Morgunblaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 18. maí 1944 itidMtofrffe f TItg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Land- Reykvíkingar! ÞEGAlt Morgunblaðið kemur út næst, verður fyrsti kjördagurinn upp runninn. Kjördagarnir eru alls fjórir, sem kunnugt er, þ. e. laugardagur, sunnudagur, mánu- dagur og þriðjudagur (20. til 23. maí). Þótt kjördagarnir sjeu fjórir, ríður mjög á því, að kjós- endur dragi það ekki fram á síðustu dagana, að greiða atkvæði. Alveg sjerstaklega verður að brýna þetta fyrir kjósendum hjer í Reykjavík, vegna fjölmennis þeirra. Hjer í Reykjavík munu vera um 26 þúsund á kjörskrá. Er það ákaflega mikilsvert að þessi fjölmenni kjósenda- hópur geri skyldu sína í þessari atkvæðagreiðslu. En það, sem brýna þarf alveg sjerstaklega fyrir reykvískum kjósendum, er þetta: Mætið vel fyrstu tvo dagana, því að það ljettir óendanlega mikið starfið á kosningaskrifstoí- unum. Annað atriði verða menn einnig að leggja sjer ríkt á minni, o'g það er, að greiða atkvæði á laugardag (fyrsta kjördaginn), allir þeir, sem ætla úr bænum á sunnudag. Þetta má ekki bregðast. Hvaðanæfa utan af landsbygðinni berast þær fregnir, að þar sje ríkjandi mikill og almennur áhugi fyrir at- kvæðagreiðslunni. Hafa mörg hjeruð sett sjer það tak- mark, að ná 100% þátttöku í atkvæðagreiðslunni, þ. e. að hver einasti kjósandi greiði atkvæði. Reykvíkingar! Þið hafið hingað til ekki verið eftirbátar annara landsmanna í kjörsókn, þegar mikið hefir legið við. Hví skylduð þið bregðast nú, þegar ættjörðin kallar? Það munar um Reykvíkinga í þessari atkvæðagreiðslu, ef þeir gera skyldu sína. Enginn efast um, að þeir geri skyldu sína. Sýnum það í verki, konur og karlar með því að fjölmenna á kjörstað fyrstu dagana. GetiÖ, sem gert er ÞAÐ ER EKKI ÓTÍTT, að blöðin geri sjer mat úr því, að þetta eða hitt sje öðru vísi en vera skyldi í höfuðstað landsins. Undir það er mönnum gjarnt að taka. Og um- svifaminst fyrir alla er að skella skuldinni á bæjarstjórn, eða ráðamenn bæjarins. , Hitt er svo líka títt, að mönnum vaxi í augum útgjöld bæjarfjelagsins, sjerstaklega þegar jafnað er niður út- svörum til þess að afla tekna með gjöldunum. Mönnum hættir til að láta sjer sjást yfir að kröfunum um auknar . framkvæmdir fylgja meiri útgjöld. Gatnagerð bæja hjer á landi er allsstaðar á frumstigi. I Reykjavík hefir gatnagefðin m. a. síðustu árin orðið aft- ur úr vegna hitaveitunnar. Nú er henni um það bil að ljúka, enda miklar framkvæmdir ráðgerðar við gatna- gerðina á komandi sumri. Byggingarmálin eru ein af stóru viðfangsefnum bæj- anna. Þó að menn tali með háværum röddum um það í Reykajvík, að bæjarfjelagið eigi að byggja meira, — og stöðugt meira, — þá er það þó staðreynd, að í þeim efnum stendur Reykjavíkurbær öðrum bæjum langtum framar. Hitt er svo ekki bara heillavænleg þróun að kasta hjer allri byrðinni á það opinbera, en gleyma skyldum borg- aranna sjálfra eða öllum ytri aðstæðum. Það fer að sjálfsögðu vel á því í hverju bæjarfjelagi sem öðrum fjelagsskap, að borgararnir sjeu árvakrir um það, er betur mætti fara í rekstri og stjórn bæjarfjelags- ins. En áhuginn fyrir því að finna að má ekki kæfa getuna til þess að sjá það, sem vel vel er gert og meta það sem skyldi. í Reykjavík hefir í vetur verið talað miklu meira um hitaskort og rafmagnsleysi, en að fólkinu þætti til-«m þessar glæsilegu framkvæmdir, hitaveituna og Sogsvirkj- unina, þrátt fyrir vissa byrjunarörðugleika og ónógar stækkunarframkvæmdir, þegar tímarnir eru þannig, að allt legst á eitt um að tefja framkvæmdir. Kynni svo að fara að seinni tíminn furðaði sig meir á framkvæmdum Reykjavíkurbæjar á yfirstandandi tím- um, en hinu, að í of lítið hefði verið ráðist. sjóður ÞEIR, sem farið hafa um ör- æfi þessa lands, sandana á Suð urlandi og eyddar bygðir, eins hinn unaðsfagra Þjórsárdal, geta gert sjer í hugarlund, hversu gróðurlendi vor.t hefir eyðst af uppblæstri, síðan er land bygðist. Og þeir munu