Morgunblaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 8
8 M'0 RGUNBLA ÐIÐ Sœmudag'ur 21. maí 1944 JL F. Kofoed-Hansen 75 óro ----------------7—■ Látum lýðveldið skapa nýtt hugarfar til fósturjarðarinnar ALLIR, sem um landið hafa farið, hafa rekið augun í rjioldar- börð, uppblásna mela og sanda. Að áliti dómbærustu manna ágerast landskemdir þessar, þrátt fyrir mikilvægt starf sandgræðslunnar, skógræktarinnar og annarar rækt- unarstarfsemi. Og þær aukast svo, að byggingu landsins stafar fyrirsjáanleg hætta af þeim. LANDIÐ hefir nú á að skipa mörgum færum mönnum á sviði ræktunarmála, eins og sandgræðslustjóra, skógræktar- stjóra, ráðunautum Búnaðarfjelagsins o. s. frv. Væntan- lega bætast a. m. k. tveir ómetanlegir menn við á þessu ári, sjerfróðir um jarðvegsrannsóknir og jurtakynbætur. Mönnum þessum öllum, og mörgum fleiri, þarf að búa hin bestu starfsskilyrði og ekki horfa í augnabliksútgjöld við það. Þeir verða síðan að hafa forystuna um að græða sár landsins, leggja til hvernig haga skuli landgræðslunni. En allur almenningur verður að fylkja sjer að bal|i þeirra í því. Landgræðsla er hagsmunamál allra, sem landið byggja. HUGMYND hins ötula skógræktarstjóra um stofnun Land- græðslusjóðs til þess að standa nokkurn straum af kostn- aðinum við landgræðsluna, er svo göfug og óeigingjörn, að sjálfsagt virðist að allir fylki sjer um hana. Hún bygg- ist á þekkingu á ásigkomulagi landsins og hryggð yfir því. Hún er raunhæf tillaga til þess að bæta vanrækslu for- feðranna. Hún sýnir meiri og innilegri samúð með land- inu en nokkur önnur tillaga, sem frafh hefir komið. Það er því eðlilegt, að hún komi fram einmitt um leið og Is- land verður aftur frjálst. UM LEIÐ og hefst stjórnarfarslega nýtt tímabil í sögu íslands, þarf einnig að hefjast nýtt tímabil í hugarfari manna til fósturlandsins. Aldrei hefir því riðið meira á en nú, að enginn liggi á liði sínu. Nú er einstakt tækifæri til þess að innræta mönnurrt ást á landinu og gefa þeim tækifæri til þess að sýna hana í verki. LANDGRÆÐSLUSJÓÐURINN getur gefið út æfifjelagsskírteini eða sjerstakt merki, sem væri tilvalin minningargjöf fyrir foreldra handa börnum sínum, einmitt nú á þessum tíma- mótum. Með því móti væri hugum barnanna beint að því, að fyrsta veðrjett í okkur öllum á landið okkar, og það eitt. LEGGIÐ því allir skerf í Landgræðslusjóðinn, smáan eða stór- an, eftir getu. Helgi Tómasson. • A. F. Kofoed-Hansen er fædd ur á Lálandi í Danmörku 22. maí 1869. Foreldrar hans voru Hans Peter Kofoed-Hansen og kona hans Sophie I. L. Moitke. Faðirinn var stiftpróí'astur og kunnur rithöfundur, er. móðir- in af aðalsættum. Ætlun foreldranna mun upp- haflega hafa verið sú, að son- urinn gengi á liðsforingjaskóla og yrði hermaður, en hann kunni ekki við sig innan þeirra veggja og stundaði skógrækt- arnám við Landbúnaðarháskól- ann á Friðriksbergi. Að loknu prófi dvaldi hann í Svíþjóð um tíma, en var síðan 6 ár við skógrækt í Rússlandi. Var hann orðinn 