Morgunblaðið - 29.06.1944, Side 2

Morgunblaðið - 29.06.1944, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. júní 1944 Aðalfundur bókmenntafjelagsins A3ALFUNDARDAGUR Bók meclafjelagsins er samkvæmt lúgura þess 17. júní, fæðingar- dagur Jóns Sigurðssonar. Hefir svo verið síðan deildir fjelags- iriíj voi'u sameinaðar, um það leyti, er aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar var haldið. Vegna lýðvelöishátíðarinnar var aðal- fundi írestað nú til 21. þ. m. Vuc hann haldinn þann dag kl. 9 -um kvöldið, í lestrarsal Lands bókasafnsins, og var tiltölulega fjölmennur. Eftir að varaforseti hafði sett fund og boðið velkomna alla fundarmenn, en sjerstaklega prófessor Richard Beck, er var einu þeirra, mintist hann Jóns Sigurðssonar með nokkrum orð um. Síðan stakk hann upp á landsbókaverði, dr. Þorkeli Jó- ; hannessyni, sem fundarstjóra, og var sú uppástunga samþykt í einu hljóði. — Þá skýrði vara forseti frá því, að síðan á síð- aato aðalfundi hefði látist 13 fjelagsmenn, sem kunnugt væri um, og las hann upp nöfn þeirra. Risu fundarmenn úr sætum og mintust hinna látnu. Vrar síðan gengið til dagskrár. Skýrði varaforseti frá hag fjé- lagstns, las upp ársreikning þess fyrir síðastliðið ár og efna hagsreikning um áramót. Bar • fundarstjóri þessa réikninga upp til úrskurðar á fundinum, og voru þeir samþyktir í einu hljóði án nokkurra athuga- semda af hendi endurskoðun- armanna eða fundarmanna. —■ Höfðu tekjur-fjelagsins af sölu ýrnissa hinna eldri bóka þess síðustu 2 ár orðið það. drjúgar, að unt hafði orðið að greiða nú að fullu skuld þá, sem fjelagið bafði orðið að stofna til, er það gaf út registur yfir Sýslumanna æfir, og ennfremur hafði stjórn fjelagsins getað greitt nú þeg- ar ritlaun fyrir alt handritið í 14. og 15. bindi Fornbrjefasafns ihs. Hafði útgefandinn, dr. Páll Eggert 'Ólason, búið það hand- rit að fullu undir prentun, verð ur nú hraðað prentun þess svo sem efni fjelagsins leyfa á kom andi árum. — Þá voru lesnir upp reikningar fyrir sjóð Margr. Lehmann-Filhé og Af- mælissjóð fjelagsins. Síðan var lesin fundargjörð kjdrfundar, er haldinn hafði verið lögum samkvæmt 16. þ. m. Höfðu 211 fjelagsmenn tek- íð.þátt í kosningunum. Varafor seti. Matthías Þórðarson, hafði verið kjörinn forseti og prófess or Sigurður Nordal varaforseti, báðir til tveggja ára, en full- , trúar höfðu verið kosnir þeir _Ein3r Arnórsson ráðherra og : Sigurður Nordal prófessor til 6 , ára, Arni Friðriksson magister , til 4 ára og Alexander Jóhann- es;;on prófessor til 2 ára, báðir : hiriir síðastnefndu í stað Matt- : híasar Þórðarsonar og Þorkels ■ Þorkelssonar forstjóra, sem far ið höfðu úr fulltrúaráðinu áður í en kjörtímabil þeirra voru út- jfrunnin. — Endurskoðunarmenn rþeir Jón Ásbjörnsson hæsta- jrjettarmálaflutningsmaður og ; Brynjólfur Stefánsson fram- i kvæmdastjóri, voru báðir end- urlrjörnir. Er dr. Guðmundur ljet af rit stjórn Skírnis um síðustu ára- mót, hafði stjórn fjelagsins kjörið Einar Ól. Sveinsson há- skólabókavörð