Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagnr 26, maí 1944, Norræna Höllin verður reist Kárastaðanesi við Þingvelli Frá aðatfundi lorræna fjelagsins AÐALFUNDUR NORRÆNA FJELAGSINS var haldinn í OddfellowhúSinu í fyrrakvöld, Ritari ..fjelágsins og ffamkvstj. Guðl. Rósinkranz, gerði grein fyrir störfum fjeiagsins á síð- astliðnu starfsári. er verið höfðu fleiri og fjölbreyttari en riokkru sinni áður, Fjelags- mönnum hafði fjölgað í fjelag- inu um 124 og eru nú á öllu landinu 1180. Skemtifundi hafði fjelagið þrjá á árinu. Voru þeir fluttir fyrirlestrar um Norðurlöndin og norræn málefni, lesið hefir ver- ið upp úr norrænum bókment- um og norrænir söngvar súngn ir, og svo hefir að síðustú verið dansað. Fjelagið gekst einnig fyrir fyririestrum um Dan- mörku eftir hernámið, ér Ole Kiillerich ritstj. hjelt hjer, í fjelagi við fjelög Dana hjer í Keykjavík. Skemtifuhdirnir og fyrirlestrarnir hafa verið vel sóttir. Þá hjelt fjelagið hátíð- legt 25 ára afmæli fjelagsskap- arins þann 3. mars með samsæti að Hótel Borg, þar sem ríkis- stjóri og forsætisráðherra hjeldu mjög athyglLsverðar ræð ur um gildi norrænnar sam- vinnu fyrir oss íslendinga. Tóm as Guðmundsson skáld orkti kvæði í tilefni afmælisins og flutti hann það í samkvæm- inu. Til skemtunar var síðán söngur, tvöfaldur kvartett og. dans. Sveinn Björnsson ríkis- stjóri, sem jafnan hefir stutt starfsemi fjelagsins frá upphafi, var kjörinn heiðursfjelagi í af- 'mælishátíðinni, og er hann fyrsti og eini heiðursfjelagi fje lagsins. Sunnudaginn 5., mars hafði fjelagið norræna afmæl- ishljómleika í Gamla Bíó og dagskrá í útvarpinu sama kvöld. Norræna fjelagið gekst fyrir sýningum á „Veislunni á Sól- haugum“, undir leikstjórn frú Gerd Grieg. Var sjerstaklega vandað til þessarar sýningar, leiksvið og glæsilegir búningar gerðir eftir teikningufn norsks listamanns. Leikritið var sýnt 16 sinnum. Frumsýning á leikn um var á þjóðhátíðardegi Norð manna 17. maí og tekjumar af frumsýningunni, sem námu um 6000.00 kr. runnu til Noregs- söfnunarinnar. Þótt miklu væri kostað til sýninganna, varð halli á uppsetningu leikritsins ekki nema 600 kr. tilgangurinn var ekki að græða á þessum sýningum, heldur að sýna gott rtorrænt leikrit á listrænan hátt i fögrum búnlngi, og það tóksl. Noregssöfnunin hjelt áfram alt árið, en var iokið 1. febr. Alls söfnuðúst kr. 833.670.32, auk mikilla fastagjalda. For- maður og jafnframt gjaldkeri Noregssöfnunarinnar var Guðl. Rósinkranz. „Norræn jol“ kom út í sama formi og undanfarið, einkar vönduð að efni og öllum frá- gangi. Fjelagsmenn fengu ritið án sjerslaks gjalds, eins og að undanförnu. En á takmörkum er að þetta sje hægt, sökum þess hve prentunarkostnaður er. orðinn mikill, Á síðasta afmæli.var ákveðið að hefjast handa um undir- búning að byggingu „Norrænn ar hallar“. það sem gersl hefir, er í aðalatriðum þetla: Fje- lagið hefir fengið ágætl land við Þingvelli í svokölluðu Kára- staðanesi fyrir höllina og safn að hefir verið í framlögum 91 ■þúsundi í byggingarsjóð. Unn- ið er að frekari undirbúningi. Byggingarnefnd skipa; Guðl. Rósinkranz, formaður, Hörður Bjarnason arkitekt, Gústaf Páls son verkfræðingur, Kristján Guðmundsson forstj. og Svein- björn Finnsson verðlagsstjóri. Ákveðið er að girða landið i vor Og gróðursetja þar trjá- plöntur. Hafist verður handa um byggingu strax þegar mögu leikar verða á, en bygging get ur ekki hafis tfyrr en vegur er kominn ofan í nesið. Framkvstj. las einnig upp reikninga fjelagsins og var um setning fjelagsins meiri en nokkru sinni fyrr, eða 133.843- 78. Fjelagið hafði bætt hag sinn um kr. 3.199.00. Eignir fjelags- ins nema kr. 18.052.85. Að lokinni skýrslu framkv.