Morgunblaðið - 15.06.1944, Side 5
Fimtudagur 15. júní 1944
MORGUNBLAÐIÐ
9
Skrifstofur, afgreiðsla
og tóbaksgerð
vor verða lokaðar frá 10. lil 24. júlí
%
næslkomandi vegna sumarleyfa. —
Viðskiffamönnum vorum er hjermeð
| benf á að birgja sig nægilega
I í fæka fíð með vörur þær, sem fó-
'i
bakseinkasalan selur, svo þeðr þurfi
| eigi að verða fyrir óþægindum af
lokuninni.
Tóbakseinkasala ríkisins
<SxSx$k§x3x§xJh$x®k^<^^x^<$><$><^<^>^^3><^<Jk®h^<$<Jk®x$<^>^X^<$>3>^<^>3x3x$^<3x$
Ungur maður
með bílstjóraprófi — helst meira prófi — og
sem notið hefir skólamentunar — helst versl-
unarskóla —, getur fengið atvinnu strax við
verslun og bííkeyrslu í þágu hennar. Hann
þarf að vera árvakur, reglusamur og athug-
ull.
Umsækjentlur sendi upplýsingar um ætt,
aldur og mentun — ásamt Ijósmynd, sem end-
ursendist — mrk. „3333“ til Morgunblaðsin$.
Nú
skaltu
reyna
KAFFI
AUGLÝSING ER GULLS IGILDI
Iþróftirnor ó ÞjóðháMðinni
Frásögn forseta Í.S.Í.
FORSETI I. S. I., Ben. G.
Waage bauð blaðamönnum til
hádegisverðar að Hótel Borg í
gær. Skýrði hann þar frá,
hvernig iþróttunum verður
hagað á þjóðhátíðinni á Þing-
völlum.
Skýrsla hans um það mál var
svohljóðandi:
Snemma í vetur tók stjórn í.
S. I. að ræða um væntanlegar í-
þróttasýningar á Þingvöllum
17. og 18. júní 1944. Á hvern
hátt heppilegast væri að haga
þeim, og hvaða íþróttagreinir
ætti að sýna. Til mála kom að
hafa fimleikahópsýningar, —
kvenna og karla; Íslandsglím-
una og boðhlaup frá Rvík til
Þingvalla. Eftir að við vorura
búnir að ræða þetta rækilega,
barst okkur brjef frá íþrótta-
kennarafjelagi íslands, er ósk-
aði að hafa samvinnu um þess-
ar íþróttasýningar, einkum fim
leikasýningarnar. Var því mjög
vel tekið og fór stjórn Sam-
bandsins á fund íþróttakennar-
anna, þar sem ákveðið var að
kjósa sjerstaka framkvæmda-
nefnd, til að koma fyrirhuguð-
um fimleikasýningum í fram-
kvæmd (Hópsýningunum). —
Stjórn í. S. í. tilnefndi 3 menn,
Iþróttakennarafjel. 2 menn, en
sjálfkjörnir í nefndina voru í-
þróttafulltrúi ríkisins, Þor-
steinn Einarsson og íþróttaráðu
nautur Reykjavíkurborgar —
Benedikt Jakobsson. Formaður
nefndarinnar var kjörinn Ben.
G. *Vaage, gjaldk. Kr. L. Gests
son og ritari Valdimar Svein-
björnsson. Nefndin tók þegar til
starfa og ljet semja fimleika-
stumjaskrár (tímaseðla) fyrir
konur og karla, fyrir væntanleg
ar hópsýningar. Þá var og sam
ið umburðarbrjef til allra í-
þróttafjelaga og skóla er höfðu
fimleika á stefnuskrá sinni; —
jafnframt var U. M. F. í. boðið
að hafa 3 menn í framkvæmda
nefndinni. Voru þá nefndar-
menn 11 að tölu.Umburðarbrjef
ið var sent um allt land, og byrj
uðu mörg fjelög að æfa fimleika
stundaskrána.
