Morgunblaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. júuí 1944 MORGUNBLAÐIÐ 8 rp Vertíðin í verstöðvum iandsins: Mikill afli en útgerðarkostnaður gífurlegur ÞESS VAR getið hjer í blað- jnu 8. janúar s. 1., að þátttaka vjelbátaútgerðarinnar við Faxa flóa hefði stóraukist þessa ver- tíð, og frá mörgum öðrum ver- stöðvum landsins væri útgerð með mesta móti. Þegar nú er litið yfir magn aflans, sem vjel- bátaútvegur iandsmanna hefir fært að landi, kemur það í ]jós, að það er miklu meira, miðað við tímann frá nýári til 30. apríl, en það hefir verið nokkru sinni áður, eða met-magn. Heildarafli landsmanna á alla útgerð, þar með taldir togarar, var frá nýári til 30. apríl 1944 117,954 smálestir. Á sama tíma 1943 75,722 smálestir. Vjelbátaaflinn frá nýári til 30. apríl er 93406 smáleslir og skiflist þannig milli úlflutnings strax og ýmissa verkunarað- ferða: Árið 1944: 51249 smál. útílutt nýtt, 39195 smál. til hraðfrysti- húsa, 1115 smál. til herslu, 1847 smál. saltað. Árið 1943: 42199 smál. útflutt nýlt, 13143 smál. til hraðfrysli- húsanna, 1105 smál. til herslu, 2007 smál. saltað. Til skýringar skal það fram tekið, að fiskmagnið hjer að ofan er allsstaðar miðað við nýj an, slægðan fisk, með haus. Það, sem vekur mesta athygli, þegar litið er á magn og tölur, ér það, að vjelbátaaflinn er urn 60% hærri en 1943 á sama tíma. Togaraaflinn er um 50% hærri 1944 en á sama tíma 1943, og hið geypimikla fiskmagn vjel- bátaflotans, er farið hefir til hraðfrystihúsanna þessa vertíð, er 39 þúsundir smálesta á móti 13 þús. smálestum 1943. Aðalvjelbátaútgerðin er við Faxaflóa og í Vestmannaeyj- um yfir vetrarmánuðina, og virðist afli aldrei hafa verið jafnari og meiri en mánuðina janúar, febrúar, mars og fram yfir miðjan apríl. Þó fækkaði mikið um fisk á miðunum og sára lítill afli var í maímánuði, miðað við það sem var ver- tíðina 1943. Varð því vertíðin endaslepp hjá mörgum, sjer- staklega hjá þeim bátum, er byrjuðu seint vertíð. — Róðrar eru talsvert færri þessa vertíð en vertíðina 1943. Þetta mikla fiskmagn þakka margir því, að fiskimiðin hafi „hvílst“ nú í stríðinu. En aukningu afla má nokkuð þakka því, að það er lögð lengri lína i sjó nú en var gert fyrir fáum árum síðan. ★ JEG ÁTTI nú um hvítasunn- una viðtöl við ýmsa menn, er vjelbátaútgerð stunda á Suður- nesjum í velur. Skýrðu þeir ipjer frá, að þrátt fyrir þessa góðu og aflasælu vertíð, mundi helmingur vjelbátaflotans þar vera með meira og minna rekst úrstap eftir vertíðina, sem að- allega væri um að kenna dýrri útgerð og síhækkandi íilkostn- aði í landi, sem væri nú kominn fram úr öllu hófi og óberandi, en afurðaverð stæði í stað og lýsi lækkandi í verði. Óvenju mikið veiðarfæratap var þessa vertíð, mikið vegna slæms tíð- arfárs, einkum á miðum Suð- Margir bátar méð taprekstur úrnesjamanna, þar sem er verri botn og meiri straumur, en þeg ar norðar dregur í Faxaflóa. Að vísu er stríðslínan — sísal- línan — mjög litilfjörleg og endingarlítil og virðist altaf vera að versna, að því er sjó- menn skýra mjer frá. Nokkurt aflatjón varð vegna þess hve línan var ónýt, því menn þorðu ekki að leggja línu sína í mis- jöfnum veðrum á djúpmið, þótt þeir vissu að gnægð fiskjar væri þar fyrir, þar