- stj. var gengið til kosninga. Stjórnin ýár öíl endurkosin, en í henni eiga sæti: Stefán Jóh. Stefánsson form., Guðl. Rósin- kranz ritari, Jón Eyþórsson, Páll ísólfsson og Vilhjá Þ. Gísla son. Fulltrúaráðið var einnig endurkosið. í því eiga sæti: — Bjarni Jónsson vígslubiskup, AðaLsteinn Kristinsson ffamkv. stj., H. Benediktsson stórkaupm Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt upp 17. maí s. 1. Sýn- ing á teikningurri og hannyrð- um námsrfteyia var haldin 13. og 14. maí. Fjöldi manna sóttu sýning- una; voru þar margir prýðilega unnir munir, er voru námsmeyj unum og kennurum skólans í teikningu og hannyrðum til sóma. 164 stúlkur settust í bekki skólans s. 1. haust, en 161 þeirra gengu undir prófin í vor. Slarf- aði skóíinn í 6 bekkjadeildum, en í skólanum eru 4 bekkir; 1. og 2. bejtkur voru tvískiftir 27 slúikur útskrifuðust úr skólanum. Af þeim höfðu hæst ar einkunnir: Jónína Kristveig Björnsdóltir, Reykjavík, 9.22, og Gunnþóra Gísladóttir, Pap- ey, 9.05, báðar ágætiseinkunn. I 3. bekk höfðu hæslar eink- unnir: Vigdís Guðfinnsdóttir og I 1. bekkjunum Guðrún Þor- kelsdóttir, ágætiseinkunn og Guðrún Steinsen. Verðlaunum var úthlutað til Jónínu Krislveigar Björnsdótt- ur og Gunnþóru Gísladóttur, úr „Minningarsjóði frú Thóru Mel sted“ fyrir besta frammistöðu í Jón Kaldal ljósm., Hjálmtýr Pjeturssorr kaupm., Klemens Tryggvason hagfr., Óskar Norð man stórkaupm., frú Sigríður Eiríksdóltir og Pálmi Hannes- son rektor. Endurskoðendur voru einnig endurkosnir, þeir Sig. Baldvinsson póstmeistari og Nikulás Friðriksson eftirlits maður. Þá var Nikulás Frið- riksson kosinn endui'skoðandi Noregssöfnunarinnar af háifu Norræna fjelagsins og jafn- framt samþykt að óska eftir því að Rauði krossinn tilnefndi ann an endurskoðanda og að hann yrði löggiltur endurskoðandi. Að síðustu var lítið eitt rætt um framtíðarstarf fjelagsins, eftir stríð. Aachen varð fyrir árás í nófl sem leið Brelar sendu miklar sprengju flugvjelasveitir út í nótt sem leið, og var aðalatlögunni beint að borginni Aachen í Vestuv- Þýskalandi, en auk þess gerð hörð árás á borgina Arttwerpen í Belgíu og ýmsar borgir i Norð ur-Frakklandi. Veður var ekki sem best og varnir Þjóðverja afar harðai-. Börðusl þýskar flugvjelar við' bresku flugvjelarnar, sem á Aachen rjeðust, meiri hluta leið arinnar þangað, yfir borginni og<á leiðinni heim aftur. — Alls misstu Bretar 28 sprengjuflug- vjelar í þessum árásum bóklegum greinum. Hlulu þær báðar silfurskeiðar með merki skólans á skeiðarskaftinu. Fyr- ir mestar og bestar hannyrðir voru veitt þrenn verðlaun. Þau hlulu Anna Svanhildur Daní- elsdóttir, Helga Magnúsdóttir óg Sigríður Guðmundsdóttir, allir í 3. bekk. Tveim af verð- launum þessum veitti skólinn, én ein þeirra hannyrðakennar- arnir. Verðlaunin voru öll hin sömu, skáldsögur Jóns Thor- oddsens í skrautbandi. Þá var skólanum gefin íslensk-ensk örðabók eftir G. T. Zoega, rekt- or, til að verðlauna góða kunn- áttu í enskri tungu; þau verð- laun hlaul Ragnheiður Ása Helgadóttir, 4. bekk. — Verð- laun fyrir dugnað við þýsku- nám hlaut Vigdís Guðfinns- dóttir, 3. bekk, þýsk-íslenska orðabók eftir dr. Jón Ófeigsson. Hvorugur gefandi þessara bóka vill láta sín gelið, Loks veilli fjelagið Anglia tvenn bókaverð laun fyrir góða ástundun í enskunámi; þeim verðlaunum var úlhlutað til Jóhönnu Guð- mundsdótlur og Sigríðar Stein- Framh. á 6. síðu. 31 Bifreiðagúmmíi hefir verið úthhifað samkvæmi seifum reglum _ Tilkynning frá við- skiftamálaráðuneyt- inu: UM MIÐJAN apríl s. 1. var skýrt frá því í dagblöðum bæj- arins, að bifreiðastjórafjelagið Hreyfill hafi á fundi sínum 