Morgunblaðið - 02.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sumrudagur 2. júlí 1944 Elliott Temington. '\ÁJ. Sometíet ^tfjauah \am: í leit að lífshamingju — 33. dagur — Jeg var áhyggjufullur, þaf eð jeg hafði ekki fengið neitt svai' við skeyti mínu til Isabel. Þar sem jeg vissi ekki um heimilisfang hennar í La Baule, hafði jeg sent skeytið til Par- ísar, og var hræddur um, að dyravörðurinn hefði svikist wm að sep.da það áfram. Það var ekki fyrr en tveim dögum síðar að jeg fjekk svarskeyti um að þau hefðu lagt af stað þegar í stað. Isabel og Gray höfðu verið á ferðalagi í Brittany og ekki fengið skeyti mitt fyrr en nú. Jeg athugaði •járnbrautaráætlunina, og sá, að þau komu í fyrsta lagi hingað eftir 36 klst. Snemma morguninn eftir hringdi Jósep aftur í mig og sagði mjer, að Elliott hefði lið ið mjög illa um nóttina og væri að spyrja eftir mjer. Jeg flýtti mjer yfirum. Þegar þangað kom, dró Jósep mig til hliðar. „Herrann verður að fyrir- gefa, að jeg skuli tala við hann um svona viðkvæmt mál“, sagði hann við mig. „Jeg er auð vitað fríhyggjumaður, en herr- ann veit hvernig þetta kven- fólk er. Konan mín og herberg- isþernan eru stöðugt að nauða á því, að veslings húsbóndi minn verði að fá síðustu smurningu, og nú fer ber- sýnilega að styttast í því fyrir honum“. Hann horfði hálf skömmustulegur á mig. „Og í rauninni veit maður aldrei . . ef til vill er betra, að gera upp skuldir sínar við kirkjuna, áð- ur en maður deyr“. Jeg skildi hann fullkomlega. Hversu mjög sem Frakkarnir hæða og spotta, vilja þeir flest ir að lokum semja frið við þá trú, sem er hluti af holdi þeirra og blóði. „Viltu að jeg tali um það við hann?“ „Já, ef herrann vill gjöra svo vel“. Mjer gast engann veginn að því að þurfa að gera þetta, en þegar öllu var á botninn hvolft hafði Elliott í mörg ár verið mjög trúaður, katólskur maður, og var vel við eigandi að hann gengist undir skuldbindingar trúar sinnar. Jeg fór upp til hans. Hann lá á bakinu, skorp- inn og nábleikur í framan. — Hann hafði fulla meðvitund. Jeg bað hjúkrunarkonuna að lofa okkur að vera í friði dá- litla stund. „Jeg er hræddur um, að þú sjert mjög veikur, Elliott“, sagði jeg. „Jeg var að hugsa um .... jeg var að hugsa um, hvort þú myndir ekki vilja tala við prest“. Hann horfði andartak á mig, án þess að svara. „Þú átt við, að jeg sje að deyja?“ „Nei, það vona jeg ekki. En allur er varinn bestur“. „Jeg skil“. Hann lá þögull. Það er hræðilegt, að þurfa að segja nokkrum, það sem jeg hafði núna sagt Elliott. Jeg gat ekki horft á hann. Jeg beit saman tönnunum þar eð jeg var hrædd ur um, að jeg faeri að gráta. Jeg sat á rúmbríkinni og neri saman höndunum. Hann klappaði mjer vingjarn lega. „Taktu þetta ekki nærri þjer, væni minn. Noblisse oblige, eins og þú veist“. Jeg hló heimskulega. „Þú ert kátbroslegur náungi, Elliott". „Það líkar mjer betur. Hringdu nú fyrir mig til bisk- upsins og segðu honum, að j»* vilji gera játningu mína fá síðustu smurningu. Jeg væri mjög þakklátur, ef hann vildi senda mjer Charles ábót*. Það er vinur minn“. Charles ábóti, var fulltrúi biskupsins. Jeg fór niður og hringdi. Jeg talaði við biskupinn sjálfann. „Er það áríð*ndi?“ spurði hann. „Mjög“. „Jeg skal athufa þetta þegar í stað“. Nú kom læknirinn, og sagði jeg honum, hvað jeg hefði gert. Hann fór með hjúkrunarkon- unni upp til Elliotts og beið jeg í dagstofunni á meðan. Það er aðeins tuttugu mínútna keyrsla frá Nice til Antibes, og rúm- lega hálftíma síðar stansaði stór, svartur Sedan-bíll fyrir framan húsið. Jósep kom inn til mín. „Cest Monseigneur en per- sonne, Monsieur!