Morgunblaðið - 26.05.1944, Síða 10

Morgunblaðið - 26.05.1944, Síða 10
]0 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. maí 1944, 1AJ ~S>omeróet YJjau^L i lam: í leit að lífshamingju — 4. dagur — ug. Jeg gat ekki sjeð, hvort hún var heimsk eða aðeins svona feimin, og efíir að hafa reynt árangurslaust mörg umræðu- efni, bað jeg hana að segja mjer eitthvað um fólkið, sem í kring um okkur var. „Þjer þekkið Dr. Nedley“, sagði hún og benti á miðaldra mann, sem sat gegnt mjer, á hina hönd frú Bradlake. „Það er hann, sem hefir alið Larry upp. Hann er læknirinn okkar i Marvin. Hann er mjög gáf- aður. Hann er uppfindingamað ur, og þegar. hann ekki vinn- ur að uppíindingum sínum, drekkur hann“. Það var glampi í augum hennar, þegar liún sagði þetta, sem vakti hjá mjer grun um, að í henni- byggi meira en jeg ' hafði fyrst haldið. ,,Og hver er þessi stóri þarna, með augabrúnirnár?“ „Þessi? Það er Gray. Faðir hans á geysistórt hús niður við ána í Marvin. Hann er miljóna- mæringurinn okkar. Við erum mjög hreykin af honum. Faðir hans er einn af ríkustu mönn- um Chicagoborgar, og Gray er einkasonur hans“. Gray Maturin var áhrifa- mikill fremur en laglegur. Svipur hans var ómótaður, en fremur harður. Nefið stutt, varirnar þykkar, og hann hafði glæsilegan, írskan yfirlit. Hann hafði mikið, hrafnsvart hár og skær, mjög blá augu undir þykkum augnabrúnum. Þótt hann væri svona stór, samsvar- aði hann sjer vel og var glæsi- legur á velli. „Hann nýtur mikillar aðdá- unar“, sagði Sophia. „Jeg veit um nokkrar stúlkur, sem ekki myndu hika við neitt, nema morð, til þess að ná í hann. En þær hafa enga von“. „Hvers vegna ekki?“ „Þjer vitið ekki neitt?“ „Nei, hvernig ætti jeg að gera það?“ „Hann er svo ástfanginn af Isabel, að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, og Isabel er ást- fangin af Larry“. „Því reynir hann þá ekki að ná henni af Larry?“ „Larry er besti vinur hans“. „Það gerir sennilega strik í reikninginn?" „Já, ef maður er eins göfug- ur og Gray“: Jeg var ekki viss um, hvort hún sagði þetta í hreinni al- vöru, eða dálítill háðshreimur var í rödd hennar. Það var ekk ert háð í svip hennar, en samt hafði jeg þá tilfinningu, að hana skorti hvorki kímni nje slægð. Jeg horfði aftur í græn- bláu augun hennar. „Hvað eruð þjer gamlar?“ spurði jeg. „Sautján ára“, svaraði hún. „Lesið þjer mikið?“ áræddi jeg að spyrja. En áður en hún gæti svarað, beindi frú Bradlake athygli sinni að mjer, og áður en jeg vissi af, var staðið upp frá borð um. Unga fólkið fór strax út, og við fjögur, sem eftir vorum, fórum upp í dagstofuna. ★ Jeg furðaði mig á því, að mjer skyldi hafa verið boðið í samkvæmi þetta, því að eftii' að hafa rabbað dálitla stund um daginn og veginn, fóru þau að ræða mál, sem jeg hefði hald ið, að væri algert einkamál þeirra. Jeg vissi ekkí, hvort jeg átti heldur að standa upp og fara, eða sitja kyr. En ef til vill gæti jeg verið þeim til ein- hvers gagns, sem hlutlaus hlust andi. Til umræðu var hin und- arlega óbeit Larry á því að vinna. Var það vegna þess, að hr. Maturin, faðir Gray, hafði boðist til þess að taka hann á skrifstofu sína. „Hann hefir eytt nógu löng- um tíma í iðjuleysi", sagði Elli- ott. „Nú hefir hann fengið til- boð um ágæta stöðu, sem hann verður að taka, ef