Morgunblaðið - 29.06.1944, Page 8

Morgunblaðið - 29.06.1944, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. júní 1944 Minningarorð: Gissur Guðmundsson Norsk skip tóku mikilvægan þátf í innrásinni Frá norska blaðafulltrúanum. í FRJETT frá London segir: Enn einu sinni hefir verslunar- flotinn leyst af hendi mikilvægt hlutverk í stríðinu. I þetta sinn var það að flytja hermenn bandamanna, hergögn og birgðir til innrásarsvæðisins. Sjómenn verslunarflotans hafa dyggilega efnt loforð þau, sem þeir gáfu, þegar skipin sigldu frá Narvik, Dunkerk, Grikklandi og Krít, — að snúa til baka. HANN var fæddur í Stóra- Saurbæ í Ölfusi 1. sept. 1851, og var annar í röðinni af 20 börnum móður sinnar, og lifir nú aðeins eitt þeirra eftir. Hann var sonur þeirra mætu hjóna Guðmundar Gissurarson- ar í Saurbæ og Sigríðar Gísla- dóttur. Guðmundur var sonur Gissurar á Reykjum, Þórodd- sonar í Dalseli undir Eyjafjöll- um, Gissurarsonar á Seljalandi, ísleifssonar s. st., Magnússonar í Höfðabrekku í Mýrdal, ísleifs sonar í Höfðabrekku, Magnús- sonar á Kirkjulæk, Eiríkssonar í Eyvindarmúla í Fljótshlíð, Eyj ólfssonar í Sóra Dal undir Eyja fjöllum, Einarssonar sýslu- manns í Stóra Dal, Eyjólfsson- ar lögmanns s. st., Einarssonar Arnasonar Dalskeggs í Djúpa- dal í Eyjafirði, Einarssonar. Sig ríður var dóttir Gísla merkis- bónda í Reykjakoti Guðnason- ar s. st., Jónssonar á Breiðabóls stað, íiysteinssonar í Eiðisand- •vík, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Jórunn Erlendsdóttir frá Reykjahjáleigu, Guðnasonar í Reykjakoti, og voru því for- eldrar hennar bræðrabörn. Móð ir Guðmundar var Guðrún Guð • mundsdóttir frá Þórumýri í Hvolhreppi, Hannessonar á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum, Árnasonar í Hlíð, Ólafssonar. Var Guðrún systir Jóns í Stóru Mörk, föður Þuríðar, móður Þorsteins skálds Erlingssonar. £issur heitinn fluttist frá for um sínum, barn að aldri, að Reykjum til uppfósturs, fyrst hjá afa sínum og ömmu, meðan þau lifðu, en síðan hjá Þóroddi föðurbróður sínum, og dvaldist þar, þar til er hann 7. júní 1889 kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margrjeti Hinriks- dóttur frá Litla Seli, Helgason- ar á Læk í Ölfusi, Runólfsson- ar í Syðri Ey í Meðallandi, Run- ólfssonar í Ytri Ásum. Byrjuðu þau á sama ári bú- skap í Gljúfurárholti í Ölfusi. Þeim hjónum varð 17 barna auð ið, og eru 13 á lífi, 3 synir og 10 dætur, flestar giftar. Gissur heitinn var mikill dugnaðar- og hugmaður, sístarf andi, meðan kraftar entust, kát ur og skemtilegur í viðmóti og umgengni, kappsamur og fylg- inn sjer við alla vinnu og yfir- leitt talinn ágætur liðsmaður fjelaga sinna. Hafði hann lengst af verið í sama skipsrúmi í þær 50 vetrarvertíðir, sem hann rjeri út, og 20 vor að auki, og verður það fágætt, að maður hafi stundað sjó samfleytt í 70 vertíðir. Gljúfurárholt er og hefir lengi verið í þjóðbraut. Komu því þar margir, sem um veginn fðru. Var þeim altaf velkomið alt, sem þau hjón gátu af hendi látið, þótt húsakynnin væru ekki háreist og gestastofurnar ekki með dýrum húsmunum. Öllum var tekið með sjerstakri alúð og hjartagæsku, því