Morgunblaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 2
2 BIORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 18. maí 1944 Ðaglaanavetta Lðugarneskirkju Halldór Stefánsson, forstjóri, ritar um tillöffu um daglaunagjafir sóknarmanna til þess að fullgera kirkjuna- Frá þvl hefir verið skýi't í i)iöðunum, að á safnaðarfundi Laugarnesskirkju nýafstöðnum hafi ein af konum safnaðarins borið fram þá tillögu, eða öllu heldur tilmæli, að hver sókn- arbúi, sem fyrir kaupi vinnur, gæfi sem svarar einum dag- iaunum lil byggingár kirkj- unni. Er jafnframt svo frá skýrt, að ef alment væri fallist á tilmælin, þá myndi kirkju- byggingunni geta orðið langt til lokið fyrir það framlag. Talið er, að til sje fje til að húða veggi og turn kirkjunn- ar að utan; vantar þá fje til að búa innan kirkjusalinn. Um tvent er þá að velja fyr- ir sóknarbúa. Annað það, að kirkjusalurinn verði ónothæfur máske árum saman — hver veit hvað lengi. Hitt annað, að sókn arbúar gjöri af frjálsum vilja stórt og einhuga átak, samkv. tíílögunni, til að Ijúka kirkju- byggingunni. Þetta eru ólíkir kostir, báðir erfiðir að vísu, en aðeins annar góður. Það er sá kosturinn, að gjöra hið samhuga einingar- átak. Hann kostar e. t. v. sjálfs- afneitun, en veitir jafnframt varanlega ánægju og gleði, þá ánægju, sem því er samfara að leggja starfandi hug og hönd að nytsömu og nauðsynlegu verki, Ætla má, að fáir þeir, sem með nokkru xhóti eiga þess fjármunalega kosti, muni láta sinn hlut eftir liggja, enda þótt það kosti e. t. v. sjálfsafneitun / um eilthvað annað, sem hug- urinn hefir girnst, en sem veit- ir e. t. v. aðeins stundar gleði. Hinn óvirki koslur er a. m. k. ekki jafngóður. Sóknarbúum hlýtur að vera það til leiðinda og ama, aS kirkjan standi þannig' glæst að ytri sýn, en óbúin að innan og kirkjusalur- inn ónolhæfur. Hið ólokna verk liggur eins og farg á hug- um manna svo lengi sem kirkju salurinn verður óbúinn innan, og þó til einskis ljetlis fjár- munalega, því fyr eða síðar hlýtur söfnuðurinn að leggja fram það fje, sem á vantar til að ljúka kirkjubyggingunni. Fyrnefnd tillaga um framlag dagkaups til kirkjubyggingar- innar er því jafn hagsýn fyrir sóknarbúa, sem hún er hug- kvæm og hagnýt fyrir kirkju- bygginguna. Kunnar eru svokallaðar „velt ur“ til fjáröflunar. Fara þær fram þannig, að hver þátttak- andi í veltunni skorar á einn eða fleiri til þátttöku. Jeg hef gefið tillögunni, sem getið var í Upphafi, nafnið: Daglauna- velta Laugarncsskirkju. En hún er að því leyti frábrugðin hin- um tíðkuðu „veltum“ að hún er frjáls þar sem þær eru bundn ar og nær að kalla þvingaðar. Hver og einn skorar aðeins á sjálfan sig, að láta ekki sinn eigin hlut eftir líggja. Þátttakan í Daglaunavellu Laugarnesskirkju er huglæg og óeigingjörn, en hún er þó ekki óvirk úl á við. Hugur hvers og eins, sem afræður að taka þátt í veltunni, vekur hugi annara til hins sama. Samhugur og eining er það afl, sem lyft hefir „grettistökum'' og flestu