sem hætta var á að línan slitnaði og tap- aðist. Einn bátseigandi í Keflavík skýrir mjer svo frá, að bálur hans hafi í velur aflað 870 skpd. og er andvirði þess fiskj- ar 208 þús. kr., auk 29 þúsund lítra af lifur, sem er óverðsett ennþá, en giskað er á að sje rúmlega 30 þús. króna virði. Úr þessum fiskafla fengu há- setar 5872 króna hlut auk lifr- ar, og verður hluturinn með lifur að líkindum um 6900 krón ur. Fæði skipshafnar var á dag rúmar 13 kr, á mann. Frá ó- skiftum afla dregst beita fyrir 36000 krónur? olía 12130 krón- ur, bílakstur 8000 krónur, við- legugjald 3000 krónur, bryggju og hafnargjöld, raflýsing í að- gerðarhúsi, aðkeypt vinna við fisk og línu o. fl. samtals kr. 13240 krónur, til útgerðar báts ins fer lína og ábót fyrir 40600 krónur, báts- og vjelar- aðgerðir fyrir vertíð 21000 krón ur, trygging fólks og báts 4975 krónur, og óteljandi margt ann að er slíkri útgerð fylgir. Þegar hann svo hafði gert upp útgerð sína eftir lokin, hafði hann beð ið 15000 króna reksturstap og ekki fengið eyrisvirði í leigu fyrir sinn góða bát alla vertíð- ina. nje neitt kaup fyrir sína vinnu við bátinn í landi. Jeg spurði útgerðarmanninn hvað viltu svo gera við útgerð bátsins í framlíðinni? — Hann svarar: Þar stend jeg ráðþrota. Jeg kom til Elíasar Þorsteins- sonar, útgerðarmanns í Kefla- vík, og sagði honum þessa raunasögu útgerðarmannsins. Hann sagði að hún mundi vera alveg rjett, því eftir því sem hann vissi best,hefðu ekki aðrir bátar borið sig eða getað greitt sinn útgerðarkostnað, en þeir, sem hafa aflað 1000 skippund eða meira yfir vertíðina. Þetta væri ljót saga en sönn. Sandgeröi. — Meðalafli á bát í Sandgerði er 1000 skpd. þessa ,vertíð. Er það hærri afh en nokkra aðra undanfarna ver- tíð. Af 34 bátum er gengu í Sand gerði í velur, var aflinn sem hjer segir, á 16 bála 1000 skpd. og yfir, upp í 1730 skpd., en á 18 báta frá 300—1000 skpd. Samnalagður afli allra bát- anna er um 31200 skpd. Sam- anlagður rórarfjöldi allra bát- anna í verstöðinni var 2044 róðrar. Meðalafli í róðri yfir vertíðiria var 15 skippund. Hraðfrystur fiskur og hrogn í Sandgerði er þessa vertíð 1620 smál. og um 1200 skpd. af sölt- uðum fiski og 987580 lítrar af lifur. Mun því andvirði allra fiskafurða í Sandgerði vera, ný fiskur, saltfiskur, útflult lýsi, hraðfrystur fiskur og hrogn um 10 miljón króna virði. Það er ekkert smáræði, sem þessi ver- stöð leggur þjóðarbúinu til. Þrír hæstu bátarnir í Sand- gerðx eru Faxi með 1730 skpd. í 90 róðrum, úr þeim fiski voru 53945 lítrar lifrar. Næst hæstur var Gunnar Hámundarson með 51125 lítra lifrar í 80 róðrum og þriðji hæsti báturinn var Muninn með' 46825 lítra lifrar í 79 róðrurn. Jeg hitti Karl Jónsson fram- kvæmdastjóra í Sandgerði að máli, og er hann, eflir því sem jeg best veit, sá maðurinn, er hefir gert upp flesta útgerðar- reikninga báta, þessa vertíð, og verið við fjölda hlutaskifta sjómanna í Sandgerði. Hann skýrir svo frá: Það, sem virðist vera á góð- um vegi með að steypa útgerð- inni, er tilkostnaðurinn í landi og það sem til útgerðarinnar þarf. Það munu t. d. vera nokkr ir bátar þessa vertíð, er hafa haft um 50 þús. kr. í veiðar- færakostnað og er það svipuð upphæð og fjekst fyrir 1000 skpd. af