Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 12
12 Föstudagrcr 26. maí 1944, A rmann beiðrar iKaufryðjanda í glímu EFTIR fjölbragðaglímu Ár- manns í fyrrakvöld, hafði fje- lagið kaffiboð í Oddfellowhöll- inm fyrir giímumennina, er jHitt tóku og nokkra aðra gésti. fljerstaklega var þangað boðið Guðmundi Þorbjarnarsyni, múr arameistara á Seyðisfirði, en hanu er nú staddur hjer í bæn- um Átti Guðmundur á sínum tima drjúgan þátt í því að end- urvekja Ármann eftir. aldamót in síðustu og lagði mikið starf til fjelagsins. Hann var afburða glímumaður, en beitti hæfileik trm sínum eingöngu til kenslu og tilsagnar. Hann tók aldrei þátt í opinberri kappglímu. Þessa starfs Guðmundar og þakklæti f jelagsins til hans, var minst í hlýlegum ræðum, er þe.r fluttu Jens Guðbjörnsson, forn'. Ármanns, Hallgrímur Bériédiktsson stórkaupm., glímu fjeií.gi Guðrnundar, Jón Þor- ste’ isson íþróttakennari, Guð- mundur Kr. Guðmundsson forstj., Þorsteinn Einarsson, í- þróWafulltrúi og Ar.drjes Guðna son Guðmundur Þorbjarnar- son þakkaði og lýsti að nokkru Iiinurn erfiðu og frumstæðu skilyrðum, sem glíman átti við að búa, er unnið var að endur- reisn Ármanns. Voru þá glímu- æfingar háðar í geymsluhúsum og hálfbygðum húsum. — Kom fram mikið þakklæti tii Guð- mundar fyrir gott starf í þágu fjelagsins. Guðmundur er heið- ursfjelagi Ármanns, en á hóf- inu var hann sæmdur silfur- krossi fjelagsins. F jö Hkagðag líma ármðtins GLÍMUFJEL. ÁRMANN efn ir árlega til innanfjelagskepni í svonefndri fjölbragðaglímu og fór kepnin að þessu sinni fram í fyrrakvöld í húsi Jóns Þoniteinssonar. Glímukepni þessari er þannig háttað, að keppendur glíma 1% mínútu, og eru úrslitin ekki aðeins reikn uð eftir byltum, heldur og brögðtun, og báðum þeim, er glíma, veitt stig fyrir hverja glímu um sig. Ræður svo stiga- fjöldínn sigrinum. Hlutskarp- astur í glímunni varð Guðmund ur Ágústsson, armar Andrjes Guðnason og þriðji Sigurður HalibjÖrnsson. AlLs voru þátt- takendur 7 og glímdu yfirleitt allír vel, drengilega og skemti- lega. Eru vissulega í þessum hópi ýmsir, sem enn eiga eftir að þroskast mikið í íþróttinni og gera garðinn frægan í henni. Sjprsnging í Pearl Hsrbour Washington í gaprkveidi: Nokkur smáskip eyðilölgðust og manntjón varð nokurt, er sprenging varð í innrásarskip- um, sem lágu við festar í Pearl iHarbour. Frá þessu er sagt í lilkynningu frá Nimitz flota- formgja í dag. Var verið að flytja skotfæri milli 3kipa, er sprengir.gin varð. Eldar kvikn- uðu af sprengingu þessari. Síldarsaltendur stofna Söiusamiag Síldarframlelðendur vilja laka sölu saH aðrar síldar í sínar hendur SVO SEM KUNNUGT ei- hef ir Síldarútvegsnefnd undanfar- in 2 ár haft á hendi einkasölu á saltsíld og hefir sala nefndar- innar sjerstaklega síðastliðið ár' sætt mikilli gagnrýni. I tilefni af þessu hefir verið kosið. undirbúningsnefnd af hálfu síldarframleiðenda til þess að vinna að undirbúningi sölusamlags og éttu sæti í nefnd inni útgerðarmennirnir, Ingvai’ Vilhjálmsson, Ólafur Þórðarson og Óskar Halldórsson. — í gær var haldinn fundur síld arframleiðenda í Hafnarhvoli og samþyktu þar framleiðendur er framléiddu 84% af síðasta ári framleiðslu, að taka þátt í stofnun síldarsamlags og fara fram á löggilóingu síldarútvegs nefndar sem aðalútflytjandi síldar samkv. lögum nr. 74, 29. des. 1934. — í stjórn fjelagsins voru kosn ir þeir Ingvar Vilhjálmsson, for maður, og