Morgunblaðið - 15.06.1944, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.06.1944, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐI0 Fimtudagur 15. júní 1944 LARRY DERFORD 1ÁJ. Somet'íet ^f]aagk ',am: í leit að lífshamingju — 19. dagur — Við spjölluðum saman um hitt og þetta. Hún kunni ágæt- lega við sig í París, og íbúð Elli otts var mjög þægileg. „En jeg get helst ekki til þess hugsað, að við skulum lifa hjer eins og auðugar menneskjur, þegar við eigum varla eyris virði*. „Er ástandið svo slæmt?“ Hún hló, og nú mundi jeg eft ir ljetta, glaðlega hlátrinum hennar, sem mjer hafði þótt svo sjcemtilegur fyrir tíu ár- um. „Gray á ékkert, ög jeg hefi riær sömu tekjur og Larry, þegar hann vildi giftast mjer, en jeg vildi það ekki, þar eð jeg hjelt, að við gætum ekki lif að af því. En nú hefi jeg tvö börn að auki. Það er dálítið bros legt, finst yður ekki?“ „Það er gott, að þjer skulið sjá það.“. „Hvað hafið þjer frjett af Larry?“ „Jeg? Ekkert. Jeg hefi ekki sjeð hann síðan þjer voruð síð- ast í París. Jeg hefi verið að snyrjast fyrir um hann, en eng inn virðist hafa hugmynd um, hvar hann heldur sig. Hann er gjörsamlega horfinn.“ „Við þektum bankastjóra banka þess í Chicago, þar sem Larry átti peninga sína, og sagði hann okkur, að Larry fengi altaf við og við senda pen inga til undarlegustu staða, Kína, Burma og Indlands. Hann virðist hafa ferðast mikið“. Jeg hikaði ekki við að spyrja spurningar þeirrar, er komin var fram á varir mjer. Besta ráðið til- þess að fá að vita eitt- hvað er, þegar öllu er á botninn hvolft, að spyrja. „Óskið þjer þess núna, að þjer væruð giftar Larry?“ Hún brosti vingjarnlega. „Við Gray höfum verið mjög hamingjusöm. Gray er dásam- legur eiginmaður. Áður en hrun ið kom, skemtum við okkur mikið. Við höfðum líkan smekk Okkur geðjaðist að sama fólk- inu og sömu skemtununum. Hann er indæll. Það er mjög gaman að vera elskaður, og Jiann er eins ástfanginn af mjer núna og þegar við fyrst gift- umst“. Jeg var að velta því fyrir mjer, hvort hún hjeldi að hún hefði svarað spurningu minni. Jeg skipti um umræðuefni. „Segið mjer frá litlu stúlkun um yðar“. Um leið og jeg slepti orðinu, hringdi dyrabjallan. „Þarna koma þær. Nú getið þjer sjálfur sjeð“. Þær komu inn, í fylgd með kenslukonu sinni, og jeg var fyrst kyntur fyrir Joan, þeirri eldri, og síðan fyrir Priscillu. Þær hneigðu sig báðar kurteis- lega, um leið og þær tóku í hönd mína. Önnur var níu ára og hin sjö. Þær voru stórar eft- ir aldri, enda foreldrarnir báð- ír hávaxnir, en annars ekkert sjerlega laglegar. Þegar þær voru famar, sagði jeg það, sem menn eru vanir að segja við mæður um börn þeirra. Hún tók gullhömrum mínum með sýnilegri gleði, en þó kæruleysislega. Jeg spurði hana, hvernig Gray kynni við sig í París. „Ágætlega. Elliott frændi lán aði okkur bíl, svo að hann get- ur farið og spilað golf daglega. Hann hefir einnig gengið í Ferðamannaklúbbinn, og spilar þar oft bridge. Tilboð Elliott frænda, um að lána okkur íbúð sína, kom sjer auðvitað mjög vel fyrir okkur. Gray fjekk slæmt taugaáfall, og er ekki orð inn góður enn. Hann fær altaf þessi hræðilegu höfuðverkjar- köst. Jafnvel þótt hann gæti fengið eitthvað að gera, er hann í rauninni ekki hæfur til þess, og veldur það honum áhyggju. Hann vill vinna, og finst það niðurlægjandi fyrir sig, að eng- inn skuli þurfa sín með“. „Jeg er hræddur um, að þjer hafið átt mjög erfitt þessi síð- ustu tvö og hálft ár“. „Þegar hrunið kom fyrst, gat jeg ekki trúað því. Mjer fanst það blátt áfram óhugsanlegt, að við værum eignalaus. Jeg gat vel skilið að aðrir væru orðnir eignalaúsir — en að það gæti komið fyrir okkur — það var blátt áfram ómögulegt. Jeg trúði því altaf, að eitthvað mundi bjarga okkur á síðustu stundu. Og loks, þegar öllu var lokið, fanst mjer lífið ekki leng ur þess virði að lifa því. Jeg þorði ekki að skygnast inn í framtíðina. Hún var of dökk. I hálfan mánuð var jeg vart með sjálfri mjer. Drottinn minn — það var hræðilegt — að þurfa að skilja við alt, sem mjer þótti vænt um. En þegar þessi hálfi mánuður var á enda, sagði jeg við sjálfa mig: „O, fjandinn hirði þetta alt saman. Jeg skal aldrei hugsa um það framar og þjer getið reitt yður á, að það hefi jeg ekki gert!