Morgunblaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 2
2 MORÖUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. júní 1944 Hægt að flytja 18—20 þús- monas til Þingvalla 16- og 17. júní Afmælismót K. R. í frjálsum íþróttum Fólk, sem á tjöld hvatt til að fara austur fyrri daginn ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDIN hefir lokið við að gera áællun um fyrirkomulag fólksflutninga tii og frá Þingvöllum 16., 17. og 18, júní næstkomandi. Eins og kunnugt er hafa verið gefin út bráðabirgðalög, sem heimila leigUnám allra leigubíla ög verða þeír skrásettir næstu daga. Ennfremur er ætlast til þess að þeir, sem eiga einkabíla flytji eins mikið af fólki til og frá Þing- völlum og þeir geta, fari helst tvær ferðir austur. Samkvæmt áætlunum nefndarinnar mun verða hægt að flytja 18—20 þús- únd manns frá Reykjavík austur dagana 16. og 17. júní og heim aftur að kvöldi þess 17. og 18. júni. X'yrirkomulag folksflutninga. FVRIRKOMULAG fólksflutn- inga til og frá Þingvöllum verður í aðalatriðum eins og hjer segir, eftir því, sem þjóð- hátíðarnefndin skýrði blaða- rnönnum frá í gær. Farseðlar verða seldir í Iðn- skóiahúsinu dagana 10.—14. júní n.k. Seldir verða farmiðar fram og til baka og kouta 40 krónur báðar leiðir, en hálft gjald fyrir börn yngri en 10 ára, Farnar verða fjórar ferðir austur þann 16. júní og er ætl- ast til að með þeim ferðum fari i>eir, sem hafa tjöld og ætla að dvelja á ÞíngVÖllUm fram yfir þjóðhátíð. Farið verður austur kl. 9, 13, 17 og 21. Tjald fitæði fá menn hjá nefndinni. Er tjaldstæði ákveðið á efri völlunum, fyrir innan íþrótta- völlinn. Þar verður heil tjald- borg, póstur og sími. Rauði Kross íslands með sjúkratjöld, veitingatjöld og fleira. Þeir, sem vilja fá tjaldstæði eiga að snúa sjer til starfsmanns nefnd arinnar, Ævars Kvaran. — Er hægt að ná í hann i sima 1130. IWenn, sem eiga tjöld, eru mjög hv'attir til að fara austur þ. 16. til að ljetta á fólksflutn- ingunum aðalhátíðardaginn. Þann 17. verða farnar tvær ferðir, kl. 7,30 að morgni og kl. 19,30. Þeim, er fara með fyrri ferðinni. kl. 7,30, verður gef- >nn kostur á, að Veija um hvaða ferð þeir vilja fara með til bæj arins. Heimferðum verður hag- að þannig, að fyrsta ferðin að austan Verður kl. 18 og kl. 22, ennfremur kl. 1 um nóttina, að- faranótt þess 18. og þann dag kl. 13, 17 og 21. Þeir sem fara með ferðinni kl. 10,30 þann 17. geta ekki fengið ferð aftur í bæinn fyr en kl. 22 — eða 1 að nóttu. Hægt að flytja 3000 manns í ferð. GERT er ráð fyrir, að hægt verði að flytja 3000 manns með Jeigubílum þeim, sem nefndin hefir yfir að ráða, í hverri ferð. Leigubílarnir aka að barmi Al- mannagjár og þar fer fólkið úr bíiunum. Ðílarnir munu fara til baka um gamla Þingvallaveg- inn. Verður gert við þann kaflai vegarins sem nú er vestur, en það er milli Miðdals og Geit- háls. Á þremur stöðum á Þing- • vallaveginúm verða verðir við síma og með hjúkrunargögn. — Verða verðir þessir að Brúar- landi, Svanastöðum og vega- mótunum, þar sem nýi og gamli vegurinn mætast. Einnig verða þar lögregluþjónar. 1140 einkabílar. HJER í bænum eru nú sem stendur taldir 1140 einkabílar. Er gert ráð fyrir, að þeir verði flestir í gangi og einkabíla- eigendur eru hvattir til að flytja eins mikið af fólki til og frá Þingvöllum og frekast er unt. Er talið, að ef allir verða í gangi, muni einkabílar geta flutt um 3700 manns í ferð. Bílastæði fyrir einkabila verður á Leirunum. Þar verða einkabílar að vera allan daginn þahn 17. því engin umferð verð ur leyfð um Almannagjá eftir kl. 12.30 þann 17. júní, og fram eftir degi.Einkabílar munu geta komist til bæjarins í hljeinu, sem verður milli þess að al- höfninni á Lögbergi lýkur og þar til hátíðahöldin hefjast við íþróttavöllinn kl. 4,30. Eftir kl. 8 að kv'öldinu verður veg- urinn opnaður á ný. Ákveðinn mun verða sjer- stakúr tími fyrír einkabílá, er fara austur til þess að ferðir þeirra trufli ekki fei’ðir leigu- bílanna. Fólk þarf að hafa með sjer mat. VISSARA er fyrir þá, er fara austur á hátíðina að hafa með sjer mat. Veitingar verða á Þingvöllum og hafa þegar 10 leyfi verið veitt til veitinga, en þær verða að mestu leyti öl, gosdrykkir, sælgæti. ef til vill smurt brauð og kaffi og kökur. Hefir verið farið fram á sjer- stakan aukaskamt af kaffi og öðrum skömtunarvörum vegna þessara veitinga. Valhöll lokuð fyrir aðra cn gesti. VALHÖLL verður lokuð fyr- ir aðra en gesti þjóðhálíðar- nefndar, en þar á meðal eru þingmenn, ríkisstjórn, erlendir sendiherrar, nokkrir embættis- íenn og blaðamenn. Öllu úlvarpað. ÚTVARPAÐ verður öll'u, sem fram fer á Þingvöllum. — Mun Helgi Hjörvar sjá Um lýs- ingar á því, sem fram fer. Há- tölurum verður komið fyrir á völlunum til þess að fólk geli fylgst með því, sem fram fer. lýtt tímarit JEG HEFI hugsað mjer að hefja útgáfu nýs tímarits á næsta hausti. Ekki er nafn þess að fullu ákveðið ennþá. Hins- vegar hefi jeg nú þegar ráðið a.m.k. tvo ágæta menn til þess að rita i það, og efni þess er þeg ar ákveðið. Því mun verða skift í 4 meginkafla, sem hverjum fyrir sig er ætlað nokkurn veg- inn jafnt rúm. Árg. mun kosta 32 kr. I. Um víða veröld. Þessum þætti er ætlað rúm í ritinu meðan því endist aldur. Verður þar í samanþjöppuðu máli gerð grein fyrir öllu því markverðasta, sem á hverju ári gerist í umheiminum og hefir megináhrif eða þýðingu fyrir einstaka þjóðir, eða heiminn í heild. Það er ætlunin að skrifa þáttinn þannig, að af honum megi fá samhengi sögunnar, en ekki hrafl eitt, eða í annáls- formi. Þennan mikilsverða þátt vantar nú svo að segja alger- lega í blöð okkar og timarit (þegar frá eru taldar daglegar frjettir). Slíkt þarf að vera í þeim ritum, sem helst er hald- ið saman. Mundi mörgum þykja gott og gagnlegt að geta gengið að slíkum heimildum á einum stað, og mundi verða þess meira virði, sem lengra liði, sjerstak- lega ef vel og vandvirknislega væri frá þessu gengið. II. Kirkjan í lííi þjóðar- innar á umliðnum öldum. Annar kafli ritsins á að vera helgaður þessu verkefni, með- an endist. Þetta er ekki hugs- að sem smá ritgerð um þetta efni, heldur mikið verk í fleiri bindum. Mun það því lengi end ast slíku riti sem þessu. Sem sýnishorn þess, hvað hjer er átt.við, skal þetta m. a. koma fram; 1. Kirkjan sem stofnun. 2. Andlegt og veraldlegt vald hennar og áhrif. 3. Viðhorf henríar til fátækra og afskifti hennar af þeim mál- ifm. 4. Gjafir manna til kirkjunn- ar og um hendur hennar til hinna margvísíegustu mánúðar og menningarmála, og jafnvel til samgöngumála. 5. Um ljós í kirkjum. (Þar er vafalaust um að ræða fyrstu vita á íslandi). 6. Um viðhorf hennar og styrk til læknínga og spítala. 7. Um störf hennar og við- horf til mentamála. 8. Um þátt hennar í samningu rita og afskrifta þeirra. 9. Um mentun biskupa og presta og áhrif þeirra á ment- un og menningu þjóðarinnar. Frh. á bls. 7. AFMÆLISMÓT K. R. í frjáls um íþróttum fer fram á íþrótta vellinum í dag. Er það fyrsta mót sumarsins í frjálsum íþrótt um. Með hverju sumri, sem fer í hönd, færist nýtt líf í frjálsu íþróttirnar og íþróttalífið mót- ast að miklu leyti af þeim. —■ Við hvert sumar eru og tengd- ar vonir íþróttamanna og íþróttaunnenda um góð afrek, glæsileg afrek, sem megi verða landi og' þjóð til gagns og sæmd ar. Á því sumri, sém nú er haf- ið, gerum við ráð fyrir miklum afrekum á íþróttaleikvanginum. Iþróttaafrekin s. 1. ár gefa fylli lega leyfi til að vona slíkt og þar að auki ætti það að vera metnaðarmál hvers einasta í- þróttamanns að gefa hinu unga lýðveldi samboðna, veglega