Morgunblaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 12
12 LIKIM Framhald uf bls. 7 sjer að auki eftirlit það með bamshafandi konum, sem starf rækt hafði verið í Landsspítal- anum, í sambandi við fæðingar deildina þar. En það starf var træði orðið mjög umfangsmikið og . auk þess óhægt um það vegna þrengsla í spítalanum. I jþéssírskyni voru ráðin til-Ung- barn'avérndarinnar, Pjétar Jak- obsson læknir og frú Ragnhild ur Jónsdóttir, Ijósmóðir. Heim- sóknadagar eru 2-svar í viku. 1550 skoðanir fóru fram á barns hafandi konum, frá 1. apríl til áramóta, þar af komu 568 kon- ur í fyrsta sinn. Ljósmóðirin fór í 382 eftirlitsferðir á heim- ilin, þar af 179 fyrir Sjúkra- sarnlag Reykjavíkur. Starfsemi hjúkrunarfjelags- ins „Líkn“ er haldið uppi með fjárframlögum frá ríki, bæjar- fjelagi Reykjavtkur, Sjúkra- samlagi Reykjavíkur, bæjarfje lagt Hafnaríjarðar og Sjúkra- samlagi Hafnarfjarar, enda njóta sj úklingar þaðan sömu aðstoðar heilsuvemdaistöðvar- innar og fólk úr Reykjavík. Til skoðunar á Berklavarnar Stöðhmi kemur einnig árlega allmargt fólk úr nágrenni Ifeykjavíkur og lengra að og er þvt veitt sama aðstoð og öðr- nm er til stöðvarinnar leita. Öll aðstoð Berklavarnarstöðvar og TJtigbarnaverndar er ókeypis. Berklavarnarstöðin og Ung- fe'árnawerndiit starfá nú undir nafninu Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, en stjórn Hjúkr- ttrtárfjelagsins „Líkn“ annast ailar fjárreiður stövarinnar, ráðningu starfsfólks og önnur fw»*'gháttuð framkvæmdarstörf í sambandi við hana. Um heimilishjúkrunina er það að segja, að formaður fje- lagsins hefir um mörg undan- farin ár haft alla afgreiðslu sjúkravitjana fyrir Reykja'vik- urbæ. Fjelagið hefir haft töluverð- an styrk í meðlimagjöldum og nýtur árlega styrks frá einstakl ingum, sem eru fjelagsstarfsem in-ni vinveittir. T. d. heíir Re- "feekkustúkan Bergþóra undan- farin ár gefið Ungbarnavemd- inm nokkrar tylftir af prýðis- fallegum og vel gerðum ung- barnafatnaði, sem síðan hefir verið útbýtt tit sængurkvenna, sem hafa erfiðar ástaéður. Nokkrir kaupmenn hafa einnig um mörg undanfarin jól sent fjelaginu fata- og peningagjaf- ir, sem hefir verið útbýtt til sjúklinga og gamalmenna. Fyr- ir nokkrum árum voru Ijósböð ungbarna aukin mikið og var það einungis að þakka mönnum og konum, sem gáfu ýmist dýra íjósiampa, eða styrktu starf- semina með peningagjöfum. Stjórn hjúkr.fjel. „Líknar“ fær ir þessum vekmnurum þess béstu þakkir fyrir alla vinsemd og trygð við starfsemi þá, sem fjelagið hefir beitt sjer fyrir í bæjarfjelaginu. Sjúkrahjúkrun og heilsu- verndarstarfsemi eru veiga- .«nkill þáttur í þjóðarmenning- urini og þótt skilningur á þeim málum hafi íarið nokkuð vax- andi, vantar mikið á, að þau sjeu komin í viðunandi horf í Reykjavík, hvað þá í öðrum hlutum landsins. Otal viðfangs efnt bíða úrlausnar, Nemendahíjémsveit Tónlistarskóians Um síðustu helgi voru haldnir nemendatónleikar Tónlistarskólans. Þar Ijek m. a. hljóm sveit sú, sem sjcst hjer á myndinni, er það nemenda-hljómsveit skólans og í heenni eru nemendur a aldrinum 10—29 óra. Björn Olafsson fiðluleikari hefir æft hljómsveitina og stjórnaði henni á tónleikunum. Kvikmynd af sigr- um bandamanna í Tunis BRESKI SENDIHERRANN bauð í gær