“ Nú kom Gray inn. Jeg hafði að vísu aðeins sjeð hann tvis- var eða þrisvar fyrir tólf árum síðan, en jeg hafði sjeð mynd af hónum, með brúði sinni (sem Elliott ljet standa á slaghörpu sinni í geysistórum gullramma, við hliðina á árituðum myndum af Konungi Svíþjóðar, Spánar- drottningu og Hertoganúm af Guise) og mundi því vel eftir honum. Mjer varð hverft við, þegar jeg sá hann. Hár hans var farið að þynnast í vöngun- um og ofan á hvirflinum. And- lit hans var rautt og þrútið og hann hafði undirhöku. Hann hafði fitnað mikið, og var það eingöngu hin mikla hæð hans sem bjargaði honum frá því, að virðast óhugnanlega feitum. En það, sem vakti mesta at- hygli mjna, var svipurinn í aug um hans. Jeg mundi svo vel eftir opinskáu bláu augunum hans, sem ætíð voru djarfleg á meðan alt ljek í lyndi og hann var áhyggjulaus. Nú sá jeg í þeim eitthvað, sem líktist ótta, og jeg hýgg, að auðvelt hefði verið að sjá, jafnvel fyrir þá, sem ekkert þektu hann, að eitt- hvað hafði komið fyrir hann, sem eyðilagði traust hans á sjálfum sjer og lífinu yfirleitt. Jeg leit nú inn til Isabel þrisvar, fjórum sinnum í viku, á eftirmiðdögunum, þegar dags verki mínu var lokið. Hún var oftast ein heima, og fegin að fá einhvern til þess að rabba við. Hinn skemtilegi siður henn ar, að koma fram við mig eins og við værum jafnaldra, gerði samræður okkar miklu auðveld ari. Við hlóum og gerðum að gamni okkar og töluðum ýmist um okkur sjálf, sameiginlega kunningja okkar, eða bækur og listir, svo að tíminn var íljótur að líða. Þá kom dálítið óvænt fyrir. ★ Þegar jeg hafði dvalið í París um hálfs mánaðar tíma, sat jeg kvöld eitt á Dome, og þar eð mjög þröngt var á svölunum, neyddist jeg til þess að taka borð í fremstu röðinni. Veðrið var yndislegt. Hlynirnir voru í þann veginn að laufgast, og í loftinu skynjaði maður ljett- lyndið, fjörið og aðgerðarleysið, sem er svo einkennandi fyrir París. Dásamlegur friður kom yfir mig. Alt í einu stansaði maður við borðið hjá mjer, hló, svo skein í hvítar tennurnar og kallaði: „Halló“. Jeg horfði á hann. Þetta var hár og grannur maður. Hann var hattlaus, og hafði mikið dökkbrúnt hár, sem hafði feng ið að vax'a í friði. Efri vörin og hakan var þakið þykku og brúnu skeggi. Enni hans og háls háls var mjög sólbrent. Hann var í slitinni skyrtu, bindislaus, í snjáðum brúnum jakka og ó- hreinum gráum buxum. Jeg hafði ^reiðanlega aldrei sjeð hann áður. Sennilega var þetta einn þeirra vesalinga, er farið hafa í hundana í París, o'g bjóst jeg nú við, að hann myndi segja mjer einhverja grípandi sögu, til þess að hafa út úr mjer nokkra fránka. Hann stóð fyrir frman mig, með hendurnar í vösunum, og glettnissvip í dökku augunum. „Þjer munið ekki eftir mjer?“ sagði hann. „Aldrei sjeð yður áður, mað ur minn“, svaraði jeg. „Larry“, sagði hann. „Guð minn góður! Setjist nið ur, maður!“ hrópaði jeg. Hann hló og fjekk sjer sæti. Jeg bað þjóninn um eitthvað að drekka handa honum. „Hvernig í ósköpunum getið þjer ætlast til þess að jeg þekki yður með alt þetta skegg“, sagði jeg. N,ú, þegar jeg horfði á hann, mundi jeg eftir hinum einkenni legu, magnþrungnu augum hans. „Hafið þjer verið lengi í París?