Morgunblaðið - 07.05.1944, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudag-ur 7. maí 1944
að verða vör við, að jeg var
stöðugt elt. Það var altaf ein-
hver á eftir mjer, hvert sem jeg
fór. Ekki altaf sami maðurinn,
en altaf einhver. Þetta gerði
mig mjög órólega. Jeg vissi ekki
hvað jeg átti að gera. Oft“,
sagði hún og leit til Redferns,
„oft var jeg að því komin að
segja þjer frá því, en jeg þorði
það ekki. Jeg vissi að þú mynd
ir verða reiður og fara til
Franks, og var hrædd um, að
eitthvað myndi ske“.
„Jeg vildi“, sagði Redfern
hægt, „að þú hefðir sagt mjer
það“.
„Hvað fór þessu lengi fram?“
spúrði Barney.
„Þar til um það bil viku áður
en jeg fór“.
„Þá hætti það áreiðanlega?11
„Já, áreiðanlega. Jeg var þá
orðin leikin í að koma auga á
skugga minn. Og auk þess —
hringdi Frank í mig. Hann sagð-
ist vita, að jeg hefði nú ákveð-
ið að giftast Redfern og hann
yrði að finna mig. Jeg hygg, að
hann hafi þá verið búinn að
komast að því, sem hann vildi.
Jeg sagði honum að það væri
ómögulegt, og við hefðum ekk-
ert meira hvort við annað að
taía. Hann var ruddalegur og
ógnaði mjer, svo að jeg skelti
heýrnartólinu á. Svo fjekk jeg
brjef frá ' honum, einum eða
tveim dögum seinna. ar var
hann fullur iðrunar. Hann sagð
ist þurfa að ræða við mig á-
ríðandi mál, og ef jeg aðeins
vildi tala við sig, skyldi hann
haga sjer vel. Hann sagðist
gera sjer fullkomlega grein fyr
ir, að hann hefði haft rangt fyr
ir sjer, og sagðist nú aðeins
óska þess, að jeg yrði hamingju
söm. Auðvitað“, sagði hún, og
brosti lítið eitt, „hefði jeg bátt
vita bétur, þar sem jeg þekti
Frank. En jeg kendi í' brjósti
um hann. Hann virtist svo iðr-
andi — eins og lítill drengur,
sem hefir gert eitthvað af sjer
— svo að jeg skrifaði honum og
sagðist verða heima á föstudags
kvöldið. Hann gæti komið þá
um níu-leytið“.
Redfern stóð upp og gekk
fram og aftur um herbergið.
Síðan staðnæmdist hann bak
við stól Stellu, og greip svo hart
utan um stólbakið, að hnúarnir
hvítnuðu.
„Og þá komum við að föstu-
dagskvöldinu“, sagði Barney.
Hún kinkaði kolli. Hún var
föl í andliti og dökkir baugar
fyVir neðan augun. Barney
brosti uppörfandi til hennar.
„Það er ef til vill ekki svo
slæmt“, sagði hann. „Þjer verð
ið aðeins að rnyna að muna eftir
hverju smáatriði — öllu —
hvort sem þjer teljið það mik-
ílvægt eða ekki. Mál þetta
stendur og fellur á smáatrið-
unum“.
Hún kinkaði kolli.
„Jeg skal reyna“.
„Það er ágætt. — Hvenær
komuð þjer heim úr búðinni?“
„Jeg kom heim á milli kl. 6
og 6V2. En jeg kom ekki beina
leið heim úr búðinni. Það var
gamall maður í Lafayette Street
sem hringdi til mín, — Kínverji
sem jeg hafði verslað mikið við.
Hann hafði ákveðið að selja
koparstungu, sem hann átti, og
jeg hafði mikinn áhuga á, og
þar eð jeg var hrædd um, að
hann kynni ef'til vill að sjá sig
um hönd, fór jeg strax til hans.
