Morgunblaðið - 09.07.1944, Page 2

Morgunblaðið - 09.07.1944, Page 2
2 MORGUN BLÁÐIÖ Sunnudaginn 9. júlí 1944 Verndun fiskstofna við Ameríkustrendur Attræður Sr. Einar Thorlacius ARNI FRIÐRIKSSON mag- istar er nýkominn heim úr sex mánaða ferð til Vesturheims. — Var hann 4 mánuði í Banda- ríkjunum. Erindi hang vestur var m. a. að kynna sjer fiski- rannsóknir, ráðstafanir sem. gerðar eru, til að friða fiski- stofna nytjafiska og ýmislegt fleira. — Það er gott að vera kom- inn hingað heim aftur í sval- ann, sagði Arni er hann kom að máli við tíðindamann bláðs- ins. Mjer þótti vera orðið æði he-itt í New York, er jeg fór þaðan. Síðan hóf hann máls á fiski- rannsiknum og friðunarráðstöf unura Bandaríkjamanna á nvtja fiskum. Hann sagði m. a.: Sú mynd, sem maður fær af þessurn málum, er ólík þeirri, sem maður á að venjast í Ev- rópu. Ameríkumenn eru ekki fyrr farnir að hagnýta fiskteg- undir, en þeir fara að hugsa fyrir því, að framtið stofnsins verði trygð. Þeir byrjuðu t. d. fyrir 10 ár- Uffi að veiða karfa á Boston- svæðinu fyrir Nýja-Englandi. Áður köstuðu þeir karfanum útbyrðis, eins og við gerðum hjer. Nú er karfinn orðinn ann ar í röðinni af nytjafiskum á þecsu veiðisvæði. Aðeins ýs- an. er meiri í aflanum þar — 70 þús. tonn á ári. En þar eru veidd um 45 þúsund tonn af karfa. Með því að fyr- irskipa ákveðna möskvastærð, ]e»’ það fyrirbygt. að gengið verið of nálægt karfastofninum. Lúðan í Kyrrahafi. LÚÐAN í Kyrrahafi hefir kent Amerikumönnum mest og best að gæta þarf varúðar, ef stofninn á ekki að eyðast, og veiðar að fara út um þúfur. Lúðan þar er sömu tegundar og hjer. Lúðuveiðar byrjuðu þar fyrir alvöru á næstsíðasta tug 19. aldar, eftir að járnbrautir náðu. yfir þvert meginlandið.* Á þeim árum var lúðan veidd meðfram 900 kílómetra strand- leugju, við norðanverð Banda- yíkin. Eftir 1906, er vjelbátarn- ir komu þar til sögunnar, færð- ist veiði þessi í aukana og var brátt stunduð með fram 3600 Frá ferðalagi Arna Friðrikssonar j stunduð nema stuttan iíma árs- I ins, en hún var meðan verst gekk, með fullri sjósókn allt árið. Tvent er í þessu sambandi, sem vert er að athuga, bætir Árni við. Meiri þörf er á ráð- stöfunum til verndar fiskstofn- um við strendur Ameríku en við strendur Atlantshafs, vegna þess, hve landgrunnið er þar mikið minna. Hinsvegar eru friðunarráð- stafanir þar mikið auðveldari i .framkvæmd m. a. vegna þess, að þar eru það ekki nema tvær þjóðir, sem þurfa að taka upp samstarf. En til þess.t. d. að koma á friðunarráðstöfunum hjer við land, þarf að gera sam þyktir, sem ná til 10 eða 11 þjóða, eða sækja um leyfi til allra þeirra, sem hjer geta stundað fiskveiðar. Auk þess má alltaf búast við því, að erf- itt sje fyrir okkur að fá slík- ar samþyktir eða leyfi til ráð- stafana, vegna þess að fyrir okkur eru fiskveiðarnar aðal- atriði, en öðrum þjóðum, sem hjer stunda veiðiskap eru þær frekar aukaatriði. Ameríkumenn gera ráðstaf- anir til verndar fleiri fiskistofn um í Kyrrakafi, en lúðunnar. T. d. 