Morgunblaðið - 07.05.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.05.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. maí 1944 MORGUNBLAÐIÐ 7 Konungsskeytið. SKEYTI ÞAÐ, er forsætis- ráðherra barst á föstudagsmorg un síðastliðinn frá Kristjáni konungi Tíunda, hefir verið al- ment umræðuefni manna á meðal síðan. Mönnum fellur það yfirleitt illa, að þetta skyldi hafa komið fyrir, ein- mitt nú, þegar líður að því, að hið aldagamla stjórnmálasam- band milli þjóðanna er að líða undir lok. Fullyrða má, að allar þær aldir, sem sambandið hefir staðið, hefir samúðin með Dön- um aldrei verið almennari hjer á landi, en hún er nú. Ber margt til þess. Islendingar hafa átt meiri skilningi að mæta í Danmörku en áður. Margir Danir, mjer er nær að halda, mikill hluti þjóðarinnar, hafa skilið til fulls sjálfstæðismál okkar, skilið, að best færi á því, að við yrðum að fullu og öllu sjálfstæð þjóð, í samfjelagi annara Norðurlandaþjóða. Síðan Danmörk var hernum- in, hefir samúðin með dönsku þjóðinni enn aukist hjer á landi. Með mikilli hluttekning er hjer fylgst með þeim margháttuðu þrengingum, sem Danir hafa átt við að búa. Og það er innileg ósk Islendinga, að danska þjóð- in endurheipiti sem fyrst fult frelsi sitt, og fái notið sín sem best í framtíðinni. Samúð hefir ríkt hjer mikil, með hinum virðulega danska konungi, sem þrátt fyrir háan aldur og marga raun, hefir staðið í fylkingarbrjósti danskra föðurlandsvina, sem sönn hetja á þeim vígstöðvum. Misskilningur. ÞAÐ VAKTI því furðu og snerti margan illa meðal íslend inga, þegar boðskapur hans birtist hjer, þar sem hann seg- ir, að hann geti ekki viðurkent, a. m. k. ekki á meðan herir fram andi þjóða sjeu í Danmörku og á íslandi, að breytt verði hjer um stjórnarhætti. Af hvaða toga, sem það kann að vera spunnið, þá gætir þess mis- skilnings í þeim boðskap, að það sje á nokkurn hátt á valdi Kristjáns konungs Tiunda. hvort hjer sje stofnað lýðveldi eða eigi. Það kann að þykja óviðkunnanlegt að fetta fingur út í aðgerðir hins óskeikula konungs. En hjá því verður ekki komist. Því eins og margt viðurkent er, m. a. af forseta Bandaríkjanna, þá er það frum rjettur ■ fullvalda þjóða, að ákveða sjálfar stjórnskipun sína. Við veljum okkur lýðveld ið. Þetta er aðalkjami málsins. Honum verður ekki haggað Boðskapur konungsins brevtir því í engu, eins og ríkisstjórnin og forystumenn stjómmála- flokkanna hafa rjettilega og skilmerkilega tekið fram. Vinfengi viö Dani KONUNGUR mintist á það í orðsending sinni til ísleneku þjóðarinnar, að ef stofnað verði íslenskt lýðveldi, eins og ákveð ið hefir verið, þá muni það spilla vinfengi milli dönsku og islensku þjóðarinnar. Að svo komnu máli verðum við að líta svo á, að hann hafi rjett fyrir sjer. Eru það að vissu leyti bæði sorgleg og óvænt tíðindi. En við íslend- ingar verðum að þola það. Því REYKJAVÍKURBRJEF heldur viljum við missa af því, í hreinskilni sagt, en tína sjálf- um okkur, með því að hverfa frá þeirri stefnu í sjálfstæðis- og framtíðarmáli þjóðarinrtar, er við höfum tekið. Orðsending konungs breytir sem sje engu, eins og þegar hef- ir verið yfir lýst. En hún getur skapað leiðindi i framtíðinni. Og gert erfiðara um þau vin- samlegu viðskifti milli Islend- inga. og Dana, sem við höfum gert okkur vonir um. Þetta kann að verða til