Jeg kom þangað um kl. 3%. Þá
strax var, hann orðinn á báðum
áttum, svo að það tók mig lang
an tíma og mikla mælsku að fá
hann til þess að taka við pen-
ingunum. Jeg þorði ekki að
skilja koparstungurnar þar eft-
ir, þar til daginn eftir, því að
þá gat hann aftur hafa skipt
um skoðun. Jeg náði því í
dreng til þess að hjálpa mjer, og
í fjelagi pökkuðum við kopar-
stungunum inn og komum þeim
út í bílinn. Upphaflega ætlaði
jeg með myndirnar í búðina, en
þar eð klukkan var orðin nær
séx, ákvað jeg að fara með þær
heim“.
„Og síðan?“
„Þjer viljið fá hvert smáat-
riði?“
„Já“.
„Þegar jeg kom heim, fór jeg
í bað og hafði fataskipti. Síðan
setti jeg á mig svuntu og lagaði
mjer kvöldverð. Veðrið var of
vont til þess að fara út aftur til
þess að borða, og jeg átti eitt-
hvað snarl í ísskápnum. A með-
an maturinn var að sjóða, fór
jeg og leit á það, sem jeg hafði
keypt. Jeg var mjög hreykin af
að hafa náð í koparstungur þess
ar og skemti mjer í hálftíma,
eða svo, við að skoða þær. Síð-
an borðaði jeg kvöldverð og
lagði mig út af, dálitla stund
og lauk svo við að klæða mig.
Um níu-leytið kom Frank.
„Svo hann kom kl. 9?“
„Já, jeg var rjett búin að líta
á. klukkuna og hugsaði með
mjer að nú færi hann sennilega
að koma. Jeg var dálítið óró-
leg og vildi ljúka þessu af. Og
þá var dyrabjöllunni hringt.
Jeg fór til dyra, það var Frank.
Hann var allur snjóugur. Hann
fór úr frakkanum frammi í for-
stofunni og hristi af honum snjó
inn. Hann sagðist hafa gengið
frá neðanjarðarstöðinni og hríð-
in væri nú að aukast — eða
eitthvað á þá leið. Síðan geng-
um við inn í stofuna. Hann stað-
næmdist fyrir framan arininn,
til þess að hita sjer. Hann virt-
ist vera í góðu skapi.
Jeg spurði hann, hvoft hann
vildi eitthvað að drekka. Hann
kvað já við, svo að jeg helti
vínblöndu í tvö glös. Síðan töl-
uðum við saman dálitla stund,
— um daginn og veginn“.
„Munið þjer nokkuð um,
hvað þjer töluðu helst?“
„Við skulum nú sjá. — Jeg
sagðist hafa sjeð í blöðunum,
að hann ynni stöðugt að Masson
málinu, sem virtist mjög um-
fangsmikið mál. Harin var mjög
ánægður að sjá, sagðist hafa
Tom Masson í vasanum, fá mik
il ómakslaun fyrir að vinna
málið.
„Sagði hann nokkuð, er bent
gæti í þá átt, að hann hefði ætl
að að draga sig út úr málinu?“
Hún hló.
„Draga sig út úr málinu? Tíu
viltir hestar hefðu áreiðanlega
ekki getað dregið hann þaðan.
Hann var ákaflega metorðagjarn
og var ekki í nokkrum vafa um
að vinna mál þetta“.
„Þjer vitið sennilega, að hann
var nje|5 brjef Sophíu gömlu
Masson í vasa sínum?“
„Já, hann sýndi mjer það“.
„Hann — sýndi yður það?“
„Já, vissulega. Hversvegna?“
„Það var ekkert. En það get-
ur verið, að það sje mikilvægt.
Þjer eruð vissar um, að það hafi
ekki verið afrit?“
“* „Já. Hann ^agðist ætla með
það til rithandarsjerfræðings
— jeg man ekki hvað hann heit
ir — þegar hann færi frá mjer“.
