Morgunblaðið - 29.06.1944, Side 6

Morgunblaðið - 29.06.1944, Side 6
6 MO±»GUNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. júní 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj,: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Mjólk urm álin FÁIR MUNU kunna skil á þeim fjölmörgu opinberu nefndum, sem skipaðar hafa verið til þess að finna hag- kvæma lausn á ýmsum málum, sem almenning varðar mjög. Oft er það þannig, að slíkar nefndir eru skipaðar eftir harðvítugar og langar deilur um viðkomandi mál. Er ekki nema gott eitt um þetta að segja, ef sá er til- gangurinn, sem ætla má, að jafna deilurnar og finna lausn málanna, sem allir geta við unað. En hitt hefir einnig komið fyrir — og það ekki ósjald- an — að nefndirnar hafa sest á málin; aldrei neitt frá þeim heyrst, engar tillögur frá þeim komið og málin því staðið nákvæmlega í sömu sporum og þau voru, er nefnd- írnar voru skipaðar. Þannig má þetta ekki til ganga. Vitanlega eiga allar op- inberar nefndir að vinna að þeim málum, sem þær fá í hendur. Geti nefndirnar ekki komið sjer saman, verður hver nefndarhluti að koma með sjerálit sitt og tillögur. ★ í sambandi við þessar hugleiðingar er rjett að minna á, að s.l. vetur var skipuð nefnd í mjólkurmálinu. En síðan hefir ekkert heyrst frá þeirri nefnd. Vonandi starf- ar hún að fullum krafti, því að það er áreiðanlega öllum fyrir bestu, að viðunandi lausn sje fengin í þessu máli fyrir næsta haust. Eins og menn eflaust muna, var það hinn tilfinnanlegi mjólkurskortur, síðastliðið haust, sem kom af stað hinni illvígu og harðskeyttu deilu, er stóð marga mánuði, ut- an þings og innan, en lyktaði með skipun nefndar, er finna skyldi viðunandi lausn málanna. Nú er það ekkert nýtt fyrirbrigði, að skortur sje á mjólk haustmánuðina, enda þótt hann hafi aldrei komið eins harkalega niður á neytendum og s.l. haust. Og þetta getur endurtekið sig. Þessvegna er nauðsynlegt, að stjórn Mjólkursamsölunnar sje við því búin, að taka upp skömtun á mjólk, þegar mjólkurskortur er. Þarf Mjólkursamsalan að hafa til skömtunarseðla, sem grípa má til, þegar sýnt er, að ekki fæst næg neyslumjólk. Húsmæður láta sig það lynda, að þær fái ekki eins mikla mjólk og um er beðið, ef trygt er, að þær fái einhverja úrlausn. En síðastliðið haust gekk það oft þannig til, að húsmæður, sem höfðu mörg börn í heimili fengu alls enga mjólk. Ef þá hefði verið tekin upp skömtun, gátu þær verið rólegar, því að þær myndu altaf fá sinn skamt. Þessu þarf Mjólkursamsalan að hafa komið í kring fyrir hapstið. ★ Þá er annað, sem stjórn Mjólkursamsölunnar verð- ur að reyna að koma í framkvæmd, .og það er, að verða sjer út um flöskur, svo að neytendur geti fengið mjólkina í hreinum umbúðum. Ekki er vafi á því, að meðferð sú, sem nú er á mjólkinni 1 mjólkurbúðunum fær ekki stað- ist þær kröfur, sem nú eru' alment gerðar um meðferð þessarar neysluvöru. Þessu verður Mjólkursamsalan að reyna að kippa í lag. Þessum orðum hefir í fullri vinsemd verið beint til stjórnar Mjólkursamsölunnar, en ekki til hinnar opin- beru nefndar, sem á að gera tillögur um lausn þessara mála, og er það vegna þess, að mest er undir því komið, að stjórn Mjólkursámsölunnar hafi hug á að gera umbæt- ur á þessum málum og fullan vilja til að framkvæma þær. Enda er það ekki síður framleiðendum til hagsbóta, en neytendum, að sala neyslumjólkur fari vel úr hendi. ★ Til Alþinyis Islendinga 1044 ÍSLENSKA þjóðin öll stend- ur í mikilli þakklætisskuld við Alþingi, sem sat árið 1944, og sem leiddi þjóðina til sigurs á Þingvöllum 17. júní. Af öllum þeim heillahrópum, sem heyrð- ust á Þingvöllum þennan dag, var ekkert til þeirra, sem lát- laust, en með virðingu, leystu þetta stórmál þjóðarinnar, og drógu fána íslands frjálsan við hún, eftir að hann hafði verið dreginn niður í 682 ár. Alþingi leysti þetta mál Það hafði forystuna — og Alþingi íslands á altaf að hafa foryst- una, því Alþingi er þjóðin, góð eða ill, sterk eða veik á