Morgunblaðið - 02.07.1944, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.07.1944, Qupperneq 4
4 MOa. GUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. júlí 1944 Utg.rH.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson ' Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanland3, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Framtíð íslands EKKl ÓSJALDAN sjáum við greinar í erlendum blöð- um, þar sem verið er að fræða okkur og umheiminn á því, hvað stórveldin hugsi sjer með ísland í framtíðinni. Þannig birti Morgunblaðið nú alveg nýlega tvo kafla úr grein amerísks blaðamanns, sem þykist vera gerkunnugur því, sem leiðtogar bandamanna, þeir Roosevelt, Churchill og Stalín ræddu um á ráðstefnunni í Teheran á s. 1. ári. , Segir hinn ameríski blaðamaður, að þar hafi ísland borið á góma og hafi niðurstaðan helst orðið sú, „að hinar sam- einuðu þjóðir hefðu þar (þ. e. á íslandi) flota- og flug- stöðvar — ef til vill styrktar með nokkrum herstyrk Atiantshafsveldanna“. Enda þótt við íslendingar tökum ekki slík skrif sem þessi mjög hátíðléga, er ekki rjett að við látum þau með öllu afskiftalaus, og það þótt því hafi síðar verið haldið é.cam í amerískum blöðurn, að blaðamaður þessi hafi ekk- ert við að styðjast í skrifum sínum. ★ Er þá rjett að segja það hreint út, að það verður aldrei með viija íslendinga, að hjer á landi verði á friðartímum hafðar flota- og flugstöðvar og því síður, að erlendur her verði staðsettur í landinu. íslendingar hafa hugsað sjer að eiga landið sitt sjálfir og einir. Þegar þeir á sumrinu 1941 gerðu herverndar- samninginn við stjórn Bandaríkjanna, voru af íslands hálfu sett ýms ófrávíkjanleg skilyrði. Og fyrsta skilyrðið var þetta: „Bandaríkin skuldbinda sig tii að hverfa burtu af Is- landi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi ófrioi er lokið'*. ★ Halldór Stefánsson læknir, sextugur Á MORGUN 3. júlí ei' Ilall- dór Georg Stefánsson lækiiir 60 ára. Ilalldór er sonur hjón- anna Stefáns Jónssonar og Margrjetar Eggertsdóttur, er fæddúr í Litlu-Hlíð í Víðidal. Ilann varð stúdent í júní 1902 og útskrifaðist úr læknadeild Iláskóians 1907. —, Að prófi loknu silgdi Iíalldór til Kaupmannahafnar til fram- haldsnáms, en hefir síðan 1908 stundað lækningar hjeriendis. Ilálfa starfsæfina í erfiðum hjeruðum Vestfjarða, en síð- an 1928 starfandi læknir í Reykjavík. — Jeg sem þessar línur rita hefi í öll þau 16 ár, sem Hall- dór hefir starfað að lækning- um í Reykjavík, ekið honum aftur og fram um bæinn, þær óteljandi nætur, sem hann hefir vakað yfir lífi og heilsu Reykvílkinga. — Á þessum næturferðalögum okkar hefi jeg kynst. Halldóri sem skemti legum gáfumanni, fer einatt hefir reynst auðvelt með kýmni og fróðleik að stytta ókkut' stundir á löngum vetr- arnóttum. Á Þessum merkisdegi í lífi Halldórs læknis, óska jeg hon- um til hamingju með liðna tímann ög vona að haun vinni Það er engin tilviljun, að þetta varð fyrsta skilyrðið af íslands hálfu, er þeir gerðu herverndarsamninginn við Bandaríkin. Sú þjóð, sem verður að þola erléndan her í landi sínu á friðartímum, hlýtur fyr eða síðar að glata sjálfstæði sínu. Og því smærri sem þjóðin er, því fyrr myndi hún glata sjálfstæðinu. Þess vegna munu íslendingar halda fast við það loforð, sem stjórn Bandaríkjanna gaf þeim með herverndarsamn- ingnum, að allur herinn hverfi úr landinu jafnskjótt og stríðinu lýkur. Og Islendingar munu aldrei ótilneyddir gangast inn á það, að annar erlendur her fái aðsetur i landinu, eftir að he.r Bandaríkjanna er farinn. Af þessu leiðir líka það, að þau mannvirki (flugvellir o. fl.), sern reist 'hafa verið hjer á landi að undanförnu af hernaðarnauðsyn, en