Skömmu eftir að þjóðhátíða-
nefndin hafði verið skipuð, var
hennf sent brjef og beiðni um
að leyfa fimleikahópsýningar á
Þingvöllum og Islandsglímuna,
17. júní n. k. Þjóðhátíðanefndin
kvaddi stjórn í. S. í. á sinn
fund og óskaði eftir að fyrir ut-
an Islandsglímuna yrði á Þing-
völlum sýndir fimleika-úrvals-
flokkar, karla og kvenna, og
fimleikahópsýning karla. Var
þetta samþykt. Og liggur nú
Þingvalladagskráin fyrir þann-
ig, að íþróttaþáttur hátíðahald-
anna verður sem hjer segir:
Klukkan 5,25 hefst fimleika-
hópsýning, karlá, undir stjórn
Vignis Andrjessonar íþrótta-
kennara. Fimleikamennimir
verða 160 að tölu, auk 11 fána-
bera í fgararbroddi, sem mynda
einskonar fánaborg. Ganga þeir
fylktu liði inn á sýningarpall-
irypfrá tjaldbúðunum, og heilsa
með fánunum. Fimleikasýning-
in byrjar, og standa fimleika-
mennimir í tuttugu röðum, og
; snúa að Fangbrekku. Fimleika
'sýningin stendur yfir í 15 mín-
útur.
Samæfingar fimleikamann-
anna hafa að undanförnu ver-
ið í Austurbæjarskólaportinu,
vegna þess að ekkert fimleika-
hús er svo stórt að það rúmi all
an þenna fjölda. Elsti þátttak-
andinn í fimleikasýningunni er
43 ára, en sá yngsti 14 ára.
Klukkan 6 hefst Íslandsglím-
an. Keppendur verða 12. Fyrri
hluti kappglímunnar verður í
kvöld hjer í Rvík, vegna þess að
eigi er hægt að ætla íslands-
glímunni meiri tíma á Þingvöll
um en 14 klukkustund. Gert er
ráð fyrir að hver keppandi eigi
eftir að glíma 2 til 3 glímur á
Þingvöllum. Sjerstök glímu-
skrá verður prentuð, fyrir Þing
vallaglímuna, svo allir geti sjeð
hvernig undanglíman hefir far
ið (vinningar hvers glímu-
manns). Tvær 3ja manna dóm-
nefndir hafa verið skipaðar
(falldómarar og fegurðardóm-
arar) en stjórandi Íslandsglím
unnar er Jón Þorsteinsson, í-
þróttakennari.
Ríkistjórnin hefir ákveðið að
gefa vandaðan silfurbikar, sig
urvegaranum, en auk þess fær
hann Glímubelti í. S. í. og
sæmdíirheitið: Glímukappi ís-
lands.
Fyrsta Íslandsglíman fór
fram norður á Akureyri árið
1906, og var háð þar fjögur ár-
in næstu eða til 1909, en síðan
hefir hún verið háð hjer í höf-
uðstaðnum, nema fyrri heims-
styrjaldarárin. Á Alþingishátíð-
inni 1930 var Íslandsglíman háð
á Þingvöllum, og svo nú 17.
júní n.k. Silfurskildirnir á
Glímubeltinu skýra frá því
hver hlotið hefir það og sæmd-
arheitið: Glímukappi íslands.
Fyrsta Þingvallaglíman var
háð þjóðhátíðarárið 1874.Næsta
Þingvallaglíma er háð 1907;
þriðja Þingvallaglíman fór fram
1921 og fjórða glíman á Alþing
ishátíðinni, eins og áður er sagt.
Er því þessi Íslandsglíma fimta
Þingvallaglíman, og hafa þær
allar þótt merkilegar, þótt eigi
væru þeir nema tveir glímu-
menirnir árið 1874. Vjer gerum
ráð fyrir að hljóðnemi verði
á eða við sýningarpallinn, svo
að allir geti heyrt hvernig
glímukapparnir standa sig. —
Enda mun öllu verða víðvarp-
að (útvarpað), sem fer fram á
ÞingvölIum,svo allir iandsmenn
geti fylgst sem best með, hvar
sem þeir eru staddir á Islandi,
þennan sögulega hátíðisdag
þjóðarinnar.