þess að mönn- um hætti til' að rifja upp fyrri viðskifti þjóðanna, sem ann- ars hefðu vel mátt liggja í þagnargildi. Því af viðskiftum íslendinga við forfeður núlif- rndi Dana varð jafnan sein- tekinn gróði, svo ekki sje dýpra tekið í árinni. , Atkvæðagreiðslan. EF konungs-orðsendingin hef ir yfirleitt nokkur áhrif hjer'á landi, verða þau í þá átt, að( þoka mönnum fastar saman um atkvæðagreiðsluna. Þar er að nokkru ieyti vísað til þjóðar- viljans. Menn finna betur en áður, að best fari á því, að hann komi fram sem eindregn- astur. Hugsanlegt var, að enn eimdi eftir af þeim deyfingjahætti Frónbúans, að segja sem svo. að ekkert munaði um sitt eina atkvæði. Og svo yrðu einstak- lingarnir helst til margir, sem hugsuðu þannig hver fyrir sig. En hættan á að þessi forna ætt- arfylgja okkar geri vart við sig, hverfur skyndilega, þegar það kepiur greinilega í ljós, að þjóðin þarf á þessari sinni ör- lagasíund að sýna einhuga, ein- beittan viija sinn. Hverjir vinna metið? Á ÞESSARI kepninnar og meta-öld er eðlilegt að menn hafi hug á, að vinna metið í atkvæðagreiðslunni 20.—23. maí. Hvar verður þáttakan mest, að tiltölu við kjósenda- fjölda: I hve mörgum hreppum á landinu, t. d., koma öll at- kvæði fram, sem til eru? Hvar 6. maí 1944 frá konungi, frjettist um einn Islending, er gekk hjer um göt- ur borgarinnar með gleðibros á vör, og spurði þá sem hann hitti, hvort þeir gætu nú hugs- að sjer að þjóðin hjeldi áfram sjálfstæðismáli sinu. Þetta væri uppreisn gegn konunginum! En honum, þessum eina manni, datt ekki í hug, hvað væri nið- urlæging þjóðar sinnar. Vegfarendur, sem heyrðu til mannsins og sáu hann. aumkv- uðu hanr,. Sumir reyndu lítils- háttar að tala við hann. Aðrir gengu þegjandi fram hjá hon- um — eins og vofu, sem ekk- ert samband hefði við raann- lífið. Fyrir hundrað árum gerðist sá sorglegi atburður hjer á landi, að fuglategund eirmi var útrýmt úr heiminum. Geir- fuglinn hvarf úr sögunni. Og svo fer um þenna geirfugl. Hgnn hverfur. Ekki fyrir til- verkna'ð annara manna. Hann lognast út af af sjálfu sjer. 100 ár. ..ÞAGNIÐ, dægurþras og ríg- ur“, sagði Hannes Hafstein á 100 ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar. Þá mintist þjóðin frels- ishetju sinnar, og eignaðist þjóðhátíðardag sisn, 17. júní. í ár, 40 árum eftir að við fengum innlenda þingræðis- stjórn, höldum við annað 100 ára afmæli forsetans, og það með eftirminnilegri hætti. Þvi nú, þegar íslenskt lýðveldi verður stofnað, eru liðin 100 ár síðan ísfirðingar kusu Jón Sig- urðsson á þing. Á þessum merkilegu tímamót um er margföld ástæða til að undirstrika orð skáldsins, stjórn málamannsins og hugsjóna- mannsins, Hannesar Hafstein, að enn skuli þagna dægurþras og rígur milli manna og flokka, á meðan þjóðin gengúr óskiít að lýðveldisstofnuninni. Viðkunnanlegt væri það, ef ekki blátt áfram nauðsyn, að greiða allir kjósendur atkvæði? i dregið yrði svó úr þrasinu á Jeg er viss um, að margir þessari stund þjóðaræfinnar, hugsa sjer að láta sitt hrepps- fjelag, sitt sýslufjelag, verða í enn orðið fyrir sömu hörm- ungum, sem aðrar þjóðir, höfum ekki lært, sem aðrir, að leggja líf og fjör í sölurnar fyr- ir frelsi og framtíð. Sú skoðun er til meðal lands- manna. að við sjeum að ýmsu leyíi ver búnir undir sjálfstætt líf en við jafnvel vorum fyrir