hann vill giftast Isabel“. ISABEL BRADLAKE, fjörugur afkomandi gamallar Illinois- ættar, og ástfangin af Larry. „Hann verður að læra að skilja“, sagði frú Bradlake, „að í veröldinni, eins og hún er nú, verður maðurinn að vinna. Nú er hann orðinn alheilbrigður. Við vitúm öll, að eftir Þræla- stríðið voru til menn, sem ekki gerðu handtak, eftir að þeir komu heim. Þeir voru fjöl- skyldum sínum til byrði og gagnslausir þjóðfjelaginu“. Þá skaut jeg inn athugasemd minni. „Hvaða ástæðu gefur hann fyrir því að neita þessum til- boðum, sem hann hefir feng- ið?“ „Enga. Hann segir aðeins, að þau falli sjer ekki í geð“. „Vill hann þá ekki gera neitt?“ „Nei, sýnilega ekki“. Dr. Nedley fjekk sjer aftur viskýblöndu í glasið. Hann tók sjer vænan sopa og leit síðan á Elliott og Louisu. „Á jeg að segja ykkur frá áliti mínu? Jeg er áreiðanlega ekki óskeikull dómari á mann- legt eðli. En eftir þrjátíu ára starf sem læknir er jeg því dá- lítið kunnugur. Stríðið gerði eitthvað við Larry. Hann var ekki sami maðurinn, þegar hann kom, og þegar hann fór. Hann var ekki aðeins eldri. Það skeði eitthvað, sem breytti persónuleika hans“. „Hvað, til dæmis?“ spurði jeg. „Jeg veit það ekki. Hann er mjög fámáll um reynslu sína í stríðinu“. Dr. Nedley sneri sjer GRAY MATURIN, sonur auðugs manns. Besti vinur Larry — og ástfanginn af Isabel. að frú Bradlake. „Hefir hann nokkru sinni minst á stríðið við þig?“ Hún hristi höfuðið. „Nei. Fyrst eftir að hann kom heim, reyndum við að fá hann til þess að segja okkur frá æfintýrum sínum, en hann hló aðeins og sagði, að hann hefði ekkert að segja. Hann hefir ekki einu sinni sagt Isa- bel neitt. Hún hefir þrautreynt, en ekkert fengið upp úr hon- um“. Þannig hjelt samtalið áfram góða stund, án þess að við kæmumst að nokkurri niður- stöðu. Dr. Nedley leit þá á úr sitt og sagðist þurfa að fara. Jeg kvaddi litlu síðar, en áður en jeg fór, spurði Elliott mig, hvort jeg vildi snæða hádegis- verð með sjer einhvern næstu daga. Hann sagðist ætla að kynna mig fyrir Maturin- feðgunum. „Henry er ágætt dæmi um amerískan verslunarmann", sagði hann, „og þú þarft að kynnast honum. Hann hefir haft umsjón með eignum Louisu í mörg ár“. Jeg hafði enga sjerstaka löngun til þess að fara, en held ur enga ástæðu til þess að neita, og sagði því, að mjer væri á- nægja að því. ★ Á meðan jeg dvaldi í borg- inni bjó jeg í klúbb, sem hafði mjög vandað bókasafn. Morg- uninn eftir fór jeg þangað til þess að líta á háskólatímarit, sem mjög erfitt er að ná í fyr- ir þ.á, sem ekki eru áskrifend- ur. Þetta var snemma morg- uns, og fyrir utan mig var þar aðeins einn maður. Hann sat í djúpum leðurstól og var nið- ursokkinn í bók sína. Jeg varð undrandi, þegar jeg sá, að þetta var Larry. Síðastan allra manna hefði jeg búist við að sjá hann á slíkum stað. Hann leit upp, þegar jeg fór framhjá, þekti mig aftur og bjó sig til þess að rísa á fætur. „Sitjið kyrrir“, sagði jeg, og bætti síðan við, nær því ósjálf- rátt: „Hvað eruð þjer að lesa?