14. apríl 1944 samþykl lillögu þess efnis að krefjast rannsóknar á úthlutun á bifreiðagúmmí á s. 1, ári „þar sem sterkur grunur liggur á því, að úthlutun á bif- reiðagúmmí, fari eigi fram í samræmi við þær reglur, sem um hana hafa verið settar“. Með því að í tillögu þessari virtist felast aðdróltun til þeirra, er starfa við skömtun á bifreiðagúmmí, um að þeir hefðu ekki hagað störfum sín- um samkvæmt settum- reglum, óskaði ráðnneylið þess að saka- dómarinn í Reykjavík rannsak- aði mál þetta. Við rannsóknina kom í tjós að stjórn íjelagsir.s gat ekki bent á eitt einasta dæmi þess að brotnar hefðu verið reglur um úthlulun bifreiðagúmfnis, og hafa því sögusagnir þær, er nefnd tillaga virðist bygð á, við engin rök að styðjast. - Churchill gagnrýndur Framh. af 1. síðu. hug, sem skyldi, en þessu var mótmælt kröftuglega af öðrum, sém bentu á það, sem sönnun hins gagnstæða, að De Gaulle hefði nýlega verið boðið til London. Hore Belisha sagði, að engin ríkjasamtök gætu krafist þess að ráða lögum og lofum yfir at- hafnafrelsi smáríkjanna eftir styrjöldina, enda væri ekki um að ræða neitt sjálfstæði hjá smá ríkjunum, ef slíks væri krafist. Sú skoðun "kom fuam í um- ræðunum, að aðskilja bæri Prússland frá öðrum hlutum Þýskalands og hafa her í Þýska landi löngu eftir styrjöldina. Einnig þyrfti Pólland að vera öflugt og góður vinur Rúss- lands. — Þá var því og haldið fram, að róa þyrfti öllum ár- um að því, að vinátta yrði í framtíðinni milli Páfastólsins í Róm og ráðamanna í Moskva. Eden sagði að hann vonaðist eftir því, að Róm yrði hlíft við hörmungum styrjaldarinnar, en kvað engar ráðstafanir hafa ver ið gerðar til þess að slíkt yrði. Eden neitaði algjöriega, að Bret ar hefðu gert nokkra leyni- samninga við nokkurt ríki, með an styrjöldin hefir staðið, nje heldur samið við Rússa á kostn að annara þjóða. — Að lokum mintist Eden á framtíðarbanda lag það, sem sæi um að friður hjeldist lengi í heiminum eftir þessa styrjöld og kvað það sann færingu sína, að það yrði að vera svo öflugt, að enginn fengi reist rönd við því. — BEST AÐ AUGLtSA 1 MORGUNBLAÐINU. Kvennaskólanum í Reykjavík slitið . iiiiiiiiiiiijiiiiiiiniiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiing IRITVJELI = Sem ný OLIVETTI-ferða- | 3 ritvjel, til sölu. — Verð kr. || 3 700,00. — Upplýsingar í 3 3 Stýrimannaskólanum, ■— = |j Öldug. 23 (niðri), eftir kl. g 7 í kvöld. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiimiiiiíir pmiimmmmiimiiimiiimiiiimimmmimmmiiyf I Hálf húseign | 3 nýbygð, á ágætum stað í 3 H bænum 3 TIL SÖLU. 3 íbúð laus, 5 herb. m. m. — 3 Semja ber við Sigurð Olason 3 hæstarjettarlögmann. — = 3 Sími 5535. 3 imiiiiiiimiiiiiniiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiuiiii|n 3 Reglusamur, ungur maður, jj| = sem lokið hefir verslunar- 3 = skólaprófi, óskar eftir = ( Atvinnu j 3 Tilboð leggist inn á afgr. g 1 blaðsins fyrir hádegi á 3 1 laugardag. Merkt „Vinna jj 796“. miiiiiiiiiiiiiniHin.^iiiiiiiiniiiiiiiiimillinmHlUillHu iiiiiiiHiimiiimiimimimiimiiiiiimmiiimiiiiiiiiimiji = =S ( 1-2 herbergi | 1 og eldhús óskast, má vera fj j§ í kjallara. Húshjálp eftir 3 1 samkomulagi. — Tilboð j| = merkt „8877“, sendist blað = inu fyrir 1. júní. mmiimiiimiDnmnnnmniininimiDnnnunnnniiÍ miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiimiiiiu Til sölu 5 manna ( FOBD i 3 model ’35, í góðu lagi. — | 3 Til sýnis við Hótel Skjald- I 3 breið, eftir hádegi í dag. | 5 Upplýsingar á herbergi | númer 2. Iiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii BÓNAÐIR OG SMURÐIR BlLAR H.f. STILLIR, Laugaveg: 168. — Sími 5347.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.