þessi mannvirki má nota á frið- artímum, verða þau eftir stríðið að vera eign íslendinga > einna og rekin af þeim. Er nauð -ynlegt að íslendingar; haldi fast á þessum rjetti sínum og hviki þar hvergi frá. t*r Hitt er íslendingum að sjálfsögðu ljóst, að þegar stór- veidin lenda í ófriði, eru þeir alls ómegnugir að verja land sitt, ef a það er ráðist af voldugu ríki. Islendingum er einnig ljóst, að land þeirra er þannig sett, að ef til ófriðar dregur milli stórveldanna, verði jafnan hætta á j að ófriðaraðili ásælist landið. Og einmitt þess vegna fóru! íslendingar inn á þá braut sumarið 1941, að gera her- j verndarsamning við voldugt stórveldi. Með þeim samn-1 ingi töldu íslendingar sig vera að treysta framtíðar sjálf- J stæði'landsins. Og íslendingar eru þess fullvissir, að þeir geta í einu og öllu treyst því, að stjórn Bandaríkjanna muni halda þann samning. Á Smáþjóðunum er nú að sjálfsögðu orðið fullljóst, að hin svokallaða hlutleysisstefna, sem þær höfðu á oddinum í fvrri heimsstyrjöld og ætluðu eínnig að fleyta sjer á nú, er einskis virt af stórveldunum. Þessi stefna er því dauð og grafin. Þess vegna verða smáríkift, þegar stórveldin lenda í ófriði, jafnan að vera viðbúin að tryggja framtíðar sjálfstæði lands síns, hvað sem yfir dynur. Þessa leið fóru íslendingar nú og þykjast viturlega hafa farið að. enn um árafjölda aú sínu erf- iöa æfistarfi. ineú sömu elju og dugnaði og hingað til. Gunr.ar Ólafsson. Sijcöisr ná Eng- landsbanka Fyrir skömmu ljet Moníague Norman, aðalbankastjóri Eng- landsbanka af störfum sakir heilsubrests. Eftirmaður hans sjest hjer á myndinni að ofan, hann hekir Croft lávarður og hafði lengi átt sæíi í aðalstjórn bankans. Glæsilegur kvenbún- ingur. Á HÁTÍÐAHÖLDUM 17. og 18. júní sáust fleiri konur á íslensk um skautbúningi, en venja er til á mannamótum hjer hjá okkur. Skautið er glæsilegur kvenbún- ingur og fellegri skrúða getur ís- lensk kona.ekki klæðst. Tísku- drotningar stórborganna væru sem fölnuð blóm við hliðina á íslenskri konu í skautbúningi. Það, sem athugulir menn tóku sjerstaklega eftir í hátíðahöldun um var, að það eru ekki einungis eldri konurnar, sem eiga skaut- búninga. Ungu konurnar höfðu augsýnilega iíka komið auga á, hve skautið er fallegur búning- ur og klæddust margar skauti. Það ætti að hefja skautið til vegs og yirðingar hjer á landi og það ætti að verða takmark hverr ar íslenskrar konu að eignast skautbúning og klæðast honum við hátíðleg tækifæri. Það má vera, að það sje nokkuð dýrt í fyrstu að koma sjer upp fallegu skauti, en það endist lengur en híalínið, sem konur kaupa nú fyrir mikið fje og fara í kanske einu sinni á æfinni. Það væri sannarlega vel við- eigandi, einmitt nú, að íslenski kvenbúningurinn yrði á ný haf- in til végs og virðingar og þó einkum skautbúningurinn á há- tíðlegum stundum. Þess er að vænta, að þær kon- ur, sem eiga skautbúning, feli hann ekki í fatageymslum sín- um í framtíðinni. • Hjálpsemi. ÞAÐ VAR EKKI fyr en nú fyrir einum eða tveimur dögum að jeg frjetti um hjálpsemi, sem er þess verð að almenningur fái um hana að vita. Öll þjóðin á það í rauninni bæjarstjórninni á Akranesi að þakka, að hægt var að útvarpa lýsingu á hátíðahöld unum á Þingvöllum 17. júní. Þannig stendur á því, að raf- magnsvjelar, sem búið var að panta frá Ameríku og setja átti upp á Þingvöllum fyrir 17. júní, komu ekki til landsins í tæka tíð. Var þá úr vanda miklum að ráða, því ekki hefði vérið hægt að út- varpa frá Þingvöllum og gera margt annað, sem gera þurfti, ef ekkert hefði verið rafmagnið. En ]>á kom bæjarstjórnin á Akranesi til hjálpar. Hún hafði nýlega fengið vjelasamstæður tii landsins frá Ameríku, sem nota átti til