Morgunblaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 8
8 M ORGUN'BLAÐIÐ Laugardagur 22. apríl 1944 Hvað verður qert við Japani? PramL. af bls. 7. andi attga á; japanska meg- inlandinu. l| Formösa; sem er auðugt kínversk hjerað, er -Japanar [jieimtuðu af Kínverium sem friðargjöld árið 1895, :nun verða afhent Kínverjum aft ur. Ríkisstjórn Bandaríkj- anna er einnig hlynt því, að Koreu verði veitt sjálfstæði, en áður en Japanar iniJim- uðu hana árið 1910, var hún sjálfstætt konungsríki, ,rem átti sjer forna sögur er náði allt til tólftu aldar fyrir Krists burð. Japanseyjar sjálfar munu látnar ósnortnar. Vjer erum ekki hlyntir þeirri tillögu, sem sumir Kínverjar hafa lagt fram, að Kína verði leyft að innlima Japan. Vjer viðufkennum. að Japan er þjóðfræðileg heild og á því rjett til þess að vera sjer- stakt ríki. Eins og Churchill sagði í síðustu heimsókn sinni til Washington, þá viljum vjer, að ,,Japan sje fyrir Japana“. Hvað verður um keisaraveldið? HVAÐ SNERTIR framtíð keisaradæmis sonar sólar- innar, þá erum vjer fúsir til þess að láta japönsku þjóð- inni eftir að ákveða það. Vjer ætlum oss að draga Hirohito, keisara, til ábyrgð ar fyrir hlutdeild sína í árás Japana á Bandaríkin, en hinir opinberu skipuleggj- éndur. vorir telja hann þó y^kki undir sömu sök seldan og japönsku stríðsherrana, Hitler og Mussolini. Núver- andi keisari er svo lítils megandi aðili í stjórnmála- lífi Japana, að vjer teljum hann bera litla raunveru- lega ábyrgð á því, sem ger- ist. Á hinn bóginn sjáum vjer glögt það geysilega and lega vald, sem keisarinn hef ir yfir japönsku þjóðinni. Sumir álíta, að ef japanska þjóðin væri með valdi svipt þessum hefðbundna þætti lífs hennar, væri það hlið- stætt því, að trúaður krist- inn maður væri alt í einu sviftur trú sinni. Ef jap- anska þjóðin vill halda trygð við keisarastjórnskipulag sitt, þá er henni í Atlants- hafsyfirlýsingunni trygður rjetturinn til þess. En eftir þetta stríð verður Mikado- inn í Japan keisari, sem ekki hefir á að skipa neinum flota, her eða konunglegum riddaraliðssveitum. — Á stjórnmálasviðinu erum vjer reiðubúnir til þess að levfa Japönum eftir hæfi- legan tíma að velja sjer stjórn eftir eigin höfði, en þó með því skilyrði, að hún sje hvorki hernaðarsinnuð nje fasistisk. Sumir forráða- menn vorra eru að vísu í nokkrum vafa um það, hvort japanska þjóðin hafi sýnt sig vera nægilega menning-* arlega þroskaða til þess að taka á sig skyldur sanns lýð- ræðisskipulags. Mentunar- leg handleiðsla hins þrosk- aðri hluta frjálslyndra manna 1 Japan er talin nauð synleg, áður en Japan geti á happasælan hátt starfrækt lýðræðisstjórnskipulag. Á viðskifta- og fram- leiðslusviðinu er talið nauð- synlegt að draga stórlega úr þeim iðngreinum, sem hafa verið um of efldar til þess að fullnægja hernaðarþörf- inni. Þær iðngreinar, sem óskertar verða, munu sett- ar undir strangt eftirlit bandamanna. Þeim mun verða beitt til þess að full- nægja lífsþörfum Japana og til framleiðslu efnis til endurnýjunar hinna eyddu hjeraða í Kína. Ef Japan einbeitir sjer að iðnaði, fiskveiðum og efl- ingu kaupskipastólsins og treystir á Kína varðandi hrísgrjónaþörf sína, þá álíta amerísku skipuleggjendurn- ir, að erfiðleikar Japana með að finna nýtt landrými handa fólksfjölguninni, muni minka að mun. Jap- anar eru góðir sjómenn og iðnverkamenn. Hamingju- söm framtíð þeirra á þess- um sviðum athafnalífsins er því augljós, ef Japan felst á að taka að sjer hæfilegt hlutverk í heilbrigðu alþjóð lega framleiðslu- og við- skiftakerfi. Ef Japanar iðr- ast og bæta ráð sitt, þá er Bandaríkjastjórn fús til þess að veita þeim aðstoð við að tryggja þeim rjettmætan aðgang að hráefnum þeim, sem þeir hafa þörf fvrir til þess að geta rekið friðsam- legan iðnrekstur. Þannig mun Japönum verða gefið tækifæri til þess að vinna sjer aftur álit í aug um heimsins, en þó ekki fyrr en hið bitra sverð hefnandi rjettlætis hefir hreinsað úr sálum þeirra hernaðareðlið, og þeir hafa friðþægt fyrir villimannlegt hátterni sit1 ★ Leiðrjetting: í greinni ,,Afstaðan til frönsku þjóðfrelsisnefndarinn- ar“, sem birtist í blaðinu í fyrradag, hafa fallið niður úr formálanum orðin ,,að þess geti orðið langt að bíða“, á eftir orðunum „og hafa jafnvel ýms- ir kunnir menn látið í Ijós þá skoðun . . .