meðstjórnendur Sveinn Jónsson, forstjóri, Sand gerði, Gunnlaugur Guðjónsson, útgerðarmaður, Siglufirði, Jón DAGENS NYHETER birtir forystugrein 22. maí, og segir þar frá kjördögunum, kjörsókn og tilhpguri þjóðaratkvæðisins. Síðan segir í greininni: „í Danmörku er álitið að Is- lendingar hefðu eigi þurft að flýla sjer svo sem orðið hefir. Kristján koonngur X. er eng- inn harðstjóri, og auk þess eru löndin bæði algerlega einangr- uð hvort frá öðru. Þau geta ekki framkVæmt skilnað með eðlilegum hætti. Þau hafa lent hvort sínu megin víglínunnar. Danmörk var hernumin af Þjóð verjum 1940, og mánuði síðar hernámu Bretar ísland“. Blaðið iæðir síðan um komu breska setuliðsins og hervernd Bandaríkjanna og heldur á- fram: „Bæði Bretar og Ameríku- menn hlutu vingjarnlegar mót- tökur, og enginn grunaði þá um að stefna að því að innlima ís- land í engilsaxneskt umráða- svæði („lebeparaum"), enda skiftu þeir sjer alls ekki af borgaralegri stjórn“. Þóiðanson, forstjóri. Siglufirði, Gunnar Larsen, forstjóri, Ak- ureyri og Óskar Halldórsson, út gerðarmaður, Reykjavík. Varastjórnendur voru kosnir: Egill Ragnars, síldarkaupmað- ur, Siglufirði, Sturlaugur Böðv arsson, útgerðarmaður, Akra- nesi, Ólafur Þórðarsön, forstj., Reykjavík, Gísli Vilhjálmsson, síldarkaupmaður, Akranesi. Stefán Franklín, útgerðarmað- ur, Keflavík, Sigurjón Ólafsson fyrv. skipstjóri, Reykjavík og Friðrik Guðjónsson, útgerðar- maður á Siglufirði. Fundarstjóri var Kristján Einarsson, forstjóri, Reykjavík og fundarritari Lárus Jóhann- essón, hrm., sem aðstoðað hefir við samningu samþykta fje- lagsins. Þar sem svona mikil sam- heldni er meðal síldarframleið- enda um að taka síldarútflutn- inginn í eigin hendur, verður að ganga út frá því sem gefnu, að Síldarútvegsnefnd veiti um- beðna lölggildingu. „Þegar því er af Dana hálfu haldið frarft, að fresta þurfi end urskoðun sambandslaganna, vegna rofinna tengsla. er svar íslendinga á þá leið, að það sjbu einmitt óeðlilegar kringumstæð ur, sem flýtt hafi fyrir stjórn- lagábreytingunni. í 4 ár hefir Island orðið að treysta sjálfu sjer, og í óvissu eftirstríðstím- ans vill lanaið því standa al- gerlega sjálfstætt. Eftir margra alda samband, fyrst við Noreg, síðan við dansk norska ríkjasambandið og loks við Danmörku, hafa íslending- ar ekki í heila öld farið dult með það, að fyrir sitt leyti krefðust þeir þess að verða að- njótandi hins fyllsta sjálfs- ákvörðunarrjettar, er öllum friðsömum þjóðum ber“, (Samkv. fregn frá utanríkis- ráðuneytinu). Golfkylfur, ekki golfkringlur, átti að standa í augl. frá Hellas í gær. Þella er Wrigley Margir kannast við Wrigleys- tyggigúmmí, og hjer er mað- urinn, sem stendur fyrir fram- Ieiðslu þess, — auðvitað löngu orðinn miljónamæringur. Óvenjumiki) þáff- taka í hvílasunnu veðreiðum Fáks HESTAR ÞEIR, sem taka þátt í veðreiðum Fáks á skeiðvell- inum á annan í hvítasunnu, hafa nú verið skráðir. Er ó- venju mikil þátttaka í kapp- reiðunum, eða samtals 26 hest- ar. Skeiðhestar verða 5; í 300 metra stökki 10 hestar og 11 í 350 metra slökki. Meðal hest- anna er nokkrir þektir gæð- ingar og ennfremur margir hestar, sem ekki hafa kept áður. Af skeiðhestum má nefna Randver og Þokka, sem hafa skiftst á að vinna undanfarin ár. Ennfremur verða tveir nýir hestar og óþektir á skeiðvelli, en þeir eru laldir mjög efnileg- ir. Stökkhestar í 300 m. stökki eru flestir óþektir, enda ríkir