allmörgu fólki að sjá kvikmyndina „Tunisian Victory11, sem upplýsingadeild- ir ríkisstjórna Breta og Banda- ríkjanna hafa látið gera um .innrásina í Norður-Afríku og bardagana þar, sem lauk með algjörum sigri bandamanna Ivorið 1943. Kvikmyndin er sjerstaklega jvel tekin og sem söguleg kvik- . mynd er hún á borð við hina jfrægu. bresku kvikmynd „De- sert Victory", sem sýndi bar- jdagana í Lybíu. I þessari kvikmynd eru jnokkrar sýningar, sem teknar eru úr kvikmyndum, sem þandamenn náðu af Þjóðverj- um. | Kvikmyndin sýnir ítarlega gang styrjaldarinnar í Norður- Afríku, frá því innrásin var á- kveðin á ráðstefnu í Washing- ton og þar til Þjóðverjar voru hraktir alveg frá Tunis eða teknir til fanga. London í gærkveldi: — Pjetur Júgóslafakonungur hefir falið dr. Subasic, fyrrum landsstjóra í Króatíu að mynda nýja stjórn, sem hafi nána samvinnu við alla þá í Júgóslavíu. sem gegn Þjóðverjum berjast. Ekki mun stjórnin verða skipuð, fyrr én Subasic hefir rætt við fulltrúa l'kæiuliðanna, og er jafnvel gert' ráð fyrir, að hann muni fara til Suður-Ítalíu innan skamms til þess að reyna að komast í samband við Tito eða fulltrúa hans. Er svo álitið, að skæruliðarnir muni skipa ráð- herra í stjórnina, en Michailo- witz muni algjörlega hverfa af sjónarsviðinu. — Reuter. Mikil þáttaka í kappróðri sjómannadagsins Veðbanki starfræktur KAPPRÓÐUR Sjómannadagsins 1944 fer fram í dag á Rauð- arárvíkinni eða í Hafnarfirði, eftir því hvernig viðrar. I því sambandi sneri blaðið sjer í gær til Hauks Jóhannessonar loft- skeytamanns, sem er í veðbankanefnd dagsins, og spurðist fyrir um keppnina. London í gærkveldi: — Blöð- in í Moskva eru mjög harðorð í garð Búlgara um þessar mundir og segja, að þeir kunni ekki fótum sínum forráð og ætli að láta steypa sjer 5 glöt- un, með framhaldandi sam- vinnu við Þjóðverja. Hann skýrðf svo frá, að þátl- taka í róðrinum væri að þessu sinni mjög mikil, eða meiri en nokkru sinni áður. Munu um 20 skipshafnir reyna þar með sjer. Er þetta sjerstaklega lofs- vert, sagði Haukur, og sýnir mikinn áhuga sjómanna á róðr inum, sjerstaklega ef tekið er lillít til þess, hve illa stendur á um ferðir flestra skipanna. Vegalengdin, seni róin er, er um 1 km„ og' fer keppnin að öllu forfallalausu fram á Rauð- arárvíkinni. Endamark hjá Fiskifjelagshúsinu. En ef veð- ur leyfir ekki að hún geti far- ið fram þar, verður keppt í Hafnarfirði. Getur þar verið ágætis róðrarveður, þótt það sje vont hjer. Keppl verður um tvenn verð laun, Fiskimann Morgunblaðs- ins (handhafí b.v. Helgafell), fyrir skip yfir 150 rúmlestir brúttó, og June Munktell-bik- arinn (handhafi m.s. Már), fyrir skip undir 150 rúmlestum. Auk þess er róðrarfáni Sjó- mannadagsins veittur þeirri skipshöfn, sem nær bestum tíma. Allir gripirnir eru far- andgripir. — Hvað um veðbankann? — Veðbanki verður starf- ræktur eins og s.l. ár. Var hann þá í fyrsta skifti starfræktur í sambandi við kappróðurinn, og mæltist það mjög vel fyrir meðal áhorfenda og jók „spenn ing“ þeiri'a að miklum mun. Aðgangseyrir að kepninni er enginn, en með því að skifta við veðbankann, geta menn hagnast, ef kunnugleiki og hepni er með, um leið og þeir stuðla að því, að veglegt sjó- minjasafn rísi hjer upp. Að afloknum kappróðrinum