Morgunblaðið - 07.07.1944, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.07.1944, Qupperneq 10
10 MOBGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 7. júlí 1944 LARRY DERFORD 'IÁ/. ^omeríet auiqLam: í leit að lífshamingju — 37 dagur — „Jeg svaraði þessu engu. Mjer varð undarlega innan- brjósts. Það var eins og einhver hefði gripið utan um hjarta- taugar mínar og rykti í. Jeg sagðist ætla að hugsa um það. Upp frá þessu töluðum við aldrei um neitt, sem stóð í sam bandi við trúarbrögð, en þegar Faðir Ensheim fór frá Bonn, gaf hann mjer heimilisfang klaustursins og sagði, að ef jeg afrjeði að koma til þeirra, skyldi jeg aðeins skrifa sjer, og hann tæki þá á móti mjer“. „Jeg saknaði hans meira en jeg hafði búist við. Árið leið og sumarið kom aftur. Jeg kunni vel við mig í Bonn. Jeg las Goethe, Schiller, Heine, Hold- erlin, Rilke. Samt var jeg engu nær. Jeg hugsaði mikið um það, sem Faðir Ensheim hafði sagt, og loks ákvað jeg að þiggja boð hans“. „Hann tók á móti mjer á járnbrautarstöðinni. Klaustrið var í Elsass og þar var mjög fallegt. Faðir Ensheim kynti mig fyrir ábótanum og fór síð- an með mjer til klefa þess, sem mjer var ætjaður. Þar var mjótt járnrúm, kross á veggn- um og nauðsynlegustu hús- gögn“. „Þar dvaldi jeg þrjá mán- uði. Mjer leið mjög vel. Þetta líf átti prýðilega við mig. Bóka safnið þar var mjög gott og jeg las mikið. Enginn munkanna reyndi á nokkurn hátt að hafa áhrif á mig, en þeir höfðu gam- an af að tala við mig. Jeg varð fyrir djúpum áhrifum af visku þeirra og guðhræðslu“. ★ Larry brosti raunalega. „Eins og Rolle fæddist jeg of seint í heim, sem var of gam- all. Jeg hefði átt að fæðast á miðöldum, þegar trúin var sjálfsagður hlutur. Þá hefði jeg ekki verið í neinum vafa. Jeg hefði gengið í klaustur. En jeg gat ekki trúað“. „Þessir góðu feður höfðu ekkert svar við spurningum þeim, sem jeg var stöðugt að brjóta heilann um, er fullnægði hjarta mínu eða heila. Jeg átti ekki heima á meðal þeirra. Þegar jeg kvaddi föður Ens- heim, spurði hann mig ekki, hvort jeg hefði haft það gagn af veru minni hjá þeim, sem hann hafði verið svo viss um, að jeg myndi hafa. Hann horfði á mig með óendanlegri gæsku. „Jeg er hræddur um, að þjer hafið orðið fyrir vonbrigðum af mjer, faðir, sagði jeg. „Nei“, sagði hann. „Þjer eruð sanntrúaður maður, sem ekki trúir á guð. En guð mun leita yðar. Þjer munið koma aftur. En hvort sem það verður hing- að, eða á einhvern annan stað, veit guð einn“. „Jeg dvaldi í París það sem eftir var vetrarins. Jeg var al- gjörlega ókunnugur öllum vís- indum, og fanst nú tímabært, að jeg fengi a. m. k. ofurlitla nasasjón af þeim. Jeg las mik- ið. Jeg held, að jeg hafi ekki lært mikið meira, en að fáfræði mín væri algjör. En það vissi jeg áður. Þegar voraði fór jeg út í sveit og dvaldi á lítilli krá á árbakka, rjett hjá einni af þessum fallegu, gömlu, frönsku borgum, þar sem lífið virðist hafa staðið í stað í tvö hundruð ár. Síðan lagði jeg af stað í Ind- landsferð mína“. ★ Þjónninn okkar var nú að fara heim, og til þess að fá drykkjupeninga sína, kom hann með reikninginn. Við borguð- um hann og báðum um kaffi. „Jæja?“ sagði jeg. „Þreyti jeg þig ekki?“ „Nei“. „Við komum til Bombay. Skipið átti að dvelja þar í þrjá daga, til þess að ferðafólkið fengi tækifæri til þess að líta í kringum sig. Þriðja daginn, sem við lágum þar, átti jeg frí seinni hluta dagsins og fór í land. Jeg gekk um dálitla stund og horfði á fólksmergðina. Því- líkt samsafn! Kínverjar, Mú- hameðstrúarmenn, Hindúar, og því nær biksvartir Tamilar. Og svo þessir uxar, með kryppuna á bakinu og löngu hornin, sem draga vagnana!