Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. naai 1944, MOEÖ (JNBLAÐIÐ S rímur l'elsson á Grímsstöðum 80 ára Hinn 26. maí er merkisdagur okkar, sem höfum verið svo lán söm að eiga samleið með Hall- grími á Grímsstöðum á lífsleið- inni. Við sem tilheyrum eldri kynslóðinni lítum til baka yfir langan og merkilegan æfiferil. Yngri kynslóðinni gefst tæki- færi til þess að virða fyrir sjer sporin, er stefna í framtíðarátt. Framtíðarmaður er Hallgrímur í þess orðs besta skilningi. Þau eru orðin svona mörg æfiárin — þó fleiri dagar að telja. Það er margs sem minn- ast ber, og mörgu að að hyggja, því að mjög hefir gætt áhrifa hans á umhverfið. Hallgrímur er fæddur til sögunnar. Túnið á Grímsstöð | um samtökum til styrktar þeim, um ber vitni um að þetta er misskilningur. Árið 1897 voru þúfurnar í gamla túninu farnar að týna tölunni og talsvert bú- ið að græða upp þá utantúns. Grjótgarða kringum túnið var búið að hlaða og um þetta leyti voru bygð fjenaðarhús og hlöð ur, alt undir járnþaki með þeim myndarbrag, sem fátítt var þá. Búfje var jafnan valið á Gríms stöðum, hestar ágætir, og sauð- fjárræktarbú hafði Hallgrímur um mörg ár. Sveitungar hans og aðrir starfsbræður mega minn- ast hins óbugandi áhuga hans á þvi, sem miðar til einhverra í íjelagsmálum. — var hann kosinn í I er fæddur a Grímsstöðum í Álftaneshreppi. j ha8st>óta Ætt hans þarf jeg ekki að rekja Snemma hjer, hún er landskunn. Á þessu hreppsnefnd og starfaði þar um heimili fjekk hann þá leiðsögn llan^ skeið- Hreppstjóri er hann sem vel hefir dugað á lífsleið- ennþá‘ Varla hafa verið nokk' inni. Á traustum gnmdvelli var 1U1 þau fjelagsmál í sveitinni, uppeldi hans bygt trúar og siðgæðis. Móðir hans var hið merka valkvendi, Sig- ríður Sveinsdóttir. Níundi tugur síðustu aldar var breytingatími. Á sjónar- sviði þeirra, sem þá voru í broddi lífsins var gamli tíminn með margt, að sönnu feyskið í eftirdragi, en líka margt traust og gott, og nýi tíminn með kosti sína og galla. Það þurfti heil- brigða dómgreind til að metá rjett gildi hins gamla og nýja. Þá var þjóðinni gott að eiga menn eins og Hallgrím. Árin 1882—1889 brást ekki að vetur kom eftir sumarmál. Þá var viðkvæði hjá fólki að ekki væri lifandi í þessu landi, Island væri að blása upp. — Á hverju vori mátti sjá ferða- mannahópa á leið til Ameríku. Ekki var búskapur neítt leik- fang á þeim tímum. Þá hófu Grímsstaðahjónin sitt land- nám, og hafa sýnt og sannað að furðanlega má yfirstíga erfið- leika, sem stafa frá illu árferði og óhagstæðri verslun, ef ekki er óáran í siðum og mannviti fólksins. Vorið 1886 kvæntist Hallgrím ur Sigríði Helgadóttur frá Vogi, sem nú um nærfelt sex áratugi hefir skipað sæti við hlið hans, með mikilli prýði. Vorboðar nýja tímans hafa þau verið Grímsstaðahjónin. „Nu vakna þú ísland við vonsælan glaum“, kvað skáld þess tíma. Þegar þeir söngvar enduróma í huga mjer, bregður fyTÍr minningum frá Grímsstöðum, og Knarrar- nesi, þar sem Ásgeir og Ragn- heiður gerðu garðinn frægan. I bardaga lífsins getur verið lærdómsríkt að gefa gaum vopna’viðskiptum ekki síður en leikslokum. Rúmsins vegna verður hjer aðeins drepið á fá atriði um leikslokin — fram- kvæmdirnar. Þrisvar sinnum hefir Hall- grímur bygt,bæ sinn frá grunni, því að tvisvar sinnum hefir elds voði eytt bæ og búslóð, 1889 og 1914. Fyrsta timburhúsið þar í sveit var reist á Grímsstöðum árið 1887 og nú stendur þar stórt og vandað steinhús. Mjer skilst stundum svo að ungu mennirnir haldi að áhugi á jarðabótum hafi fjnrst vaknað nú á seinni tímum er jarðrækt- arlög og jarðabótastyrkur komu grundvelli sv0 teljandi sje, þar sem hann hefir ekki verið með í verki. Fyr ir sóknarkirkjuna og söfnuð- inn hefir Hallgrímur lagt fram mikið og heillaríkt starf. Söngv in eru þau Grímsstaðahjón og söngmaður góður var Hallgrím ur og hefir kirkjan fengið