góðu hefir til leiðar komið. Jeg, sem þessar línur rita, hefi orðið fvr- ir hughrifum af tilmælum hinn ar umgetnu safnaðarkonu, og svo vænti jeg að sje um fleiri. Jeg er þess fullviss, að aðrir sóknarbúar eru ekki miður hrif næmir en jeg, og að hver og einn verður ánægðari, sem leyst hefir af sjer tilmælin í verki. Hugsun konunnar, sem tilmælin bar fram, orkar á hugi annara sóknarbúa og þannig þróasl og breiðist út hin frjálsa daglaunavelta Laugarncss- kirkju. Halldór Stefánsson. Skáíum sýndur flutj völlur setuliðsins ÁHUGI æskumanna á flug- málum kom vel fram snemma í vikunni, er skálum var sýnd- ur flugvöllur setuliðsins og mannvirki þau, sem honum eru t.engd. Frumkvæðið að þessu átli yfirmaður flughers Bandaríkja manna hjer, Tourtellot hers- höfðingi, sem tók opinberlega á móti gestunum á flugvellinum og fól síðan Sherrill H. Bacon úr flugráðinu að sýna hann. Með skátunum var Agnar Koefoed-Hansen lögreglustjóri og heiðursmeðlimur skátafje- lagsskaparins og túlkaði hann fyrir þá. Skátarnir, sem voru frá 8— 19 ára aldurs, virtust ekki þurfa túlk til þess að láta í ljós gleði sína yfir því, sem fyrir augum bar. Var þeim lofað að skoða nokkrar flugvjelategund ir og var gerð þeirra og út- búnaði lýst fyrir þeim. Hámark ferðarinn var það, er, átta mjög duglegir skátar fengu að fljúga í einní af flug- vjelum íslenska flugfjelagsins. Verslunarfyrirfœki gefa S. í. B. S. SAMBANDI íslenskra berkla- sjúklinga hefir síðustu daga bQrist höfðinglegar gjafir frá verslunarfyrirlækjum og ein- staklingum. Frá Hallgrími Benediktssyni & Co. 10 þúsund krónur, frá Kaupfjelagi Eyfirðinga, Akur- eyri 10.000 kr. og frá Einari Ey- jólfssyni til minningar um veru hans á Vífilsstöðum 1000 kr. Frá H. J. 1500 krónur. I smærri gjöfum kr. 1060,00. Hefir þvi vinnuheimilissjóði S.I.B.S. borist á skömmum tíma 23.560 kr. að gjöf. Hershöfðingi hand- tekinn. London í gærkveldi —: Bresk- ar strandhöggssveitir, sem gengu á land á Krít fyrir skömmu, handtóku þar þýsk- an herforingja, sem áður stjórnaði skriðdrekasveitum. Var hann fluttur til Cairo. 367 hafa kosið í UT ANKJÖRST AÐAKOSN - ING ' lýðveldiskosninganna í Hafnarfirði hófst 29. apríl s.l. Frá þeim tíma og þar til í gær- kvöldi höfðu 367 greitt atkvæði Af þeim, er greitt hafa atkvæði, eru 122 utanbæjarmenn og 245 innanbæjar. Upplýsingaskrifstofa kosning anna og kjörstofa eru í Gunn- arssundi 5, sími 9196. Opin dag lega frá kl. 10 til 10. Heimakosningar eru og í full um gangi og er fólk það, er kjósa þarf heima, beðið að láta skrifstofunni þegar í tje upp- lýsingar. Utanhjeraðsfólk kjósið strax. Munið að greiða atkvæði við báðar spurningarnar x já x já. Kjósið í dag. Hátíðahöld Norðmanna í gær Fangaskiffi London í gærkveldi. í DAG fóru fram í Barcelona á Spáni fangaskifti banda- manna og Þjóðverja. Var skiftst á um 1000 særðum her- mönnum og hjúkrunarliðum. Fangar þeir, er Þjóðverjar Ijetu af hendi, voru bæði bresk ir og frá Bandaríkjunum. — Þjóðverjarnir komu til Barce- lona