Morgunblaðið - 07.07.1944, Side 6
6
MOnöUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 7. júlí 1944
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjéttaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. —- Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
STERK ÞJOÐ
ATBURÐIRNIR í Danmörku að undanförnu, og lykt-
irnar, sem þar urðu, hafa vakið meiri athygli en flest
annað, sem til frásagnar hefir verið frá stríðslöndunum.
Það eru að vísu ekki fyrir hendi greinilegar upplýsingar
um atburðina í Danmörku, eins og þeir gerðust, en þó
dylst engum, að danska þjóðin hefir hjer skráð merki-
legan kafla í sögu stríðsannálanna.
Engum dylst það, að hið volduga herveldi, Þýskaland,
sem hefir hernumið Danmörku, hafði í hendi sjer að gera
hvað sem því sýndist við hina varnarlausu smáþjóð. —
Voldugur þýskur her var fyrir í landinu og gat á hvaða
augnabliki sem er, gripið inn í og bælt niður allan mót-
þróa. Og þýski herinn ljet heldur ekki á sjer standa, þeg-
ar Kaupmannahafnarbúar neituðu að hlýða umferðar-
banni, sem þýsku stjórnarvöldin fyrirskipuðu í borginni.
Þetta voru upptök átakanna. Þýski herinn ætlaði vissu-
lega að bæla niður allan mótþróa, strax í byrjun.
En hin vopnlausa danska þjóð ljet sig þetta engu skifta.
Hún reis upp gegn ofurvaldinu og morðvopnunum og
hafði að engu fyrirskipanir þýskra stjórnarvalda og hins
þýska hers. Danska þjóðin var þess albúin, að fórna öllu,
heldur en að láta kúgast. Verkamennirnir í Kaupmanna-
höfn svöruðu hríðskotaárásum þýska hersins með verk-
falli, sem brátt breiddist út um allt land og varð að alls-
herjarverkfalli. Þótt almenningur væri sviftur brýnustu
lífsþægindum, svo sem vatni, rafmagni og gasi, ljet hann
sig þetta engu skifta, en hjelt baráttunni áfram.
Svo skeður það óvænta og óskiljanlega eftir síðustu
helgi, að þýsku stjórnarvöldin sjá sig tilneydd að láta
undan kröfum Dana. Slakað er til á umferðarbanninu.
Þýsku stjórnarvöldin fallast á, að hin illræmda danska
lögreglusveit, sem skipuð var nazistum, komi ekki framar
fram í Kaupmannahöfn. Loks gáfu þýsku stjórnarvöldin
það loforð, að engum hefndum skyldi beitt gagnvart þeim,
er tóku þátt í allsherjarverkfallinu.
Þessi sigur Dana er vafalaust einn stærsti sigurinn,
sem vopnlausn smáþjóð hefir unnið í þessari styrjöld. Að
sjálfsögðu kostaði það Dani fórnir, að ná þessCim sigri.
Fregnir bárust um það, að 100 Danir hefðu fallið í viður-
eigninni og 1000 særst. Þetta er mikil blóðtaka hjá smá-
þjóð. En eftir sigurinn er danska þjóðin sterkari en nokk-
úru sinni áður. Hún hefir fundið sjálfa sig. Fundið kraf-
inn sem inni fyrir býr. Hann er svo voldugur og sterkur,
að vopnlaus almenningur hikar ekki við að ganga gegn
gapandi byssukjöftum andstæðinganna.
Þjóð, sem slíkan hetjuskap sýnir, verður aldrei yfir-
buguð.
SÖGUSÝNINGIN
ÞAÐ HEFIR áður verið vakið máls á því hjer í blaðinu,
að engan veginn sje nægilegt að sögusýningin í Menta-
skólanum sje aðeins opin einhvern hluta af sumrinu; hún
verði að rísa upp á ný í haust, þegar skólarnir taka til
starfa.