að njóta þess, enda var kirkjusókn að Álftártungu betri en jeg hefi þekt nokkursstaðar annarsstað- ar og tel jeg Grímsstaðaheim- ilið hafa átt drjúgan þátt í því. Þetta var á þeim árum, er kirkjugangan var til uppbygg- ingar lifandi fjelagsanda. Erindi til kirkjunnar var þá ekki að- eins það að heyra guðsspjall dagsins lesið á prjedikunarstól. Árið 1893 útvegaði Hallgrímur hljóðfæri í kirkjuna. Á meðan fólkið var að átta sig á slíkum nýjungum, lánaði hann hljóð- færi, sem hann átti sjálíur. — Sjaldan hefi jeg sjeð Hallgrím með glaðara bragði, en þegar hann hefir gengist fyrir almenn sem hjálpar þurftu. Jeg minnist eins sliks atviks við kirkju vet- urinn 1895. Fátæk, margra barna móðir hafði legið rúmföst og heimilið bágstatt. Fyrir for- göngu Hallgríms ljetu víst flest ir kirkjugestanna eittthvað af hendi rakna. Drengileg og djarf mannleg er framkoma Hall- gríms, hvar sem leið hans ligg- ur, og hreinskilni hans má ávalt treysta. En á heimilinu verða mætust kynnin, þar var gott að vera. Gestir, sem að garði ber, finna það best, en heima- fólkið fær þó best að reyna það. Sjaldan hafa hjú haft vista- skipti á Grímsstöðum, sömu hjú in hafa verið allan hinn langa búskapartíma Grímsstaðahjón- anna. Frá Grímsstaðaheimilinu stafar bjarmi mannúðar og feg urðar, sem þjóðin mun lengi búa að. Meðal annars, sem heim ilið hefir að veita til gleði og yndis, er sönglistin, því að söng hneigð er Grímsstaðafjölskyld- unni í blóðið borin. Um meira en fimtíu ára skeið hefir söng- ur og hljóðfæraleikur verið iðkað á heimilinu. Þykir Hall- grími mikil unun að heyra fal- legt lag og ljóð og kann margt þess kyns. Þegar hann nú lítur yfir farinn veg, mun honum rík ast í huga óskin um betri fram- tíð þjóðarinnar, ekki síst á veg- um sönglistarinnar. Mun hann eiga nokkra hlutdeild í því að nú fer að horfa betur í þeim efn um. Hinn lærði og þjóðlegi tón- listarmaður, Hallgrímur Helga- son, sonarsonur þeirra Gríms- staðahjóna, gefur góðar vonir um það. Jeg þakka svo Hallgrími með einlægum huga fyrir samfylgd ina. Jeg þakka fyrir vinfestuna og margrejmda göfugmensku. Þorleifur Erlendsson. lipriur Á. BJörnsson frá Veiramófi sextogur Hjartanleg hamingjuósk á sextugsafmælinu. Þjer heilsar hið frjálsa og hátlprúða lið, er hreifst þú með snild þinni í orðum, í sveitinni ljúfur, — er lifnar nú við,— hvar ljeksiu þjer drengurinn forðum. Sjá, árblikið rennur á rismikil fjöll og roðna sjást nípur og hólar. En smáblómin glitra um gróandi völl, við geislabros hádegissólar. Á vori eriu fæddur, með vorið í sál, og vorhugann glæstan í hjarta. í mannraunum reyndist þú sterkur sem stál, í stormbyljum varstu ekki að kvarta. Og hreinlyndi þitt er sem háfjallablær, er heiður um tindana strýkur. En áttir þó kraft eins og svarrandi sær, er sogar við drangana og rýkur. Og verði þjer dagurinn heiður og hlýr, þú hugljúfi vinurinn góði, og birtist þjer hressandi, hamingjudýr, fullur heimur af vordýrðaróöi. Og vaki þjer Tindastóls trausileiki í hug með töfrandi útsýnin fögur, er kveldroðinn gyllir hvérn gróandi bug og glitrar um hólma og ögur. Þinn gamíi vinur og fjelagi. Stefán Vagnsson. Agatfia Pagfinnsdóffir. í DAG verður jarðsungin hjer í bænum frú Agatha Dag- finnsdóttir. er andaðist þ. 17. þ. m. að heimili sínu Hring- braut 132. Hún var fædd þarm 10. júlí 1888 að Skaítholti á Seltjarn- arnesi. Foreldrar hennar voru þau Dagfinnur Jónsson, sjó- maður, ættaður úr Hnappa- dalssýslu og kona hans Hall- dóra Elíasdóttir, ættuð úr Mýra sýslu. Þau eignuðust niu börn og eru þau öll á lífi nema Agatha, sem var þeirra næst elst. Eins árs gömul fluttist Agatha með foreldrum sínum til Reykjavíkur og átti þar heima upp frá því til dauða- dags. Foreldra sína misti hún 1912—1913 og fjell það þá í hennar hlut að taka við stjóm á heimilinu og gerast önnur móðir og leiðtogi yngri systkina