saltfiski á árunum 1932—1937. Útborgaður hlutur til hvers manns var lægst tæpar 6 kr. á skippund og hæst rúmar 7 kr., en þá er eftir lifrin, og verði hún með svipuðu verði og s.l. ár, kemur um ein króna og fimtíu aura uppbót á hvert skippund til hvers háseta, og verður þá vertíðarhlutur sjó- 'manna nettó úr hverju sljpp- Ipundi frá kr. 7.40—8.50. | Hlutur sjómanna úr svipuð- um afla er nú um 20% lægri en hann var fyrir 2 árum, vegna þess, hve allur ltostnaður hefir hækkað. Bílakstur á bát hefir t. d. komist upp í 18 þús. krónur, og er nú vérið að reyna að fá nokkuð af því endur- greitt frá kaupendum fiskjar- ins, þvi s.l. ár greiddu þeir all- an aksturinn til útflutnings- hafnar. Vinna í landi er mikil, sjer- staklega við hraðfrystihúsín. Kaup karla var alment við frystihúsin 6000—8000 krónur yfir vertíðina og kaup stúlkna í hraðfrystíhúsunum var al- ment 750—1000 kr. á mánuði. Vogar og Vatnsleysuströnd. Jeg hitti þar Jón Benediktsson útgerðarmann og sagði hann vera dauft yfir útgerðinni hjá þeim þar syðra. Þaðan gekk í vetur einn 22 smálesta bátur og aflaði. hann 700 skpd. Tveir litlir þilfarsbátar gengu á þorskanet og var afli þeirra tregur. 12 opnar trillur voru á þorskanetum, margar þeirra öfluðu um og yfir 100 skpd. og var úx* þeim afla um 4000 kr. hlutur. Vertíðin hja þeirri er 2 mánuðir, en aðalaflinn var í hálfan mánuð, og var þá góð- ur. — Aðaláhyggjuefni Voga- manna, eins og annara Suður- nesjamanna .er að fá góða höfn heima hjá sjer í Vogum, og sagði Jón, að loforð væri fyr- ir 350 þús. kr. til hafnargerð- ar þar, og væri von til, að byrj- að yrði á verkinu í sumar. Hrað írystihúrið í Vogum hefir fryst um 600 smálestir af flökum og er það mikið í þessari litlu ver- stöð. Grindavík. Þar var góður afli í vetur, eftir því sem Ein- ar G. Einarsson skýrir mjer frá. Hæsti hlutur var þar um 10.500 krónur á vjelbátnum „Hrugni.r'*, en hann skiftir í 15% stað og hefir skipshöfnin af því 8 hluli. Báturinn hefir 22000 lítra lifrar. Sama og eng inn afli var í maí. Engin sjó- slys urðu þar þessa vertíð, en einn bátur var hætt kominn, en fór betur en á horfðist. — Fisk- ur var látinn nýr í skip og^ek- ið til Keflavíkur og Hafnar- fjarðar, en Hraðfrystihús Grindavíkur tók við nokkru af aflanum. Keflavík og Njarðvíkur. Þar var þátttaka mikil í útgerð í vetur, en afli. bátanna misjafn. Þó eru þar margir bátar, er hafa geipiháan afla og mun hafa verið meiri fiskur á venju legum Keflavíkurmiðum en á íiskimiðurn Sandgerðinga. Afla magn Keflavikurbáta er tals- !vert hærra en Njarðvíkurbáta. | Hæstan afla í Keflavík höfðu þessa vertíð vjelbátarnir Guð- finnur 1780 skpd. og 58311 Itr. lifrar í 87 róðrum, Svanur Í760 skpd. og 56000 líta lifrar í 85 róðrum og Geir 1602 skpd. og 52200 lítra lifrar í 79 róðrum. Þessir þrír bátar eru eins og góðir veðhlaupahestar, þeir virðast keppa um aflamagriið og hafa gætur hver á öðrum, og eru venjulega strax frá byrj un vertíðar aflahæstir og halda því striki út alla vertíðina, svo þar er oft bitamunur en ekki fjár, þegar hætt er. Hafnarfjörður. 