styrjöldina. Er sundrung og heimtufrekju m. a. kent um.. En þetta getur farið á annan veg. Það gæti faríð svo, að ein- mitt á næstu árum sæjum við fram á þá alvöru utan að, að okkur rynni örar blóðið til skyldunnar en nokkru sinni áð- ur, og þeir, sem telja sig kjörna til pólitiskra áhrifa. hættu meira og minna að leita uppi það versta í fari andstæðing- anna, snjeru við blaðinu og leituðust við að sameina, í stað þess að sundra, á þann hátt, að finna þau málefni, sem öll þjóð- in gæti safeinast uni og sækt- ust eftir að taka fyrst og fremst tillit til þess, sem best er og nýtilegast í hugarfari andstæð- inga sinna. Máske er þetta ekki annað en draumur, sem aldrei fær staðist í raunveruleikanum. En svo gæti farið, að öll fram- tíð okkar ylti á því, hvort sá draumur rætist eða eigi. Landgræðsía. FYRIR nokkrum dögum hjelt Skógræktarfjelag íslands sam- komu í Listamannaskálanum. Þar flutti Hákon Bjarnason skógræktarstjóri stutta ræðu. Lýsti hann í fám orðum hvern- ig miklar menningarþjóðir hafa liðið undir lok, eða komist á vonarvöl, vegna þess að gróð urmold landanna hefir eyðst. Benti hann á bæði ný og göm- ul dæmi úr sögunni, máli.sínu til sönnunar. Hann hefir nokkur undanfar in ár lagt stund á acj rannsaka sögu hins íslenska gróðurlend- is, frá þvi landið bygðist. Slíkar rannsóknir eru mjög nytsamar. Þar kemur æ betur í ljós, að saga þjóðai'iimar er samtvinn- uð sögu gróðurlendisins, og verður ekki skilin til fulls, tölu þeirra, sem mesta hafa hlutdéild í atkvæðagreiðslunni. Þetta er sögulegur atburður. Sagan mun geyma það vel, hvar atkvæðagreiðslán verður best. Tveir öanir. NÝLEGA frjetti jeg úr einu kjördæmi Norðanlands. Þar eru búsettir einir tveir Danir, sera hafa kosningarjett. Þeir -eru báðir eindregnir lýðveldissinn- ar. En þeir hafa sagt: Við erum smeykir við að greiða atkvæði. Því ef að fram koma við taln- ingu atkvæðanna tveir nei- kvæðir seðlar á öllu landinu, þá er hugsanlegt að einhverjar illar tungur kenni okkur um þá. Þar í sveit er það sem sje talinn sem veikur möguleiki, að mótatkvæði kunni að finn- ast ein tvö, þegar atkvæði allr- ar þjóðarinnar verða talin. Einn Islendingur. DAGINN sem skeytið kom að mynduð yrði samstjórn í ,!j! landinu, er hefði sem víðtæk astan þingmeirihl. að baki sjey. Meðan hjer er stjórn, án þing- stuðnings, vegna þess, að þing- flokkar geta ekki kornið sjer saman, verður miður trúað á þjóðareiningu út í frá um lýð- veldismálið. Þörfin fyrir þing- ræðisstjórn hefir aldrei verið augljósai'i en nú, frá þessu sjón armiði. Auk þess er engum blöðum um það að fletta, að ríkisstjórn án þingstuðnings, hvernig sem hún er skipuð, getur ekki Ieyst aðkallandi vandamál á sviðum fjármála og atvinnuvega. Al- menningur í landinu myndi taka þvi vel, ef nú yrði undinn bráður bugur að því að efna til nýi'rar stjórnarmyndunar. Framtíðin. VIÐ ÍSLENDINGAR óttumst afleiðingar styrjaldarinnar. Og við höfum ástæðu til þess. Við erum að ýmsu leyti vanbúnir undir þá erfiðleika, er þá þarf að yfirstíga. Við höfum ekki landgæði hafa gifurlega gengið saman. Fyrr á tímum var eldfjöllum og öðrUm náttúrufyrirbrigðum kent of mjög um landspjöllin, er hjer hafa orðið. Öskugos eld- fjallanna koma að vísu til greina og hraunflóð að nokkru leyti, þegar rætt er um, hve bygðin hefir færst saman og sveitir farið í