“ sagði hann, fljótmæltur. „Það er biskupinn sjálfur“. Jeg fór til þess að taka á móti honum. Hann var ekki eins og venjulega í fylgd með fulltrúa sínum, heldur ungum ábóta, er bar körfu sem inni- hjelt, að því er jeg hjelt, á- höld þau', sem þarf til hinnar síðustu smurningu. Bifreiða- stjórinn kom á eftir með ó- í hreina, svarta tösku. Biskupinn heilsaði mjer með handabandi og kynti fjelaga sinn fyrir mjer. „Hvernig líður veslings vini okkar?“ „Jeg er hræddur um, að hann sje mjög veikur, Monseigneur“. | „Viljið þjer gjöra svo vel að i vísa okkur á herbergi, þar sem 1 við getum klætt okkur“. | ,-,Dagstoían er hjerna niðri- og borðstofan á næstu hæð fyr- ir ofan, Monseigneur“. | „Víð skulum þá koma inn í dagstofuna“. tk — Jeg fylgdi þeim þangað. Síðan biðum við Jósep í and- dyrinu. Brátt opnuðust dyrnar og biskupinn lcom út og á eftir honum ábótinn. Hann hjelt með báðum höndum á kaleik og of- an í honum hyíldi lítill silfur- bakki sem oflátan lá á. Var þetta hulíð hvííum líndúk, sem- var svo fíngerður, að sást í gegn um hann. undan. Við gengum upp í há- tíðlegri þögn. Jeg kom inn í herbergi Elliotts. „Biskupinn kom sjálfur, Elli ottV Elliott reyndi að rísa til hálfs upp í rúminu. „Monseigneur, þetta er ó- væntur heiður“. „Hreyfið yður ekki, vinur minn“. Biskupinn sneri sjer að hjúkrunarkonunni og mjer og sagði: „Yfirgefið oss“. Og síð- an rið ábótann: „Jeg mun kalla þegar jeg er reiðubúinn“. ★ Ábótinn leit í kringum sig, og jeg gat þess til, að hann væri að svipast um eftir stað, þar sem hann gæti sett frá sjer kal eikinn. Jeg ýtti til hliðar burst unum og greiðupum á snyrti- borðinu. Hjúkrunarkonan fór niður og jeg fór með ábótann inn í herbergið við hliðina á. I gegnum lokaðar dyrnar heyrði jeg óljóst óm af röddum. Elliott var að gera játningu sína. Alt í einu þögnuðu raddirn- ar, dyrnar opnuðust, og biskup inn kom í ljós. „Venez“, sagði hann við prest inn. Jeg var nú einn eftir. Jeg heyrði aftur óminn af rödd biskupsins. Jeg vissi, að nú var hann að lesa bænirnar, sem kirkjan fyrirskipar að skulu lesnar fyrir þeim deyjandi. Síðan varð enn þögn ,og dyrn- ar opnuðust á ný. „Þjer megið koma inn“, sagði biskupinn. Jeg fór inn. Ábótinn-var að hylja kaleikinn og litla silfur- bakkann með oflátunni á, með líndúknum. Augu Elliotts ljóm uðu. „Fylgdu Monseigneur út í bifreið hans“, sagði hann við mig. Við fórum niður. Jósep og stúlkurnar biðu niðri í anddyr- inu. Stúlkurnar voru grátandi. Þær voru þrjár, og hver á eftir annari komu þær, fjellu á knje og kystu hring biskupsins. Jeg fylgdi honum út að bíln um, og opnaði hurðina. Hann hneigði sig og brosti lítillát- lega, um leið og hann fór inn í bílinn. „Veslings vinur okkar er mjög þungt haldinn. Gallar hans eru aðeins á yfirborðinu. Hann er hreinhj artaður og góð ur meðbræðrum sínum“. Þar eð jeg hjelt að Elliott vildi vera einn eftir athöfn þessa, fór jeg inn í dagstofuna og tók mjer bók í hönd. En jeg hafði varla setst niður, þegar hjúkrunarkonan kom, og sagði, að hann vildi finna mig. Jeg fór upp til hans. Hann var í góðu skapi og augu hans Ijóm- uðu. „Leiðið míc ins“, sagð’ Jeg 1 á u" - h- r til sjúka manns- kupinn. ■S láta hann fara upp stigann, en -r að ganga á BÓNAÐÍK OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILI/ÍR. Laug'avee *« - Sími 5347 Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjömsen. 