Morgunblaðið - 15.06.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 15.06.1944, Síða 1
SKRIBDREKAORUSTUR GEISA VIÐ CAEN Síðustu frjettir: Ægileg gagnsókn Þjóð- veria á allri víglíminni Hafa lekiS Tilly og Troarn ■ London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FRÁ aðalstöðvum bandamanna berast þær frjettir undir miðnætti, að ógurlegar orustur geisi um allar vígstöðvarnar í Norður-Frakklandi. Hafa Þjóðverjar hrakið Bandaríkjamenn algerlega úr bænum Montebourg, og tekið auk þess bæina Tilly og Troarn, sem barist hefir verið um í allan dag. Þessir bæir eru sinn hvorum megin vSS Caen. — Barist er enn í nánd við bæi þessa af miklum ofsa. Það hefir komið í ljós, að annað þýska S. S.- skriðdrekaherfylkið, sem er álitið besta vjQlaher- fylki þýska hersins í Vestur-Evrópu, hrakti banda- menn aftur á bak hjá Tilly og tók bæinn í ofsa- legu gagnáhlaupi. Áhlaup Þjóðverja umhverfis Carentan harðna stöðugt, og sókn þeirra á svæðinu frá Tilly til Villiers Bochage er lýst sem blátt áfram ógurlegri. Þjóðverjar hafa það þorp á sínu valdi og umhverf- is það geisa nú bardagarnir. Barist er með skrið- drekum allt ve.stur til Lison, en á veptari hluta orustusvæðisins, er aðstaðan ekki mikið breytt. 81.600 krónur hafa safnast í Landgræðslusjóð L ANDGRGÆÐSLUS JÓÐ - UR Skógræktarfjelags fslands, séndir ýmsum ungmenna- og skógræktarfjelögum út á landi söfnunarlista. Nokkrir listar hafa borist. Eru það þessir: Frá Skógræktarfjel, Vest- mannaeyja kr. 1.335.00, U. M. F. Snæfjallahreppi 220,00, U. M. F. Trausta, V.-Eyjafjalla- hreppi 205,00, U. M. F. Reyni, Ifellissandi 100,00, U. M. F. Þresti, Skggarstrandarhreppi 110,00, Iþróttafjelagi Mikla- holtshr. 165,00, Birni Bergs- syni, Stóru-Giljá, Torfulækj- arhr. 160,00, Þingvallahreppi (allir búendur gáfu) 170,00, Sveini Ilalldórssyni, Gerðahr. 615,00, Ivíemens Á. Skógar- tjörn, Bessastaðahr. 710,00, Jóni Magnússyni, Hafnarfjarð arkaupstað 9238,55, Hirti B. Ilelgasyni, Miðnesi 1000,00. Skátár hjer í bæ söfnuðu kr. 2542,00, en á vegum Land- græðslusjóðs söfnuðust hjer 65,000 krónur. — Alls hafa því safnast 81,600,55. Hörð vörn Finna á Kirjálaeiði STÓRORUSTUR geysa sí- felt á Kirjálaeiði og sækja Rúss ar á með' skriðdrekum, fót- gönguliði og flugliði. Einnig aðstoðar floti Rússa úti fyrir ströndinni. Finnar berjast hraustlega sem fyrr og kveð- ast hafa hrundið mörgum á- hlaupum Rússa. Rússar segja í herstjórnartil- kynningu sinnf í dag, að á Kirjálaeiði hafi herir þeirra haldið áfram sókn sinni og tek- ist að yfirbuga og ná á sitt vald nokkrum virkjum. Einnig segja Rússar frá því, að á öðrum stöðum austurvíg- stöðvanna hafi engar breyting- ar orðið. Rússneskar sprengju- flugvjelar gerðu árásir á Brest- Litovsk, Pinsk og Minsk, aðal- lega á flugvelli við þessar borg- ir. Eyðilögðust þar flugvjelar. Þjóðverjar segja í tilkynn- ingu sinni í dag, áð engir bar- dagar hafi orðið' á austurvíg- stöðvunum, og hvergi á Finn- landsvígstöðvunum, nema á Kirjálaeiði. — Reuter. Þjóðverjar hafa tekið aftur Mountebourg og gera atlögur að Carentan Washington í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÓGURLEGAR SKRIÐDREKAORUSTUR hafa geisað allan daginn í dag beggja megin við borgina Caen á inn- rásarsvæðinu í Norður-Frakklandi, án þess að nokkrar verulegar breytingar hafi orðið á aðstöðunni. Grimmileg- ast var barist um bæinn Tilly sur Seulles, og var þar bar- ist í návígi og orusturnar ógurlega blóðugar. Þorpið er nú í rústum, en þar felast víða Þjóðverjar með fallbyssur og fótgöngulið er hvarvetna í ökrum og skógarkjarri um- hverfis bæinn. Var mikið manntjón í þessum bardögum. GAGNSÓKN Á CHERBOURGHSKAGANUM Þjóðverjar hafa byrjað afarharða gagnsókn