Vafalaust hafa margir hlýtt á erindin um sýninguna,
sem Ragnar Jóhannesson hefir flutt í útvarpinu. Þessi
erindi hafa verið hin prýðilegustu. En full not erindanna
hafa þeir einir haft, sem sjeð hafa sýninguna og kynt sjer
hana með athygli. Á þá hafa erindi Ragnars verkað sem
tær uppspretta, er verður á vegi þyrsts göngumanns.
Sögusýningin má ekki fara framhjá skólafólkinu. —
Hún verður að opnast á ný í haust, þegar skólarnir taka
til starfa. Betri kenslustund í sögu lands og þjóðar er
ekki unt að veita skólafólki en að fara með það gegnum
sýningarherbergin, undir góðri leiðsögn.
Það var þjóðhátíðarnefndin, sem átti upptökin að þess-
ari sýningu. Sennilega er það ekki á hennar valdi að vekja
sýninguna upp að nýju á komanda hausti. En þú vérða
aðrir að beita sjer fyrir því. Forstöðumenn hinna ýmsu
skóla ættu að koma þessu í verk.
Jafnrietti kvenna
Framb. af bls. Iimm.
ef þær fá sæmileg vinnukjör.
Ja, í öllu því, sem jeg hefi heyrt
og sjeð um það efni, hefir mjer
alltaf skilist, að það gæti ekki
orðið til blessunar að giftast 1
hagsmunaskyni. Þaö ættu að
vera allt önnur öfl, sem kæmu
þar til greina. — Þetta minnir
dálítið á þann miðaldahugsun-
arhátt, að gera bæri þessa jörð
að sem mestum táradal, til þess
að halda huga fáráðanna við
vonina um dýrðina hinum meg
in. Á sama hátt virðist sú skoð-
un vera til, að gera beri vinnu-
staðinn að þeim táradal, að bað
sje alve'g örugt, að stúlkur missi
aldrei sjónar á hinu gullna hliði
hjónabandsins. Þó þessi kenn-
ing sje brosleg, þegar hún birt-
ist í allri sinni nekt, er hún því
miður ofurlítið hættuleg, vegna
þess, að hún verður þess óbeint
valdandi,' að ungar stúlkur
leggja minni áherslu á það en
annars væri, að fullnuma sig 1
einhverju lífsstarfi, vitandi það
að gullna hliðið getur þá og
þegar opnast. Sem betur fer
er það, þrátt fyrir hið lága kaup
að verða konum ljóst, að það get
ur alltaf verið nauðsynlegt að
kunna eitthvert starf til fulln-
ustu og að jafnvel eftir að
komið er í hjónabandið, getur
þess orðið meiri þörf en nokkru
sinni. ■
Þá kem jeg að mótbáru, sem
mikið hefir verið notuð af
mönnum, sem aldrei finnst neitt
til um störf kvenna. Eiginlega
er það ekki mótbára, því þeir
segja sem svo í bræði sinni, að
það væri mátulegt á þetta kven
fólk, að það fengi sömu laun
fyrir sömu vinnu, því þá fengi
það bara að ganga atvinnulaust
vegna þess að vinnuhæfni
þess sje svo miklu minni. — Ef
við þorum að eiga þetta á hættu
þá ættu karlmennirnir að vera
þakklátir, vegna þess að það
hefir löngum verið kvartað und
an því, að konur hjeldu laun-
unum niðri og svo líka hinu, að
á atvinnuleysis- og krepputím-
um sje vinnumarkaðurinn fylt
ur með hinu ódýra vinnuafli
kvennanna, en karlmenn verði
að ganga atvinnulausir. Þetta
ætti því frá sjónarmiði karl-
manna að vera rök með mál-
inu og verða til þess, að þeir
legðust á eitt með okkur um að
fá breytingu gerða.
Alþingi hefir skapað
fordæmi.