“ „Indverji einn hafði slegist í förina með okkur í Alexandríu og ætlaði til Bombay. Var ferðafólkinu heldur lítið um hann gefið. Það var feitur og lítill náungi, með brúnt, kringl- ótt andlit. Hann klæddist þykk um, svörtum fötum og hafði prestakraga um hálsinn. Jeg var að anda að mjer hreinu lofti uppi á þilfari kyöld eítt, og kom hann þá og gaf sig á tal við mig. Jeg kærði mig ekki um að tala við neinn þá. Jeg vildi vera einn. Hann spurði mig margra spurninga, og er jeg hræddur um, að jeg hafi verið heldur stuttur í spuna við hann. Jeg sagði honum þó, að jeg væri stúdent, sem væri að vinna fyrir fargjaldinu heim til Ameríku“. „Þjer ættuð að staldra við í Indlandi“, sagði hann. „Austr- ið getur kent Vestrinu meira en það gerir sjer grein fyrir“. „Nú?“ sagði jeg. „Þjer ættuð a. m. k. að skoða brjóst'myndina hjá Elephanta. Þjer sjáið aldrei eftir því“. — Larry tók nú fram í fyrir sjálf- um sjer, til þess að spyrja mig einnar spurningar. „Hefir þú nokkurn tíma komið til Ind- lands?“ „Aldrei“. „Jæja, jeg var að horfa á þessa hrikalegu, þríhöfðuðu mynd hjá E^ephanta, þegar jeg heyrði einhvern segja á bak við mig: „Jeg sje, að þjer haf- ið farið að ráðum mínum“. Jeg sneri mjer við, og var heila mínútu að þekkja manninn, sem hafði ávarpað mig. Það var litli maðurinn í þykku föt- unum með prestakragann. Nú var hann klæddur safrangulum kufli, sem jeg komst að síðar, að tilheyrði Ramakrisma Swamis. Og í stað skrítna, litla náungans, sem hann hafði ver- ið áður, var hann nú virðuleg- ur og því nær glæsilegur. Við störðum báðir á þessa geysi- stóru brjóstmynd. „Brahma, Skaparinn“, sagði hann. „Vishnu, Frelsarinn og Siva, Eyðarinn, Þrjú tákn hins Síðasta Raunveruleika". „Jeg er hræddur um, að jeg skilji þetta ekki“, sagði jeg. „Jeg er ekkert hissa á því“, • sagði hann, og örlítið bros ljek um varir hans og glampa brá fyrir í augum hans, eins og hann væri að hæðast góðlát- lega að mjer. „Guð, sem hægt er að skilja, er enginn guð. Hver getur skýrt Eilífðina með orðum?“ „Hann lagði saman lófa sína, hneigði sig örlítið og var horf- inn. Jeg hjelt áfram að stara á þessi þrjú leyndardómsfullu höfuð. Jeg hefi ef til vill ver- ið sjerlega móttækilegur fyrir áhrifum þá, en jeg var und- arlega snortinn“. „Jeg fjekk mjer kvöldverð á innfæddu veitingahúsi. Jeg þurfti ekki að vera kominn um borð fyrr en kl. 10 og fór því út aftur. Mjer fanst jeg aldrei hafa sjeð eins margar stjörn- ur á himninum. Svalinn var hressandi eftir hita dagsins. Það var mjög dimt úti, og hvít- klæddar, þöglar verur liðu framhjá mjer. Þessi dásamlegi dagur, með ljómandi sólskinið, hina litauðgu, háværu fólks- mergð og hinn sterka, sjer- kennilega ilm Austursins, hafði töfrað mig. Og eins og mál- sletta, sem málarinn setur á málverk sitt til þess að koma ■ í samhengi því, sem á því er, gáfu hin þrjú risastóru höfuð,1 af Brahma, Vishnu og Siva, þessu öllu einhverja leyndar-. dómsfulla þýðingu“. ★ „Jeg fjekk ákafan hjartslátt, því að alt í einu skynjaði jeg,. að Indland gat gefið mjer eitt- hvað, sem jeg varð að fá. Mjer fanst alt í einu að mjer bjóðast tækifæri, sem jeg yrði að grípa nú, þegar í stað, því að það tækifæri fengi jeg aldrei aftur. Jeg var fljótur að taka ákvörð- un mína. Jeg ákvað að fara ekki aftur um borð. Jeg hafði sama og ekkert skilið þar eftir af farangri. Jeg sneri aftur ipn í hverfi hinna innfæddu og leit í kringum mig eftir gistihúsi. Brátt fann Jeg eitt, sem mjer leist vel á, og fjekk þar her- bergi. Jeg hafði fötin, sem jeg stóð í, nokkra smápeninga, vegabrjef mitt og ávísanahefti. Mjer fanst jeg vera svo frjáls, að jeg hló hátt“. „Skipið átti að fara kl. 11 og til þess að vera alveg örugg- ur, dvaldi jeg í herbergi mínu þangað til. Jeg fór svo niður að hafnargarðinum og horfði á skipið sigla frá landi. Síðan fór jeg til Ramakrishna-trúboðsins til þess að leita að Swami þeim, sem hafði talað við mig hjá Elephanta. Jeg vissi ekki, hvað hann hjet, en sagðist vilja tala við Swami þann, sem