Morgunblaðið - 06.06.1944, Side 5

Morgunblaðið - 06.06.1944, Side 5
/ v Þriðjudagur 6. júní 1944. ’ MORGUNBLAÐIÐ Þm ullakongnf Bergþór Guðjónsson. Bex-gþór Guðjónsson, skipstj. á Akranesi, er 31 árs gamall og hefir verið skipstjóri í 11 ár. Hefir hann verið einn af afla- hæstu skipsljórum Akurnes- inga í mörg ár. Bátur hans og fjelaga hans, Siguroar Þorvaldssonar, vjel- stjóra, var bygður 1939 á Akranesi fyrir reikning Akur- neshrepps. Báturinn heitir Sig- urfari og er 61 smál. að stærð, með 192 hesta vjel og er fyrsta flokks skip að öllu leyti. Það er Akurnesingum til sóma, fyrst að smíða þetta góða skip og síðan selja víkingsduglegum mönnum bátinn á kostnaðar- verði, í stað þess að láta lrrepp- inn vera að gera hann út fyrir sinn reikning. Eigendur bátsins, Bergþór og Sigurður eru gamlir kunningj- ar mínir og er oft hressilegt að hitta þá. Afli þessa báts er í vetur rúm 1400 skpd. 1 70 róðr- um og er hann aflahæsti bát- ur á Akranesi þej§sa vertíð. Jeg hitti Bergþór snöggvast að máli og spurði hann, hverju hann þakkaði þennan góða afla í vetur. „Fyrst og fremst er skip og öll útgerð bátsins í góðu lagi og meiri fiskur á mið xmum nú, en var fyrir stríð, góð beita og löng lína notuð, sem altaf er að lengjast með hverju ári og er orðin svo löng, að varla er við bætandi, því þá endist ekki sólarhrihgurinn til að athafna sig á sjónum, kom- ast til og frá fiskimiðum og Josa aflann, en þetta þai'f alt að ger- ast á einum og sama sólarhring á landróðrabátum eins og við nolum okkar bát á verlíð“. — Hvað notuðuð þið langa línu í vetur? — Við byrjun yer tíðar um 13000 öngla og þegar fram á vertíðina kom notuðum við 16000 öngla, sem samsvar- ar 38 bjóðum. — Hvað nolið þiö mikla beitu á þessa löngu linu? — Við notuðum í róður frá 450—500 kíló og er verð hvers kílós kr. 1.10. Það er því stór liður í út- gerðarkostnaðinum. Nú gerir hvor liður út af fyrir sig, beilan óg veiðarfærin, eins mikið að jniinHiiiii>nmiitiniiiiiiiiitiiiiiiinnimfiiiiiii(iii!iiii£ Boston s | írawlspil | til sölu. = = Jónsson og Júlíusson s = Garðastræti 2. Sími 5430. = iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii verðmæti og allur aflinn var fyrir nokkrum árum á eymdar- tímabilinu. Jeg spurði Bergþór hvað hann hjeldi um útgerðina í framtíðinni. Hann hristi höf- uðið og sagðist búast við að hún yrði pínd til dauða. Guðmundur Guðfinnsson. Guðmundur Guðfinnsson, skipstjóri á vjelbátnum Guð- finnur í Keflavík, »hefir um mai'gra ára skeið verið einn aflahæsli skipsljóri Keflvík- inga. Jeg man efíir því árið 1935, þegar jeg var búsettur í Kafla- vík, að 10. mars kom vjelbát- urinn Guðfinnur nýbygður frá Svíþjóð, og með bálinn kom Sigurjón Jónsson skipstjóri, er léngi var með Faxaflóabátinn Ingólf. En sá maður, sem vera átti skipstjóri á bátnum var Guðmundur, og var hann einn þeirra sem komu með bát- inn. Eigendur vb Guðfinns eru 3 bræður, þeir Guðm. skipstjóri bátsins, Sigurþór úlgerðarstjóri hans og Sigui'geir. Tveimur dögum eftir að hann kom íil Keflavíkur var hann kominn á veiðar og mokfiskaði það sem eftir var vertíðarinnar. Hefir hann síðan oft flutt Keflavík metafla á vertíðinni. S.l. ár reyndist þessi sænski Guðfinnur, sem er 18 smál. að stærð, þessum aflasæla manni of litill og keyplu þá þessir þrír bræður nýjan bát, smíðaðan í Njarðvíkum hjá Eggert Jóns- syni, og hefir nýi Guðfinnur ekki kafnað undir nafni, því þessi vertíð er hin hæsta og var aflinn 1780 skpd. og eru úr því 58311 litrar lifrar. Mun þetta vera mesti fiskur og lifur, sem komið hefir á land á landróðra bát við Faxaflóa á einni vertíð. Verðmæti þessa afla er Vz milj. króna. Jeg vildi hitla formann báts- ins á annan hvílasunnudag og tókst það loksins seint um kvöldið. Vildi jeg fá frjettir og upplýsingar um útgerð hans og formensku. En það er ekki eins Ijett og margur heldur að „pumpa" þennan mann, því í daglegri framkomu er hann dulur og fáskiftinn. Jeg spvr Guðmund skipstj. hvað honum sje minnisstæðast 1 frá þessari vertíð. : — Það er mannskaðaveðrið i mikla 12. febrúar. Jeg hefi aldrei lent í eins vondu veðri og tapaði allri línunni. Sjálfur hafði jeg það gott á mínum Frh. á bls. 7. Anton Björn Bjarnarson, íþróttakennari Fæddur 6. júní 1921. — Látinn 26. nóvember 1943 Minniixgarljóð frá móður hans. I. Jeg lofa þig, Guð/fyrir lánið mitt á lífsins farinni braut og treysti ætíð á almætti þitt í unaði jafnt og þraut. Mjer ægja ei lífsins skuldaskil, því sköpuð vjer erum feig. Jeg hefi setið við sólaryl og sopið gleðinnar veig. 1 svip verður dapur hver dagurinn, * dvínar gleðin um skeið; höggvið er skarð í hópinn minn, hált er á allra leið. II. Er sjerhvað heima ljek i lyndi og lukkan var oss. gegn, jeg vissi, að eitthvað yfir dyndi, sem yrði oss jafnvel um megn. Við ber það, að mig drauma círeyrrli, dagvitund horfin frá. Aðvörun kom mjer úr öðrum heimi, er jeg i blundi lá. Framtíðar svipmyndir fyrir bera, * sem færa oft litla ró. Árás mjer þótti 1 aðsigi vera, og inn til vor sprengja fló. III. Er söngvarar fleygir syngja lag Um sumargleði og ást, þá munum .vjer þenna merkisdag, er morguninn fyrsta þú sást. Við fögnuðum þjer og fólum þig þeim föður, er líf oss gaf; og enn breiddi glóey á vorn stig sitt iðandi geislatraf. IV. Þú varst gestur, frá Guði sendur. Þjer geislaði lífið um hvarm. Þær læknuðu alt, þessar litlu hendur, er ljekstu mjer forðum við barm. þú minnir á blæinn frá blómskrýddu vori, þá blikandi sólin skín. það var frelsi í hjarta og flug í spori, er fjölguðu árin.þín. V. í fylkingu æskunnar fórstu framherjí, röskur sveinn, og heildinni hollustu sórstu, ef hikað var, hvattirðu einn. ,.Að vinna“ var það, sem gilti. í vörn og sókn hugurinn brann. Fjörið og þrótiurinn fyllti ferðbúinn, lifsglaoan mann. Til verka þú vjekst úr garði, vermdi þig ástin hlý, en bani kom bráðar en varði og birti þjer áform ný. VI. Vjer þökkum þjer allan þann unað, sem æskan í fyllingu ljær. Þitt manndómsstarf verður munað, á minningar Ijómanum slær. Vor innsýn í árgeislaskini á ókunnu landi þig sjer; vjer vonum þú eignist þar vini og vinnir drottni sem hjer. VII. Þótt mannvit og mennt sje í böndum og margháttuð framkvæmd til tjóns, verða úrslit í alvaldsins höndum, er öllu fær snúið til góðs. H. J. íj Atiíon B. Bjarnason. Framh. á 2. síðu ið vann Valur Jónsson á 45,2 sek. 2. var Pjetur Eiríksson og 3. Vigfús Sigurjónsson. Einnig var kept í hagnýlum vinnubrögðum, netaviðgerð og vírsplæsingu. — Úrslit í neta- viðgerð voru þessi: 1. Sigfús Bjarnason : 15:35,7 mín., 2. Hall freður Guðmimdsson'og 3. Þór- óifur Sveinsson. — Úrslit í vírasplæsingu: Haraldur Ólafs- son á 8:26,0 sek. 2. Magnús Einarsson og þriðji Trvggvi Sigfússon. Skipverjar á b. v. Helgafelli virtust sjerstaklega harðir af sjer. Unnu þeir allar íþrótta- kepnirnar að undanskildu b j örgunarsundinu. ★ Hátíðahöld Sjómannadagsins fóru í alla staði mjög vel fram og virðulega. Settu þau mikinn svip á bæinn. Fánar voru dregn ir að hún á fjölda húsa, víðs- vegar í bænum og öllum skip- um á höfninni. Hófið að Hótel Borg. Allar kvöldskemtanir Sjó- mannadagsins fóru fram með mikilli prýði. — Aðalhófið var að Hótel Borg. Lárus Blöndal, skipstjóri. setti það og stjórn- aði því. Ræður íluttu: Sveinn Jónsson, form. Mótoristafjel. íslands, Brynjólfur Jónsson, skipstj. og Bjarni Benedikts- son, borgarstjóri. Þá söng Hreinn PáJsson nokkur lög og Karlakórinn Visir á Siglufirði sýndi sjómönnum þá sjerstöku velvild að syngja á hófinu. Hef ir sjómannadagsráðið beðið blaoið að færa kórnum innilegt þakklæti. > Þá afhenti Henry Hálfdán- arson, form. Sjómannadags- ráðsins, f. h. sjómannadagsins, ríkisstjóra lagran grip, múr- skeið úr silfri með handfangi úr filabeini,. fyrir þann vel- vilja. sem hann sýndi sjóihönn- um. Á skeiðina var grafið, ann- arsvegar: „Hornsteinn sjó- mannaskólans lagður 1944“ og hinsvegar: „Til ríkisstjóra ís^ lands, Sveins Björnssonar, frá Sjómannadeginum“. — Ríkis- stjóri þakkaði gjöfina og heiðr- aði við það tækifæri tvo sjó- ! menn, Friðrik Ólafsson, skóla- stjóra, og Guðmund Markús- son, sliipstjóra. „Pjetur Gautur" verður sýndur | í næstsiðasta sinn annaðkvöld. Aðgöngumiðasala hefsi kl. 4 í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.