að þá eiginleika áttu þau í ríkum mæli. Gissur heitinn barðist við mikla fátækt, meðan hann bjó á Gljúfurárholti, en vann sigur í þeirri þraut að koma upp stór um barnahóp, sem var honum ánægja og stoð í ellinni. En þótt honum safnaðist aldrei auður, var hann samt nægjusamari og ánægðari með kjör sín en marg ur annar, sem fremur virtist hafa ástæðu til þess, enda var hann alla tíð, frá því fyrsta er jeg kyntist honum, svo lífsglað ur, að hann ljek við hvern sinn fingur, sem ungur væri, alt til síðustu -stundar. Vorið 1920 fluttust þau hjón in til Hafn^rfjarðar og bjuggu þar í rúm 20 ár, en fyrir tæpu ári síðan fluttust þau til Reykja víkur, og þar andaðist Gissur 6. maí s. 1. í húsi dóttur sinnar og tengdasonar, af sliti og þreytu eftir langt og vel unnið ævi- starf, hátt á þriðja ári hins tí- unda tugar. Var hann jarðsung inn í Hafnarfirði 27. maí að við stöddu miklu fjölmenni. Blessuð sje minning hans. O. S. Cæfa fylgir trúlofunar- hringunum frá Sigurþór Hafnarstr. 4. 4000 skip bandamanna með um 50.000 manna áhöfn hafa siglt til stranda Vestur-Ev- rópu. Og frá því að innrásin hófst, 6. júní, hafa skip þeirra landa, sem Þjóðverjar hafa her numið, verið fremst í flokki birgðaflutningaskipa til stranda Normandie. Áhafnir þessara skipa eru stoltar, þegar þeim eru fengn- ir hættulegir farmar til að flytja til vígstöðvanna, þar sem sprengjum rignir og skothríð drynur. Frá því að innrásin hófst hafa þessi skip sífelt ver- ið í þessum hættulegu flutn- ingum. Mörg norsk skip, smá og stór, tóku þátt í innrásinni. Mörg þeirra hafa farið allt að firrjm ferðum y/ir Ermarsund frá því að innrásin hófst. Eitt hinna norsku skipa, frá Hauga'sundi, vakti sjerstaka athygli, þegar það var að skila sínum fyrsta farmi til Frakkland. Það lá austast í 60 mílna langri röð skipa meðfram landgöngusvæð inu. Fáeina kílómetra frá því höfðu Þjóðverjar ströndina á sínu valdi. Norski skipstjórinn hefir síðar lýst hrifningu sinni yfir því, að það var einmitt hans skip, sem lenti á hættu- legasta staðnum. Það lá beint fyrir norðan Caenskurðinn, og birgðum var skipað upp úr því í innrásarpramma, og leið varla svo eitt augnablik, bæði dag og nótt, að sprengjubrotum rigndi ekki niður allt í kring- um skipið. Uppskipunina önn- uðust menn frá Skotlandi og Yorkshire, en áhöfn norska skipsins, 17 Norðmenn, einn Suður-Afríkumaður og enskur ljettadrengur, hjálpaði þeim. Þar sem hvessa tók, færði skipið sig nær ströndinni, og það gekk kraftaverki næst, að skipið skyldi ekki vera sprengt í loft upp með allri áhöfn og farmi. Smám saman tóku önnur skip sem lágu í námunda við norska skipið, að færa sig vestur með ströndinni, en norski skipstjór- inn hjelt kyrru fyrir, þar sem hann var, og síðar sagði hann í viðtali við enska blaðamenn: „Jeg hafði ekki fengið neina skipun um að fara burt frá þeim stað, þar sem mjer hafði verið sagt að vera, og auk þess vorum við hjer um bil búnir að skipa upp öllum hinum dýr- mæta farmi“. NÝ BÓK. „Leyndardómar Snæfellsjökuls" í DAG sendir Bókfellsútgáf- an frá sjer skáldsögu Jules Verne, Leyndardómar Snæfells jökuls, þýdda af Bjarna