Kesselring hafi lagt áherslu á að bjarga eins miklu af flugílotanum yfir til Italíu og hægt var. Um leið og Ítalíustyrjöld- in hófst, var Kesselring alt í einu kominn úr loftinu niður á jörðina, þótt eflaust hafi hann enn yfirstjórn þess flug- hers, sem þar kann að vera. Og þar sást fyrst fjölhæfni hans. Enginn þýskur hershöfðingi hefir enn sem komið er i þess- ari styrjöld veitt bandamönn- um eins þungar búsyfjar í varn arstríði eins og hann. — Sjest það gjörla á hernaðaraðferðum hans á Ítalíu, að maðurinn er bæði skarpgreindur herstjórn- andi og hefir einnig til að bera herkænsku, seiglu og þráa, er hann stjórnar liði, sem gengur og berst á jörðu niðri. — Er ekki ólíklegt að afrek hans á Italíu muni veita honum enn þýðingarmeiri skipan síðar í stríðinu. Læknfjelag Reykjavíkur bauð amerískum herlæknum til að hlusta á fyrirlestra í háskólan- um í fyrri viku. Var á þetta drep ið í „daglega lífinu“ hjer í blað- ínu í gærmorgun. En þess láðist að geta að fyrirlesararnir voru þrír. Sigurður Sigurðsson berkla- yfirlæknir talaði um berklaveiki á íslandi, dr. Gunnlaugur Claes- sen um sullaveikina og dr. Júlíus Sigurjónsson um ungbarnadauða á Islandi. | Tvær íbúðir 1 1 3—4 herbergi, í Norðurmýri eða nálægt Rauð- f I ará, óskast nú þegar. Tilboð merkt: „Aust- Z I maður“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir n. | I k. föstudagskvöld. | Eftir Robert Storm Lögregluþjónn: — Alexander mikli sást koma í Á meðan: Alexander: — Jeg kann ekki við það Bílstjórinn: — Fröken Dolly, það er grunsamleg áttina hingað í kvennaskólabíl, dulbúinn sem göm- hjá bílstjóranum að stoppa hjer. Mascara: — Þú gömul kona í bílnum . . . já, og jeg held að það sje ul kona. — Annar lögregluþjónn: — Jeg óskaði heldur þó ekki að hann viti eitthvað? karlmaður . . . gerðu lögreglunni aðv . . . bara að hann væri eins hættulaus og ein slík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.