„Horatio Gower?“
„Já, einmift".
„Jæja. Hann sýndi yður brjef
ið. Hvað gerði hann svo við
það?“
„Hann stakk því í brjóstvas-
ann“.
„Frú Redfern — jeg vildi, að
þjer vilduð athuga þessa spurn
ingu mjög vandlega. Haldið
þjer að nokkur möguleiki hafi
verið á því, að Frank Vaughan
hafi haft í hyggju að selja Tom
Masson?“
„Jeg þarf ekkert að athuga
það. Jeg veit, að sá möguleiki
var ekki til.“
„Setjum svo, að honum hafi
‘ekki verið búið að detta það í
hug, þegar hann talaði við yð-
ur. Haldið þjer að hægt hefði
verið að telja hann á það, múta
honum til þess, seinna?“ *
Hún horfði forvitnislega á
hann.
„Jeg veit ekki við hvað þjer
eigið. En jeg veit þetta: í einka-
málum sínum var Frank frem-
ur óábyggilegur. Hann var mik-
ill skapmaður, og vissi ekkert
hvað hann gerði, þegar hann
var reiður. En í öllum em-,
bættismálum var hann gjörheið
arlegur. Hann hefði ekki fremur
getað selt en . . ja, hann hefði
als ekki gert það. Sumir eru
þannig gerðir“.
vmralcsBó
Mærin á glerfjállinu
Æfintýr eft-ir Jörgen Moe.
1.
EINU SINNI VAR MAÐUR, hann átti engi, sem var
hátt uppi í hlíð, og á enginu var heyhlaða, sem hann
geymdi heyið af enginu í. En það hafði ekki verið mikið
í hlöðunni þeirri síðustu árin, því hverja Jónsmessunótt,
þegar átti að fara að slá og grasið var orðið vel sprottið,
þá bar svo við, að alt engið var uppnagað, eins og gengið
hefði á því fjöldi fjár dögum saman. Þetta kom fyrir einu
sinni og það kom fyrir aftur, en svo varð maðurinn leiður
á þessu, og sagði við syni sína, en af þeim átti hann tvo,
— að nú yrði annar þeirra að gæta engisins um J'óns-
messunóttina, því sjer fyndist alveg ógerlegt að láta jeta
upp alt þetta indæla gras fyrir sjer enn'eitt árið. — Nú
varð að gæta vel að, sagði maðurinn.
Jæja, nú vildi sá eldri fara að gæta engisins, og hann
hjet Páll. Hann sagðist skyldu gæta þess, að ekki vrði
bitið upp alt engið, gæta þess svo vel, að hvorki menn,
skepnur, nje skollinn sjálfur fengi eina einustu hey-
tuggu. Þegar leið að kvöldinu, labbaði Páll sig út á engið
og settist inn í hlöðu, en þar fór hvorki betur nje verr fvr-
ir honum en að hann sofnaði, en þega'r skamt var liðið á
nóttu, kom svo mikill jarðskjálfti með braki og brestum,
* að Páli varð ekki um sel og tók til fótanna eins hratt og
hann komst, hann þorði ekki einu sinni að líta við, og
auðvitað var ekki stingandi strá eftir á enginu um morg-
uninn, frekar en vant var.
t
Næsta Jónsmessukvöld sagði bóndinn aftur, að það gæti
ekki gengið að missa svona heyið af enginu ár eftir ár,
og nú væri ekki um annað að gera, en að yngri sonurinn,
hann Pjetur, vekti yfir enginu þessa nótt. Páll, eldri bróð-
irinn, hló að honum, þótt honum hefði farist varslan
óhönduglega árið áður.
,,Ja, ekki held jeg að þú getir mikið gætt engisins“,
sagði hann glottandi.
