Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur,. 128. tbl. — Þriðjudagur 13. júní 1944. Ísafoldarprentsmiðja h.f. SAMFELD 95 KM. VÍGLÍNA BANDA- MANNA A FRAKKLANDSSTRÖND Churchill og Eisen- hower í Frakklandi í gær London í gær. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. '• CHURCHILL forsætisráðherra Breta steig í fyrsta skifti í nákvæmlega fjögur á, fæti á Frakklandsströnd í dag, er hann ásamt Sir Allan Brook, herráðsforingja Breta og Smuts marskálki, fór yfir um sundið og snæddi ár- degisverð í herbúðum Montgomerys. Einnig voru • þeir Eisenhower hershöfðingi, Marshall og Arnold hershöfð- ingjar á strandsvæði Bandamanna í Frakklandi í dag, alls fimm klukkustundir. Bandartkjasina Síðast, er Churchill kom til Frakklands, fór hann þangað þann 12. júní 1940, til þess að bjóða Frökkum algert banda- lag við Breta undir sameigin- legri yfirstjórn, ef Frakkar vildu berjast áfram. — Þessu boði var sem kunnugt er hafn- að. Skömmu síðar fjell Frakk- land, en Bretar börðust einir Eisenhower, Marshall og Arnold fóru víða um vígstöðvar Bandaríkjamanna, komust meira að segja þvínær til Ca- rentan. Heimsóttu þeir á þessu ferðalagi fjölda amerískra her- gveita, sem þarna berjast. Drengur drukknar á ísafirði ÞAÐ SLYS vildi til á ísafirði í dag, að 6 ára drengur, Reyn- ir, sonur Jóhanns Gunnars Glafssonar bæjarfógeta þar, fjell í höfnina og druknaði. Urðu menn ekki varir við slys- ið, fyrr en eftir að drengurinn hafði verið nokkuð lengi í sjó. Vörpuðu þá tveir menn sjer í sjóinn og tókst öðrum þeirra, Engilbert Ingvarssyni, að ná drengnum. Var þá læknir kom inn á vettvang, en lífgunartil- raunir báru ekki árangur. Líkin lágu í röðum London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Eftir John Wilhelm. ÞEGAR jeg rita þetta, er jeg staddur á ströndinni nærri Grandchampe, og hefi nýlega fengið fregnirnar af því, hvern ig mörg hundruð Bandaríkja- hermanna ljetu líf sitt, er sveit þeirra var að ná á sitt vald um tveggja km. svæði á ströndinni nærri Vierville. Majór sá, sem hafði umsjón með greftrun hinna föllnu, sagði mjer í dag, að hann gerði ráð fyrir, að 750 lík hefðu fundist í sandinum, en líklega hefði sjórinn skolað álíka mörgum burtu, þegar fjell að. „Bandaríkjaþjóðin ætti að sjá þetta", sagði hann, og benti á. morg hundruð metra langa röð af líkum, „það gæti þá verið, að menn gleymdu ó- íþægindunum af bensínskömtun og Viksngur keppa í kvöld 1 GÆRKVELDI átti að fara fram í Islandsmótinu leikur milli í. R. og Víkings, en 1. R. gaf leikinn, þar seni nokkrir af keppendum liðs- ins voru forfallaðir. Varð því ekki afleiknum, en í kvöld kl. 8,30 keppa Fram og Vík- ingm*. Heyrst hefir, að Í.R. sje algjörlega hætt þátttöku í mótimi, en þetta hefir ekki yerið staðfest ennþá. Sendiherra Banda- ríkjanna gengur á fund iilanríkismála- Frá utanríkisráðuneytinu hefir blaðiuu börist eftirfar- andi: Hin nýi sendiherra Banda- ríkjanna hér, Mr. Louis Dreyfus, sem verður ambassa- dor Bandaríkjanna' hjer 4 lýðveldishátíðiuni, gekk í gær kvöldi á fund utanríkismála- ráðherra Vilhjálms Þórs. — I fylgcl með sendiherranum var Benjamin Hulley, scndi- ráðsritari. JAMES V. FORESTAL, sem myndin er af hjer að ofan, tók við embætti flotamálaráðherra Bandaríkjanna, er Frank Knox ljest. Forestal er 52 ára. Hann var bankastjóri fyrir stríð. » » » Þýskar konur börð- ustá Frakk- landsströnd Segir Montgomery blaðamönnum. London í gærkveldi. MONTGOMERY hershöfð- ingi ræddi við blaðamenn í bækistöðvum