kannast. við, að í uppblæstri gróðurlendisins er meiri hætta fólgín fyrir land og lýð en i eldgosum og ísalögum. Og þeír, sem hafa lesið hina fögru skáldsögu Gunnars Gunn arssonar ,,Heiðaharmur“ og svo að segja lifað og þjáðst með fólki því, sem 'fyrir uppblæstr- inum varð og var að berjast hinni vonlausu baráttu gegn honum á harðindaárunum 1880 —’90, í stað þess að flýja land- ið, eins og svo margir gerðu þá, þeir vita best, hve mikið er í það varið, að ráð sje í tíma tek- ið til þess að verjast uppblæstri gróðurlendisins, og að alt sje gert til þess að auka það, en ekki rýra. Nú eru orsakir uppblásturs ýmist hamfarir náttúrunnar sjálfrar og sú staðreynd, að mik ið af jarðvegi landsins er svo- nefnd fokjörð (löss); en oft er líka uppblásturinn að kenna á- gangi búfjár, ógætilegri með- ferð skóglendis og því, að mel- gresi hefir verið rifið upp með rótum. Því að þegar ekkert bind ur jarðveginn, þá fer hann að fjúka. Nú eru, sem betur fer, ráð við öllu þessu, ef í tíma eru tekin, og þau eru, að hugur og hendur landsmanna leggist á eitt um það að hefja landvarnir í stórum stíl með því að verja land það, sem ætlar að fara að blása upp, rækta að nýju upp auðnirnar og sandana og búa til akurlendi í skjóli nýrra skóga. Og heilar hjálparsveitir jurta og trjáa eru boðnar og búnar að veita oss lið og braut- argengi í þessu nýja landnámi. Á mold, sem er að því kominn að blása, kemur björkin, víðir- inn og klóelftingin að bestu haldi; á söndunum melgresið, sandvingull, holurt, blóðberg o. fl., en á örfoka melum björkin fyrst og fremst, þá sandvingull skriðlingresið, vorblóm, blóð- berg, músareyra, krækilyng og fleira. — 'k Allir muna upphafið á sög- lunni ,,Árni“ eftir Björnson: ,,En ,ef við tækjum að klæða fjallið“, sagði eink-inn við erlenda eik, I sem var næst honum. Eikin leit niður til þess að vita, hver væri að mæla; síðan leit hún upp aftur og þagði. En það sauð þungt 1 ánni og hún hvítfreyddi, og norðanvindurinn þaut um gilið og hvein í hellisskútunum; en nakið fjallið slútti fram yfir og það næddi......,,En ef við klæddum fjallið“, sagði einir- inn við furu, sem stóð hinum megin árinnar.. ,,Nú, ef einhver á að gera það, verðum við víst !að verða til þess“, sagði furan, togaði í skegg sitt og leit yfir til bjarkarinnar. — ,,Ja, hvað í'ramh. á 8. síðu \Jilwerji ilrijctr: \ Ú J, ct^fe^ct ■inu Kvöldvaka íslendinga í London. í DAG er hátíðisdagur og því vel til fallið að leggja niður hvers dagsnöldrið í daglega lífinu. Fyr- ir nokkrum dögum fjekk jeg brjef frá kunningja mínum í London. Hann skrifar mjer um ,,kvöldvöku“, sem íslendingafje- lagið þar í borg hjelt skömmu áð- ur en Pjetur Beriediktsson sendi- herra fór áleiðis til Moskva og eft ir að Stefáni Þorvarðarson, nýi sendiherrann kom til London. Var þéssi íslenska kvöldvaka í Senn kveðjusamsæti fyrir Pjetur Benediktsson og móttökuveisla fyrir nýja íslenska sendiherrann. Eins og vera ber í íslensku sam sæti voru margar ræður fluttar og mikið sungið. Hófið var hald- ið í Mayfair-gistihúsinu og sátu um 40 meðlimir. Ræður fluttu sendiherrarnir Pjetur Benedikts- son, Stefán Þorvarðarson, Magn- ús Vignir Magnússon, sendisveit arfulltrúi, Dr. Jón Stefánsson, Gunnar Finsen læknir, sonur Vilh. Finsens sendifulltrúa, Karl Strand læknir, Lagerfeldt barón, Mr. Ronald Braden, Christmas Möller, leiðtogi frjálsra Dana dg Björn Björnsson, formaður Is- lendingafjelagsins. Nordahl Grieg var með limur fjelagsifts. ÍSLENDINGAFJELAGIÐ í London hefir tekið inn í^fjelagið nokkra útlendinga, sem „sýnt hafa íslenskum málefnum áhuga“ Þeir fáu útlendingar, sem þarna voru, eru meðlimir fjelagsins. Einn af fyrstu erlendum með- limum íslendingafjelagsins var norska skáldið Nordahl Grieg. Áður en fundur hófst að þessu sinni mælti formaður fjelagsins nokkur orð til að minnast hins látna fjelaga, sem naut mikillrar virðingar hjá fjelagsmönnum. í ræðu sinni mintist formaður þess, að Grieg hafði tekið vel í að flytja kvæði á næstu