'hafa þeir strangar gætur á, að sardínur, makríll og tún- fiskur gangi ekki til þurðar. Fiskveiðar stríðsáranna. — HAFA fiskveiðar Ameriku manna ekki minkað á stríðsár- unum? — Nei. Mikil áhersla er lögð á að fiskveiðar minki ekki, því þörfin fyrir fisk er mikil, m. a. vegna þess. hve Ameríku- menn þurfa mikið af niður- soðnum fiski í láns- og leigu- lögin og til hersins. Þeir hafa ekkert hámarksverð á fiski og telja sjer hagkvæmast að þeir, sem sjóinn sækja. beri mikið úr býtum, svo heildaraflinn minki ekki, þó þeir hafi þurft að taka bæði skip og sjómenn km. strandlengju og eins langt í herinn. til hafs og auðið var. Þá feng- Við sunnanverða Kaliforníu nst að meðaltali 300 pund af . er veiddur túnfiskur í stórum lúðu úr hverri haukalóðarlögn. ’ stíl. Sú tegund, sem þar er, er álíka stór og stærsti lax hjer. Er hann veiddur í herpinætur, líkt og við veiðum hjer síld, og harín háfaður upp í niðursuðu- verksmíðj urnar. Er jeg var í Los Angeles. sá jeg menn vera að .„Ianda“ slíkri veiði í stórum stíl. En hvergi fekkst túnfiskur keyptur til matar þar í borg. Fer allt í her- inn og út úr landi. Við strendur Kaliforníu eru veidd 700 þúsund tonn af sar- dínum á ári. Er það mikið, þeg- ar þess er gætt m. a. að allur fiskafli Breta fyrir stríð, var SOO þús. smálestir. Á norðan- verðri Kyrrahafsströnd Banda- ríkja eru það mest Skandinavar sem sjó stunda. En er sunnar dregur, eru það mest ítalir. — Um 1930 var meðalveiði úr hverri lögn komin niður í 35 p und. Árið 1924 gerðu Kanadamenn og Bandaríkin samning með sjer um það, að setja á stofn rannsóknastofu til að athuga lúðuveiðarnar. Var hún sett á fót í Seattie. Þar dvaldi jeg í mánuð, til þess að kynnast starfs3ðferðum og starfsfólk- inu. Stofnun þessi starfar í sam bandi við Washingtonháskól- ann. Er hún hafði unníð í nokk ur ár, var ákveðið, að til þess að menn mættu stunda veið- arnar, þyrftu þeir að hafa veiði leyfi frá stofnun þessari. — Nú hefir starfið og eftirlitið borið þaun arangur, að nu er veiðin mun meiri, þó hún sje ekki 1000 íslendingar. í SEATTLE eru l. d. 1000 ís- lensku mælandi menn. Þar er öflugt Islendingafjelag, sem stofnað var upp úr lestrarfje- laginu „Vestra“. Fjelag þetta á stórt samkomuhús. Er efri hæð þess kirkja, en samkomusalur á neðri hæð. Jeg flutti þar tvo fyrirlestra, annan um framfarir íslands síðan um aldamót, en hinn flutti jeg á sumardaginn fyrsta. Var samkoma þar þá í tilefni dagsins. Guðsþjónustur fara þar fram á ensku vegna unga fólksins, sem margt skilur ekki íslensku. Vertíðin hjer heima. — HVAÐA verkefni bíða þín hjer heima? Fyrst er að athuga það rann- sóknarefni, sem mjer hefir bor ist frá síðustu vetrarvertíð. Jeg veit, að það er tíu ára þorskur- inn, sem mest kveður að í afl- anum í ár. Og hann hefir kom- ið meiri á hin venjulegu hrygn ingarsvæði en undanfarin ár. Jeg þakka það kuldanum í sjón um, sem var í vetur — Ekki að fækkun erlendra skipa, hafi gert það að verkum að meira aflaðist. ■— Nei. Ef