nýkom- inn væri frá Evrópu. Jeg sagði honum, að jeg hefði ákveðið Valemon konungur hvítabjörn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. EINU SINNI var konungur, eins og raunar er ekkert merkilegt. Hann átti tvær dætur, sem ekki voru beint góðar stúlkur og ekki fallegar heldur, en hin þriðja dóttir hans var væn og fögur og blíð sem bjartur dagur og kon- unginum föður hennar og öllum öðrum þótti vænt um hana. Einu sinni dreymdi hana gullkrans, sem var svo fagur, að henni fannst hún ekki geta lifað, nema hún eignaðist hann. En þar sem hún auðvitað ekki gat það, varð hún mjög stúrin, allir dagar hennar liðu í sorg og sút og margar andvökunæturnar átti hún einnig. Þegar konungur fekk að vita, hversvegna hún var orðin svo sorgbitin, sendi hann sendimenn út af örkinni með lýs- ingu á kransinum, þeim sem dóttur hans hafði dreymt um, og bað þá að skila til allra gullsmiða í ríkinu, að smíða kransa, eins líka fyrirmyndinni og mögulegt var. Og gull- smiðirnir unnu bæði dag og nótt, en sumum krönsunum þeirra kastaði konungsdóttir frá sjer í bræði, en aðra vildi hún varla lita á. Einu sinni, þegar hún var úti í skógi á gangi og var að hugsa um raunir sínar, seig á hana svefn og hún sofnaði í rjóðri einu. Dreymdi hana þá hvítabjörn einn stóran, sem ljek sjer að gullkransinum fagra, er hún þráði svo mjög. Vaknaði hún við, og var þá hvítabjörninn rjett hjá henni með kransinn. Þá vildi hún kaupa af hon- um kransinn. Nei, hann var ekki falur fyrir f je, en aðeins ef hann fengi hana sjálfa, sagði björninn. Og konungs- dóttir sagði, að hún gæti ekki lifað án sveigsins, og þá væri sama hvar hún væri og hverjum hún giftist, hún varð fyrir alla muni að fá sveiginn. Svo samdist þeim það, að hann skyldi sækja hana eftir þrjá daga, það yrði á föstudegi. Þegar hún kom heim með kransinn, urðu allir mjög glaðir, því nú var hún orðin kát aftur og konungurinn hjelt að ekki gæti verið neitt hættulegt að eiga við einn hvítabjörn. Og þriðja daginn bauð hann út öllu varðliði sínu og ljet það umkringja höllina, til þess að verja hana gegn hvítabirninum og veita honum varmar viðtökur. En þegar björninn kom, varð herinn að lúta í lægra haldi, því engin von bitu á hvíta feldinn bjarnarins, en hann sópaði hermönnunum um með hrömmunum, eins og þeir væru steinvölur. Þeir lágu þarna í hrúgum heldur lemstr- aðir, suma svimaði en aðrir voru bólgnir og bláir, því ekki voru þeir mjúkir, hrammarnir bjarnarins. Gesturinn: ■—- Þjónn, þjónn, það er skyrtuhnappur í súp-# unni. Þjónninn: — Þakka yður þúsund sinnum fyrir, herra minn. Jeg hefi verið að leita að þessum hnapp í allan morg- un. ★ — Hefirðu heyrt síðustu sög- una um Jensen stórkaupmann? Hann keypti Lúðvíks 14. rúm, en vegna þess að það var of stutt, bað hann um Lúðvíks 16. rúm. Ferðamaður kemur í gisti- hús. — Hvað kostar að dvelja hjer í viku? — Ja — hm — það veit jeg ekki. — Það er einkennilegt, að þjer skulið ekki þekkja verð- lag ykkar sjálfra. — Sjáið þjer til, það hefir aldrei nokkur maður verið hjer í viku. ★ — Þjónn, diskurinn er blaut- * — Það er súpan, herra minh. — Við verðum að fara^með vinnukonuna eins og hún sje ein af fjölskyldunni. Er ekki sama máli að gegna hjá ykk- ur? — Onei, við verðum að vera fjarskalega kurteis og vin- gjarnleg við okkar vinnukonu. ★ — O, herra læknir, hvernig á jeg að auðsýna yður þakk- læti mitt? — Það er ofur einfalt, með póstávísun, bankaávísun eða peningum. ★ — Sögðuð þjer ekki, að son- ur yðar ætlaði alð setja met með bifhjólinu sínu? -— Hann er þegar búinn að því. Nú liggur hann í sjötta sinn í sjúkrahúsi. ★ Þjónninn: ■— Voruð það þjer, sem átti að vekja áður eri fyrsta lestin færi? Gesturinn: — Já. Þjónninn: — Jæja, þá getið þjer sofið áhyggjulaust. Lest- in er farin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.