ritstjóra Skírnis í hans stað til þessa árs og hins næsta. Arstillag til fjelagsins þetta ár hafði verið ákveðið hið sama og síðastliðið ár. Er ráð- gert, að á þessu ári komi út, auk Skírnis, hefti af Annál- um 1400—1800 og rit um sótt- arfar og sjúkdóma hjer á landi á sama tímabili, samið af Sig- urjóni Jónssyni lækni. Dr. Páll Eggert Ólason vinnur stöðugt að hinni fyrirhuguðu ævisagna bók fjelagsins, og verður út- gáfa hennar hafin svo fljótt sem kostur verður á. Loks var borin upp á aðal- fundinum og samþykt í einu hljóði sú einróma tillaga fje- lagsstjórnarinnar, að hinn frá- farni forseti, dr. Guðmundur Finnbogason yrði kjörinn heið- ursfjelagi. ★ Nú munu vera um 1300 menn í Bókmentafjelaginu. Telur stjórnin æskilegt, að þeim f jölg aði og að nýir fjelagsmenn snúi sjer sem fyrst til forseta þess, sem er venjulega til viðtals í Safnahúsinu. Mörg hinna eldri rita fjelagsins eru enn fáanleg hjá honum ,en þau, sem eru nú að öllu eða nokkru leyti út- seld, eru komin í mjög hátt verð meðal bókasafnara. Út um land geta nýir fjelagsmenn gefið sig fram við umboðsmenn fjelagsins. Skærur í Noregi ÍTá norska blaðafull- trúanum: Fregnir frá Noregi hernia, ,að komið hafi tii viðureigna jnilli Norðmanna og þýskra .hermanna á Fágernes í Vald- res. Urðu viðureignirnar við Bvarthammer í Östre Sliclre. Jlerma fregnir þessar að nokk- ur þúsund Þjóðverjar hafi barist þar við 1G0 Norðmenn. Fjellu þrír Norðmenn og 7 Þjóðverjar. Margir særðust, og allmargir Norðmenn voru teknir höndum. Sagt er að mikil umsvif sjeu á þýska hern ,um uni þessar slóðir. — Innrásin Framh. af bls. 1. göngumiðstöðvar Þjóðverja víðs vegar um Frakklana. Fórust aðeins fáar af flug- vjelum þeim, sem í þessa leið- angi'a fóru. Herstjórnartilkynningin. I herstjórnartilkynningu banda manna í kvöld seint er sagt, að sókn bandamanna nærri Caen haldi áfram og verði sóknar- hernum nokkúð ágengt, þrátt fyrir mikla mótspyrnu og ill- viðri. Þá segir, að harðlega sje sótt að þeim virkjum nærri Cher- faourg, þar sem Þjóðverjar verj ist enn. — Tveim vopnuðum togurum þýskum var sökt af tundurspillum nærri Jersey. Prestastefnan PRESTASTEFNAN hjelt áfram í gær. Hún er venju fremur fjöl sótt, enda liggja mörg og mikil mál fyrir henni að þessu sinni. í gær hófst fundur með morgunbænum í Háskólakapell unni kl. hálf tíu, er sr. Árelíus Níelsson á Eyrarbakka annað- ist. Að lokinni bænagjörð flutti biskupinn skýrslu um messu- gjörðir og altarisgöngur á s.l. ári. Alls voru fluttar á landinu hátl á 4. þúsund guðsþjónustur og koma um 40 guðsþjónustur á hvern þjónandi prest til jafn- aðar. Altarisgestir voru á sjö- unda þúsund. Þá gerði biskup grein fyrir úthlutun styrks til uppgjafa presta og prestsekkna. En að því loknu var tekið fyrir höf- uðmál þessarar synodu, en það er Kirkjan og Iýðveldishug- sjónin. Framsögu um það mál höfðu sr. Björn Magnússon, prófastur á Borg, og sr. Magn- ús Jónsson prófessor. , Fluttu þeir athyglisverð erindi um af- stöðu kristindpmsins til lýð- veldishugsjónarinnar