Morgunblaðið - 29.06.1944, Side 7
Fimtudagur 29. júní 1944
MORGONBL' MÐ
LNDIRSTAÐA FRIÐARINS A KYRRAHAFI
LANDFRÆÐILEGA er mikill
munur á hinum ýmsu þjóðum
Austur-Asíu og Kyrrahafseyj -
anna, en stjómmálalega eru
hagsmunamál þeirra svo ná-
skyld, að það verður tæpast
heppilegt að gera mikinn
mun á þeim við skipulagning-
una eftir stríð. Fárviðri það,
sem nú geysar um Kyrrahafs-
eyjar, á beinlínis rætur sínar
að rekja til átakanna í Austur-
Asíu. Öll verða lönd þessi að
horfast í augu við sameiginleg-
an óvin og öll bera þau sömu
þrá í bi'jósti varðandi framtíð-
ina — að fá að njóta friðar.
Myndun raunverulegs banda
lagsráðs þjóðanna í hinum fjar-
lægu Austurlöndum er fyrsta
skrefið, sem nú þarf að stíga
hernaðarrekstrinum til efling-
ar og framtíðarfriðnum til trygg
ingar. Reynslan af þjóðabanda-
laginu sýnir, að heimsbandalag
er ekki ætíð heppilegt til þess
að ráða fram úr vandamálum, •
sem aðeins snerta afmörkuð
svæði. Skeytingarleysi þjóða-
.bandalagsins um atburði þá,
sem gerðust þar eystra árið
1930, er of augljóst til þess að
verjendur bandalagsins geti
þrætt fyrir það. Hagsmunamála
Asíu myndi betur gætt af banda
• lagi, sem einungis næði til Asíu
þjóðanna, en þjóðabandalagi,
sem fyrst og fremst væri tengt
við Evrópu. Menn virðast því
hneigjast að því fyrirkomulagi
nú, að hver heimsálfa hafi sitt
eigið öryggisskipulag í sam-
ræmi við aðstæður hverrar um
sig, en þó undir yfirstjórn alls-
herjarheimsskipulags. Fyrst í
stað yrði þeim þjóðum einum
veitt inntaka í Asíubandalagið,
sem nú eiga í styrjöld við Jap-
ani. Bandalagið yrði þó ekki
fullkomnað án þátttöku Rússa,
en ef þeir væra enn utan við
styrjöldina við Japani, þeg-
ar bandalagsráðið kemur sam-
an, verða þeir að standa utan
ráðsins, þar til aðstæður breyt-
ast.
Starfsemi ráðsins mun ná
yfir þrjú tímabil: Vopnahljes-
tímabilið, millibilstímabilið og
að lokum friðartímabilið.
Vopnahljestímabilið.
AÐALVIÐBURÐIR og við-
fangsefni þessa tímabils munu
verða lok allra hernaðarað-
gerða, framkvæmd fyrstu að-
gerða friðinum til tryggingar,
hjálparstarfsemi og endurreisn
arstarf. Á þessu tímabili mun
sú skylda einnig verða lögð ráð
inu á herðar að innræta jap-
önsku þjóðinni lýðræðisanda,
koma fótunum undir Kína, svo
að það verði sterkur aðili í Asíu
og hafa eftirlit með myndun
nýrra þjóðríkja. Tímabil þetta
mun sennilega standa yfir í um
það bil fjögur ár.
Alger afvopnun Japana verð-
ur að sitja í fyrirrúmi fyrir öll-
um öðrum aðgerðum, og banda
menn verða að hafa setulið á
öllum hernaðarlega mikilvæg-
um stöðum í Japan. Síðah verð
ur að fela alþjóðlegri nefnd í
hendur að stjórna landinu. Yrði
nefnd þessi útnefnd af Kyrra-
hafsráðinu. Nefnd þessari mun
verða falið að leýsa upp alla
flokk'a, stofnanir og leynisam-
tök, sem þjást af ofstækisfull-
um hernaðaranda, endurskipu-
EFTIR WU NAN-JU
Eftirfarandi grein er eftir austurlenska blaðamann-
inn Wu Nan-Ju, er ásamt fjölmörgum öðrum blaðamönn-
um stendur að útgáfu tímaritsins „Free World“, sem
gefið er út á mörgum tungumálum. Setur hann hjer fram
skoðanir sínar á því, hversu best verði auðið að tryggja
framtíðarfrið á Kyrrahafssvæðinu.
Fyrri grein
leggja skólakerfi landsins og
fella úr kenslubókunum allan
hernaðaráróður, láta japanska
hernaðarsinna og herforingja,
sem hermdarverk hafa framið,
sæta verðskuldaðri refsingu, sjá
um stjórn japanskra fyrirtækja
og iðjuvera og beita framleiðslu
þeirra til endurreisnar hinum
eyddu hjeröðum í Kína. Öll fyr
irtæki og mannvirki Japana í
Manchuriu og öðrum hertekn-
um hjeruðum Kínaveldis, skulu
fengin Kínverjum í hendur.