“ Vinir í lífi og dauða Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2. stóra torfu og setti á höfuð brúðgumanum, og svo fannst honum þeir þjóta langar leiðir gegnum þreyfandi myrk- ur, kjarr og fen, þangað til þeir komu að stóru hliði, sem opnaðist, þegar draugurinn snerti það. Fyrir innan hliðið fór heldur að birta, fyrst eins og tunglsljós, en því lengra sem þeir komu, þess bjartara varð. Eftir langan, langan tíma komu þeir að fagurgrænum brekkum með miklu safaríku grasi, og þar var fjöldi nautgripa, sem hámuðu í sig grasið, en þrátt fyrir það þótt beitin gæti ekki verið betri, voru nautgripirnir allir horaðir og vesældarlegir. „Hvernig stendur nú á þessu“, spurði pilturinn, sem var nýgiftur, ,,að skepnurnar eru svona magrar og illa útlít- andi, og það þótt þær jeti eins og þeim væri borgað fýrir það?“ „Þetta er líking við þá, sem aldrei fá nóg, hve mikið sem þeir raka saman“, sagði sá dauði. — Svo hjeldu þeir áfram langar leiðir, og komu þar á fjallhaga nokkra, þar sem ekki var annað en smá-grasblettir milli kletta og steina. Þar voru líka stórar nautgripahjarðir á beit, og voru skepnurnar svo feitar og gljáandi, að brúðguminn hafði aldrei sjeð annað eins. „Hvernig stendur á þvi“, sagði hann „að þessar skepnur líta svona vel út, eins og þær hafa lítið að bíta?“ „Það er dæmi um þá, sem eru ánægðir með það, sem þeir hafa, þótt það sje lítið“, sagði vofan. Svo gengu þeir enn langar leiðir, þar til þeir komu að stóru vatni. Það var svo blátt og fagurt, að brúðguminn þoldi varla að horfa á það. „Nú verðurðu að setjast hjer niður og sitja kyr, þangaö til jeg kem aftur“, sagði vofan, „og vel getur verið, að jeg verði nokkuð lengi burtu“. Með það lagði hann af stað, en brúðguminn settist niður, og um leið seig á hann þungur svefn os allt hvarf honum. — Eftir nokkurn tíma kom — Það er hægt að græða peninga á margan hátt. — En það er ekki hægt að græða peninga heiðárlega nema á einn hátt. — Á hvaða hátt? — Jú, datt mjer ekki í hug, að þjer myndi vera. ókunnugt um það. •> ★ — Pabbi, hvernig stendur á því, að negrar eru svartir? — Ósköp spyrðu heiskulega, drengur. Heldurðu að þeir væru kallaðir negrar, ef þeir væru hvítir? ★ t „Jæja, Lina, hefirðu brotið allar hneturnar?" spurði hús- móðirin. „Ekki allar, frú. Sumar eru svo stórar að jeg kem þeim ekki upp í mig“. — Þykir það ftppreist fyrir ap- ana. ★ — Þjer segið að þetta mál- verk sje eftir Rembrandt, en ekki stendur þá nafn hans á því. Forngripasali: — Ef þjer vilj ið að nafn hans standi á mál- verkinu þá kostar það 20 krón- um meira. ★ Ákærða (eldri piparmey): — Jeg er alveg saklaus af þessu, herra dómari. Dómarinn: — En lýsingin á alveg við yður: tíguleg, sþraut- klædd, fögur. Ákærða: — Já, jeg meðgeng. ★ — Hefirðu sjeð Tómas ný- lega? ★ Frúin: — Veistu, María, að þessi vasi, sem þú braust, var 150 ára gamall? - María: — Guð sje lof, jeg hjelt að það væri nýr vasi. ★ — Sjerðu illa, drengur minn? — Nei. — Hversvegna ertu þá með gleraugu? — Vegna þess, að annars sje jeg illa. ★ Lífeðlisfræðingur nokkur þykist hafa uppgötvað það, að mennirnir sjeu komnir af öpum. — Nei, það er víst mánuður síðan jeg sá hann. — Ef þú skyldir sjá hann, þá mintu hann á það, að við erum trúlofuð. -t — Þú sagðir, að þetta væri ágætis varðhundur. — Já, hefir hann ekki reynst svo? — Jú, það er nú helst að segja. — í nótt var brotist inn hjá okkur og þá hamaðist hanu og gelti svo ákaflega, að við gátum ekki heyrt til innbrots- þjófanna, hvorki þegar þeir komu eða fóru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.