Morgunblaðið - 19.04.1944, Page 2

Morgunblaðið - 19.04.1944, Page 2
o M 0 K G U N B L A Ð I U Miðvikudag'ur 19. apríl 1944 I lemendur námskeiða Slysavarnafjelagsins hafa oft bjargað mannslífum Samtal við Jón Odd geir Jónsson fulltr. Svo scni kuimtrgt er, stend- íir annað la n<1s]>in« Slysavama fjeiagsins ýfir tijer 1 Keykja- vík. en í sambandi við slysa- i.irnÍT' ;i landi hefír tíðinda- íiiaðni' Mbl. átt tal við Jóu Oddgeir Jónsson, fulltrúa. og sagðist honum svo frá: Síðan árið 1937 að Slysa- varnafjelagið byrjaði að láta halda fræðslunámskeið fyrir. deildir sínar úti á landi eg verksmiðjufólk í kaupstöðum. 'hafa yfir 4000 tnanhs læi’t á námskeiðum þessftm hveraig forðast megi hin ýmsu sly.s OK (>rá ðabirgðahjálp ef slys ber að höndum. Sjúkrakössum hefir verið komið í fjölda verksmiðja hjer í , bænum og í nokkrar verk- smiðjur úti á landi, en það er ekki nóg, að sjúkragögnin sjeu til, fólkið þarf að kurina að fara rneð þau, og þessvegna höfum vjer lagt sjerstaka áherslu á það að kenna verksníiðjufólki Ljálp í viðlögum og hættur af kolsýrlingi, blýi og vjelum. Oft hefir það og sýrft sig að full þörf er fyrir slíka kurfnáttu. Til dæmis skeði það á trjesmíða verkstæði hjer í bæntím, að maður fór með hendi í bandsög og skarst við það slagæðin á úlnliðn um, Samst arfsmaður hans, er hafði lært hjálp í við- Jögum, reyrði í skyndi efst um handlegg hans, batt um sárið og kom manninum í sjúkrahús. Þess má geta, að fyrir atbeina fjelagsins hefir verið flutt inn sjerstök gerð af svöðusárabind- um, sem fljótlegt og örugt er að nota, Þau hafa verið sett í sjúkrakassa verksmiðjannó og í lyfjaskrín skipa, — Minni meiðsli eru daglegir viðburðir -i verksmiðjunum og er þá mik- xil munur að geta gripið til hreinna umbúða, í stað þess að nota einhverjar tuskur eða tvist, eins og algengt var áður, og má geta þess, að er jeg fór á miTli verksmiðjanna fyrsta ár- Jð, sem fjelagið vann að því að koma sjúkrakössum á sem flesta vinnustaði, að þá voru til ujúkrakassar í aðeins 8 verk- Brraðjum af 48 verksmiðjum og vérkstæðum, sem jeg heim- BÓttí. Nú eru sjúkrákassar í öll- um verksmiðj um bæjarins og fíéstum verkstæðum og vinnu- ntöðvum. En kunnátta í hjálp í viðlög- um kemur sjer víðar vel en á vinnustöðvunum: . Verksmiðjumaður nokkur í Reykjavík, sem var á nám- akeiði í hjálp í viðlögum, sagði rnjer eftirfarandi: Hann kvaðst eitt kvöldið, er haníi kom heim írá námskeið- inu, hafa sagt konu sinni frá ýmsu, er hann nam þár, m. a. hvað ætti að gera, ef stæði í börnum, en þau hjón áttu eina dóttur tveggja ára, Daginn eft- ir, er hann var fjarverandi að heiman vegna vinnu sinnar, kom það fyrir. að dóttir hans var nærri köfnuð af matarbita. sem stóð í hálsi herfnar. Móð- irin. var ein heima með barn- inu, og er hún sá, hvað verða vildi, mintist hún samtals þeirra hjóna daginn áður, um það, hvað ætti að gera, ef stæði í börnum. Hafði hún endaskifti á barninu, en lagði jafnframt brjóstkassa þess á læri sjer og sló með flötum lófanum milli herðablaðanna. Hrökk þá bit- inn fram úr barninu. Konan var sannfærð um það, að hún hefði bjargað lífi barnsins vegna tilsagnar bónda síns kVöldið áður. Fyrir atbeina