Stjórnarnefndinni bæri einnig
að örfa frjálsa hugsun og lýð-
ræðisanda meðal japönsku
þjóðarinnar, sem kúguð hefir
verið um svo langan aldur.
I lok þriðja árs þessa tíma-
bils ætti síðan að kveðja saman
þjóðþing til þess að undirbúa
þjóðaratkvæðagreiðslu um það,
hvort þjóðin vildi fremur lýð-
veldisstjórn eða þingbundna
konungsstjórn. Örlög Japans-
keisara skyldu ákveðin við
þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.
Keisarinn ætti að vera inni-
luktur eins og forfeður hans
voru alt fram á miðja nítjándu
öld, frá hinni skilyrðislausu
uppgjöf japanska hersins og þar
til þjóðaratkvæðagreiðslan færi
fram. Veldi þjóðin lýðveldis-
skipulagið, ætti hann þegar í
stað að afsala sjer keisaratign.
Ef þjóðin aftur á móti kysi þing
bundna konungsstjórn, skyldi
hún um leið ákveða, hvort hún
vildi hafa núverandi keisara —
sem ekki verður með öllu auð-
ið að hreinsa af því að bera
ábyrgð þessarar styrjaldar —
eða einhvern annan af keisara-
ættinni sem þjóðhöfðingja sinn.
Afnema yrði þá keisaratitilinn
og allar þær margvíslegu kredd
ur og trú, sem við hann hefir
verið iengd.
Þjóðþingið ætti einnig að
velja fulhrúa til stjórnlaga-
þings. sem semja skyldi stjórn-
arskrá innan þess ramma, er
ákveðinn væri af þjóðþinginu.
Alþjóðanefndin getur ekki af-
hent Japönum stjórn lands
þeirra aftur, fyrr en sett hefir
verið á stofn í landinu lýðræð-
isstjórn með stjórnskipulegum
hætti.
Vegna fylgispektar Thailend-
inga við Japani í þessari styrj-
Skift um husbónda
Hundurinn, sem sjest hjer á myndinni að ofan, var einu sinni
varðhundur japanskrar hersveitar einhversstaðar á Kyrrahafs-
svæðinu. En hersveitin var sigruð og nú er hundurinn í þjón-
ustu Bandaríkjamanna. Hinn nýi húsbóndi hans er með honum
á myndinni.
old, verða þeir að sæta sömu
meðferð.
Endurreisn Kína.
•. KÍNA má styrkja svo, að það
verði jafnvægiskraftur í Asíu.
En hið nýja Kína verður þá að
fá aftur öll sín lönd og sjálf-
stæði.
Kairoráðstefnan samþykti að
mestu leyti rjett þess til fyrri
landeigna. Landaendurheimtan
getur þó ekki orðið fullkomin,
nema Kínverjar fái aftur Hon-
kong, sem Bretar fengu árið
1842, og Macao, sem Portúgalar
hafa lengi ráðið yfir. Enda þóít
Portúgal sje hlutlaust í þessari
styrjöld og Bretar bandamenn
Kínverja, ætti þó að leiðrjetta
þetta misrjetti, til þess að forð-
ast ágreining síðar meir.
Samningar Breta og Banda-
ríkjamanna við Kínverja, sem
undirritaðir voru í janúar 1943,
voru stórt skref í þá átt að
tryggja Kínverjum óskoruð yf-
irráð yfir landi sínu. Alt fyrir
það hefir breska stjórnin ekki
sýnt nein merki þess, að hún
ætlaði að láta af hendi Kowlun
hjeraðið, sem Bretar ióku á
leigu til 99 ára k nóvember
1898 undir því yfirskini, að þeir
þyrftu að vernda Honkong og
vega upp á móti áhrifum
Frakka, sem mánuði áður höfðu
trygt sjer Kwang-Chow-Wan.
Leiga þess var ásamt öðru átak
anlegt dæmi um takmörkun á
sjálfstæði Kína. Varnarleysi
Kowlon kom glögt í Ijós, er hún
varð að gefast upp fyrir Jap-
önum innan tveggja vikna frá
því er árás þeirra hófst, og gat
þannig ekki varið sig sjálfa,
hvað þá Honkong. Ásamt með
þessum landsvæðum ætti einnig
að afhenda Kínverjum járn-
brautir þær, sem erlendar þgóð
ir hafa lagt um land þeirra til
hernaðarþarfa, og skal þar
fyrsta telja Suður Manchuriu-
járnbraulina. Það greiddist að
nokkru úr vandamálinu varð-
andi Austur-kínversku járn-
brautina, þegar Rússar seldu
,.Manchukuo"-ána árið 1934.