8. grasflyksur í höndunum og stagaðist í sífellu á nafni unn- ustunnar: „Salvör, Salvör, stúlkan mín. Salvör, Salvör, stúlkan mín“. Ea ]»egar hann var kominn nokkuð áleiðis, mundi hann alt í einu eftir því að hann var með grasflyksu í höndun- um og moldarhnaus með og svo kastaði hann þessu frá„ sjer og kom það beint í fótinn á gamla manninum. Hann rak upp ógurlegan skræk, eins og hann hefði verið stung- inn með hníf, og við að heyra það, gleymdi Matti aftur nafninu á kærustunni og hljóp heim sem fætur toguðu, og þegar hann kom heim, var það fyrsta, sem móðir hans spurði um, hvað heitir stúlkan þín? — En Matti vissi það alls ekki frekar nú, en í fyrra skiftið. „Æ, þú ert bara alveg nauða vitiaus“, sagði móðir hans, „og ekki get jeg skilið að nokkuð verði úr þessu hjónabandi þínu heldur. En þó ætla jeg sjálf að reyna að fara og sækja stúlkuna, en á meðan verðurðu að taka eitthvað af kálfi og eitthvað af bógi og það grænasta í kálgarðinum og sjóða góðan verð úr þessu öllu, og þegar þú ert búinn að því, geturðu fiðrað þig vel upp, svo þú lítir sæmilega út, þegar stúlkan þín kemur. Og baðstof- una verðurðu að þvo upp á fimtu fjöl“. Jú, H^itti lofaði, að hann skyldi gera þetta, og strax og móðír'Káns rar farin, byrjaði hann að bera vatn inn í baðstefwna, en hvernig sem hann bar og bar, þá náði vatnið aldrei nema upp á fjórðu fjölina frá gólfi, því ef það varð meira, rann það út. Svo varð hann að hætta við það. En nú var svo mál með vexti, að á bænum var hund- ur, sem hjet Kálfur og köttur, sem kallaður var Bógur, og þá setti Matti nú í pottinn og fanst hann vera að gera vel. Það grænasta, sem hann fann í kálgarðinum, var grænn kjóll, sem kerling móðir hans hafði saumað handa tengdadóttur sinni tilvonandi; hann setti Matti líka í pott- inn. — Þegar það var búið, fór Matti í bestu fötin sín, en honum fanst hann ómögulega hafa „fiðrað“ sig fyrir því, svo hann tók gamlan kodda, og sýrópsflösku. Fyrst makaði hann á sig sýrópinu, en svo helti hann fiðrinu úr Það gekk eitt sinn manna nilli sagan af kanínunni, sem íundurinn var að elta. Menn, . :em sáu það, hrópuðu hvatning rrorðum til kanínunnar og ;ögðu henni að flýta sjer. „Þakka ykkur fyrir hollar ráðleggingar“, sagði kanínan, m í guðanna bænum, skjótið iundinn“. ★ Sú saga er sögð, að þýskur liðsforingi hafi fært það í tal við starfsmenn við bresku sendi sveitina í Berlín 1933, að Bret- | ar væru „sjentilmenn“, en Frakkar aftur á móti ekki. — Þegar hann var spurður að því af hverju hann dragi þá álykt- un, svaraði hann: „Það var dag nokkurn 1920, að eftirlitssveit, sem franskur liðsforingi og breskur rjeðu yf ir, kom að hermannaskálanum, þar sem jeg hafði aðsetur. Þeir kváðust hafa ástæðu til þess að ætla, að jeg hefði byssur fald- ar á milli þilja í skálanum. Jeg neitaði þessu. „Jeg legg það við drengskap minn sém þýskur liðsforingi“, sagði jeg, „að það eru engar byssur hjer í skálan- um“. „Jæja, breski liðsforinginn ykkar var „sjentilmaður“. —■ Hann tók trúanlegt drengskap- arheit mitt og sneri burt. En franski liðsforinginn var ekki „sjentilmaður“. Hann vildi ekkert með drengskaparheit mitt hafa. Reif hann burtu þilj urnar og tók allar byssurnar, þær einu sem jeg átti“. ★ Roland Diller, sem var einn af nábúum Lincoln’s í Spring- field, segir eftirfarandi sögu: „Jeg heyrði barnsgrátur fyr- ir utan og fór þessvegna út í dyrnar. Þá sá jeg að Lincoln stóð út á miðri götu ásamt tveimur sonum sínum, sem voru hágrátandi. „Hvað gengur að drengjunum, herra Lin- coln?“ spurði jeg. „Nákvæm- lega það sama, sem gengur að öllum heiminum“, svaraði hann, „jeg keypti þrjár hnetur og hvor um sig vill fá tvær“. •mmnrrmuirramiirminmiiiiiiimninmiinimiim B. P. Kalman § hæstarjettarmálafl.m s 1 Hamarshúsir.u 5. hæð, vest s = ur-dyr. — Sími 1695. = iishiiiiuiiiiiiumttmttiiiiuuiiMiHHiiiiiiiuumimitim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.