36 ára, er hann settist að hjer á landi. Kofoed-Hansen var skipaður skógræktarstjóri árið 1907. Hjer hafði verið rekinn vísir til skóg ræktar frá árihu 1900, en það var að miklu leyti gert fyrir frjáls samskot ýmissa manna og með styrk frá Alþingi. Forustu í þeim málum höfðu þeir Carl Ryder sjóliðsforingi og C. V. Prytz, prófessor í skógrækt, en C. E. Flensborg annaðist fram- kvæmdir fram á sumarið 1906. En frá árinu 1907 tók Alþingi skógræktarmálin á sína arma, og skipaði bæði skógræktar- stjóra og skógarverði. Um og upp úr aldamótunum hafði vaknað mikil hrifningar- alda um skógræktarmál, eink- um meðal ungmennafjelaga, en L var jarðvegurinn eigi nógu vel undirbúinn til þess að veru- fcegt^ gagn yrði af slíkri hreyf- ingu. Enda skorti sjálfsagt tölu vert á að menn gerðu sjer al- menl ljóst, hvílíkt þolinmæðis- verk skógræktin er á okkar góða landi. Kofoed-Hansen kom hingað um það leyti, sem áhugi almennings var að byrja að fjara, og hefir það án efa valdið honum miklum erfið- leikum í starfinu. Svo kom heimsstyrjöldin fyrri með mikl úm fjárhagslegum örðugleikum og langvinnum eftirköstum, sem enn setti skorður við eðli- legri þróun skógræktarmál- anna. Þrátt" fyrir þessa örðugleika og marga aðra, hefir Köfoed- Hansen komið mörgu góðu til leiðar á þeim árum, sem hann annaðist skógræktarmálin. — Margar girðingar voru settar upp, sem hafa haft mikið gagn í för með, sjer. Vaglaskógar- girðingin og friðun skógarins mun vera það, sem mest á ber, en síðan var girðingin um Hall- ormsstaðaskóg stækkuð veru- lega, Þórsmerkurgirðing sett upp, girðing um Laugarvatns- skóg og ýmsar aðrar, svo að nokkrar sjeu nefndar. Var bú- ið að friða um 1300 ha. skóg- lendis er hann ljet af störfum. Eitt af hinu merkasta, sem Kofoed-Hansen gerði, var það, að^hann ljet setja litla girðingu upp á Eiðum á Hjeraði árið 1928. í landi því, sem girt var, höfðu fundist ofurlitlir tJJarka- rangar á stangli, en nú var að vita, hvaða lífsþróttur leyndist með þessum litlu öngum. Fimt- án árum síðar er landið orðið r all vel kjarri vaxið viða, en hæstu trje eru á fjórða meter á hæð. Birkið er að byrja að sá sjer út og líkur eru fyrir því, að mest alt landið klæðist skógi áð nýju. Þessi litla tilraun markar án efa tímamót í sögu skógræktarinnar hjer á landi, því að hjer eru þúsundir hekt- ara lands, sem svipað er ástatt um og græða mætti á jafn eín- faldan hált. En hið merkasta, sem liggur eftir Kofoed-Hansen, er, að mínum dómi, hin einfalda fræ- sáningaraðferð, sem hann hefir fundið upp og kent okkur yngri mönnum. Með þeirri aðferð er auðvelt að rækta birkiskóg víðsvegar um ’and vjð ýms skilyrði. Strax og Kofoed-Hansen fór að ferðast hjer á landi, kom í tjós, að hann var afburða dug- legur ferðamaður, sem ljet eng- ar torfærur aftra för sir.ni. Hann hefir margoft ferðast um landið þvert og endilangt, ým- ist á hestbaki eða reiðhjóli, sem er hans uppáhalds farartæki, og ekki voru ferðareikningarn- ir háir, því að aldrei var neinu kostað