á sænska skipinu Grips- holni, en hinir bresku og amer- ísku á farþegaskipinu Galathea. — Reuter. Svar fil Eiríks Kjer- úlfs læknls Kæri frændi! Jeg býst við því, að það sje jeg, sem þú átt við, þar sem þú segir í grein þinni í Mbl. að einhver maður, sem heitir Ei- ríkur, nefni sig Kjerúlf, og þú álítur að hann hafi slolið nafn- inu. Veit jeg ekki til þess, að sje um neina aðra Eiríka að ræða hjer, en mig og þig í Reykjavík, sem bera ættarnafn- ið Kjerúlf. Jeg veit um tvo aðra Eiríka, sem eiga Kjerúlfs nafn- ið alveg eins og við. Þeir eiga báðir heima austur á Fljóts- dalshjeraði og eru auðvitað ná- frændur okkar. Jeg fjekk þetta ættarnafn um leið og jeg kom í þenna synduga heim, alveg eins og þú, og síðan eru nú rúmt 41 ár. Faðir minn heilir Jörgen og er Kjerúlf. Faðir hans hjet Eiríkur Kjerúlf, bróðir Þor- varðar Kjerúlfs læknis og Þor- varður var faðir Eiríks Kjer- úlfs læknis. Faðir Þorvarðar læknis og Eiríks hje Andrjes Kjerúlf, og þá er maður nú kominn að ællföðurnum að þess ari Kjerúlfsætt hjer á landi, en það var Jörgen Kjerúlf læknir, sem var Norðmaður, bróðir Halfdan Kjerúlf tónskálds. Svo læt jeg þetla nægja, og vona að þjer sje nú ljóst, hvernig stendur á þessu Kjer- úlfs-nafni mínu, og að það sje ekki illa fengið frekar en þitt. Og að síðustu þetta: Við Kjer- úlfar, sem komnir erum í bein- an karllegg frá Jörgen Kjerúlf lækni, eigum sama rjett til þessa ætlarnafns. Með virðingu. Þinn einlægur frændi, Eiríkur J. Kjerúlf. vesturvígstöðvunum, I IÁTlÐAIH)LL) Norðmaima hjer í Reykjavík liófust kl. 8,30 með því að lagður var blómáveigur á leiði fallinna Norðmanna í Fossvogskirkju-. 1 garði. Gengu sjóliðar og hermenn fyrir göngunni undir fána, en blómsveig á leiði hinna föllnu lagði 9'. Haarde, símaverk- fræðingur og mælti hann nokkur orð: ,',17. maí minnumst við Norð menn og þeir sem eru af norsku bergi brotnir, frelsis- baráttunnar á Eiðsvelli 1814. ■— í dag 17. maí 1944, minn- umst við ekki aðeins for- feðranna. Við minnumst irm leið sjerstaklega þeirra er í núverandi styrjöld hafa látið lífið. Frá Norðmönnum á Is- landi legg jeg þennan blóm- sveig í viðurkeimingarskyni og sem þakklætisvott, til norskra sjómanna og her- manna' sem fóriiuðu lífinrr fyrir Noreg og frelsið og að. síðustu nutu hinnar hinstu livíldar hjer í kirkjugarðin- um‘ ‘. Fjöldi manna var saman kominn, auk manna úr sjó- og landher Norðmanna hjer,- Mik- ill fjöldi blóma barst frá Norð- mönnum og Noregsvinum. Klukkan 10 f. h. flutti vígslu biskup Bjarni Jónsson guðsþjón ustu í Dómkirkjunni. Var rík- isstjórn íslands meðal kirkju- gesta, en að lokinni guðsþjón- ustu gekk sendiherra Norð- manna Esmarck að altari og bað guð að varðveita konung og föðurlandið, en því næst var sunginn þjóðsöngur Norð- manna „Ja vi elsker“. SAMKOMA Norðmanna í Listamannaskálanum í gær var með hlýlegum blæ eins og hæf- ir þeim degi. Hvert sæti var skipað í hinum stóra sal, er at- höfnin hófst með því að S. A. Friid blaðafulltrúi bauð