sjávarhitinn verð- ur eins og liann var áður, þá kemur þorskurinn á miðin. Það er jeg viss um. Merkingar sýna að svo lítið veiðist af þorskin- um, í samanburði við stofninn, að engin hætta sje, að hann þoli ekki veiðina. — En hvað um merkingu á síld, til þess að fá úr því skor- ið hvernig síldin hagar göngum sínum. — Nú hafa Ameríkumenn fyrir nokkru fundið ráð til þess að merkja síld. Þeir stinga málmplötum inn í kvið hennar. Er ekki hægt að sjá, að plöt- ur þessar geri síldinni neitt til. Jeg trygði mjer 10 þúsund slík síldarmerki. Var svo bjartsýnn. Þegar stríðinu lýkur, þurfum við að fá samvinnu við Norð- menn, fá þá til að merkja síld hjá sjer, og svo merkjum við hjer. Þá ætti að fást fljótlega sönnun fyrir því, hvort síldar- samgöngur eigi sjer stað milli Noregs og íslands. Jeg er fyrir mitt leyti alveg sannfærður um það, eins og jeg oft hef áður sagt, og rökstyð í sildarbók minni. sem út kemur í haust. Bretar berjast af hörku. London: Fyrir skömmu birti þýska frjettastofan viðtal við Hergerth, frægasta orustuflug- mann Þjóðverja, og lýsti hann viðureign við fjögra hreyfla sprengjuflugvjel. „Bresku flug mennirnir eru hraustir og berj ast vaskiega“, sagði hann. — „Jeg gerði fimm árásir á flug- vjelina og stöðugt hjeldu þeir áfram að berjast. Hefir mjer aldrei síðan jég fór að berjast, veitt svo erfitt að skjóta niður nokkra flugvjel". HINN 10. júlí 1864 er fædd- ur sjera Einar Thorlacius f. prestur og prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar hans voru Þorsteinn bóndi og hreppstjóri í Öxnafelli í Eyja- firði, Einarsson Thorlaciusar prests í Saurbæ í Eyjafirði, og kona Þorsteins, Rósa Jónsdótt- ir, bónda í Leyningi, og hafði hún numið ljósmóðurfræði er- lendis, en þá var enginn skóli hjer í þeirri grein. Sjera Ein- ar í Saurbæ var lærður mað- ur og latínuskáld, kendi mörg- um undir skóla, þar á meðal Pjetri biskupi. Annar sonur hans var sjera Jón Thorlacius í Saurbæ, faðir Ólafs læknis, nú í Reykjavík. Þriðji sonur hans var Sigfús bóndi í Núpu- felli, faðir Jóhannesar yfirkenn ara. Jóhannes notaði ekki Thorlaciusarnafnið. Bróðir sjera Einars í Saurbæ var sjera Hallgrímur Thorlacius, d. 1859, prestur og prófastur á Hrafnagili næst á undan föður mínum, sjera Daníeli Halldórs- syni, sem síðan var þar prest- ur 21 ár. Sjera Hallgrímur var faðir sjera Magnúsar Thor- laciusar að Fagranesi, en börn hans voru sjera Hallgrímur Thorlacius, prestur í Glaum- bæ, og Guðrún, kona sjera Friðriks Bergmanns. Sjera Einar ólst upp hjá for- eldrum sínum í Öxnafglli, en eftir fermingaraldur byrjaði hann á bóknámi og settist í fyrsta bekk latínuskólans árið 1881. Þar lauk hann námi á venjulegum tíma árið 1887, og guðfræðinámi á prestaskólan- um 1889. Sama ár 29. sept. tók hann prestsvígslu og var vigð- ur að Skarði á Landi, og skömmu síðar 8. okt. kvæntist hann heitmey sinni Jóhönnu Aðalbjörgu Benjamínsdóttur frá Stekkjarflötum í Eyjafirði, systur hins þjóðkunna hugvits og hagleiksmanns Magnúsar