Morgunblaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 2
2 líORÖUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. jání 1944,, Landsnefnd lýðveldiskosninganna lý útgáfa af Sturlungu NÚ, þegar þjóðhátlðin er lið- in hjá, lýðveldið stofnað, nýtt timabil byrjað og atburðir þessa vor:; eru að mótast í endurminn ingum man.na, fer ekki hjá því að margir hugleiði hvað það var, sam mestu varðaði í sam- bandi við lýðveldisstofnunina. Þá rennur fyrst upp fyrir hug:ikotsjónum manna talan 98%, þátttaka þjóðarinnar í at- kvæSagreiðsIunni. Þegar; sambandslögin voru samþykt fyrir rúmlega 25 ár- ura og ákveðið var, að til þess þeún yrði slitið. þyrfti þátttak- an við atkvæðagreiðsluna að verða 75%, þá óttuðust ýmsir að sú tala yrði erfiður þrösk- uldur. Að erfitt myndi að fá fleiri á kjörstað en þrjá af hverj um fjórum. Dagana 20.—23 maí kom það í ljós, a i þessi ótti reyndist ó- þarfur. Þátttakan varð glæsi- legr,. en nokkurn gat grunað — þjóðin var samhentari. — Hvaða áhrif það hefir haft á áJil okkar og viðskifti við aðr- sfi þjóðír og kann að hafa, get- ui' engínn gert fulla grein fyr- ir. En sú samheldni sem hjer kom fram, verður okkur heilla drjúg Því er eðlilegt að þjóðin minn ist með þakklæti þeirra manna og kvenna, sem að því unnu, að sltipuleggja kosningarnar og gera áratígurinn sem glæsileg- astan. ,Því eins og ailir vita, fiá þarf vift hverjar kosningar að sjá um að atkvæði þeirra, sem eru fjarvistum frá heimílum sínum komi fram. Margir lögðu á sig gíiWiíiiiiimuiininuiUir.umiáiunnfíiiniinjrnnnm^ B, P. Kalman | hæstarjettarmálafl.m. j| | Hamarshúsinu 5. hæð, vest §§ | ur-dyr. — Sími 1695. § BnHiíimtiiiiiniitiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiu ciuiiiiimEiiiiiiimiiiimiimmimiiiniii!iiuiiiiiiiiiimi ílPlðntusalani E = | að Sæbóli í Fossvogi. — = 1 Sömtfleiðis selt kl. 5—7 á § fcornínu á Njálsgötu og = Barónsstíg. = Landsnefnd lýðveldiskosninganna. (Talið frá vinstri: Jens Hólmgeirsson, Haildór Jakobsson, Eyjólfur Jóhannsson (for- , maður), Sigurður Olason og Arngrímur Kristjánsson. með Ijúfu geði ýmiskonar fyrirhöfn þessa daga. En mkst mæddi á Landsnefnd lýðveld- iskosninganna. Það leyndi sjer ekki, er menn komu á skrjf- stofu hennar í Alþingishúsinu. Landsnefndin var, sem kunn ugt er, skipuð fimm rnönnum. Tilnefndi hver flokkur einn, en ríkisstjórn þann fimta. Þessir voru í nefndinni. F. h. Sjálf- stæðisflokksins Eyjólfur Jó- hannsson. F. h. Framsóknar- flokksins Jens Hóimgeirsson. Var Hilmar Stefánsson banka- stjóri fyrst skipaður í nefndina, en varo að víkja þaðan sokurn forfalla. F. h. Sósíalistaflokks- ins Halldór Jakobsson og f. h. Alþýðuflokksins Arngrímur Kristjánsson. Fulltrúi ríkis- stjórnarinnar var Sigurður Óla- son. Nefndin valdi sjer sjálf form. Voru samnefndarmenn Ey- jólfs Jóhannssonar sammála um að óska eftir að hann tæki að sjer formenskuna. Stóð hann í þeirri stöðu með þeim vask- leik, sem honum er laginn, enda vissu nefndarmenn hvað þeir voru að gera, er þeir völdu Eyjólf í formenskuna. Landsnefndin gekkst fvrir því, að í hverju hjeraði störf- uðu nefpdir, er höfðu yfirum- sjón kosninganna þar með hönd um. En þessar nefndir höfðu síðan undimefndir í hverri sveit. Var þetta skipulag bygt upp á skömmum tíma, og kom í Ijós, að þar bilaði ekki hl'ekk- ur. Aðalstarf þessara nefnda fyr ir utan venjulega fyrirgreiðslu á kjördegi var að ná til allra þeirra þúsunda, sem dvöldu fjarvistum frá heimilum sín- um. Á skrifstofu Landsnefndar- innar var óvenjulegur vinnu- hraði kjördagana. Þar vo.ru 4 —5 símar í notkun samtímis að heita má allan daginn. Og þar var notuð sú nýbreytni, að sím töl voru tekin upp á hljóðnema og vjelrituð af hljóðnemanum til þess að koma í veg fyrir, að skilaboðin misfærust. Þar var viðstöðulaust simað í allar áttir og alt fór fram með þeim hraða að ánægjlegt var á að hlýða. En rnest voru viðskiftin milli Lantísnefndarinnar og bæjar- nefndarinnar, sem vann geysi- mikið starf, bæði við skipulagn ing kosninganna hjer í bæ og útvegun á upplýsingum um menn, sem hjer voru staddir og fyrirgreiðslu á alkvæðum þeirra. í Landsnefndinni var hin besta samvinna, eins og yfir- leitt meðal allra, sem afskifti höfðu af þessari atkvæða- greiðslu. En