Um þær stjettir, sem eru á
launalögum, embættismanna-
stjettina og kennarastjettina,
gildir reglan: sömu laun fyrir
sömu vinnu, þ. e. a. s., að kona,
sem er embættismaður eða
kennari, fær fyrir starf sitt
sömu laun og það væri unnið
af karlmanni. Sama gildir, ef
kona er þingmaður eða innan-
þingsskrifari. Þ.e. Alþingi sjálft
fylgir þessari reglu. Hjá lands-
símanum, sem er stærsta fyr-
irtækið, sem íslenska ríkið rek-
ur, gíldir fullt jafnrjetti karla
og kvenna um nám og laun og
var sú hefð flutt inn með er-
lendum reglugjörðum um sím-
ann um leið og hann kom til
landsins. Það má því með full-
um rjetti segja að fordæmin
liggi fyrir.
Nú liggur í salti hjá ríkis-
stjórninni frumvarp til launa-
laga fyrir alla starfsmenn rík-
Framhald á 8. síðu
X
t
x
❖
\Jiluerfi álrijc
ar: X~X~X"X’*X~X~:~X"X~X"X~:~X~X"X'1
vjr (lcigfenci Ííji
inu
Að Bessastöðum.
FORSETAHJÓNIN b.uðu blaða
mönnum að skoða forsetabústað-
,,En jeg hefi verið og er á móti
því, að staðurinn verði girtur.
Eftirmaður minn verður að á-
inn s.l. þriðjudag og til að sjá ! kveða, hvort hjer verður girt.
breytingar þær, sem gerðar hafa Jeg vil það ekki“.
verið á húsakynnum og um-
hverfi staðarins. Hefir verið frá
því öllu skýrt í frjettadálkum
blaðanna og ljósmyndir birtar af
hinu forna höfuðbóli, eins og það
nú lítur út. Er engu við jþær lýs-
ingar að bæta.
Blaðamenn þeir, sem fóru til
Bessastaða, munu seint gleyma
þeirri heimsókn. Hinar alúðlegu
og hlýju viðtökur forsetahjón-
anna og gestrisnin. Minningar
úr sögu þjóðarinnar, sem komu
fram í hugum man»a, er þeir
gengu um staðinn og skoðuðu
fornar söguminjar, úti og inni.
Hið dásamlega veður og útsýn-
ið. Alt hjálpaðist að til að gera
þessa stund minnisstæða.
Heppilega valinn
staður.
ÞEGAR ríkisstjóri settist að á
Bessastöðum, heyrðust óánægju-
raddir vegna þess, að Bessastað-
ir skyldu hafa verið valdir fyrir
ríkisstjórabústað. — Sterkustu
rökin fyrir því, að ekki
hæfði að gera Bessastaði að rík-
isstjórabústað voru þau, að við
staðinn væru tengdar minningar
um danska stjórn — Bessa-
staðavaldið hefir aldrei verið
vinsælt á fslandi og það voru
margir, sem tóku undir þetta.
Formaður Blaðamannafjeíags
íslands skýrði þetta vel í ræðu,
sem hann flutti við blaðamanna-
heimsóknina. Hann sagði: „Við
skulum segja, eins og Jón Sig-
urðsson forseti sagði, er rætt var
um að gera Reykjavík að höfuð-
borg landsins og margir voru ^
móti því, vegna þess, að Reykja-
vík væri of dönsk. Við ger-
um staðinn íslenskan, sagði Jón
Sigurðsson. Og nú gerum við
Bessastaði íslenska".
Bessastaðir eru þegar órðnir
íslenskir. Þar er risið virðulegt
forsetasetur.
Furðuleg framkoma.
FORSETI ÍSLANDS sagði
blaðamönnum frá því, að fjöldi
manns kæmi til Bessastaða fyrir
forvitnissakir. Fanst honum ekk
ert athugavert við það og í mesta
máta eðlilegt.
„En það kemur fyrir, að fólk
gerist stundum æði nærgöngult
og gerir sig heimakomið á staðn-
um“.
„Það eru meira að segja dæmi
til þess“, bætti forsetinn við, með
sínu góðlátlega brosi, „að menn
hafa lagst á gluggana til að sjá
inn, þegar gestir hafa verið!“
Forsetinn gerði engar frekari
athugasemdir við þessa frásögn
sína. Enda þarf þeirra varla við.