Benjaminssonar, úrsmiðs. Var hún, sem ætt lá til, afbragðs- kona að atgerfi og hjartagöfgi. Þau hjón reistu bú að Fells- múla og bjuggu þar meðan hann var prestur í Landpresta- kalli. Árið 1900 sótti sjera Einar um og var kjörinn prestur í Saurbæjarprestakalli á Hval- fjarðarströnd og var þar síðan allan prestsskap sinn uns hann Ijet af embætti 1932. Bjuggu þau hjón síðan í Reykjavík, en konu sína misti hann 1937 og hefir síðan búið með börnum sínum. Þau hjón eignuðust 8 börn, sem 6 þeirra eru á lífi, öll hin mætustu að mannkostum og atgerfi. Þau eru: 1 Rósa, gift Magnúsi Guðmundssyni, presti í Ólafsvík, 2 Guðbrandur bóndi í Kalastaðakoti í Hvalfirði, 3 Þóra, heima, 4 Guðlaug, í Kaupm.höfn, 5 Anna, gjaldkeri í Sjóvátr.fjel. og 6 Magnús Thorlacius, hæstarjettarlög- maður. — Eftir að Jón prófast- ur Sveinsson á Akranesi and- aðist árið 1921 varð sjera Ein- ar prófastur í Borgarfjarðar- prófastsdæmi. Þessir eru hinir ytri drættir í æfi sjera Einars. En hins er þá eftir að geta, hver afkasta og athafnamaður hann hefir verið og hvert dagsverk þau hjónin unnu, og mun þar að vísu frá meiru að segja, en mjer væri það alt kunnugt á öðru landshorni. En það hef jeg frá vel kunnugum fyrir satt, að hann var mjög skyldu- rækinn í allri embættisfærslu sinni, og kennimensku og prestsverk öll og prófastsstörf hafa farið honum prýðilega úr hendi, enda mun hann jafnan hafa verið vel og mikils metinn af sóknarmönnum og yfirboð- urum. Prestssetur sín hefir hann setið vel og staðinn í Saurbæ, þar sem Hallgrímur Pjetursson hafði dvalið og ort sín ódauðlegu ljóð, hefir honum verið og er ant um, að vegur hans megi sem mestur vera. Sjálfur hefir hann verið ráð- deildarsamur búsumhyggju- maður og einnig notið þar sinn ar ágætu konu, sem ekki var síðri að atorku og umsýslu en manngæsku. Ekki eru nein teljandi elli- mörk enn á sjera Einari að sjá og starfsvilji hans og þróttur hygg jeg að mestu ólamaður, þótt árin sjeu þetta mörg. Hann hefir nú með höndum nytsamt en vandasamt bók- mentastarf, að undirbúa nýja útgáfu af ljóðabókinni Snót, sem áður var mjög vinsæl, en nú fyrir löngu ófáanleg. Mun hún bráðum koma út og mjög vel til vandað. í andlegum efn- um er hann frjálshuga og skilningsgóður á nýjar skoðan- ir og í fjelagsskap okkar gam- alla presta, sem lokið höfum lífsstarfinu, en hittumst við og við til viðhalds fornri kynning og viðræðna um endurminning ar og önnur hugðarefni, hefir hann verið og er einna fremst- ur til forgöngu um samheldni og samhug og í því sem öðru lýst sjer athafnavilji hans og viðmótsþýðleiki. Fyrir þetta og allan bróðurhug flyt jeg hon- um þakkir okkar allra ásanit hugheilu heillaóskunum fyrir það, sem fram undan er. Sveitungi og samhérji Kristinn Daníelsson. London: Hinar frægu Macci- T lug vj elasmið j ur eru nú að sögn svissneskra blaða, farnar að smíða flugvjelar fyrir Þjóð verja. Sagt er og að verksmiðj ur þessar hafi skemst í loftá- rás bandamanna á Milano.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.