allt hefði þetta þó komiö fyrir ekki, ef þjóðin sjálf, allur almenningur ’ til sjávar og sveita, hefði ekki verið ein- beitlur í þeím vilja sínum, að sýna einhuga þjóð vorið 1944. Ritstjórn blaðsins fjekk fregn ir af því, að í ráði væri að gefa út Slurlungu í vandaðri útgáfu og viðhafnarmeiri búningi en áður hefir gert verið. Og Magn- ús Jónsson prófessor væri við útgáfu þessa riðinn. Er ritstj. spurði Magnús um þetta mál, skýrði hann svo frá: Það er langur tími síðan mig fór að langa til þess að Sturlungasaga væri- gefin út í verulega góðri útgáfu handa al- menningi, því að varla er unt að hugsa sjer auðugri námu alls konar fróðleiks um glæsilegasta timabil íslandssögunnar, þegar mest af fornbókmentum vorum varð til. **> Sturlunga hefir ekki enn náð verulega til almennings. Hygg jeg að mestu valdi það, að mannanöfn eru ákaflega mörg, eins og jafnan þar, sem lífinu sjálfu er lýst og ýmsir viðburð- ir, sem sagt er frá, skiljast illa nema vera kunnugur eða hafa handhæga uppdrætti. Enginn getur t. d. skilið hina spennandi frásögn um flótta Þórðar Kak- ala og eftirreið Kolbeins unga nema þekkja til leiðarinnar, sem farin var, og svo er víðar í Sturlungu. En úr þessu má bæta, ef nógu vel er til vandað, og alt gert til þess að leggja efnið upp í hendur lesandanum. Nú hefir þessi gamli draum- ur minn ræst. Sturlunga kemur út bráðlega, að tilhlutun nokk- urra manna, og er verið að vinna að undirbúningi hennar, af ágætum fræoimönnum. Dr. phil. Jón Jóhannesson, hef- ir aðalumsjón með útgáfunni og semur mannanafna skrár og annað. sem leiðbeint getur við lesturinn í því efni. Er vafa- laust enginn núlifandi Islend- ingur til/sem betur er til þess trúandi, að leiðbeina í því völ- undarhúsi. En Magnús Finn- bogason Mentaskólakennari undirbýr textann og semur stuttar og gagnorðar skýringar. Verður rjettritun höfð sem næst nútímamáli, án þess þó að glata svip formálans. Margir uppdrættir verða í bókinni, bæði um einstök hjer- uð og einstaka viðburði, svo að all verði ljóst fyrir lesandan- um. Inngangur og ýmislegt fleira verður til leiðbeiningar við lesturinn. Þá er það eitt, sem verður nýjung í þessari útgáfu. Ljós- myndari eða ljósmyndarar fara um sögustaðina til þess að taka myndir af öllum þeim stöðum, sem verulega máli skipta Og' verður það stórkostlegt mynda- safn. Verða gerð ný myndamót af þessu öllu og ekkert til spar að að fá þessa myndafrásögn sem skýrasta og besta. Sturlungu útgáfa þessi verð- ur 1 tveim stórum bindum og væntanlega boðin til áskrifta bráðlega. Er þegar trygð prent- un, góður pappír og vandað band á bókina alla. Jeg hef ávalt verið þeirrar skoðunar, að sá sje ekki lítið. méntaður, sem er kunnugur Sturlungu. Um hana mætti mynda „skóla“, er fengist við rannsókn á þessu einstaka furðuverki í bókmentum vor-. um. Erfiðleikarnir við að lesa Sturlungu eru að mestu leyti Grýlur, ef bókin er vel út gef- in. Allur fjöldi þeirra manna, sem nefndur er, kemur svo sem ekkert við sögu, og gerir því ekkert til, hvort lesandinn man nöfn þeirra eða ekki. En mest- ur hluti bókarinnar er lifandi frásagnir af stórkostlegum við- burðum. Mjer finst það ekki eiga illa við að Sturlunga komi út í verúlegá góðri útgáfu einmitt nú. Fortíð og framtíð tengjast saman. Lýðveldið forna með sín um einstaka glæsibrag misstje sig, en nú er þráðurinn tengdur saman á ný. Sturlunga fræðir okkur vel um það tvent, sem nú varðar mestu að vita: Hvað við eigum best og glæsilegast, og hvaða þjóðareinkenni eru hættulegust sjálfstæði voru. Setfir prófessorar í sögu og fands- bókavörður RlKISSTJÓRI setti dr. Þor- kel Jóhannesson prófessor í sögu við Iláskóla íslands 12. jþ.m. Tekur hann við emh- ættinu 1. sept, næstkomandi. Einar Arnórsson dómsmála- ráðherra setti sama dag Finn Sigmundsson, bókavörð, lands- bókavörð frá sama tíma. , 1) Bóndinn og kona hans reyna að ná bílnum j undan hiuum logandi heygalta. 2—4. Loks tókst þeim það og þegar bóndinn opn- ar bílinn, sjer hann X-9 liggja fram á stýrið. „Það er maður hjerna inni“, hrópar hann, „blóð, hann er særður“. Síðan tók hann hann á öxl sjer og hróp- ar um leið til konu sinnar: „Hlauptu heim á undah og hringdu til læknis“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.