og þau verkefni, sem einkum bíða kirkjunnar á komándi tímum. Var málinu vísað til nefndar, en umræður munu halda áfram í dag í kirkjunni á Bessastöð- um, en þangað munu synodus- prestar fara upp úr hádegi í boði forseta Islands. Að loknum hádegisverði hafði herra biskupinn fram- sögu um prestssetrin. Astandið í .byggingarmálum prestssetr- anna er óviðunandi og hefir þó biskup ekki legið á liði sínu síðan hann tók við embætti sínu, til þess að ráða bót á því. Mörg prestaköll eru þannig sett, að þar er ekkert þak yfir höfuð prestinum, eða sama sem ekkert, og er það eitt ærin or- sök þess, hve erfilt er að fá mnn til þess að þjóna þeim. — Lagði biskup fram tillögur um þetla mál. Þá heilsaði synodan virðu- legum gesti, próf. Richard Beck, og bauð biskup hann vel- kominn. Flutti prófessorinn síð an ræðu og var góður rómur ger að máli hans. Færði hann biskupi og prestum kveðjur frá forystumönnum kirkjumála vestan hafs, með sjerstöku þakklæli fyrir komu biskups íslands í vor. Hann gaf yfirlit yfir starf kirkjunnar meðal landa vestra. Komst hann svo að orði, að feðratrú og þjóð- erni hefði verið þau tvö fjör- egg, sem Vestur-íslendingar hefðu gert sjer mest far um að varðveita. Síðar um daginn voru um- ræður um fundarsköp presta- stefnunnar og loks um kvöldið flutti sr. Páll Þorleifsson á Skinnaslað opinbert erindi í Dómkirkjunni. Erindinu var útvarpað. X. Húsaleiguvísiialan 137 stig HAGSTOFAN og kauplags- nefnd hafa reiknað út húsa- .leiguvísitöluha fyrir ársfjórð- unginn 1. júlí til 1. október, (og reyndist hún vera 137 stig, eða einu stigi tægri en næsta ársfjórðunginn á undan. Veðurkortum útvarpað frá Sjómannaskólanum Frá aSalfundi Fjelags íslenskra loftskeyfamanna AÐALFUNDUR Fjelags ís- lenskra loftskeytamanna var haldinn þann 24. júní síðastlið- inn. Ályktanir og samþyktir, er gerðar voru á fundinum voru þessar: Fjelagsheimili. Aðalfundur Fjelags íslenskra loftskeytamanna 1944 ályktar að fela fjelagsstjórninni að at- huga möguleika fyrir samvinnu við önnur fjelög sjómanna í Reykjavík um sameiginlegt fje lagsheimili, og samþykkir, að leggja til hliðar kr. 5000.00 af handbæru fje fjelagsins til fram kvæmda í því skyni, og verði því fje ekki öðru vísi ráðstaf- að nema samþykki aðalfundar komi til. Farmanna- og fiskimannasam- bandið. Aðalfundur Fjel. ísl. loft- skeytamanna lýsir ánægju sinni yfir störfum 7. þings Farmanna og fiskimannasambands íslands og heitir á hin fjelögin innan sambandsins að fylkja sjer um framkvæmdir á þeim samþykt- um, sem þar voru gerðar, svo sambandið fái komið á fram- færi sem fleslum umbótum hvað snertir sjávarútveg og sjó mensku, sjerstaklega í fram- fara- og örygismálum. Fullkomnari loftskeytastarf- ræksla í millilandasiglingum. Aðalfundur Fjelags ísl. loft- skeytamanna samþykkir að fela fulltrúum sínum á þingi F. F. I. S. að beita sjer fyrir því við þingið, að endurskoðuð verði löggjöf um loftskeyta- stöðvar í íslenskum skipum og loftskeytaþjónuslu alment, og sjerstaklega með tilliti til