að auka við rafstöðina á Akranesi. Þurfti bærinn mjög á þessum vjelasamstæðum að halda. En er farið var fram á við bæjarstjórnina, að hún lánaði vjelasamstæðurnar til Þingvalla, var það mál strax auðsótt. Það hefðu ekki allir gert það, sem bæjarstjórnin á Akranesi gerði í þetta sinn. Hún gat átt á hættu að verða fyrir gagnrýni frá bæjarbúum fyrir tiltækið, én Ijet það ekki á sig fá. Hafi' bæjarstjórn Akraness þökk fyrir hjálpina. • Einkennileg síma- afgreiðsla. ÞAÐ IIEFIR nokrum sinnum verið á það minst hjer í dálkun- um, hve mjög skortir á háítvísi manna, þegar þeir nota síma. Erf iðlega gengur að útrýma „hainu“ i símanum. Margir símanotendur virðast hugsa þannig, að það sje alveg óþarfi að vera kurteis í síma, vegna þess að þeir sjáist eliki. En allra verst er ])ó þegar símastúlkur hjá fyrirtækjum og á opinberum stofnunum kunna ekki að hegða sjer. Það kemur oft fyrir að mönnum er svarað út í hött og heyrnartólinu síðan fleygt á, þegar hringt er til fyr- irtækja, eða opinberar skrifstofu og sjálfur hefi jeg- orðið fyrir því, að vera látinn bíða von úr viti í símg, eftir því hvort maðurinn, sem jeg ætlaði að tala við væri viðlátinn. Síminn, sem jeg not- aði, „stóð í sambandi“ og gat jeg því ekki hringt aftur og þurfti að fara í annan síma til að fá sambandinu slitið. Er jeg náði loks í stúlkuna aftur fjekk jeg þá skýringu, „að hún hefði gleymt mjer“. En það einkennilegasta fyrir- brigði kom fyrir núna í vikunni. Heilan morgun reyndi jeg að ná sambandi við opinbera skrifstofu hjer í bænum, en í hvert sinn, sem síminn hringdi, var sam- bandið rofið með því að heyrnar tólið var tekið upp í númerinu, sem jeg hringdi í, en ekki svarað í símann! Það var hámark dóna skapar, sem jeg hefi orðið var við og kann jeg þó frá mörgu misjöfnu að segja í þessum efn- um. Bók, sem allir ættu að lesa. SKÖMMU FYRIR 17. júnl kom út bók á Akureyri og hjer í bænum, sem jeg vil eindregið ráð leggja mönnum að lesa. Er það „Jón Sigurðsson í ræðu og riti“. Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri hefir annast val á efni í bókina, en það er eins og nafnið bendir til, úrval af verkúm Jóns Sigurðssonar forseta. Sjálfur skrifar Vilhjálmur formála að bókinni. og inngang að köflum bókarinnar. Það hafa allir íslandingar gott af að lesa rit Jóns Sigurðssonar, en margir hafa ekki lagt út í það vegna þess, hve óaðgengileg þau hafa verið. En þarna fá menn í einni bók alt það helsta, sem Jón Sigurðsson skrifaði og ræddi. —• Margar hugmyndir hans og fyrir ætlanir eiga við enn þann dag í dag og ættu að vera okkur Islend ingum leiðarljós. • Maðurinn, sem undi\- aðist. KUNNINGI MINN, sem stund- um hefir litið inn í skrifstofuna til mín, en, sem jeg hafði ekki sjeð lengi, kom til mín á dögun- um. „Það er langt síðan jeg hefi hitt þig“, sagði hann. „En það, var einu sinni í fyra sumar að þú birtir fyrir mig athugasemd út af sóðaskapnum við Kalkofns- veginn, þar sem gengið qr upp á A.rnarhól, Núna undanfarið hefi jeg verið að lesa lofgerðir í blöð- unum um það, hve bæjarbúar hafi brugðist vel við og gert hreint hjá sjer fyrir þjóðhátíð- ina. Þetta gladdi mig eins og fleiri, því jeg hjelt, að rjett væri farið með hjá blöðunum.“ „Jeg varð því ekki lítið undr- andi í morgun er jeg gekk eftir Kalkofnsveginum og sá allan sóðaskapinn, alveg eins og var í fyrrasumar. Hvernig stendur á því, að ekki skuli vera hreinsað til á þessum stað?“ Því miður get jeg ekki svarað. Afgreiðsla Heyrnarhjálpar, Ingólfsstræti 16, verður lokuð 5.—12. þ. m. Notcndur Sonotone- heyrnartækja eru vinsamlega beðnir að athuga þetta og kaupa þær rafhlöður, sem þeir kunna að þurfa fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.