hverj- um tíma — en þjóðin. Þú og jeg, og við öll, eins og við at- kvæðagreiðsluna um sjálfstæðis málið sýndum, að þjóðin er mátturinn og Alþingi er þjóð- in. Og sje þjóðiri óánægð með Alþingi er hún óánægð með sjálfa sig, og getur þá breytt sjer og Alþingi,en sje þjóðin á- nægð með Alþingi er hún á- nægð með sjálfa sig, og getur þá hrósað sjer og Alþingi. I sögu Alþingis eru fundir þess 14,—19. og 20. janúar skrifaðir gullnu letri í bók minninganna. Þá frelsaði Al- þingi málið í höfn. Allir, sem viðstaddir, voru og heyrðu og skildu, og sáu þá Alþingi taka á málunum — sáu Alþingi leysa sig upp — verða íslend- ingar þegar á reyndi, þegar í landinu risið hafði verið upp á móti rjetti og frelsi þessarar þjóðar. Það reyndi á hvern mann, þegar höggormsbit-laga krókanna og eitur efasemdar- innar var farið að læsa sig um þjóðarlíkamann, þá var það á brjósti Alþingis, sem þyngstu slögin og best útilátnu höggin lentu — og það var Alþingi, sem stóðst raunina og varði heiðurs Islendinga, þegar þeim var stefnt fyrir alheimsdóm sem lagabrjótum og fyrir til- finninga- sóma- og drengskap- arleysi. En heimurinn hefir kveðið upp annan dóm...... Mann- dóm og kjark sýndi Alþingi — „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sjer sjálfur“, segir málsháttur- inn, og íslenska þjóðin veit og sjer í dag, að það er rjett. Alþingi og þingmenn þess hafa í þessu stórmáli, að verð- leikum, skrifað nöfn sín í sögu Islands. Með stolti geta þeir tekið fram og sýnt börnum og barnabörnum föt sín og sagt: „Þessi voru holdvot þegar við stofnuðum lýðveldið ykkar, börnin góð“, og þeir geta brotið þau saman aftur, og látið þau niður til geymslu handa kom- andi börnum íslands að skoða, því í þeim var happasælasta verkið unnið fyrir þessa þjóð. — af alþingismönnum Islend- inga. Öllum er fyrir bestu, að friður komist á um þessi mál, eins og önnur. Nú er verið að byggja fullkomna mjólk- urstöð hjer í bænum. Húsið er svo til tilbúið, en vjelarnar vanta ennþá. Þær hafa ekki fengist til þessa og óvíst að þær fáist fyr en eftir siríð. Þetta er vitanlega mjög baga- legt, því að fullkomin mjólkurstöð gerir alt auðveldara í framkvæmd þéssara mála. En sje einlægur vilji fyrir hendi hjá þeim, sem stjórna þessum málum, að gera neyt- endur ánægða, þarf ekki að óttast árekstra. ISLENDINGAR! Sláið hring um Alþingi. Alþingi er bjargið, sem frelsi Islendinga er reist á. Þangað sóttu kynslóðirnar von ir sínar og traust. Heimurinn hyllti það 1930 — og verk þess er Lýðveldið frá 1944 — og Al- þingi ert þú sjálf hin íslenska þjóð. Framhald á 8. síðu. yjííuerji ólri^ar: JmJ»*J*«JhJ**J»«***Jm*mJ«*J««*m*m*******«»Jh*»*Ji*JmJ*«*«**««J***«**m**»J« % X I Ujt' clcKjienci Íífimi (JmJ* *JmJ* „Til hamingju með daginn“. EFTIRFARANDI saga á að hafa gerst á þjóðhátíðinni á Þing völlum 17. júní: í mannþrönginni við þinghald ið stóð maður, nokkuð við ald- ur. Hann virtist vera einn síns liðs. Þrír ménn, klæddir her- mannabúningum, gengu framhjá gamla manninum, eða stóðu skamt frá honum. Þá heyrðu þeir, sem nærstaddir voru, að sá gamli tautaði fyrir munni sjer, en nógu hátt til að hinir einkenn isklæddu gætu heyrt: „Hvað eru þeir að flækjast hjerna, þessir hermenn. Getum við ekki einu sinni fengið að hafa þeiína dag í friði fyrir her- mönnum?“ Ekki hafði sá gamli fyrr slept orðinu, en einn hinna einkennis- klæddu snjeri sjer að honum og sagði á hreinni íslensku: „Æ, vertu ekki að þessu. Við erum íslendingar eins og þú og höfum fullan rjett að vera hjer eins og aðrir! Má jeg ekki taka í hendina á þjer, gamli minn, og óska þjer til hamingju með lýð- veldið“. Það má geta nærri, að það kom á nöldurseggin við þessa kveðju, en hann var þó nógu mikill mað- ur til að svara: „Jæja, jeg óska þjer þá til ham ingju með daginn“. Eina dæmið. ÞETTA er eina dæmið, sem jeg sem jeg hefi heyrt um það, að að amast hafi verið við einkenn- isklæddum mönnum, sem voru á lýðveldishátíðinni. En það voru sárafáir einkennisklæddir menn á