Það sjá allir menn, hversu furðu
legur dónaskapur þetta er. Að
nokkur maður skuli geta verið
svo ókurteis og gjörsneyddur
allri háttvísi, að leyfa sjer að
leggjast á gluggana á forsetabú-
staðnum.
Það ætti ekki að þurfa að
benda á það nema einu sinni, að
slík óhæfa má ekki koma fyrir.
Og svo nóg um það.
•
Forsetinn vill ekki
girða.
„ÞAÐ HEFIR verið rætt um
það við mig“, sagði forsetinn
ennfremur við blaðamennina,
„hvort ekki væri rjett að girða
umhverfis Bessastaði, til þess að
losna við ágengni fólks, sem kem
ur hingað“.
Einsdæmi í öllum
heimi.
MENN ATHUGA ef til vill
ekki í fljótu bragði, hvað mikið
traust felst í þeirri skoðun for-
setans, að ekki eigi að girða um-
hverfis forsetabústaðinn.
Það er vafalaust einsdæmi í
heiminum, að bústaður þjóðhöfð
ingja sje óafgirtur. Inn á lóð
forsetabústaðar geti komið hver
sem vill og eftirlitslaust. Víðast
hvar er bústaða þjóðhöfðingja
gætt af vopnuðum hermönnum
eða lögreglumönnum, og það er
hreint ekki hlaupið að því fyrir
Pjetur og Pál að fá inngöngu á
lóðir þjóðhöfðingjabústaða.
Það kemur vonandi ekki til, ,að
nokkur íslendingur láti það
sannast, að íslenska þjóðin sje
ekki verð þessa trausts. Hver sá
maður, sem með framferði sínu
misbýður staðnum, hefir sett
smánarblett á þjóðarheiðurinn.
•
Bessastaðakirkja.
BESSASTAÐAKIRKJA er
virðulegt guðshús á virðulegum
stað. Þar eru margar minjar úr
sögu þjóðarinnar. Kirkjan lítur
vel út að utan, en því miður ekki
að sama skapi er inn kemur.
-Verður væntanlega hafist handa
um að gera við kirkjuna að
innan.
Það var tvent, sem jeg sá í
Bessastaðakirkju, sem jeg hefi
verið að hugsa um síðan.' Annað
er skjaldarmerki Trampe greifa
á turninum, en hitt er danska
áletrunin á prjedikunarstólnum.
Fyrst í stað fanst mjer það
hin mesta óhæfa að hafa þetta
hvorttveggja. En við nánari at-
hugun skýtur þeirri hugsun
fram, hvort rjett sje frá sögu-
legu sjónarmiði, að afmá skjald-
armerkið hans Trampe. Það finst
mjer vera álitamál.
Hitt finst'mjer sjálfsagt, a'ð af-
má dönsku ritningartilvitnanirn-
ar af prjedikunarstólnum. Áður
en það yrði g'ert mætti þó gera
góða smáeftirlíkingu af prjedik-
unarstólnum, sem síðar yrði
geymd á þjóðminjasafninu.
•
Forsetafáninn.
HJER Á DÖGUNUM gerði
jeg það að umtalsefni, að gera
þyrfti sjerstakan forsetafána.
Nú sá jeg, er jeg kom að Bessa-
stöðum, að flaggað var með for-
setafána, en eftir því, sem mjer
var skýrt frá, mun fáninn vera
til bráðabirgða og vona jeg, að
rjett sje. Sá forsetafáni, sem nú
er notaður á Bessastöðum, er ís-
lenskur tjúgufáni, ríkisfáni — en
í fánanum miðjum er skjaldar-
merki íslands í hvítum, fer-
hyrndum grunni.
Jeg held enn við það, að fálk-
inn eigi að vera í forsetafánan-
um.
Ný orustuflugvjel.
London: — Fregnir frá Mad-
rid herma, að Þjóðverjar sjeu
að taka í notkun alveg nýja
gerð orustuflugvjela. Nefnist
hún Messerschmitt 210 R, og er
allstór, mjög hraðfleyg og vel
vopnuð. Einnig mjög vel bryn-
varin.