Morgunblaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 12
12 Fimtudagur 18. maí 1944 kwp fil íslenskra sfúdenia NEFND SÚ, er kjörin var til þess að annast undirbúning undir II. landsmót íslenskra stúdenta dagana 17. til 18. júní næstk., leyfir sjer að beina þeirr'i áskorun til allra stú- denta á Islandi, hverja stjett eða stöðu, sem þeir kunna að. Skipa, að þeir vinni að því af alhug að styðja að einbeittri, einhuga og almennri sókn karla og kvenna að atkvæðagreiðslu þeirri, sem fram á að fara dag- ana 20.—23. maí, og gjaldi já- kvæði við niðurfelling sam- bandslagasamningsins og stofn un lýðveldis á Islandi eigi síðar en 17. júní næstk. Minnumst þess, að íslenskir mentamenn voru jafnan fremst ir í flokki í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Verum því samhuga og samtaka. Allireitt. f.jStjóm andirbónlngsnefnda? fandsmóts fsL stúdenta. Slýnxng N’orgmanna í liistamaxmaskálanum, ’JVý HæffBmerki í fyrra- kvöld Fáir menn eru á eins stöðugu ferðalagi seni stendur og fáir eru líka myndaðir eins oft og Rommcl hershöfðingi, sem á að hafa með höndur.x innrásarvarnir Þjóðverja. A þessari mynd, sem borist hefir frá hlutlausu landi, sjest Rommcl vera að skoða vígvirki við strendur At- lantshafsins. ræðslusíld- arverðið 18 kr.pr. mál ÁKVEÐIÐxhefir verið, að reka á næsta sumri síldarverk: cmiðjur ríkisins á Siglufirði. Raufarhöfn og Ilúsavík. Verðið fyrir hræðslusíhl verður sama og s.l. ár, 18 kr. fyrir málið. Einnig geta eig- endur síldarinnar lagt síldiná inn til vinslu, gegn kr. 15,80 greiðslu fy'TÍrfram. 2721 hafa kosið 2721 höfðu greitt atkvæði í gær. 361 neytti kosningarrjett- ar síns í gær. Hafa 1418 utan- bæjarmenn kosið og 1303 inn- anbæjar. í dag verður kosningaskrif- stofan opin hjá borgarfógeta í Arnarhváli frá kl. 1—4 og 5—7 e. hád. Herðið sóknina. Munið að greiða atkvæði við báðar spurningarnar x já x já. Nærsýsiumenn! Þið verðið að kjósa í dag, því óðum styttist timinn. í I’VKKATvVÖLD var gef- ið lia4tumerki hjer í bæn- um og stóð það yfir í 20 mín- útur. flefir ekki verið skýrt frá því hvar ókunnra flug- vjeia varð vart, en ekki sáust þær lijeðan úr bænum og eng- “urn- sprengjum var varpao svo vitað sje. Samkvæmt reglinn, sein gerð ar i iTrii kunnar í fyrra er ekki gefið hætturnerki urn loftá- rás, nema að vart hafi verið við að minsta kosti þrjár ílug- v.íelar, sem komnar eru iunan 75 kin. svæðis frá Reykjavík. SkemflkvoW GoH- klúbbsim STARFSEAII (íolfklúi)bs ís- 1 trids er nú í fullum gangi og mikill áhugi fyrir að iðka golfið eftir því sem veður batnar og önnur skilýrði. Ilafa þegar verið haldnir |>rír kappleikir á golfvellinum með mikilli J>átttöku og góð- um árangri. 1 ráði er að efna til skemti- kvölds innan klúbbsins í Golf- skálaiium næstkomandi föstti- dagskviild í tilefni -af Jxví að aamarstarfsemin er um að fær ast í fnilt fjör.1 Verðttr þar skýi-t frá úrslitum Jieirra kapp leikja, er Jiegar hafa verið háðir, en á eftir verður dans stíginn. Barist á götum Loyeng. London í gærkveldi —: Fregn- ir frá Chungking herma, að barist sje nú af miklum móði á götum kínversku borgarinn- ar Loyeng, og hafa Japanar txáð nokkrum hluta borgarinn- ar á sitt vald. — Þá er tilkynt í Chungking. að Kínverjar hafi nú aftur getað rjett nokuð hlut sinn á Peiping-Hankow járn- brautinni og hafa kafla af henni á sínu valdl að nýju. — Reuter. Knattspyrnuráð KNATTSPYRNURÁÐ REYKJAVÍKUR, sem er elsta íþróttaráð landsins, verður 25 ára þann 29. þ. m. og mun efna til nokkurra hátíðahalda í til- efni af þessu afmæli. Er svo til ætlast. að afmælishóf verði í Oddfellowhöllinni að kvöldi |>ess 30. þ. m. en 31. verður af- mæliskappleikur, sem fer fram með mjög nýstárlegum hætti. Almcnningur velur liðin. Afmæliskappleiknum verður “hagað þannig, að almennirígi verður gefinn kostur á að velja mennina í lið þau er keppa. — Munu blöð bæjarins nú eftir (helgina birta atkvæðascðla, sem menn geta fylt út og ákip- að þannig fult knatlspyrnulið. t Veita blöðin einnig viðtöku at- kvæðaseðlunum og koma þeim til knattspyrnuráðs, en þannig verða svo liðin skipuð, að sá maður, sem. flest atkvæði hlýt- ur í hvei'ja stöðu um sig, verð- ur í A-liöi, en sá er næst flest alkvæðin fær í B-liði. Kjósa má alla