sinna. En smátt og smátt hurfu systkinin að heiman og þar kom, að öll voru farin nema það yngsta, stúlkan Sesselja. Agatha fóstraði hana og skildu þær systur aldrei að kalla þar til nú við hin miklu vegamót. — Þann 12. nóvember 1921 giftist Agatha eftirlifandi.manni sín- um, Kristjáni Jóhanni Krist- jánssyni trjesmið, sem nú er annar eigandi og stjórnandi verksmiðjunnar Kassagerð Reykjavíkur. Þau eignuðust tvö börn: Agnar, nú 18 ára og Helgu 17 ára. Sonurinn. er nú um stundarsákir við verklegt nám erlendis en dóttirin nem- andi í kvennaskóla hjer heima. Fráfall frú Agöthu kom ekki að óvörum þeim sem til þektu, því hún hafði ált við að stríða mjög þungbæran og vaxandi sjúkdóm um samfelt 18 ára skeið. Sjúkdómslegurnar urðu lengri og sárari með hverju ári sem leið og 0—7 síðustu ár- in lá hún alveg rúmföst og lik- amlega ósjálfbjarga, oftast sár þjáð. En þjáningar sínar bar hún hverja stund með frábær- um heíjuskap og göfugri geðró þar iil vfir lauk. Og þó að hún væri lostin af hinni köldu hendi heilsuleysis og þjáninga svo þungt sem nú var sagt og svift allri orku til likamíegra starfa, þá fór því samt alls fjarri, að hún legði árar í bát. Hún siarf- aði áfram í huga og hjarta, ó- trauð, umhyggjusöm, kærleiks rík og árvökur um alla hluti og með svo mikilli nákvæmni, að hún gat jafnvel öðrum frem- ur vísað á hluti innan húss er þurfti að grípa til. Og það duld- ist ekki, að það var andi mikil- hæfrar og mikilsvirtrar hús- móour sem mótaði svip heimil- isins og studdi ríkulega að giftu þess. Sjfeð þjpð vorri er til orðs- kviður seih segir: „Heilbrigð sál í hraustum líkama“. Og margir munu þeir vera, sem horfa í stoltri hrifningu á þá glæsilegu mynd. En þeim, sem kom að sjúkrabeði frú Agöthu birtist önnur mynd ekki síður áhrifarík og þessi mynd var: Óbugandi sterk og fögur sál í gjörsamlega máttvana og þjáð- um líkama. Andspænis þeirri mynd, sem birtist þarna í sjálf- um veruleikanum varð naiun- ast staðið öðru vísi en með hug- arfari hinnar dýpstu lotningar, sem alveg ósjálfrátt leiddi íram í hugann orðin, „Drag skó. þína af fótum þjer, því þú stendur á helgum stað“. En jafnhliða böli heilsuleys- is og þjáninga var frú Agatha líka gæfumaður. Hún átti ynd- islegt heimili sem liún unni af alhuga og ágætan eiginmann, sem í einu og öllu kappkostaði af fremsta megni að veita benni sjerhverja þá hjúkrun og ánægju sem stóð í hans valdi að útvega eða láta í tje. Hún átli-tvö mannvænleg .börn.sem henni auðnaðist að sjá stíga inn í blóma aldurs síns og voru henni til ósegjanlega mikillar gleði, og systir hennar, sú, er hún fóstraði og áður getur, stóð við hlið hennar hverja stund og veitti henni umhyggju og hjúkrun, jafnframt því að hún framkvæmdi húsmóður- störfin á heimilinu, alt með slikri prýði að óhælt má full- ýrða, að engum öðrum befði getað farið það eins vel úr hendi. Hiutverk mannanna á hinu mikla leiksviði lífsbaráttunnar eru ákafiega mismunandi og sá einn veit hvar og hvernig skórinn kreppir að sem ber hann. En hvað sem líður öllum samanburði og mati í þeim efn um, þá verður það ekki d.regið í efa, að blutverk frú Agöthu á þeim vettvangi var bæði stóxt og þungt, og það verður ekki heldur vefengt, að hún skilaði því að fullu og öllu við þann orðstír, cem ávalt mun varpa hinu fegursta Ijósi yfir minn- ingarnar um mannkostamann- inn, hetju og prúðmenni. Reykjavík, 26. maí 1944. G. J. Svíi lýsir vípirð- ingyiii Stokkhólmi: — Nýkominn er til Stokkhólms fregmitari Svenska Dagbladet, sem ferðast hefir um Atlantshafsstrendur Evrópu og skoðað víggirðingar Þjóðverja þar. Hefir hann lýst‘ víggirðingum þessum og segir þær afar öflugar. Lætur hann uppi þá skoðun, að það muni kosta óhemju mannfórnir að ráðast gegn slíkum virkjum, og liggi það í augum uppi íyrir hvern þann, er virkin hafi sjeð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.