Guð- mundssyni á mjög liðlegt mál, prýdda teikningum og vand- aða að frágangi. Bók þessi er ein af hinum fáu erlendu skáld sögum, sem að nokkru leyti er látin gerast á íslandi, en Jules Verne, hinn frægi franski höf- undur bókarinnar, sem margir munu kannast við af sögunni „Umhverfis jör$ina á 80 dög- um“, og fleiri dularfullum frá- sögnum, mun ekki hafa verið vantrúaður á, að það, sem hann skýrir frá í bókinni, væri rjett og satt, enda stóð það að sumu leyti heima við vísindalegar kenningar þess tíma, sem bók- in var rituð á, eða um miðja 19. öldina. — En spennandi er bókin og skemtileg, og munu menn fylgjast af áhuga með æfintýrum söguhetjanna, sem uppgötvuðu okkur ókunna leyndardóma Snæfellsjökuls. - Til Alþingis Framh. af 6. síðu. Þegar hinn ágæti forseti sam einað þings, herra Gísli Sveins son, bað gesti sína, í veislu- fagnaði Alþingis í Valhöll á Þingvöllum, að halda ekki ræð ur, þá saknaði sá, er þetta rit- ar, að Alþingis var ekki minst þar á hinum helga stað þess., En öll þjóðin mun í dag taka undir með heillaóskum og þakklæti, og vonar, að nöfn þingmannanna, sem endur- reistu Lýðveldið, megi lifa um alla eilífð, og að Alþing; íslendinga verði alt- af eins og 17. júní 1944 — sverð þess og skjöldur, þjóðin öll í brynju frelsis og rjettlætis. Þingvöllum, 17. júní 1944. Eggert Stefánsson. - Á Kyrrahafi Framh. af bls. 7. að af nefnd, sem skipuð væri fulltrúum Bandaríkjanna, Stóra Bretlands, Kína, Frakklands, Hollands, Portugal, Ástralíu og Nýja Sjálands. Hefði nefnd þessi það hlutverk með hönd- um, að þroska smám saman hina innfæddu íbúa svo, að þeir yrðu færir til að stjórna málum sínum sjálfir. Þeir, sem eru að leggja drög að stofnun þessa alþjóðlega lýðveldis, eru um leið að gera áætlanir um alþjóð lega yfirstjórn náttúruauðlinda í þeim tilgangi að tryggja öll- um þjóðum „frjálsan aðgang að hráefnalindum heimsins“. Það ber einnig brýna nauðsyn til þess að þurka út í eitt skifti fyrir öll takmarkanir þær og fjandskap, sem hefir verið sýnd ur gegn innflutningi Kínverja í lönd þessi og gegn Kínverjum yfirleitt. Málaflutnings- skrifstofa Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími ki. 10—12 og 1—5. Augun jeg hvíli T I P með gleraugum I Ú|| frá lyilll.I. X-9 ^ Eftir Robert Sform X'9, Z'D PREPER 'ÍÖU DIDN' T--- IF 7HE DOCTOP WiLL PBPMlT.. 'iEE..yOufZ AZEIZTANT, 0ILL— ANO A A1R6 . CUFF, W/TH AER \ PAUOHTER f 1944. King fearuies 5fndicate. fnc . VX'or/d ri^ rcsc-rved JUS T A VO/VENT, /HADA/H — VOU 5AT I HAVE 1) X-9: — Hjúkrunarkona, þjer segið að það sjeu komnir gestir til mín? — Hjúkrunarkonan: — Já, Bill aðstoðarmaður yðar — og frú Cuff með dóttur sinui. 2—3) Hjúkrunarkonan: — Það er að segja, ef læknirinn leyfir það. — „Jeg held að jeg kjósi heldur að þjer takið ekki“, byrjaði læknirinn, en var truflaður af frú Cuff, sem ruddist inn að rúm- inu. „Aðeins augnablik, frú“, bætti hann við og bandaði henni frá með hendinni. 4) Frú Cuff komst samt að rúminu og snjeri sjer að X-9 með tárvotum augum. ,,X-9, jeg verð að tala við yður“, hrópaði hún, „líf Mascara er komið undir því“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.