knattspyrnumenn. sem náð hafa aldri meistaraflokks- manna, og keppt í meistara- flokki á undanföi'num árum Verðlaunum heitið. Ef það kemur í ljós, eftir að alkvæði hafa verið talin og at- huguð, að einhver eöa einhverj- ir hafa skipað lið það sem að lokum keppir sem A-lið, alveg rjett á atkvæðaseðli sínum, veitir Knattspyrnuráð honum að verðlaunum tvö stúkusæti að öllúm knattspyrnukapp- leikjum sumarsins. Hafi fleiri en einn rjett skipuð lið, verð- ur dregið um, hver hljóta skal verðlaunin. Aðgangur að af- mæliskappleiknum verður ó- keypis fyrir alla. Viku frestur. Knattspyrnuráð veitir viku Efnir til afmæliskappleiks, þar sem al mennigur velur liðin frest til þess að skila atkvæð- unum, en þau verða að vera komin til blaðanna í síðasta lagi 29. maí. Úi'slitin verða svo tilkynt á afmælishófi ráðsins, en það munu sitja allir sem ver ið hafa í í'áðinu síðan það var stoínað, og sótt geta hóf þetta, en þeir munu nú vera um 30. Nýstárleg aðfei'ð. Það er engin vafi á því, að þetta fyi'irkomulag, að láta al- menning velja í kappliðin, vek ur mikla athygli og þátttaka veiður mikil, því knattspyrnan er eins og allir vita mjög vin- sæl íþrótt. En rjett er að taka það fram, að enginn kjósandi má senda nema einn seðil, og skal hann sendur í lokuðu um- slagi til einhvei's af dagblöð- unum hjer. Atkvæðisrjett hafa allir Reykvíkingar'. Þetta er rjettnefnd skoðanakönnun í knattspyrnu. Atkvæði verða því aðeins tekin gild að þau sjeu send á atkvæðaseðlum þeim, sem í blöðunum birtast. Framkvæmdaráð knattspyrnu- manna. Knattspyrnuráðið er raun- verulega framkvæmdaráð knatlspyrnumannanna og knattspyrnufjelaganna hjer í bænum. Það skipa nú fimm menn, einn frá hværju fjelagi, sem knattspyrnu iðkar, en I. S. í. skipar formann úr þeirra hópi. Formaður er nú Olafur Sigurðsson, fulltrúi Vals í ráð- inu, en aðrir fulltrúar ráðsins eru þessir: Gísli Sigurbjörns- son (frá Víking), Ólafur Hall- dórsson (frá Fram), Þorsteinn Einarsson (frá KR) og Guðm. Hofdal (frá í. R.) Fyrsta knattspyrnuráðið. Knattspyrnuráð það, er sett var á stofn 29. maí 1919, skip'- uðu þessir menn: Egill Jacob- sen, form., Erlendur Pjeturs- son, Pjetur Sigurðsson, Axel Andrjesson og Magnús Guð- brandssen. < Knattspyrnuráðið hefir unn- ið mikið og margþætt starf í þágu íþróttarinnar á þessum 25 árum og er ástæða til þess að þakka það. Mun svo verða í framtíðinni og myndi meira vera, ef það hefði frjálsari hendur, en nú er. J. Bn. Nýr kafflbælis- skamfur VIÐSKIFTARÁÐ hefir á- kvéðið að hverjum manni skuli verða afhcnt aúka kaffibæt- isskamtur frá og með 22. J>. mán. Kaffibæti fá menn g'egn af- liendingu stofnauka nr. 8, af núgildandi matvælaseðli. — Skamtur handa hverjum skal vera éitt stykki. Reitur Al, sem áður var gefið gildij sem innkaupsheim- ild fyrir 250 gr. kaffibæti, fellur* úr gildi að’ kvöldi 20. ]>. m. og er eftir J>ann tíma óheimilt að afgreiða úa á hann. Mæðradagurinn er í dag MÆÐRASTYRKSNEFND er í þann veginn að byrja sumar- starfið. Mun hún í dag láta selja blóm til ágóða fyrir starf- semi sína, eins og að undan- förnu. Verða blómabúðir bæj- arins opnar og rennur ágóði blómasölunnar til hins þarfa málefnis, sem fjársöfnun dags- ins er helguð. í fyrra og árin næstu á und- an, alt frá 1936 hefir nefndin styrkt börn og mæður til sum- ardvalar sjer til hressingar og heiisubótar. Og því meira fje, sem safnast nú, þeim mun fleiri geta notið þessa. — Allir geta hjálpað til, með því að kaupa mæðrablómið, — eða blóm í blómaverslununum — þót fc hvers sje ekki stór, þá safnast, þegar saraan kemur. Norðmenn semja við bandamenn sína Frá norska blaðafuJK trúanum: NORÐMENN hafa undir- ri'tað samning við Breta, I íandaríkjamenn og Rússa, þess efnis, að yfirherstjónt Bandamanna hafi alla stjóra liorgaralegra mála og dóms- vald á landssvæðuin J>eim í Noregi, sem leyst vcrður und- an valdi óvinanna, meðan henf aðarnauðsyn krefur. Síðan’ tekur ríkisstjórn Norðmanna, sem nú situr í London, við’ ollúm yfirráðum og skuldlúndi ur sig t il að. berjast með Banda mönnum, þar til yfir lýkur. Samskonar samningar hafa verið gerðir við Holland og Belgíu, og búist er við. að frjálsir Frakkar gerist einnig bráðlega aðiljar /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.