Þegar fulltrúar kínversku
stjórnarmnar mólmællu sölu
þessari við stjórnina í Moskva
fengu þeir það svar, að þegar
Kínverjar fengju Manchuriu,1
myndu þeir einnig eignast járn
braulina. Gæfu Rússar því Kín
verjum raunverulega járnbraut
ina, en Ijetu Jápani borga brús-
ann. "*
Erlent fjármagn
nauðsvnlegt.
ÞEGAR árið 1921 benti Dr.
Sun Yat-sen á það í bók sinni
um „efling Kína á alþjóðlegum
vetlvangi'-, að æskilegt væri að
erlendu fjármagni yrði beint
lil Kína, bæði’’ Kinverjum og
fjáreigendum til hagnaðar, en
þó með þeim takmörkunum, að
það hefði ekki i för með sjer
neina skerðingu á sjálfsákvörð
unarrjetti þjóðarinnar. Kín-
verska stjórnin hefir einnig um
margra ára skeið talið slíka að-
stoð bráðnauðsynlega fyrir þró-
un viðskiftalífsins í landinu.
Kinverjar yrðu að sjálfsögðu
að halda landi sínu opnu til
þess að örfa straum erlends
fjármagns til landsins, en það
gæti þó ekki útilokað kínversku
stjórnina frá því að veita kín-
verskum rikisborgurum nokk-
ur sjerrjettindi í landinu fram
yfir erlenda ríkisborgara. Kín- -
verjar hafa enga tilhneigingu
til þess að hindra frjáls alþjóða
viðskifti, en þeir telja sig þó
til neydda að leggja smávægi-
lega tolla á erlendan varning
til þess að vernda hinn unga og
óþroskaða iðnað sinn gegn sam
kepni erlendis frá. Kínverjar
munu þó aðeins beita verndar-
tollum fyrir smáiðnað sinn, sem
hún vonast til að geti fullnægt
þörfum þjóðarinnar. Varðandi
allan þungaiðnað munu þeir
þarfnast mjög mikils innflutn-
ings erlendis frá. Það mun
kosta feikilegt fjármagn að
skapa fulla nýtingu á auðlind-
um landsins og framleiðslugetu
þjóðarinnar, og i sumum heim-
ildum er áætlað, að taka muni
að minsta kosti fimmtíu ár að
hagnýta til fulls auðlindir lands
ins. Um fimmtíu ára skeið mun
því Kína með sínar 450.090.000
manna og 4.900.000 fermílna
landsvæði, verða sem flói, sem
þungaiðnaðarframleiðsla heims
ins mun streymg í.
Sjálfstæði Filippseyja, sem
Bandaríkjamenn hafa hvað eft
ir dhnað lofað þeim, er nú end-
anlega ákveðið. Strax og styrj-
öldinni lýkur, munu verða gerð
ar ráðstafanir til þess að Fil-
ippseyingar geti valið sjer það
stjórnarfar, sem þeir helst óska
eftir. Ef til vill verða Filipps-
eyjar fyrsta Kyrrahafslýðveld-
ið, sem velkomið verður boðið
í fjölskyldu þjóðanna. Enginn
vafi er á því, að fallisí mun
verða á þá ósk Bandaríkjanna,
að fá að hafa flotastöðvar á
eyjunum.
Umræðurnar um framtíðar-
stöðu Indlands hafa ekki gengið
eins hljóðalaust og æskilegt
hefði verið. Indverskir þjóð-
leiðlogar höfnuðu Crippstillög-
unum, en sennilegt er, að
breska stjórnin leggi þær aftur
fram með einhverjum breyting-
um við haganlegra tækifæri.
Vonast er eftir því, að Indland
vilji eiga hlut í hinni nýju frið-
arskipan í Austur-Asíu, að
minsta kosti með samveldis-
landsaðstöðu, eins og loforð
Cripps fólu í sjer.
Á ráðstefnunni í Kairo var
rætt um framtíð Koreu. Þannig
var að orði komist í hinni sam-
eiginlegu yfirlýsingu: ,,Áður-
nefnd þrjú stórveldi eru minn-
ug þess, hversu Kóreubúar
hafa verið þrælkaðir, og ákveð-
in í því, að Korea skuli verða
frjálst og sjálfstætt riki, þegar
tækifæri gefst“. Æskilegt væri
þó, að Austur-Asíu- og Kyrra-
hafsráðið yrði beðið að útnefna
alþjóðlega nefnd Kcreustjórn til
leiðbeiningar um stjói-nmála-
leg og fjármálaleg vandamál,
sem óhjákvæmilega hljóta að
skapast á byrjunarstigum end-
urreisnarinnar í landinu.
Frjálslynd alhugun á því,
hversu ráðstafa beri nýlendum
þeim á Suðvestur-Kyrrahafi,
sem Evrópuríkin áður áttu, en
eru nú á valdi Japana, bendir
helst á þá' lausn, að stofnað
verði Indonesiaríki — sem nái
yfir bresku Malaya, hollensku
Austur-Indíur, portúgalska
Timor, franska Indo-Kína og
Thailand.— og væri því stjórn-
Framhald á 8. síðu.