„Aldrei gæti jeg þess þó verr en þú gerðir“, svaraði
Pjetur, og af stað hljóp hann, því það var farið að kvölda-
og skuggarnir,að lengjast í dalnum. Fyrst fór hann inn
í hlöðuna og lagðist þar út af, en þegar litil stund var
liðin, byrjaði að braka og bresta, svo honum fanst það
ekki beinlínis skemtilegt. — Verði það ekki verra, get
jeg sjálfsagt þraukað hjer, hugsaði hann með sjer. Rjett
á eftir tók til brakið aftur og kom jarðskjálfti slíkur, að
Pjetur hjelt að hlaðan ætlaði að hrynja yfir hann. — O,
ætli jeg þrauki ekki, ef þetta versnar ekki mikið, hugsaði
Tfttö nrnohjqÁj/rJzo^Á^njLL
„Flýttu þjer á fætur, Adolf,
mjer heyrðist það vera komin
i'otta inn í herbergið“.
„Hvað kemur það mjer við,
heldurðu að jeg sje köttur“.
★
Það var eitt sinn í Englandi
maður, að nafni John Ewens.
Seinustu ár æfi sinnar barðist
hann við að gera sig fátækan, en
það tókst ekki. Hann byrjaði
með því að gefa aleigu sína,
.54 miljónir, til ýmsra velgerð-
arstofnana og ætlaði svo að setj
ast á helgan stein, laus við allar
þær áhyggjur, sem auðæfi
valda mönnum. Tæpu ári síðar
kom það upp úr kafinu, að jöi'ð,
sem hann átti í British Guyana,
og hann hafði álitið einskisvirði,
var 9 miljóna kr. virði, sökum
þess að þar fundust kopai-nám-
ur. — Ewens losaði sig strax
við jörðina, gaf hana verkfræð-
ingi þeim, sem uppgötvaði nám-
urnar.
Skömmu eftir að Ewens hafði
losað sig við jörðina, erfði hann
tvær miljónir króna. Hann gaf
þær undir eins til barnahælis.
Nokkru seinna erfði hann aft-
ur 540 þús. krónur. Þann arf
gaf hann til sjúkrahúsa. —
Skömmu áður en hann dó, vann
hann 90 þús. krónur í happ-
drætti, sem stofnað hafði verið
til í góðgerðarskyni.
Ar
Skáldið: — Jeg fjekk tuttugu
krónur fyrir vorkvæðið mitt.
— Það var ágætt! Hvenær
kemur það út?
— Aldrei. Það týndist í póst-
inum, þegar Laxfoss strandaði.
En jeg var svo heppinn, að hafa
keypt ábyrgð á það, svo jeg
fjekk það borgað.
★
Forvitinn maður hitti dreng
með reiðhest í taumi.
— Hvert ætlar þú að fara
með þennan hest?
— Til dýralæknisins.
— Æ, lofaðu mjer að skoða
Hann. Jeg hefi vit á hestum.
— Gerðu svo vel.
Forvitni maðurinn skoðaði
hestinn í krók og kring, mjög
vandlega.
- Jeg fæ ekki sjeð að neitt
gangi að þessum hesti, sagði
hann loks.
• — Nei, hversvegna ætti eitt-
hvað að ganga að honum?
— Þú sagðist vera á leið til
dýralæknisins með hann.
— Já, það er satt, þetta er
reiðhesturinn hans.
★
í blaði einu var eftirfarandi
auglýsing frá rakara:
— Hjá mjer geta menn nú
fengið rakstur, hárklippingu og
hárfegrun. Aðeins fyrir karl-
menn. Konur og telpur verða
ekki afgreiddar, því að það
stendur í guðs orði að „það sje*
konum vansæmd að láta klipp
hár sitt“.
★
Hún: — Borðaðu nú ekki o:
mikið, Hans minn. Mundu eftir
Jxví, sem læknirinn hefir sagt,
að þú verðir að gæta hófs bæði
í mat og drykk.
Hann: — Hvern fjandann
varðar mig um læknii’inn. Held
urðu að jeg fari að svelta mig í
hel til þess að treina í mjer
lífið?