vöggugjöf. Það má þó ekki gera alt of miklar kröfur til fyrsta móts sumarsins, þó að megi búast við að ,,stjörnurnar“ komi strax í ljós. Képt verður í 110 m. grindd- hlaupi, spjótkasti, 3 km. hlaupi, langstökki, 300 m. hlaupi, kúlu varpi, hástökki án atrennu og 4x200 rr^ boðhlaup. Keppendur eru als 38 frá 5 fjelögum, K.R., Ármanni, í. R., F. H. og Umf. Skallagrími í Borgarnesi. Skal hjer til gamans minnst lítillega á þátttöku í hverri grein. Kúluvarp. Methafinn, Gunn- ar Húsebý, tekur ekki þátt í keppninni áð þesSu sinni, eft mun að öllu forfallalausu keppa seinna í sumár. Meðal kepp- enda verða Jóel Sigurðsson (í. R.) og Bragi Friðriksson (K. R.). Þá tekur og Guðm. Ágústsson (Á), glírríukappi, þátt í keppninni. 110 m. grindahlaup. Þar eru keppendur aðeins þrír. Er næsta óskiljanlegt, hve mikið tómlæti ríkir yfir þeirri fögru íþrótt. Þátttakendur eru K. R.- ingarnir Skúli Guðmundsson og Brynjólfur Jónsson og Odd- ur Helgason (Á.). Spjótkast. Keppendur í spjót kasti eru 5, m. a. Jón Hjartar (K. R.) og Jóel Sigurðsson (í. R.). Alla, sem sáu hið skemtilega einvigi þeirra £ fyrrahaust, mun fýsa að sjá þá keppa að þessu sinni. Ekki skal spáð um úrslit. * 3 km. hlaup. I 3 km. hlaup- inu verður keppnin sennilega ianghörðust, enda taka margir fílelfdir hlauparar þátt í henni. Skulu nefndir Ármenningarnir Sigurgeir Ársælsson, Hörður Hafliðason og Árni Kjartans- son, I.R.-ingarnir Óskar Jóns- son og Sigurgísli Sigurðsson og K. R.-ingarnir Haraldur Björns son og Indriði Jónsson. Langstökk. Keppendur eru þar 8. Meðal þeirra eru Skúli Guðmundsson (KR), Jón Hjart ar (KR), Oddur Helgason (Á) og Höskuldur Skagfjörð (Skallagrími). — íslandsmeis- arinn, Óliver Steinn (FH), get ur því miður ekki tekið þátt í keppninni. 300 m. hlaup. Meðal kepp- enda eru Jóhann Bernhard (KR), Kjartan Jóhannsson (Í.R.) og Sævar Magnússon (FH). Methafinn, Brynjólfur Ingólfsson (KR), getur senni- lega ekki tekið þátt 4x200 m. boðhlaup. 4 sveitir taka þátt í hlaupinu, 2 frá KR, ein frá Ármanni og ein frá í. R. — Mótið hefst kl. 4 e. h. Þ. Aðalfundur Útvegs- banka Islands h.f. ABALFUNDUR Útvegsbanka íslands h. f. var haldinn í gær í húsakynnum bankans í Reykjavík. Formaður fulltrúaráðsins, Slefán Jóh. Slefánsson, alþm., setti fúndinn og kvaddi til fundarsljóra Lárus Fjeldsted hrm. Formaður skýrði frá afkomu bankans á síðastliðnu reksturs- ári og fára hjer á eftir helslu atriðin í skýrslu hans. Innstæður höfðu aukist tals- vert á árinu. Sparisjóðsfje um kr. 21,5 milj. og var 1 árslok ca. kr. 64.623.000.00. Hlaupa- reikningur jókst um 7 miljónir 288 þús. (í árslok ca. krónur 49.895.000.00). — Skuldir við erlenda banka höfðu lækkað úr kr. 2.353.000.00 í krónur 445.900.00. Bankinn skuldar nú tkki erlendis nema í Danmörku sem ekki er hægt að hafa við- skifti við vegna ófriðarins. Ábyrgðir vegna viðskifta- manna voru í árslok ca. kr. 29.326.000.00 og höfðu hækkað um rúmar 2,9 milj. Ábyrgðir þessar eru að meslu leyli bankalrygging út af vörukaup- um erlendis, en nú fást vörur að minsta kosti vestan hafs svo að segja eingöngu gegn slíkum Iryggingum. Bankinn hafði haft mikil slik viðskifti á árinu. Þá skýrði formaður fulltrúa- ráðsins frá því, að í næsla mán- uði mundi fara fram greiðsla á eftirstöðvum láns þess, er tekið var í Bretlandi árið 1921 með 7% vöxtum, en breytt í 5% lán árið 1934. Eftirstöðvar, sem nú á að greiða eru £ 58.844.00. Sömuleiðis kvað hann standa til að 4% breska lánið frá 1935, en bankinn skuldar nú í þvi £ 145.000.00, yrði borgað upp á næsta ári. Úllán bankans hafa hækkað nokkuð á árinu: — Víxlar um rúmar 6 milj. (voru um ára- mótin kr. 63.292.000.00), skuld- ir í hlaupareikningi um ca. 3 milj. 770 þús. (voru 14 milj, 795 þus). Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.