þess, að þingið beiti sjer fyrir auknu öryggi skipshafna í millilanda- siglingum. Veðurkortum útvarpað frá sjó- mannaskólanum. Aðalfundur Fjelags ísl. loft- skeytamanna fagnar byggingu hins veglega sjómannaskóla og samþykkir að beina þeim til- mælum til rjettra hlutaðeig- enda að beita sjer fyrir því, að þessi stofnun geti orðið öllum sjómönnum og sjávarútvegin- um stoð og stytta í framtíðinni og að sjerstök áhersla verði lögð á hagnýtingu hinnar full- komnuslu tækni, svo sem að komið verði upp myndsending- arstöð, er í framtíðinni sendi veðurkortin þráðlaust til skipa og flugvjela. Frjettasending til skipa. Aðalfundur Fjel. ísl. loft- skeytamanna samþykkir að fela fjelagsstjórninni að vinna að því við Ríkisútvarpið og Lands síma íslands að frjettasending- ar á stuttbylgjum til skipa á hafinu verði aflur hafin, ef ekki hamla því óviðráðanlegir örð- ugleikar. 25 ára afmælisrit. Fjelag íslenskra loftskeyta- manna samþykkir að skipa nú. þegar þriggja manna ritnefnd til að undirbúa útgáfu á vænt- anlegu afmælisrili í tilefni af 25 ára , afmæli fjelagsins og kappkosti nefndin að gera rit þetta þannig úr garði að það ekki einungis verði gott heim- ildarrit í sögu fjelagsins, heldur og einnig öllu því er varðar loft skeytafræði og framfarir á því sviði. Forseti íslands hyltur. Fjelags íslenskra loftskeyta- manna lýsir yfir fögnuði sínum vegna hfhs endurreista lýðveld is á Islandi og sendir hinum ný kjörna forseta þjóðarinnar hlýj ar kveðjur ásamt hinum bestu árnaðaróskum. Kappreiðar í Fló- anum SUNNUDAGINN 25. þ. mán. hjelt Hestamannafjel. Sleipn- ir kappreiðar á Hestaþingsflöt hjá Hróarstungu í Flóa. Þar kepptu 9 hestar á 300 metra hlaupabraut og komust 5 þeirra í úrslitasprett. Fyrstur varð Skúmur, Sigurjóns Krist- jánssonar, Forsæti í Flóa, rann hann skeiðið á 23 sek. 2. varð Brúnn, Ólafs Jónssonar, Hlöð- um við Selfoss á 25 sek. 3. Bald ur, Guðjóns Sveinbjörnssonar, Uppsölum, einnig á 25 sek. Þá fór fram folahlaup á 250 metra hlaupabraut og tóku 5 folar þátt í hlaupinu. Fyrstur varð Bragi, Eiríks Björnssonar, Grímsstöðum á 21.2 sek., — 2. Skjóni, Páls Jónssonar, Hlöðum á sama tíma, 21.2 sek. og þriðji Toppa, Guðm. Guðleifssonar, Langstöðúm í Flóa. í dómnefnd áttu sæti: Jón Pálsson, dýralæknir, Björn Sig’ urbjörnsson og Sigurður Gísla- son, lögregluþjónn í Reykjavík, Veður var hið ákjósanlegasta, enda voru áhorfendur margir. Einn knapana fjekk verðlaun fyrir besta ásetu og var það Gísli Jónsson, Loftsstöðum. — Dewy Framh. af bls. 1. þegar í gær, er Bricker þing- maður, sem mjög vel gat komið til mála sem forsetaefni, dró sig í hlje, sem forsetaefni, en verður í kjöri sem varaforseti flokksins. Er Dewey hafði verið út- nefndur, hjelt einn af forsprökk um flokksins ræðu og sagði, að Dewey hefði unnið mikið afrek, er hann forðurn sigraðist á sambandi spiltra stjórnmála- manna og glæpamanna. „Þessi þjóð þarfnast hreingerningar og hjer er rjetti maðurinn til þess verks“, sagði hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.