gest- ina velkomna, bæði Norðmenn og vini Norðmanna þá, er þarna voru saman komnir. Á fremstu bekkjunum í saln- um sátú hin prúðbúnu börn, er verið höfðu í barnaskrúðgöng- unni. Sum þeirra í þjóðbúning- um. S. A. Friid gerði með nokkr- um orðum grein fyrir mynda- sýningu þeirri, er opnuð var í skálanum um leið, og gefur út- sýn yfir margt um Noreg og norsku þjóðina bæði í styrjöld og á friðartímum. Næstur ræðumanna var Aug. Esmarck sendiherra, er ræddi m. a. um, að Norðmenn hjeldu 17. maí hátíðlegan hvar sem þeir hefðu frelsi til þess, þrátt fyrir hin sorglegu tíðindi, sem þeim bærust að heiman. Því þjóðhátíðardaginn hjeldu þeir hátíðlegan í þeirri vísu von, að þjóðin öðlist frelsi sitt að nýju. Sú von bygðist ekki á bættyi hernaðaraðstöðu bandamanna og væntanlegum lokaátökum á heldur á frelsisstríði og styrk Norð- manna sjálfra. Vjer Norðmenn, sagði sendi- herrann, höldum þjóðhátíð okk ar með öðrum hætti en ýmsar aðrar þjóðir, ekki með hersýn- ingum og sverðaglaum, heldur með skrúðgöngum barnanna, sem eiga að erfa landið og bera uppi merki þjóðarinnar. Er við, sagði hann, beinum huga vorum til þess manns, sem fremur en nokkur annar stendur sem eldkyndill þjóðar- innar, treystum vjer því, að hann á næsta þjóðhátíðar- degi megi heilsa barnaskrúð- göngunni í hallargarði sínum í Osló, Hákon konungur Nor- egs. Síðan las frú Gerd Grieg upp alt kvæði Björnstjerne Björn- son, „Ja vi elsker“. Var fram- sögn hennar snildarleg, á hinu mikla kvæði, sem altof fáir ís- léndingar hafa heyrt, hvað þá kunna. En síðastur ræðumanna var E. Meidell Hopp liðsforingi, er mintist þeirra Norðmanna, sem fallið hafa í styrjöldinni fyrir fjandmannakúlum, týnst af skipum eða í flugferðum. Þeir eru orðnir margir. En, sagði hann, svo er að orði komist, að ef þjóð á að halda lífi, þurfa einhverjir að kunna að deyja. Þeir Norðmenn, sem lifa þessa styrjöld, þakka hin- um föllnu hetjum fyrir fórn- arlund bg óbilandi kjark. Að endingu sagði hann fram kvæði Nordahls Grieg, er hann orti 17. maí 1940. Utvarpshljómsveitin ljek á milli ræðanna mikil tónverk eftir Joh. Svendsen og Grieg. Minnisblað fyrir Reykvíkinga ÞAÐ ER n.k. laugardag, sem atkvæðagreiðslan í lýðveldis- málinu hefst og eru þvi aðeins tveir dagar til stefnu. Reyk víkingar! Atkvæðagreiðslan fer hjer fram í Miðbæjarbarnaskólan- um. Hefst kl. 10 árd. Undir- kjörstjórnir mæti kl. 9. Bílaeigendur! Þeir bílaeigendur, sem ætla að lána bíla við atkvæða- greiðsluna hjer í bænum, eru beðnir að tilkynna það nú þeg- ar í skrifstofunni að Hótel Heklu (stóra salnum); sími 1453. Aukaskamtur af bensíni fæst fyrir notkun bílsins. Sjálfboðaliðar! Enn vanla sjálfboðaliða til aðstoðar á kosningaskrifslof- unni og eru þeir beðnir að koma til skráningar á Hótel Heklu. Þess er vænst, að at- vinnurekendur veiti því starfs- fólki frí frá störfum, sem vilja aðstoða við atkvæðagreiðsluna, Reykvikingar! Allir til starfQ næstkomandi laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.