auðn. En alt eru það smámunir hjá því, sem gerst hefir af mannavöldum eða ágangi búfjár, þó náttúfu- öflin reki jafnan smiðshöggið á eyðilegginguna. Hákon skógræktarstjóri held ur því fram, að gróðurlendi ís- landi hafi á landnámsöld verið um 34 þúsund ferkílómetrar, eða um % af flatarmáli lands- ins, og helmingur þess, eða. 17 þúsund ferkílqmetrar, birki- skógur. Hann áætlar, að gróð- urlendið sje nú helmingi minna eða um 17 þúsund ferkilómetr- ar. eða álíka víðáttumikið alt, eins og skóglendið var þá, og þetta gróðurlendi, sem órækt- að er, sje helmingi kostadrýgra en það var upprunalega. Skógræktarfjelag íslandS fieí ir ákveðið að efna til sjóðsstofn unar til styrktar landgræðslu. Samtökin utan um sjóð þenna eiga að vinna að því, að upp- græðsla eyddra landa verð.i aukin að miklum mun, og varn ir ■ efldar gegn áframhaldancli eyðing landsins. Það þykir hlýða, að efnc. til samtaka einmitt á þessu vori. Og með tilliti til þessa hug- sjónamáls alþjóðar, um iand- græðslu og lanavernd, valdi neínd lýðveidiskosninganna merki sitt. Óvíðfeldin blaðaskrif. .RITSTJÓRI Tímans, • Þórarinn Þórarinsson, eyðir allmiklu rúmi í biaði sinu í langhund um það, að lýSræði sje best borgið með þvi, að aínema hlut fallskosningar. Það hlýtur að vera ákaflega þreytandi fyrir hugsandi menn í Framsóknai - flokknum, að horfa upp á slík- an málflutning. Og mikil óvir'ð ing er flokksmönnum gerð, neð því að ritstjóri blaðs þeirra skuli með þessu sýna, hve iítiLs hann metur dómgréind flokks- •manna sinna. Síðan hlutfallskosningar voru teknar upp, og á það bent, í eitt skifti fyrir öll, að með því rnóti væri besta tryggingin fer.gin fyrir rjetti kjósenda til þátt- töku i fjelags- og stjórnmálum, hefir þetta kosningafyrirkomu- lag fengið sífelt meiri og al- mennari viðurkenningu. En afturhald 1 ýmsra landa hefir staðið gegn þessu, eins og við er að búast. En það er eindreginn vilji út- Ef það er eindreginn vilji úí- gefenda Tímans, að merkja flokk sinn sem eindreginn mál- svara afturhalds, þá er eðlilegt að ritstjórinn haldi áfram a3 skrif a greinar um skaðsemi hlutfallskosninganna. Hann ma það fyrir mjer. En ekki verður hjá því komist að benda á það brennimark, sem hann óður og uppvægur vill láta skarta a flokki sínum. Tvístirnið sloknaðþ NÝLEGA hafa tvö vikublöo horfið úr umferð, Þjóðólfur og ísland. Fyrst var Þjóðólfur endurvakinn. Síðan sprakk ís- landið út úr bonum. Nú eru báðar þessar stjörnur sloknað- ar. Hvorug var skær. Sagt er að Þjóðólfur hafi dáið úr leið- indum. En upp af honum á að rísa skemtilegra blað, að sagt er. Jónas Guðmundsson, spá- maður Alþýðublaðsins talinn líklegástur ritstjóri. Um sama leyti og Ijós þessi hurfu af „festingunni", sagði Árni Jónsson frá Múla sig úr bæjarstjórn Reykjavíkur. Úr- sögn hans var samþykt neð samhljóða atkvæðum. Fyrsti vara- b æjarfulitrúi Sj álfstæðis- flokksins, Gísli Guðnason, tek- ur hans sæti. Peumg-agjöf. — Kvennatíeiid Slysavarnafjelagsins í Hafnar- firði hefur borist peningagjöf að upphæð 1000 krónur frá frú Vilborgu Þorvaldsdóttur og börn um, Gunnarssundi 3, Hafnar- firði, til minningar um 65 ára afmæli manns hennar, Guð- mundar Guðmundssonar, sem fórst með vjelbátnum Erni. Fyr- ir þessa veglegu gjöf færum við gefendunum bestu : þakkir. — Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.