sú régla, að þeir hestar, sem hafa unnið verðlaun á þessari vegalengd, fá ekki að keppa á henni aftur. En að þessu sinni koma fram margir ágætir stökk heslar, og ér aldur þeirra alt niður í 5 vetra. Stökkhestar á 350 metrum eru margir ágætir. Þar keppir t. d. Stígandi, sem hlotið hefir verðlaun, bæði í Boi'garfirði og Reykjavík. GráskjónijVíkingur og Blesi, hafa allir áður hlotið verðlaun. Þá eru og í þessari kepni nýir hestar, sem munu vafalaust verða liinum reynd- ari skeinuhættir. Kappreiðarnar hefjasl kl. 3 e. h. Veðbanki verður í fullum gangi að venju, veilingar á staðnum o. s. frv. Sprengjur á Suður- England. London í gærkveldi: Þýskar flugvjelar voru á sveimi í nótt sem leið yfir suður- og suð- austurströnd Englands og vörp uðu sprengjum. Ekki komu þó sprengjur á land, nema á einum stað. Varð þar eignatjón nokkurt, en ekki neitt mann- tjón. — Reuter. „ísland svíkur ekki samkomulag“ Ummæli sænskra blaða AFTONTIDNINGEN í Stokkhólmi birtir 20. maí grein undir fyrirsögninni: „ísland svíkur ekki samkomulag“. Byggist grein- in á upplýsingum, sem íslenska sendisveitin hefir látið blaðinu í tje. í henni er getið allra helstu atriða úr málstað íslendinga og kemur í henni ekkert atriði fram óhagstætt Islandi. Yerðlækkun á skömtunar vörum SKÖMTUNARVÖRUR lækka í verði frá og með 31. þ. m. Nemur iækkunin sem svarar þeirri lækkun farmgjaldanna, sem fyrirskipuð var 9. þ. m. á flutningum frá Ameríku. Verð- lagsstjóri auglýsir næstu daga nýtt verð á skömtunarvörum. Að þessi verðlækkun getur komið til framkvæmda strax og þannig náð til fyrirliggjandi birgða í landinu, stafar af því, að samkomulag náðist milli Fje lags ísl. stórkaupmanna og S. í. S. anriarsvegar og stjórnar Eim skipafjelagsins hinsvegar um að Eimskip greiddi þá fjárhæð, er með þyrfti til þess að lækka verð á fyrirliggjandi skömtun- arvörum það mikið, að sam- svaraði farmgjaldalækkuninni 9. þ. m. Er talið, að upphæðin sem Eimskip greiðir í þessu skyni, muni nema um 900 þús, kr. Allsherjar vörutalning (skömt unarvara) fer fram 30. þ. m., en hið nýja lækkaða verð á vörunum kemur til fram- kvæmda 31. þ. m. Ók bifreið í sjéitin og druknaði AÐFARANÓTT fimtudags vildi það slys til, að maður ók bifreið í höfnina í Keflavík og druknaði, Klukkan 4 um nóttina er m, b. Guðmundur Þórðarson var að koma úr róðri, sáu skipverj ar lík fljótandi í sjónum, inn- an hafnargarðsins. Þeir inn- byrtu þegar líkið, er reyndist vera af Snorra Karlssyni bíl- stjóra, til heimilis Kirkjuveg þar í bæ. Ekki er vitað um aðdraganda að þessu sorglega slysi, en eftir vegsum merkj um að dæma hefir bifreiðinni verið ekið beint út af enda hafnargarðsins. Brýr sprengdar í Noregi Frá norska blaðafulltrúanum Þær fregnir hafa borist frá Oslo til Stokkhólms, að járn- brautarbrúin við Geithus, milli I'rammen og Hönefoss, hafi lask ast alvarlega af sprengingu. tJrðu því járnbrautarlestir frá og til Bergen að fara eftir ann- ari braut. Eítir þriggja vikna tíma haíði verið gert við brúna, en rjett á eft.ir var járnbraut- arbrúin við Ask, nærri Höne- foss, sprengd, þannig að þrír borgarnir fjeUu og varð brúin ónothæf með öllu. Hefndu Þjóðver^ar sín með því að stöðva vöruflutninga Norð- manna á Bergensbrautinni og síðar um allan Noreg í tvo daga. Um svipað leyti og siðari brúin var sprengd, voru einn- ig sprengd tvö fyrirlæki í Höna foss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.