Slysavarnafje- lagsins læra nú allir bílstjórar, sem Ijúka meira prófi, hjálp í viðlögum og ýmislegt um hætt- ur af bílum. Hjálparkunnáttan hefir oft komið sjer vel fyrir bílstjóra og skal hjer sagt frá einu dæmi af mörgum: Eitt sinn að sumardegi fór bílstjóri með fólk í skemtiferð í bíl sínum austur fyrir fjall. Þegar austur kom, fór fólkið út í móa að snæða nesti sitt, en bílstjórinn var að hyggja að bílnum, sem stóð á þjóðvegin-, um. Eftir nokkra stund heyrir. bílstjórinn, að eitthvað muní vera að hjá fólkinu. Hleypur hann til þess og sjer, hvar Stúlka situr á þúfu, blárjóð í framan og auðsjáanlega komin. að því að kafna. Bílstjórinn sá strax, hvað um var að vera. Fór hann með vísifingur og löngutöng varlega ofan í háls stúlkunnar og náði strax tök- um á kjötflygslu, sem stóð í hálsi hennar. Samferðafólk stúlkunnar varð mjög undrandi yfir þessum skjóta árangri, því að það hafði árangurslaust sleg ið ósköpin öll á bak stúlkunnar, þar sem hún sat, en ekkert dugði. Slysavarnadeildir í sveitum beita sjer nú mjog fyrir því að láta halda námskeið fyrir með-’ Iimi sína, og ekki vanþörf á,- einkum í afskektum sveitum. Hjer skal sagt frá dæmi frá því í fyrra: í sveit á Suðurlandi hafði námskeið verið haldið að vor- lagi fyrir atbeina slysavarna- deildarinnar þar, í hjálp í við- lögum. Margir bændur tóku þátt í námskeiðinu. I byrjun sláttar skeður það á einum bænum, að drengur sker sig í læri á ljá, svo mikíð, að slagæð spýtir. Bóndinn á bænum brá skjótt við. stöðvaði blæðinguna eins og hann hafði lært á nám- skeiðinu, batt um sórið og ljet síðan senda eftir lækni. Langt var til læknis, og kom hann að tveim tímum liðnum. Kvað hann bónda hafa bjargað lífi drengsins, því blæðingin hefði getað leitt drenginn til dauða á mjög skömmum tíma, hefði ekkert verið að gert. Eitt af því, sem Slysavarna- fjelagið hefir látið sjer mjög ant um, er að kenna lífgun í sem flestum verstöðvum og víð ar. Segja mætti mörg dæmi þess, er leikmenn háfa lífgað menn frá köfnun og er þess t. d. ekki langt að minnast, að ungur skáti í Keflavík, sem þá hafði nýlega lært lífgun á nám- skeiði ' Slysavarhadeildarinnar þar, lífgaði dreng, sem legið hafði um 8 míhútur á marar- botni. Þá er ekki lengra siðan en í fyrra, að sjómenn á báti frá Vestmannaeyjum lífguðu fjelaga sinn, sem fallið hafði útbyrðis og varð ekki náð fyr en eftir 15 mínútur úr úfnum sjó í næturmyrkri. Jeg hefi sagt hjer frá nokkr- um dæmum úr daglega lífinu til þess að gera fólki énn Ijós- ara, hve nauðsynlegt það er að kynna sjer slysavarnir og auka Framhald á 8. síðu. Á amerísku lislsýningunni LJÓSMYND, sem tekin var á amerísku sýningunni í Lista- mannaskálanum. Jóhann Briem málari, er að ræða við amer- ískan hermann um vatnslitamyndina „The Mili at Island Pond“, eftir B. Miller. — í kvöld verða tónleikar á sýning- unni. Barnasðfnunin komin upp í 188 þús. kr. IVIiðbæjarskólinn hæstur Fræðslumálaskrifstofunni, sem er miðstöð fjáröflunar til handa bágstöddum börnum á Norðurlöndum, hefir nú borist söfnunarfje frá ýmsum skólum landsins, en söfnunin er nú kom- in upp í krónur 188.120.77. Fef hjer á eftir listi yfir söfnun hinna einstöku skóla, en þeirra hæstur-er Miðbæjarskólinn með kr. 33.545.80. Austurbæjarskólinn ................... kr. 27800.00 Skóli (ísaks Jónssonar) ................ — 6724.00 Miðbæjarskólinn ........................ — 33545.80 Laugarnesskólinn ....................... — 8225.10 Skildinganesskólinn .................... — 2839.00 Æfingadeild Kennaraskólans ............. — 3107.00 Landakotsskólinn ....................... — 9903.00 Adventistaskólinn ...................... — 1664.00 Smábarnaskóli Svövu Þorsteinsdóttur .. — 630,90 Barnaskólinn í Bessastaðaskólahverfi . . — 700.00 Barnaskólinn á Selfossi................. — 2700.00 ---- á Eyrarbakka .............., —- 1750.00 ---- á Stokkseyri............... — 1266.00 —— í Hafnarfirði ............. — 11838.00 —— í Höfn í Hornafirði .... — 1630.00 ---- í Ólafsfjarðarskólahverfi — 800.00 —— í Keflavík ................. — 12090.00 ---- á Akranesi ................. — 5400.00 ---- í D.júpárskólahverfi Rang. — 300.00 ---- í Laúgardalsskólahverfi . — 1150.00 ——r- í Mýrarhúsaskólahverfi . — 1550.00 ---- í Ásaskólahverfi., Rang. . — 315.00 Ungmennafjelag Eiðaskóla ............... — 914.00 Barnaskólinn í Fljótshlíðarskólahverfi — 1350.00 ---- í Njarðvíkurskólahverfi. . — 1434.00 ---- í Hraungerðisskólahverfi.. — 410.00 • -- í Vestmannaeyjum ...... — 12444.00 ---- í Stykkishólmi ............ — 2187.00 ---- á Hvammstanga.............. — 313.00 ---- í Borgarnési .............. — 2381.00 —— í Öngulstaðaskólahverfi . -— 470.00 ---- á Blönduósi ............... — 2344.00 ——- í Reykdælaskólahverfi . . — 1000.00 ---- í Sandgerði ............... — 1900.00 ---- í Hafnaskólahverfi Guilbr. — 980.00 ---- í Flatey................... — 768.00 ---- í Dyrhólaskólahverfi .... — 450.00 ---- í Selvogsskólahverfi... . — 1730.00 ---- í Innra-Akranessk.hv..... — 287.00 ---- í‘Lundarreykjardalsskh.. . — 256.00 • -- í Eyrarsveitarskólahv. .. — 510.00 ---- á ísafirði................. — 8000.00 ---- í Súðavík ................. — 1185.00 ---- á Þórshöfn ................ — 653.00 ---- á Bíldudal................. — 1368.00 ---- í Vallaskólahverfi...... — 410.00 ---- í Mjóafjarðarskólahverfi.. — 600.00 ---- í Reykhólaskólahverfi .. — 3651.00 ---- í Ytri Torfustaðaskólahv. — 410.00 ---- í Garða- Og Vífilstaðask.hv.— 1175.00 ---- á Reyðarfirði ............ — 1765.00 Frá ýmsum mönnum (utan skólasöfn) — 847.97 Alls kr. 188120.77 Eins og sjá má af lista þessum hafa ekki nærri allir skólar sent söfnunarlista sína og má því búast við drjúgum skerf í við- bót við það, sem komið er. Húsbruni — Hjálparbeiðni I GÆRMORGUN brann til kaldra kola íbúðarhús Gests í. Guðnasonar bifreiðarstjóra hjá Grafarholti. Kona hans var stödd í næsta húsi, en börnin að leikjum rjett hjá. Þau hjón- in eru mjög illa stödd, þar sem þau nú hafa mist aleigu sína og eiga fyrir fjórum ungbörn- um að sjá. Vænti jeg þess, að góðir og hjálpáamir menn og konur vilji nú hlaupa undir bagga og ijetta þeim byrðarnar með því að skjóta saman fje nokkru þeim til hjálpar í erf- iðleikum þeirra. Blaðið hefir fúslega lofað a<5 veita samskotunum viðtöku. Mosfelli, 19. apríl 1944. I Hálfdan Helgason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.