íslendinga- samkomu, en hann fjell áður en úr því gæti orðið. í viðtali við Björn Björnsson sagði Nordahl Grieg, að ,,það yrði að halda þann fund bráðlega, sem hann ætti að lesa upp á, því hann ætlaði sjer að vera kominn heim til Noregs næstkomandi 17. maí“. Að minningarorðum formanns mintust fjelagsmenn Griegs með því að rísa úr sætum. Vinsældir Pjeturs Benediktssonar. ÞAÐ KOM GREINILEGA fram sem raunar var áður, að Pjetur Benediktsson var sjerstaklega vin sæll meðal fslendinga í London, sem höfðu kynst honum og þektu hann flestir af langri reynslu. Báru þær ræður, sem fluttar voru honum til heiðurs, vott um þann hlýhug. Voru honum færðar árn- aðaróskir um góða framtíð í hinni nýju sendiherrastöðu í Moskva. Einn ræðumanna fanst of mikið hafa verið gert úr því í blöðum heima, að rífast um það, að Pjet- ur sendiherra skyldi hafa verið fluttur til. „Þó við söknum hans öll hjeðan“, sagði ræðumaður, „þá vitum við, að það þurfti ein- mitt sjerstaklega góðan mann til að taka við sendiherrastöðu í ó- kunnu landi, þar sem ísland er lítið, sem ekkert þekt. Það var því eðlilegt, að ríkisstjprnin heima veldi einmitt þann mann, sem sýnt hafði í starfi, að hann var þeim vanda vaxinn. «5* ♦!♦ ’N •** »2* ♦!* ****** **♦ ♦*« llæða Christmas Möllers. RÆÐA DANSKA LEIÐTOG- ANS, Christmas Möllers, vakti mikla athygli fundarmanna. Ræð an var þrunginn velvilja í garð íslands og íslendinga. Hann ósk aði íslensku þjóðinni sjerstakra heilla á þessu ári, sem myndi verða svo þýðingarmikið ár í sögu landsins. Hann benti á, að þeir atburðir, sem gerst hefðu á íslandi á undanförnum árum hefðu aðeins getað átt sjer stað í sjálfstæðu landi. Ræðumaður talaði um utanrik- ismál íslands og óskaði þjóðinni til hamingju með það, hvernig hún hefði á þeim máium haldið, og sagði brosandi: „Við Danir erum aðeins fáir og smáir og höfum ekki einu sinni sendiherra í Rússlandi, og það væri efalaust vel þegið, ef íslenski sendiherrann liti svolítið til Dana, sem þar kunna að vera og danskra málefna. Ekki var hægt að heyra á hon- um, að hann væri „sár“ við Is- lendinga vegna sambandsslitanna fyrirhuguðu. • íslendingum í London líður vel. ÍSLENDINGUM í London, sem vitað er um, líður vel, segir brjef ritari. Þeir halda vel saman og íslendingafjelagið gerir sitt til þess. Á þessu hófi okkar þótti ís- lendingum vænt um að fá tæki- færi til að kynnast hinum nýja sendiherra, Stefáni Þorvarðar- syni og frú hans. Varð þetta eins konar kynningarkvöld, bæði fyr- ir íslendinga innbyrðis og einnig gagnvart þeim heiðursmönnum erlendum, sem á hófinu voru. Nýi sendiherrann hefir þegar haft eitt heimboð fyrir landa og var þar gott að koma. Hangikjöt var á borðum og tóku landar dug lega til matar síns, eins og geta má nærri. €1 Um happdrættisbíl. VEGNA ORÐA, sem jeg ljet falla í fyrradag um misnotkun á happdrættismunum, hefir einn af forystUmönnum Vals komið að máli við mig og beðið mig að geta þess, að þess hafi verið sjer- staklega gætt, að fara vel með þann bíl, sem Valur hefir nú happdrætti um. Sjerstaklega reglusömum ungum Valsfjelaga hefir verið falið, að sjá um bílinn og bílaverkstæði fengið til að sjá um, að bíllinn væri vel smurður, nægjanlegt bensín væri á honum, honum væri haldið í góðu standi yfirleitt. Bílnum væri ekið út á göturnar hjer í Reykjavík í góðu veðri, helst á sunnudögum til að selja úr honum happdrættis- miða. Mjer er vitanlega ljúft að birta þessa athugasemd. Jeg orðaði ekki happdrættisbíl Vals, er jeg skrifaði mína athugasemd um þessi mál og hafði heldur ekki Valsbílinn í huga öðrum fremur. Hinsvegar er því ekki að leyna, að happdrættismunir hafa verið misnotaðir og það var til þess að koma í veg fyrir, að það endur- tæki si£, að jeg benti á slæmar misfellur, ,sem orðið hafa, því miður altof oft, í þessum efnum. London í gærkveldi: — Þýska frjettastofan segir, að Tiso, for- seti Slóvakíu, ásamt nokkrum ráðherrum sínum, hafi í dag heimsótt Hitler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.