5 bátar stund uðu línuveiði í vetur. Meðalafli á þá var 1030 skpd. Hæstur var Fiskaklettur með 1270 skpd. Hásetahlutur mun hafa verið um 9—10 krónur á. skippund. Er það vegna minni kostnaðar í landi við útgerð bátanna og óbagstæðari ráðningarkjara út- gerðarinnar, þannig að, skift er í færri staði heldur en á útveg Suðurnesjamanna. T. d. hafði vjelbáturinn Ásbjörg 1030 skpd. í 72 róðrum; úr þessum afla kom 9729 króna hlutur, þar í innifalið 65 aura útborg- að lifrarverð á lítra af lifur. Á þessum bátum er 11 manna s.kipshöfn og skift í 22 staði. Um lok hættu bátarnir með línu og stunda nú allir tog- veiðar. Hefir afli þeirra verið allsæmilegur. Reykjavík. Hjeðan gengu 3 bátar á línu í vetur, auk línu- veiðarans Sigríður, er lagði hjer upp saltfisk hluta vertíð- arinnar. — Hæstan afla hafði vjelbáturinn Jón Þorláksson 1080 skpd. í. 71 róðri. Var hlut- ur úr þessum afla 9200 krónur, en þá var búið að greiða 60 aura út á hvern lifrarlítra, sem er innifalinn, í hlutnum. Vjel- báturinn Ásgeir aflaði 1020 skpd. og hafði 8700 króna hlut. Veiðarfæratap hjá þessum bát- um var lítið. — Afli togbáta hefir hjá flestum gengið held- ur tregt, nokkrir eru hættir, aðrir halda áfram hjer og fyr- ir norðan. — Reynt var með þorskanet hjer á grunnmiðum, en sá afli brást algerlega. Akranes. Þar var afli ágæt- ur í vetur. Jeg átti í gær við- tal við Gunnlaug Jónsson verstunarmann á Akranesi, en hann hefir allra manna glegst yfirlit yfir aflamagn og hluti Akranesútgerðar fyr og síðar. Hann segir svo frá, að meðal- aflamagn á bát í róðri í vetur hafi verið 6600 kíló (16% skpd.) af hausuðum og slægð- um fiski og úr hverjum róðri hafi verið 550 Itr. af lifur á bát, en í fyrra (1943) var aflinn 5700 kíló af fiski í róðri á bát og 450 Itr. lifrar. Hæsti bátur- inn á Akranesi þessa vertíð var Sigurfarinn. Aflaði hann í 70 róðrum 557 smálestir fiskj- ar, miðað við hausaðan og slægðan fisk. Úr því komu 44290 lítrar lifrar. Næsthæstur var v.b. Egill Skallagrímsson. Aflaði hann í 73 róðrum 553 smálestir og hafði 44247 lítra lifrar. Flest gengu 26 bátar af Akra nesi í vetur, þar af 9 aðkomu- bátar. 2 bátar fórust, Björn II frá Keflavík og v.b. Stathav frá Siglufirði. Samlagsbræðslan fjekk þessa vertíð 745 þús. lítra lifrar, eía í fyrra 628 þús. lítrá. Voru þá flest 20 bátar í verstöðinni. Allur samanlagður róðrar- fjöldi báta á Akranesi var þessa vertíð 1353 róðrar, en vertíð- in 1943 1300 róðrar. Meðal- róðrafjöldi var í vetur 66 á bát, þegar frá eru dregnir þeir bátar, sem fórust. Breiðafjörður. Aflinn var þar í vetur ágætur í öllum ver- stöðvum — aldrei meiri —, en það sem mest er um vert er það, að Breiðfirðingar hafa aldrei haft jafngóða og trygga afsetningu á fiski sínum og nú, og má það eingöngu þakka þeim mörgu hraðfrystihúsum, sem reist hafa verið þar und- anfarin ár. Ekki er nyer kunn- ugt um afla einstakra báta þar, annað en það,, að vb. Svanur frá Grundarfirði mun hafa ver ið hæstur, skipstjóri Páll Þor- leifsson. Isafjörður og Vestfirðir. Þar hefir afli verið mun betri ‘ en s.l. ár. Stærri bátarnir, Hug- arnir og Birnirrúr, hafa aila<5 allsæmilega, og miklu meira en s.l. ár, en urðu y^irleitt seint tilbúnir á vertíð og hafa veitt mikið af fiski sínum í Breiða- firði óg lagt aflann þar upp í skip. Hlutur þeirra flestra mun vera frá byrjun vertíðar til um Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.