á Cher- -bourghskaganum, og hafa bandamenn neyðst til að láta undan síga við Mountebourg, sem nú mun vera á valdi Þjóðverja, en bandamenn halda enn mikilvægum vegi til suðurs frá borginni. — Þá gera Þjóðverjar éinnig at- lögur að borginni Carentan og komust að eigin sögn inn í hana í gærkveldi, en hörfuðu aftur þaðan í morgun. Áhlaupunum heldur allsstaðar áfram. Þessi sljórnar gagn- sóknínni Rommel Churchili neifar að ræða um De Gauile London í gærkveldi. SPURNINGUM rigndi yfir Churchill forsætisráðherra í neðri málstofunni í dag um það, hvert væri viðhorf bresku stjórnarinnar til De Gaulle og frönsku bráðabirgðastjórnar- innar í Algiers. — Svaraði Churchill þessu engu, en sagði, að nú væri ekki aðeins ótíma- bært, heldur blátt áfram hættu legt að ræða þessi mál, — sjer- staklega þar sem afstaða Banda ríkjanna til þeirra aðila, er spurt var um, væri enn ekki ljós. Meira höfðu þingmenn ekki upp úr ráðherranum, þótt þeir risu upp tugum saman og spyrðu. — Reuter. Næturárás á Mun- chen gerð frá Ítalíu London í gærkveldi. FYRSTA næturárásin, sem flugvjelar frá bækistöðvum á Italíu gera á Þýskaland, var gerð á Munchen í nótt sem leið, og var mótspyrna mjög hörð. Þjóðverjar segja, að skemdir hafa orðið víða í íbúðarhverf- um og telja sig hafa skotið nið- ur 5 flugvjelar. Bandaríkjaflugvjelar fóru í dag árásarferðir til Ungverja- lands og rjeðust helst á olíu- stöðvar. Urðu víða loftorustur. Þjóðverjar kveðast hafa grand- að 37 af þessum flugvjelum. — Reuter. Hersijórnarlilkynn- in bandamanna London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HERSTJÓRNARTILKYNN- ING Eisenhowers í kvöld er á þessa leið: „Þjóðverjar halda uppi sí- feldum gagnáhlaupum á Caen- Tilly svæðinu, en vjer stönd- um fast fyrir og leitum að veik um punktum í fylkingum óvin- anna. Þarna eru háðar óhemju harðar skriðdrekaorustur. Á Cherbourgskaga berst ó- vinurinn af miklu ofstæki. Hin þungu gagnáhlaup hans á norðurhluta skagans hafa neytt oss til að láta undansíga og höf um vjer mist nokkurt landsvæði umhverfis Mountebourg, en vjer höfum unnið smávegis á sunnar. Áhlaupum Þjóðverja við Carentan var hrundið. Flugher vor var yfir öllu svæðinu frá Brest og alt til Belgíu og Hollands og mætti ekki mótspyrnu. Ráðist var á fjölda staða. Skömmu eftir miðnætti kom til sjóorustu við sjö tundur- duflaveiðara óvinanna og urðu þeir fyrir skotum og leituðu síðan í skjól undir vernd strandvirkjanna á eynni Jers- ey, en einn sökk“. Mikil loftsókn í dag. Síðari hluta dags í gær var flugveður afleitt og lítið um loftárásir, en undir kveldið flugu margar flugvjelar yfir sundið, og í dag hafa flugvjelar bandamanna ''gert stöðugar árásir á stöðvar í Frakklandi. Voru þar að verki alls 1500 stórar amerískar sprengjuflug- vjelar, ásamt fjölda orustuflug vjela. Af þeim komu ekki aft- ur 15 stórar sprengjuflugvjelar og 8 orustuflugvjelar vantar líka. Fjögur skriðdrekaherfylki. Það er talið, að Rommel hafi nú 4 skriðdrekaherfylki á víg- svæðinu umhverfis Caen, og beitir hann liði þessu óspart. Eru ýmsir staðir og þorp þarna um slóðir ýmist á valdi banda- manna og Þjóðverja geisar við- ureignin fram og aftur, án þess að nokkurt lát verði á. Enri hafa orustuskip Breta, Ramillies og Nelson, stutt landherinn með skothríð mikilli. Um þorpið Troarn hafa- verið háðir heiftarlegir bardagar, sóttu Bretar þangað um nótl, en er þeir komu inn í þorpið að morgni, virtist það yfirgefið. —■ En því fór fjarri. Allt í einu dundi skothríðin út um glugga húsanna, og brátt komu Tigris skriðdrekar Þjóðverja í ljós í hinum enda þorpsins og tókst nú hin harðasta viðureign. Er ekki unt að segja um það með Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.