sínum á land- göngusvæðinu á Frakklands- ströndum í dag og sagði: „Við höfum unnið orustuna um strendurnar.'' „Jeg er ánægður með það, hvernig þetta hefir gengið enn sem komið er, en það er þó nokkuð eftir ógert ennþá. —Bretar og Bandaríkjamenn, eru nu að ná saman, og það er gott, — mjög gott". „Einhver spurði mig í gær: Ilvenær tökum við Caen? •— Jeg sagði, Það veit jeg ekkert um ¦—''. „Þa ðhefir margt merkilegt skeð í orustunni um strend- urnar. — Verst voru varnar- virki Þjóðverjaima, í þeim -viðureignum biðum við mann tjón, því mennirnir, sem Framhald á bls. 12 Komnir lengst 25 km. inn í landið London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. VÍGLÍNA BANDAMANNA í FRAKKLANDI er nú samfeld, alls um 95 km löng, og yfirráðasvæði þeirra 25 km breitt, þar sem það er breiðast. Bandaríkjamenn tóku í morgun snemma bæinn Carentan, sem er sunnarlega á Cherbourghskaganum, en annarsstaðar á vígstöðvunum eru harðir bardagar, og hafa bandamenn orðið að láta undan síga nærri Caen, fyrir stórkostlegum skriðdreka- áhlaúpum Rommels. Fyrir vestan Caen eru einnig miklar orugtur háðar, milli breskra og þýskra skriðdrekasveita. Bandaríkjamenn sækja einnig norður Cherbourghskag- ann og eru komnir nærri borg einni þar að nafni Mounte- bourgh, sem er mjög vel víggirt og rammlega varin. Er búist þar við stórorustum. SÓKNIN Á CHERBOURGHSKAGANUM Sá þáttur viðureignarinnar í dag, sem mesta athygli hefir vakið, er sóknin á Cherbourghskaganum og þá ekki síst taka bæjarins Carentan, sem var rammlega víggirtur og höfðu Þjóðverjar hleypt vatni á víðlendar mýrar, sem sem eru umhverfis bæinn. Höfðu Bandaríkjamenn því nær umkringt borgina, er Þjóðverjar hörfuðu úr henni eftir nokkra götubardaga, en síðan munu sveitir þeirra þar fyrir sunnan, hafa sameinast öðrum sveitum banda- manna, er sóttu fram frá Isigny. Þá sækja bandamenn einnig fram norður skagann, með tilstyrk herskipa, sem þar eru úti fyrir. Eru meðal þeirra hið fræga breska orustuskip Warspite og amerísku orustuskipin Texas og Arizona. Hefir verið skotið mörg þúsund smálestum af sprengikúlum á stöðv- ar Þjóðverja. , STÓRORUSTUR VIÐ CAEN. Bretar og Kanadamenn, sem verjast grimmilegum gagn- áhlaupum Þjóðverja umhverfis Caen, hafa orðið að láta undan síga lítið eitt sumsstaðar, en sótt fram annarsstað- ar. Hafa bardagár verið mjög skæðir þarna, en minni vest- ar, þar sem Bandaríkjamenn eru komnir lengst inn í land, eða við bæinn Lison. Hafa þeir þar náð skógi eiríum á sitt vald, en þann skóg notuðu Þjóðverjar lengi sem her- gagnageymslu. Voru 7' miklar loftárásir gerðar á skóginn á skömmum tíma. LOTSÓKN OG LIÐSFLUTNINGAR. Átökin í lofti yfir bardagasvæðinu harðna stöðugt, og hafa Þjóðverjar aldrei beitt þar eins mörgum orustuflug- vjelum eins og í dag, en þá sendu þeir þar yfir 100' orustu- flugvjelar í einu. Urðu af því loftorustur. Bandamenn sendu feikna fjölda flugvjela til árása á brýr og flugvelli víða suður um Frakkland í dag og lenti í grimmum loftbar- dögum. Veður var ákjósanlegt til flugferða, heiðskírt loft og logn. Mótspyrna harSnar, á Cherbo.urgskaga. Síðustu fregnir í gærkveldi hermdu, að mótspyiiui; Þjóðverja á Cherbourgskaga væri harðnandi, en um skag« ann segja Þjóðverjar sjálfir, að þar sje óhægt til varnar. a<t því leyti að margir vegir hafi verið eyðilagðir mcð skot-< hríð af sjó. — Þær svetir Bandaríkjamanna, sem næbt ern komnár Cherbourg, eru um 27 km. frá henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.