“. (arole Landis CAROLE LANDIS, kvik- myndaleikkona, fchefir löngum þótt fríð sýnum. Það hljóp held ur en ekki á snaerið fyrir henni á dögunum. Hún var af skipa- byggingarmönnum á Kalforn- íuströnd valin fegursta kona, sem þeir höfðu nokkru sinni augum litið. Nú eru myndir af Carole á víð og dreif um4allar skipasmíðastöðvar þar vestra. Grein dr. Helga Pjeturss Framh. af bls. fimm. mesta tvísýna hefir á því verið, hvort hjer mundi takast að koma upp vitlífi, er gæti náð því stigi þekkingar, sem nauðsynleg er til framfarahæfs lífs. Og enn þá er nokkur tvísýna á að svo geti orðið. Jeg segi það satt, að mannkyni voru er hin mesta nauðsyn á að átta sig á sjálfu sjer, og yfirleitt, á tilgangi jarð lífsins. Og á því, að breytt verði samkvæmt þeim tilgangi. Þá fyrst, þegar það er gert, er ver- ið guðs megin en ekki andskot- ans — einsog komast mætti að orði. En meðan það er ekki gert, er verið á glötunarvegi, eins og vort mannkyn er ennþá/ Jeg var áðan að lesa í Heims- kringlu (Winnipegblaðinu), um hina ógurlegu meðferð Japana á stríðsföngum sínum, er svo er svívirðileg, að varla munu nokkrar þær hörmungar sem styrjöldin bakar mönnum, vera alveg eins ægilegar. Og það er ekki hægt annað en láta sjer koma í hug hvernig nokkru meiri þekking í heims- fræði — er svo mætti nefna — eðg nokkru meiri skilningur á lögmálum lífsins, mundi al- gerlega koma í veg fyrir að svo herfileg grimdarverk væru unnin. Því að enginn sem vissi það sem svo mikil nauðsyn er á að vera ekki ófróður um, mundi vilja skapa framtíð sinni þær ógnir, sem svo hrylli- leg breytni gagnvart öðrum óhjákvæmilega hefir í för með sjer. Þá mundi það einnig stuðla mjög að betri breytni, ef menn gætu gert sjer ljóst, hvað það er sem þeir fara á mis við með því að lifa hjer á jörðu niðurávið en ekki uppá- við. Mundu kvikmyndir sem bygðar væru á nokkru meiri þekkingu á lífinu en.þær sem enn hefir verið kostur á að sjá, geta orðið að miklu liði í þeim efnum. 16. apríl. Helgi Pjeturss. Svarti Pjetur og Sara og Duglegur drengur. ísak Jónsson þýddi og endursagði. ísafoldar- prentsmiðja h.f. gaf út SVARTI PJETUR og SARA er saga handa yngstu lesend- um. Söguhetjurnar eru börn og dýr. Sagan er fjörlega sögð og skemtilega og prýdd um 20 myndum til athugunar og ánægju fyrir unga fólkið. Af einhverri slysni hafa nokkrar prentvillur orðið í þessari bók. Það vita allir, sem til þekkjað hversu erfitt er að losna við þann ágalla, en hinsvegar nauð synlegt, ekki síður um barna- bækur en aðrar, að vandaður sje frágangurinn. Um hina bókina, Duglegur drengur, hefir betur til tekist að þessu leyti. Þar eru prent- villur sárfáar. í þeirri bók eru sex sögur handa börnum og unglingum, reyndar góður skemtilestur handa fullorðrfum líka, eins og góðar barnabækur eru alltaf. Sögurnar eru allar fallegar, vel sagðar og rösklega ísak Jónsson hefir, eins og kunnugt er, helgað ungu kyn- slóðinni alla starfskrafta sína. Með útgáfu þessara tveggja litlu bóka. hefir hann enn lagt sinn skerf til þess að gleðja og göfga unga lesendur. Hann hef- ir enn sem áður sýnt það, að nafn hans er full trygging þess, að um slíkt lesefni sje að ræða, Freysteinn Gunnarsson. — LÖGBERG Framhald af 6. síðu. Banna ætti með lögum að skíra’nokkurn bæ, eða stað, á landinu, Lögberg, annan en þann, sem hjer um ræðir. Það á að breyta tafarlaust því bæj- arheiti, sem eftir því hefir ver- ið nefnt í grend við Reykjavík. Það er óviðfeldið og í alla staði óviðeigandi að smábýli, eða kot, hjer og hvar um landið, væru látin heita Lögberg, eins og þar væru helgir þingstaðir, eða hlið himinsins. En við eigum að ganga svo frá umbótum á Lög- bergi á Þingvöllum, að allur heimurinn gæti öfundað okkur af þeim stað. Á sumardaginn fyrsta. G. D. Eftir Roberl Slorm -$x,*x$>3x$xSx$*í><SxSxíx$xJxsx$>^><$x§x$x§x$xéxí>€xJ>^x§xS>^x»xíxí>3xSx$x«xíxSxíx»,x. •> MAGCARÁ& /HOIHER ASCENDB TO THE ZOOF...THEN PROCEEDS TO THE ELEVATOR TOWER OP THE APJOININ6 BUILPINO Mascara: — Mamma, hvar get jeg falið mig? Lögreglan mun leita hjer fyrst af öllu ... Það verður að vera staður, þar sem þú getur haft sam- band við mig — fært mjer mat. Jeg má ekki láta sjá mig á götu í viku að minsta kosti. Móðirin: — Þetta er hræðilegt. Mascara: — Mamma, hverc eriu ao lara. Móðirin: — Bíddu hjerna. , Móðir Mascara fer upp á þakið og gengur áfram að lyftuturninum. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.