fer fram keppni í stakkasundi og björgunarsundi í Reykjavik urhöfn (milli Faxagarðs og Björnsbryggju). Þátttakendur eru sjö. Kappróðurinn hefst kl. 3 eft- ir hádegi. Þ. Jarðskjálífakipps vart í Reykjavík 1 GÆRMORGUN uin kl. 5 varð vart við allsnarpan jarðskjálftakipp hjer í bæ og annan fáum mínútum síðar. — Ekki urðu neinar skemdir á húsum eða mannvirkjum svo A’itað sje. — Upptök kippsins munu hafa verið 25—30 km. frá Révk.iavík. Gas veldur slysum New York í gærkveldi. UM 150 manns var flutt í sjúkrahús hjer í borg í gær og hafði fólk þetta orðið fyrir gas eitrun. Fjell eiturgasgeymir af bifreið og brotnaðí, á fjölfar- inni götu í Brooklyn. Bárust eiturgufurnar fljótt inn í búð- ir og skrifstofur, en fólk á göt- unum fjell í öngvit og misti sumt sjónina í bili. Fyrir utan þá, sem fluttir voru í sjúkra- hús, urðu um 200 aðrir fyrir gasi, en ekki hættulega. — Reuter. Laugardagur 3. júní 1944 íslandsmólið hefst ájmánudag Á MÁNUDAGINN kemur byrjar merkasta knattspvrnu- mót ársins, Islandsmótið. Að þessu sinni tekur ekkert ut- anbæjarfjelag þátt í því, en sú nýlunda er nú á, að fimm Reykjavíkurfjelög keppa í mótinu, þar sem l.R. sendir, lið á mótið í fyrsta skipti. Áformað er, að mótið hefj- ist með nokkurri viðhöfn, en leikurinn á mánudagskvöld verður milli K.R. og Fram. Næsti kappleikur verðui- milli Vals og Víkings. Allt bendir til þess, að þetta verði gott og’ skemtilegt mót. Flokkarnir virðast vel, — e. t. v. venju frernur, vel þjálfaðir og ættu leikir því að geta orðið tvísýnir og spennandi. Aðalfundur Fjelags Yesfur-íslendinga FJELAG Vestur-íslendinga I Reykjavík hjelt aðalfund sinn í gær. Starfsemi fjelagsins hef- ir legið niðri um nokkurt skeið, en mun nú hefjast aftur. Stjórn fjelagsins var kosin: Hálfdán Eiríksson form. og meðstjömendur Ari Eyjólfsson, Guðni Sigurðsson, Guðrún Pálsson, Carl Brand og Benja- mín Einarsson. Vestur-íslendingar, sem hjer eru staddir og enn hafa ekki gengið í fjelagið, geta gert það með því að tala við einhvern st j órn armeðliminn. Sfór hátíðahöld fyrirhuguð á Rafns- eyri 17. júní VESTFIRÐINGAR hafa f.yr- irhugað mikla hátíð á fæðing- arstað Jóns Sigurðssonar for- seta þann 17. júní naestkom- andi. Er búist við, að alt að 2000 manns sæki hátíðina a£ Vestfjörðum. Á m iðvikudagskvöld fór^há- tíðanefnd lýðveldiskosning- anna vestur til Rafnseyrar og voru í för með nefndinni þeir próf. Sigurður Nordal, sem verður einn aðalræðumaður á hátíðinni á Rafnseyri, og Guð- mundur -Einarsson frá Miðdal, sem ætlar að gera raderingar af RafnseyrL Dvaldi hátíðar- nefndin vestra einn dag í sam- bandi við þingsályktunartil- lögu, sem! gerð var á þingi í fyrra og fjallar um, hvað hægt muni að gera á Rafnseyri í framtíðinni til að heiðra minn- ingu fæðingarstaðs Jóns Sig- urðssonar. Mun nefndin hafa ákveðnar tillögur í þeim efn- um, sem hún mun leggja fyrir Alþingi og ríkisstjórn. I nefnd þeirri, sem sjer um hátíðahöldin á Rafnseyri 17. júní, eiga sæti eftirtaldir þrír menn: Þórður Njálsson, Ingi- valdur Benediktsson og Björn Guðmundsson fyrv. skólastjóri að Núpi. Þjóðhátíðarnefndin hjer hafði útvegað Vestfirðing- um nokkur tjöld og flaggsteng- ur til að hota í sambandi við hátiðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.