“ „Um mánaðartíma“. „Ætlið Jajer að dvelja hjer lengi?“ „Jeg er enn óráðinn í því“. Gullfuglinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 5. veggnum, bæði úr gulli og silfri, þau skaltu ekki snerta, því þá kemur þursinn út og gerir út af við þig, elsta og ljótasta beislið, sem þú sjerð, það skaltu taka“. Þessu lofaði konungssonur, en þegar hann kom inn í hesthúsið, varð hann svo hrifinn af því, hve falleg beislin voru, að hann tók það fegursta, það var úr skýru gulli, en um leið kom risinn út og var svo reiður, að eldhríðin stóð af honum. „Hver ætlar að stela hestinum mínum og beislinu. mínu?“ orgaði tröllkarlinn. „Þjófar halda að allir steli, en ekki verða aðrir hengdir en þeir, sem ekki stela rjett“, sagði konungssonur. „Sama er mjer um það, jeg skal jeta þig upp til agna og það strax“, sagði* risinn. Þá bað konungssonur hann um að þyrma sjer. „Jæja“, sagði risinn, „geturðu náð fyrir mig aftur stúlk- unni minni indælu, sem næsti nágranni minn tók frá mjer, þá skal jeg hlífa þjer“. „Hvar á hann heima?“ spurði konungssonur. „Æ, hann býr þrjú hundruð mílur fyrir handan stóra fjaflið þarna úti við sjóndeildarhringinn“, sagði risinn. Jú, — konungssonur lofaði að hann skyldi ná stúlkunni, og gaf risinn honum þá grið. En þegar hann kom aftur til refsins, var hann mjög reiður við konungssoninn fyrir óvarkárni hans. „Nú hefirðu aftur farið illa að ráði þínu, hefðirðu hlýtt mínum ráðum, hefðum við verið komnir heim fyrir löngu síðan. Nú held jeg helst að jeg verði ekki með þjer leng- ur“. En konungssonur bað sem best hann gat og lofaði, að hann skyldi aldrei gera annað en það, sem refurinn segði, bara ef hann færi ekki frá honum. Að lokum ljet svo ref- urinn undan, og þeir sættust aftur og lögðu af stað sam- an, og loksins eftir langa mæðu komust þeir þangað, sem hin fagra mey var. „Jæja“, sagði refurinn, er þangað \>nr komið, „mörgu fögru lofaðir þú, en' jeg þori nú samt ekki að sleppa þjer inn til þursans, í þetta skifti fer jeg þangað sjálfur“, sagði hann. Svo fór hann inn, og brátt kom hann út aftur með stúlkunni, og svo hjeldu þeir aftur sömu leið og þeir höfðu komið. Þegar þeir komu til risans, sem átti hestinn, tóku Nemandinn: -— Kennari, það ér stór könguló að skríða á landabrjefinu. Kennarinn: ■—■ Hvar er hún? Nemandinn: ■— Rjett utan við London. ★ — Hversvegna berjið þjer hundinn minn? Hann gerði ekki annað en að þefa að yður. — Þjer hafið ef til vill ætlast til þess, að jeg biði þangað til hann bragðaði á mjer? ★ Ung móðir símar til læknis: — Drengurinn minn hefir tekið tönn. Á jeg að bursta hana? ★ — Hefirðu heyrt það, að Han sen er kominn til hinstu hvíld- ar? — Nei, er hann nú orðinn embættismaður. ★ Kenslukonan: — Heyrðu, drengur minn, þú getur als ekki reiknað dæmin þín. Áttu ekki systur eða bróður, sem getur hjálpað þjer? Drengur: — Nei, en jeg held að jeg eignist bráðum ^ annað- hvort. — Afi minn lifir ennþá, en amma mín ljetst af barnsförum. I — Já, það er hættulegt fyrir ] svona gamlar konur að gifta sig. ★ Dómari: — Þjer verðið að bú ' ast við því að verða að stað- festa framburð yðar með eiði. ÍÞessvegna skuluð þjer aðeins ^skýra frá því, sem þjer hafið sjeð en ekki fara eftir sögusögn annarra. — Hvenær eruð þjer ' fæddur? Vitni: — Um það hefi jeg ekkert fyrir mjer nema sögu- sögn annarra. ★ — Hvað geymið þjer í háls- jmeninu yðar, frú mín góð? I — Lokk af manninum mín- um. — Hann er þó vonandi ekki dáinn? — Nei, en hann er orinn nauðasköllóttur. ★ — Kallið þjer þetta fílabein? Það er öllum auðsjeð, að það er aðeins eftirlíking. — Ef til vill hefir fíllinn haft falskar tennur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.