til fylgdarmanna nje nokkur ónauðsynlegur hlutur með í förinni. Frægust mun ferð hans um Vonarskarð vera, er hann fór einn síns liðs frá Brú á Jökuldal og suður á land. Þá voru öræfaferðir sjaldgæf- ari en nú og leiðarlýsingar eng- ar eða af mjög skornum skamti. Þótti þetta að vonum frækileg ferð, og geri jeg ráð fyrir, að7 fáir vilji leika hana eftir. Kofoed-Hansen hefir bundið mikla trygð við landið, og mun óhætt að fullyrða, að hann vill hvergi bera beinin nema hjer. Sínar bestu stundir hefir hann átt í faðmi íslenskrar náttúru. Hákon Bjarnason. Röskleg vinnubrögð REYKVÍKINGAR urðu vitni að rösklegum vinnubrögðum i fyrradag, er sveit manna gerði við Austurstrætið endanna á milli á einni dagstund. Að vísu var kvöldsett orðið, er verk- inu var lokið, en það skiftir minstu máli, gatan var orðin mjög illa útleikin,. eins og við er að búast, slík umferð bif- reiða, sem um hana er. Voru víða komnar í hana djúpar holur, sem upp þurfti að fylla, og síðan var öll akbrautin mal- bikuð og völtuð. Og þótt há- vaðinn af loftborunum værí ekki þægilegur, meðan á verk- inu stóð, þá var mikill munur á því, hve umferðin er hávaða- minni á eftit og þessi aðalgata bæjarins fallegri. — Er full- komlega þess vert að þakka slík vinnubrögð, sem þarna voru í frammi höfð. — Almenna bygg ingarfjelagið mun hafa ann- ast þessa sjerstaklega hröðu gatnaviðgerð. Gjafir til vinnuheimilis S. í. B. S. Skipshafnir á þremur skipum gefa sjö þúsund og eitt hundrað krónur. Eftirtaldar gjafir bár- ust í gær: Skipshöfn b.v. Kári, kr. 3.000,00, e.s. Brúarfoss kr. 2.875,00, b.v. Baldur kr. 1.225,00 e.s. Selfoss kr. 440,00. Frið- björn Níelsson, bæjargjaldkeri Siglufjarðar, kr. 1.000,00. Starfs fólk Bókfell h. f., Lvg. 61, kr. 475,00. Starfsf. Skógerðarinnar, h. f., kr. 330,00. Starfsf. H.f. Raf tækjaverksm. Hafnarf., kr. 850.00. Rvík 13. apríl 1944. Skrifstofa S. í. B. S. Vilhj. Jónsson. Eitir Robert Storm í TMAT'Z ) WHO I T/JINK IT tS, AHZS>. CUFF... ■ UFTBN— . The VFONE /ð KlN&INU /N MAOCARA'S MOTFBR-'C, apaftaient... —- ^ NEVER MIND, MAECAPA! YOUfZ MCrrNEtZ IVILU v ANOWEK !T!^S» c;ppr. lvu. Kmg FVaturt< Syndicatc, Inc \Votl«J ti^hts rctervcd • • COAX HIM OVEfZ HEíSE! %ELL H!M YOUR DAUOHTER. /S R.EADY TO LEAVE WlTH » UtM AT ONCE! . ^ SUDPENLY...MASCAPA SE17.ES A PAUZ OF SCtSSORS AND DAZTS EOÍZ 1) Síminn hringdi í íbúð frú Cuff. Mascara ætl- # / aði að svara, en X-9 kom í veg fyrir það. „Gerið yður ekkert ómak símans vegna“ sagði hann, „móð- ! ir yðar svarar“. 2) „En ef þetta skyldi vera Alexander?“ sagði frú Cuff skelkuð. — „Það er einmitt hann, sem jeg held að það sje“, svaraði X-9. — 3) Hann heldur áfgam: „Sjáið til, frú Cuff fáið þjer hann til þess að koma hingað. Segið honum, að dóttir yðar sje þess albúin að fara með honum undir eins“. 4) En á meðan X-9 talaði við frú Cuff, notar Mascara tækifærið. Hún nær í skæri og hleypur nú að símanum og ætlar að klippa þráðinn í sundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.