Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1944næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. maí 1944. Orengjoföt Ný sending: á 6—10 ára, nýkomin Margir litir. Amerísk Herra kjólföt Herra smokingar • og frakkar Teknir upp í dagt Uaqnar iJiöndai lij. ■r- Glæsilegan tilbúinn fntnnð frá Ameríku tökum við upp í dag: Kvendragtir. Dag- og kvöldkjóla. Undirföt. Telpudragtir og kjólar. Nokkur drengjaföt- Kápu- og kjólablóm og festar. NÝJASTA TÍSKA. Vörurnar hefir Stella Briem valið fyrir | okkur í New York. Xeo Rrnason & Co. Laugaveg 38- ^^><$>'$>^><3X$X$X§X§K$X$*3X$X§X$X.X$*$><4>^X$>^X$*$X§X4>^>3X.XSXSX$X$XÍ>^$X§X§>^X§KÍX.><Í^X$>^X$K$/^>^X$X$>^XÍXÍX$XÍX$**>5XSX$**>^><$XSX.>^>^X$K$XÍ> TILKVIMNIMG frá viðskipfamálaráðuneytinu IJt af viðræðum sem farið hafa fram milli fulltrúa frá Fjelagi íslenski'a stórkaupmanna og Sambandi íslenskra samvinnufjelaga annars vegar og iramkvæmdastjóra og stjórnar H.f. Eimskipafjelags Islands hins vegar, þá hefir það orðið að samkomulagi, að H.f. Eimskipafjelag Islands legði fram fje til þess að lækka verð á þeim skömtunarvörum sem fluttar voru til landsins fyrir 9. þ. m., og sem eru enn óseldar. Verður vörulækkunin sú sama og lækkun á flutningsgjöldum nenmr á sömu vörum sem fluttar eru til landsins eftir þann tíma. Fulltrúar nefndra innflytjenda hafa snúið sjer til viðskiftamálaráð- herra og farið fram á að hann feli skömtunarskrifstofu ríkisins að fram- kvæma birgðatalningu í landinu 30. þ. m. Af þessum ástæðum á að fara fram birgðakönnun á skömtunarvörum *> eftir hádegi þriðjudaginn 30. þ. m. og verða verslanir, sem versla með þær, lokaðar frá hádegi þann dag, samkvæmt ákvörðun ráðuneytisins, vegna talningarinnar. Trúnaðarmenn skömtunarskrifstofunnar eða verðlagsstjóra verða við- staddir talninguna eða koma í verslanirnar og bera saman birgðaskýrslur við fyrirliggjandi birgðir. Forstöðumenn verslana og iðnfyrirtækja skulu undirrita birgðaskýrslur að viðlögðum drengskap og trúnaðarmenn stað- festa skýrslurnar, sem þeir síðan senda í ábyrgðarbrjefi til skömtunar- skrifstofu ríkisins. Birgðaskýrslur þurfa að sundurliðast sem hjer segir; 1. Kaffi. Brent kaffi reiknast 20% þjrngra. 2. Molasykur. 3. Strásykur, flórsykur og púðursykur í pokum. 4. Flórsykur í kössum. 5. Ivandíssykur í kössum. 6. Hveiti í striga- og ljereftspokum. 7. Rúgmjöl og rúgur, 8. Haframjöl í pokum (ekki pakka-haframjöl). 9. Ilrísgrjón, baunir og aðrar slíkar skamtáðar kornvörur, í pokum, en ekki það sem er í pökkum. Verðlagsstjórinn mun auglýsa nýtt lækkað verð á þessuin vörum, soin gengur í gildi frá og- með miðvikudeginum 31. þ. m. Viðskiftamálaráðuneytið, 25. maí 1944. % 4 DeLaval Skilvindur fyrir síldarverksmiðjur útvegum vjer frá Bandaríkjunum- Afgreiðslutími: 6 mánuðir að fengnum forgangsleyfum. GISU HALLDÓRSSON VERKFRÆÐINGAR & VJELASALAR f Fjallið og draumurinn | ,. , , ♦ \ Nyja skaldsagan eftir Olaf Jóh. Sigurðsson hefir hlotið frábærar viðtökur. 4 Hver af öðrum, sem ritað hefir um bókina, lýkur á haha lofsorði. <♦> „Yfir Fjallinu og draumunum er samstiltur Ijóðrænn ))lær, sem nær tökum á góðum lesanda, frásögnin streymir eins og lygnt og breitt fljót, alla bók- ina á enda....Þetta ér bók sköpuð með sterkum átökum og sjálfsaf- neitun af þrótti æsku og gleði “. S. 0. í Þjóðviljanum, 25. apr. „Itithöfundur finnur sjálfan sig“, fyrirsögn á ritdómi eftir Guðmund G. Ilagalín í Alþýðublaðinu, 5. maí. „Fjallið og draumurinn er veigamesta og tvímælalaust langbesta bók hins kornunga og ei'nilega höfundar“. Þ. J. í Vísi, 23. maí. Halldór K. Laxness gagnrýnir bókina í Tímariti Máls og menningar. Hann segir: „Bókin er rík að lit, en fátæk að línu. Ljóðræna stílsins hefir hvar- . vetna yfirhönd yfir inntakinu....“. ,v • • • Sú sjálfstyftun, sem lýsir sjer í því að skrifta svona þunga og erfiða bók utan um svo smátt og óaðkallandi efni, bendir til þess, að þegar lífið hefir gefið þessum unga höfundi viðameira efni, muni hann verða mikill íithöfundur. Látum það vera okkar metnaðarmál að efla hann til góðra hkita“. „Jeg held því hiklaust fram, að Fjallið og draumuftnn sje ein meðal allra bestu skáldsagna, sem ritaðar hafa verið af íslendingum á þessari öld. Það hefir margur verið kallaður stórskáld fyrir minna en þessa afbragðsvel gerðu ,l)ók“. Kristmann Guðmundsson í Morgunblaðinu, 25. maí Kaupið Fjallið og drauminn strax í dag. Kynnið yður skáldsögu þessa unga og gáfaða rithöfundar. Bókaútgáfa Heimskringlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað (26.05.1944)
https://timarit.is/issue/106344

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað (26.05.1944)

Aðgerðir: