Morgunblaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 2
2 MOBQUNBLAÐIÐ Laugardag'ur 10. júní 1944, Dogskrá þjóðhátíðarhaldanna Hátíðarhöldin á Þingvöllum og í Heykjavík - INNRÁSIN Framh. af 1. síðu. Virki og vaniarstöðvar sigxaðar, Þegar bahdamenn sóttu uppeftir ströndinni, fóru þeir fram hjá allmörgum virkjum og varnarstöðvum Þjóðverja og gerðu að þeim.atlögur á eftir, er þeir voru búnir að mynda fremstu varnarstöðvar sinar gegn gagnáhlaupum Þjóðverja. Ilafa nú mörg þessi virki verið yfirbuguð þótt vörnin væri hörð, en allsstaðar eru enn jarðsprengjusvæði, og Þjóðverj- ar hafa tekið upp þahn sið, að láta leyniskyttur svífa til jarðar að baki bandamönnum á næturþeli og er að þeim alÞ raikill bagi. Þessir menn fela sig í holtum og skógarkjarri, á ökrum og í skógarjöðrum og er ekkert hult fyrir þcim. Mannaveiðar í tunglsljósi Nokkuð upp af ströndinni eru víðir akrar og vellir, vaxnii* háu grasi og kjarri. Varð á slílcum stöðum harður bardagi i tunglsljósi í nótt sem leið. Óð máninn , skýjum, en hermenn beggja aðila földu sig í grasi og undir trjám, og er tunglið kom fram aftur, tóku þeir að skjóta hverjir á aðra. Einnig kom þarna til bardaga í návígi. Bretar voru komnir til Caen Það hefir komið í Ijós, að meðan mestu löftárásirnar voru gerðar á l)örgina Gaen í fyrradag, var breskt fótgöngulið komið í norðurhverfi borgarinnar, en varð að hörfa þaðan aftur, er Þjóðverjar gerðu á ]>að skriðdrekaárásir. Þjóðverj- ar eu nú álitnir hafa tvii skriðdrekaherfylki á vígstöðvunum. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND LÝÐVELDISHÁTÍÐAR- HALDANNA hefir gengið frá dagskrá hátíðahaldanna á Þingvöllum 17. júní og ihjer í Reykjavík þann 18. ;Fer dagskráin hjer á eftir: 17. júni. í Reykjavík. Kl. 9.00. Forseti sameinaðs iAlþingis leggur blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og flytur ræðu. i.úðrasveit leikur: „Ó, guð vors |lands“, — Stjórnandi Albert iKlahn. j „ | Á Þingvöllum (Lögbergi). Kl. 1.15. Ríkisstjóri, ríkis- jstjórn og alþingismenn ganga jtil þingfundar að Lögbergi, jniður Almannagjá. Um leið og igengið er að Lögbergi, leikur •lúðrasveil: „Öxar við ána“. i Ki. 1.30. Forsætisráðherra isetur hátíðina. Guðsþjónusta. ÍSélmur: „Þín miskunn, ó, guð“. ÍEiskupinn yfir íslandi flytur jávarp og bæn. Sálmur: „Faðir iaridanna". ! Kl. 1 .55. Þiugfundur settur. jForseti sanicinaðs Alþingis lýs- íir yfir gildistöku stjórnarskrár •lýðveldisins. KI. 2.00. Kirkjuklukkum ihringt um land alt í 2 mínútur. jEinnar mínútu þögn á eftir og iíiamtímis umferðarstöðvun um jland alt. Þjóðsöngurinn. I Ki. 2.10. Forseti sameinaðs lAlþingis flytur ræðu, Kl. 2.15. Kjör íorseta íslands. jForseti íslands vinnur eið að ’stjórnarskránni. Forseti íslands þ.varpar þinghcim. Þingfundi íslitið. JSungið: „ísland ögrum skorið“. ÖKveðjur fulltrúa erlendra ríkja. p’ánahylling: „Fjallkonan á- fvarpar fánann. Sungið: „Rís þú, lunga íslands merki“. Hlje. j J Á'Þingvöllum fVöliunum) j Kl. 4.30. Formaður þjóðhá- jtíðarnefndar flytur ávarp. Full- jtrúi Vestur-íslendinga, próf. tRichard Beck., flytur kveðju. [Lúðrasveil leikur; „Þótt þú jangförull legðir —“ (Steph. jStephansson. — Sigv. Kalda- 3ónj:). Þjóðhátíðarkór Sambands ís- Jenskra karlakóra syngur. • — Sljórnendur: Jón Halldórsson í(aðalsöngstjóri), Sigurður Þórð jursorn. Hallur Þorleifsson og R. jAbraþam. , Emil Thoroddsen: „Hver á jsjer fegra föðurland?“ (Hulda). j.ísland farsælda frón“, íslenskt jivísöngslag. Sveinbj. Svein- þjörnsson: „Móðurmálið“ (Gísli iTónsson). Þórarinn Jónsson: I þÁr vas alda“ (úr Völuspá).! Sveinbj. Sveinbjörnsson: „Lýsti sól“ (Matth. Joch.). Sigfús Ein- arsson: „Þú álfu vorrar“ (Hann es Hafstein). Kl. 5.00. Benedikt Sveinsson, fyrv. forseti neðri deildar Al- þingis, flytur ræðu. Kl. 5.15. Þjóðkórinn syngur undir stjórn Páls Sólfssonar tónskálds eftirfarandi ættjarð- arljóð: „Jeg elska yður, þjer ís- lands fjöll“. „Fjalladrotning. móðir mín“. „Þið þekkið fold með blíðri brá“. „Jeg vil elska mitt land“. Kl. 5.25. Hópsýning 170 fim- leikamanna undir stjórn Vignis Andrjessonar fimleikakennara. Kl. 5.40. Þjóðkórinn syngur undir stjórn Páls ísólfssonar tónskálds eflirfarandi ætljarð- arljóð: „Nú vakna þú, ísland“. „Ó, fagur er vor fósturjörð“. „Lýsti sól stjörnustói“. Kl. 5.50. Flutningur kvæða. Brynjólfur Jóhannesson leikari flytur hátíðarljóð Huldu. Jó- hannes úr Kötlum flytur hátíð- arljóð sitt. Kl. 6.00. Íslandsglíma. Stjórn andi Jón Þorsteinsson, fimleika kennari. Að henni lokinni verð- ur sigurvegaranum afhentur verðlaunabikar ríkisstjórnar- innar og glímubelti í. S. í. Kl. 6.30. Þjóðhátíðarkór Sam bands íslenskra karlakóra syng ur. Stjórnendur: Jón Halldórs- son, Sigurður Þórðarson, Hallur Þorleifsson og R. Abraham. — Jón Laxdal: „Vorvísur“ (Hann es Hafstein). Bjarni Þorsteins- son: „Jeg vil elska mitt land“ (Guðm. Magnusson). Björgvin Guðmundsson: „Heyrið vella“ (Grímur Thomsen). Sigvaldi Kaldalóns: „ísland ögrum skor- ið“ (Eggert Ólafsson), einsöng syngur Pjetur Á. Jónsson óperu söngvari. Kl. 6.45. Fimleikasýning, úr- valsflokkur 16 kvenna, Stjórn- andi: Jón Þorsleinsson. Kl. 7.00. Þjóðkórinn syngur undir stjórn Páls ísólfssonar tónskálds: ,,Þú nafnkunna land ið“. „Drottinn, sem veiltir“. „ísland ögrum skorið“. Lúðra- sveit og þjóðkórinn leika og syngja: „Ó, guð vors lands \ Kl. 9.00. Fimleikasýning 16 karla — úrvalsflokkur. Stjórn- andi Davíð Sigui'ðsson, íþrótla- kennari. Lúðrasveit leikur. 18. júní. í Reykjavík. Kl. 1.30. Skrúðganga hefst við Háskólann. Haldið verður um Hringbraul, Bjarkargötu, Skolhúsvegj Fríkirkjuveg, Von arstræti, Templarasund, fram hjá Alþingishúsinu, Kirkju- s’lræli, Aðalstræli, Auslurstræti og slaðnæmst fvrir framan stjórnaráðshúsið. Á svölum Alþingishússins tekur forseti íslands kveðju fylkingarinnar. — Lúðrasveit gengur í fararbroddi og leikur ættjarðarlög. Kl. 2.00. Lúðrasveit leikur nokkur lög fyrir framan Stjórn arráðshúsið. Kl. 2.15. Forseti íslands flyt- ur ræðu til þjóðarinnar. Að henni lokinni leikur lúðrasveit: „ísland ögrum skorið“. Ávörp formanna þingflokk- anna. Sjálfstæðisflokkurinn: Ólafur Thors alþm. Framsóknarflokkurinn: Ey- steinn Jónsson alþm. , Sameiningarflokkur alþýðu sósíalistaflokkurinn: Einar Ol- geirsson alþm. Alþýðuflokkurinn: Haraldu r Guðmundsson alþm. Á eftir hverju ávarpi verður leikið ættjarðarlag. Að lokum leikur lúðrasveitin þjóðsönginn. Kl. 3.30—4.30. Þjóðhátíðar- kór Sambands íSlenskra karla- kóra syngur í Hljómskálagarð- inum. Kl. 10.00—11.00. Lúðrasveit lcikur í Hljómskálagarðinum. Kl. 4 verður opnuð í húsa- kynnum Mentaskólans,*sögu sýning úr frelsis- og menri- ingarbaráttu íslendinga á liðnum öldum. Sektir fyrir brot á verðlagsákvæðum Erá skrifstofu verðlagsstjóra: NÝLEGA hafa eftirgreind- ar verslanir verið Sektaðar, sem hjer segir fyi-ir brot á .verðiagsákvæðumini: Friðik Magnússön, heild- verslun. Segt kr. 200,00, fyrir að vanrækja að senda verð- reikninga sína til eftirlits á skrifstoíu Aerðlagsstjóra. Sæmundur Þórðarson, heild > erslun. Sekt kr. 100,00, fyrir sömu vanræksiu. Ilafliði .Baldvinsson, fisk- verslun. Sekt kr. 400,00, fyrir að selja fisk of háu vefði. Pálína Margrjet Oústafs- dóttir, Kápubúðin Max. Sekt kr. 200,00 og ólögiegur hagn- aður kr. 20,00 fvrir of hátt vgerð á kápu. Steypiflugkappi feliur. London: Walther Siegel of- ursti, einn af fremstu steypi- flugköppum Þjóðverja, hefir fallið í orustu, að því er þýska útvarpið skýrir frá. Hann hafði flogið steypiflugvjel síðan haustið 1939. —-Reuter. 65 þús. kr. bætur vegna bílslyss SÍÐASTLIÐINN miðvikudag kvað Hæstirjettur upþ dóm í málinu: Gunnar Guðmundsson gegn B. S. R. (Bifreiðastöð Reykjavíkur). Málavextir voru þeip að 30. des. ’41, var Gunnar Guðmunds son trjesmiður, ásamt konu sinni og syni, á leið frá heimili sínu í Fossvogi til Reykjavíkur. Þau ætluðu að fara með áætlun arbíl, er kæmi frá Hafnarfirði, en er þau komu á«þann stað, er bíllinn staðnæmdist venjulega, var bíllinn ekki. kominn. Þau gengu áfram upp Fossvogs- brekkuna. En nokkru * síðar sást til bílsins og stöðvuðu þau því yst á vinstri vegarbrún og biðu þar.' Gáfu þau bílnum merki, er hann nálgaðist, en bílstjórinn veitti fólkinu enga athygli og ók á 'þau. Gunnar hlaut svo mikið högg af fram- vara bílsins, að báðir fótleggir brotnuðu. Bíllinn var R. 1068, eign B. S. R. Höfðaði Guðmundur mál gegn eigendum bílsins og krafð ist kr. 11S0. 849, 34, en vátrygg- ingarfjelag bilsins hafði þá verið þúið að greiða honum 10 þúsund í bætur. Undirrjettur tildæmdi Gunn- ari kr. 60.203, 04 í bætur. En Hæstirjettur ákvað bæturnar kr. 55.203, 04, auk 10 þús„ er áður voru greiddar. Ennfremur skyldi B. S. R. greiða 5000 kr. í málskostnað fyrir báðum rjettum. Gunnar Þorsteinsson hrl. flutti málið fyrir Gunnar, en Theódór Líndal hrl. fyrir B. S. R. 1 MORGUNBLAÐINU BEST AÐ AUGLÝSA Herstjórnartil- kynning banda- manna London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I herstjórnartilkynningu bandamanna, sem út var gefin seint í kvöld, segir á þessa leið: AMERÍSKAR hersveitir hafa rofið veginn milli Carentan og Valonnes (þaðan liggur hann til Cherbourgh) á nokkrum stöðum, og hafa einnig rofið járnbrautina til Cherbourgh. „VJER HÖFUM unnið frek- ar á fyrir vestan og suðvestan Bayeaux. Á Caen-svæðinu geysa ógurlegar orustur, en þar gera óvinirnir ákveðnar til raunir til þess að hindra fram- sókn vora. Þátttaka skriðdreka liðs eykst stöðugt af beggja hálfu og stórbardagar eru háð- ir á öllu svæðinu. „VARNARVIRKI óvinanna. sem farið var framhjá í upphafi, hafa nú verið yfirbuguð. Veðr- ið hefir enn versnað, en birgð- ir halda þó áfram að berast til landgöngusvæðis vors. „ILLT SKYGNI og stormur minkaði lotysókn vora að mjög iniklum mun yfir orustusvæð- inu í dag. Fyrir dögun í morg- un gerði breski tundurspillirinn Tartar, ásamt tundurspillunum Ashanti, Eskimo og Javelin, á- rás á þýska tundurspilladeild, Sem áður hafði frjettst til út af Ushant. ÁRANGURSLAUSAR tilraun ir voru enn gerðar af hraðbát- um óvinanna, að komast inn á orustusvæðið, en þeir hraktir burtu af skipum vorum eftir skamma viðureign. „ÞAR TIL klukkan átta í morgun, frá því um sama leyti í gærmorgun skutu herskip vor á 46 skotmörk, er ýmist flug- vjelar eða menn- í lar.di bentu þeim á. I Bæjarskrifstofurnar |ver«a Sokuðar aSSan dag- % % inn í dag (laugardaginn 10, i I & f júní). Borgarstjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.