hátíðinni. Mjer er sagt, að Key hershöfðingi hafi gefið út þá skipun fyrir hátíðina, að þá tvo daga, sem hátíðin stóð yfir, ættu hermenn að halda sig í herbúð- um sínum, nema örfáir menn, sem leyfi fengu til að fara á Þing völl. Það var hugulsamt af hers- höfðingjanum að gera þessar ráðstafanir, en persónulega er jeg þeirrar skoðunar, að það hefði síður en svo gert nokkurn skapaðan hlut til, þó þeir her- menn, sem vildu, hefðu komið á hátíðina. Vissulega er það rjett, að þetta voru „okkar dagar“. En það voru ekki dagar, sem við þurftum að hafa neinar „minnimáttarkend- ir“. Það hefði sannarlega verið ánægjulegt, að geta haft gesti'frá sem flestum löndum heims á þessari hátíð og hefði eflaust orð ið það, ef ófriðarástand hefði ekki ríkt í heiminum. • Höfum við gleymt að þakka. EN MEÐAL annara orða. Get- ur það verið að við höfum van- rækt að þakka fyrir okkur í sam bandi við lýðveldishátíðina. Mjer er ekki' grunlaust, að við höfum þegið hjálp frá mönnum, sem ekkert kom þetta mál við, ep hefi hinsvegar hvergi sjeð þess getið opinberlega. Jeg sje hins- vegar að menn og stofnanir eru að láta þess getið, sem þeir gerðu til að gera hátíðina sem glæsi- legasta. Við skulum vona að all- ir hafi fengið sinn rjetta skamt af þakklæti, sem þeim bar og verðskulduðu hóli. Gestir ríkisstjórnar- innar. EN ÞAÐ VILL stundum verða þannig, að þegar mikið er að gera og mikið um að vera, þá gleymist ýmislegt smávegis. Það •*• •*• »1* **• •*• •*• •*• •*• •*• •*• *J**Jm|mJi munaði víst ekki miklu, að það gleymdist að bjóða Vestur-ís- lendingum, sem hjer eru í hern- um, á Þingvallahátíðina. En það var gert, þó á síðustu stundu væri. Og það var gott, að Vestur- Islendingarnir skyldu ekki gleym ast. Þeir hafa oft sýnt, að þeir eru ekki verri Islendingar en við, sem austan hafsins búum. Vest- ur-íslendingar hafa ekki gleymt neinu, þó þeir hafi eignast nýtt föðurland. En það væri vissulega að bera í bakkafullan lækinn, að telja hjer upp kosti Vestur-ís- lendinga. Jeg vildi aðeins geta um að ríkisstjórnin bauð þeim austur, því það hafa margir spurst fyrir um það, en hefir ekki áður verið getið opinber- lega. • Veglegasta bygging bæjarins. ÞAÐ ER að rísa upp vegleg bygging á Vatnsgeymishæðinni, sem mun setja svip sinn -á bæ- inn, svip, sem Reykvíkingar geta verið hreyknir af. Þessi bygging er Sjómannaskólinn nýi. Húsið stendur svo hátt, að það mun, þegar það er fullbygt, verða sú bygging er gnæfir hæst yfir bæinn og sem menn reka fyrst augun í, er þeir nálg- ast bæinn, hvort sem komið er af hafi eða landveg. Þeir hafa sannarlega ráðið heilt, sem völdu sjómannaskóla- byggingunni þenna stað. Frjeftamynd af inn- rásinni, í Tjarnarbíó TJARNARBÍÓ sýnir um þess ar mundir myndir af innrás bandamanna í Evrópuvirki Þjóðverja þ. 5. júní s.l. Byrjað er á að sýna myndir af ,,Stálveggnum“, hinum vel torkendu virkjum og fallbyss- um, en þaðan er farið yfir sund ið og ber að líta ninn gífurlega undirbúning bandamanna, vör ur eru fluttar í birgðaskemm- ur, skriðdrekum og öðrum vjelknúnum hergögnum skip- að í lest og svo loks hinn mikli dagur 6. júní. Flatbotnaðir inn- rásarbátar þeysandi upp að ströndinni, flugvjelar með fall- hlífarliði, hin gífurlega skot- hríð herskipa á strandvirkin og árásir sprengjuflugvjelanna. — Þá er og mjög góð yfirlitsmynd yfir þann mikla flota, er var á Doversundinu, og erfiðleika þá, er við var að etja: veður og vel útbúinn varnarher, hermenn, er aðeins gátu tylt fæti á or- ustuvöllinn og aðrir, er ljetu lífið í flæðarmálinu. Þá er sýnd innreið M. Clark’s hershöfð- ingja í Róm og þegar Páfi á- varpaði íbúa Rómaborgar. á sföðum sjöfugur ÞÓRÐUR JÓNSSON á Mó- fellsstöðum í Borgarfirði er sjö- tug'ur í dag. Þrátt fyrir það þótt Þórður hafi mikinn hluta æf- innar verið blindur, er hann fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir smíðar sínar. Þórður er maður vinsæll og vel látinn af öllum, sem til hans þekkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.