Klukkan 6.45 gengur inn á
sýningarpallinn úrvals-fimleika
flokkur, kvenna, undir stjórn
Jóns Þorsteinssonar, og sýnir
listir sýnar í 15 mínútur. Eftir
að fánaberi þeirra, sem er kven
maður (allir aðrir fánaberar
flokkanna eru karlmenn) hefir
heilsað byrjar fimleikasýning-
in. Fyrst staðæfingar. en siðan
haldaæfingar á hárri slá. Eru
það svipmiklar æfingar og til-
komumiklar, ef vel takast. En
til þess þarf veður að vera gott,
sem við allir vonum að verði
þennan hátíðisdag. Stúlkurnar
verða 24 sem sýna, og eru þær
úr Glímufjelaginu Ármann og
Iþróttaf jel. Rvíkur, gömlum og
góðum íþróttafjelögum.
Klukkan 9 um kvöldið hefst
svo fimleikasýning karla, úr-
valsflokkur, 18 fimleikamerm.
irnir eru úr Ármann, í. R. og
K.R., þessum gömlu góðkunnu
fjelögum, sem svo oft hafa
skémt höíuðstaðabúum með
íþróttum sínum. Eftir að fána-
beri flokksins hefir heilsað,
byrja staðæfingar, en síðan á-
haldaæfingár á hesti, kistu og
fimieikadýnu, er þeir sýna als-
konar fimleikastökk, sem áhorf
endur munu hafa mikið ganu'u
af. Stjórnandi flokksins er
Davíð Sigurðsson, fimleika-
kennari, og er sýningartíroi
flokksins 15 mínútur, eins og
hinna fimleikaflokkanna. Er
flokkurinn hefir lokið sýningu
sinni, kveður fánaberinn .og
fimleikamennirnir haltía til
tjaldbúða sinna. Þar með er lok
ið íþróttasýningum dagsins.
Gert er ráð fyrir, að fimleika
mennirnir og glímukapparnir
fari austur á Þingvöll þann 16.
júní og búi í tjöldum um nótt-
ina, en fimleikastúlkurnar fara
austur um morguninn (17.
júní). \
Þjóðhátíðarnefndin, og þá
sjerstaklega formaður hennar,
dr. Alexander Jóhannessou
prófessor, hefir verið miög
samvinnuþýð, og hefir þó ver-
ið í mörg horn að líta fyrir
nefndina, sem hefir haft svo
skamman tíma til stefnu.
Leikvangur á Þingvöllum ©g
sundlaug. Það er eitt af áhuga-
málum okkar í. S. í.-manna,
að bygður verði leikvangur á
Þingvöllum, undan Fang-
brekku. Við viljum ekki láta
raska neinu, aðeins sljetta vell-
ina, og láta búa til venjulega
hring-hlaupábraut um sjálfan
leikvöllinn. Skamt frá sjálfum
leikvanginum er ákjósanlegur
staður fyrir sundlaug. Hefir
stjórn í. S. í. þegar valið stað-
inn í samráði við íþróttafull-
trúa ríkisins.
En þegar við hittumst á
Þingvöllum, skal jeg sýna ykk-
ur staðinn.
A Þingvöllum á íþróttaæska
landsins að hittast a. m. k. á
fimm ára fresti, og „treysta sín
heit“, að fornum sið. Og best
treysti jeg hinni þjóðlegu
íþróttahreyfingu til þess, undir
forystu í. S. í.
Þingvallanefnclin er þessu
vinveitt.
Arsþing I. S. í. hefst sunnu-
daginn 25. júní 1944 kl. 214
e. h. í Oddfellowhúsinu,
Formenn íþróttafjel. þriggja,
I. R.. K. R. og Árrr^anns, þeir
Þorsteinn Bernharðsson, Er-
lendur Pjetursson og Jens Guð-
björnsson, komu á fund -blaða-
mannanna.
Sögðu þeir frá íþróttamótinu,
sem hjer verður í Reykjavík á
sunnudaginn 18. júní, en þessi
þrjú fjelög sjá um þetta mót,
eða þenna þátt hátíðahaldanna.
Tilhögun þess verður í aðai-
atriðum sem hjer segir:
Mótið verður hjer á íþrótta-
veliinum. Alls koma þar fram
300 iþróttamenn^ af þeim 5Z
keppendur úr 6 fjelögum. Þátt-
takendur ganga í skrúðgöngu
frá Hljómskálagarðinum uia
Fríkirkjuveg, Lækjargötu,
Framh. af bls. 10.
é